Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.2015, Page 49

Læknablaðið - 01.10.2015, Page 49
LÆKNAblaðið 2015/101 489 fari og þá talið til konungs- gersema og lög sett um eign þeirra. Fannst meðal annars heil karfa full af villieplum við uppgröftinn á Ásubergs- skipinu í Noregi í byrjun síðustu aldar en skipið er talið frá byrjun 9. aldar. Eplin voru nesti ætluð þeim konum af drottningakyni sem ferðast áttu með skipinu til undir- heima. Villiepli voru einnig ræktuð í norskum klaustrum, meðal annars á eyjunni Tautra í Þrándheimsfirði sem er einn nyrsti vaxtarstaður villieplisins í Evrópu. Eitt tré ættað þaðan er nú hluti af sýn- ingunni í Urtagarðinum í Nesi – ásamt öðrum þeim jurtum sem ofan eru taldar. Ýmislegt bendir til þess að samgangur hafi verið milli íslenskra klaustra og norskra sem lágu undir erkibiskupsstólinn í Niðarósi við Þrándheimsfjörð – til dæmis hafi íslenskar jurtir borist til Noregs. Um áhrifamátt lækninga- jurta og uppskriftir að lyfjum og notkun þeirra á miðöldum er ekki mikið skrifað og ef til vill erfitt að henda reiður á vegna þess að hugmyndir manna um starfsemi líkamans og líffæranna voru þá gjör- ólíkar því sem nú er. Reyndar eru margar þessara plantna teknar með í fyrstu opinberu lyfjaskrá Danakonungs, Pharmacopoeia Danica frá árinu 1772, sem fyrsta lyfjafræðingi Íslands, Birni Jónssyni, bar að hafa til hliðsjónar. Í meðfylgjandi töflu á næstu síðu er dregið saman það helsta sem vitað er um þær 25 klausturjurtir sem koma hér við sögu, um meint- ar nytjar þeirra á klausturtím- anum og hvar merki um þær hafa fundist. Mynd 1. Urtagarðurinn við Nesstofu á Seltjarnarnesi. Mynd 3. Einær desurtin vex vel við Saurbæ í Eyjafirði. Mynd 4. Desurtin úr Saurbæ komin í Urtagarðinn í Nesi.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.