Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Qupperneq 6
föstudagur 24. apríl 20096 Fréttir Sandkorn n Málsmetandi sjálfstæðis- menn velta því fyrir sér hver lekið hafi upplýsingum um ofurframlög FL Group til flokksins í árslok 2006. Nokkrir þeirra eru sannfærðir um að það hafi Davíð Oddsson og Kjartan Gunnars- son gert. Þeir hafi einfaldlega ekki vitað af styrkjunum fyrr en seint og um síðir og „brjál- ast“ eins og það er orðað og hjólað í Geir H. Haarde. Geir axlaði ábyrgð á móttöku „skít- ugra peninga“ og sömuleiðis sagði Andri Óttarsson, fram- kvæmdastjóri flokksins, um- svifalaust upp störfum. Menn tala um hefnd Davíðs en full- mikinn fórnarkostnað. n Athygli vekur að þrír af hverj- um fjórum á framboðslistum Sjálfstæð- isflokksins eru af svo- kallaðri X- kynslóð sem fædd er á sjöunda ára- tugnum og síðar. Þetta er sama kynslóðin og stóð fyrir græðg- isvæðingunni í bankakerfinu, ruddi gömlum viðskiptagildum til hliðar og brást þjóðinni á endanum. Bjarni Ármannsson, Lárus Welding, Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurjón Árna- son og allir hinir eru af þessari sömu kynslóð. Aldursdreifingin virðist vera meiri á framboðs- listum annarra flokka. Menn spyrja sig því hvort endurnýj- unin í Sjálfstæðisflokknum endurspegli enn ein mistökin. n Tímasetningar á góðverkum stjórnmálamanna geta verið ótrúlega hentugar þótt þar sé örugglega um tilviljun að ræða. Þannig kynnti Ásta Ragnheið- ur Jóhann- esdóttir tveimur dögum fyrir kjördag að hún myndi úthluta næstum milljarði króna til þess meðal annars að fjölga hjúkrun- arrýmum og byggja upp félags- aðstöðu fyrir aldraða. Ekki nóg með að þetta gerist tveimur dög- um fyrir kjördag heldur í þokka- bót á sumardaginn fyrsta þegar má almennt gera ráð fyrir að sé lítið að gerast í fréttum. Því er ekki úr vegi að einhverjum dytti í hug að Ástu Ragnheiði væri ekki alls kostar óhugnanlegt að þeir sem njóta góðs af hugsi hlýlega til hennar á kjördag. n Áhugamenn um stjórnmál eru margir hverjir komnir á þá skoðun að Kolbrún Halldórs- dóttir umhverfisráðherra hafi átt einn mesta afleik stjórnmála- manns í mörg ár þegar hún lýsti yfir andstöðu sinni við olíuleit á Drekasvæðinu og olíuvinnslu þremur dögum fyrir kosning- ar. Systkin hennar í Vinstri- hreyfingunni – grænu framboði voru fljót að afneita skoðunum ráðherra síns en hætt er við að skaðinn hafi verið skeður. Þannig hafi einhverjir komist á þá skoðun að ef til vill sé ekki gæfulegt að kjósa flokk sem skýtur hvert atvinnumálið á fætur öðru á bólakaf. „fólk var bara galið“ „Þetta var sumarið 2006 og 2007, aðallega 2007. Fólk var bara galið. Ruglið hjá Glitnisfólkinu skaraði ein- faldlega fram úr öllu. Það sem ein- kenndi starfsfólkið í kringum þetta var ómerkilegheit og lygar og ann- að í þeim dúr. Þetta var nokkuð sem maður hefur ekki séð fyrr eða síðar. Í Glitnisboðsferðunum var trylling- urinn mestur. Þar fór allt úr böndun- um,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson, fyrr- verandi umsjónarmaður Langár, í samtali við DV. Kjöguðu blindfullir að ánni Ingvi Hrafn tók við ánni sem leigu- taki fyrir tíu árum en hefur nú sagt skilið við þann hluta af lífi sínu. Í við- tali við Loft Atla Eiríksson, fyrrver- andi ritstjóra Séð og heyrt, í tímarit- inu Veiðimaðurinn, skefur hann ekki utan af lýsingum sínum af útrásar- víkingum sem buðu gestum sínum í veiði til að halda þeim góðum og peningum þeirra innan veggja bank- ans. „Það var verið að veiða á dýr- asta og besta tímanum en samt sem áður var öllu liðinu smalað upp í bíla í „happy-hour“ frá klukkan 19 til klukkan 20.30 á kvöldin. Þá þurftu allir gestirnir að koma sam- an á einhverjum stað þar sem allt var fljótandi í brennivíni, snittum og kampavíni. Svo voru menn að kjaga að ánni blindfullir, eða var kalt og stauluðust upp í hús. Þetta endur- speglaði græðgisveiki forystumanna fyrirtækja þannig að manni býð- ur við. Þetta gefur mér vont bragð í munninn en nota bene það var líka fullt af prúðu fólki og flottum veiði- hollum.“ Bubbi og Jónsi skemmtu Þegar DV ræddi við Ingva Hrafn um þessa útrásartíma sagði hann sukkið og óhófið hafa verið gasalegt í ferð- um bankanna og bruðlið þvílíkt þeg- ar gestum var boðið í veiði í ána. „Upp til hópa voru þessir útrásar- fyrirtækjaboðshópar í Langá til mik- illar fyrirmyndar. En sukkið og óhóf- ið í boðsferðum bankanna var á allt öðrum kaliber en hjá öðrum fyrir- tækjum. Þangað komu bankakúnnar, fólk sem átti kannski hundraða millj- óna innistæðu sem bankarnir klöpp- uðu fyrir til að halda peningunum innanborðs hjá sér,“ segir Ingvi Hrafn en starfsmenn Glitnis eyddu fúlgum fjár í að halda mikilvægum viðskipta- vinum sínum ánægðum. „Það voru engin takmörk á óhóf- inu hjá Glitni. Kjólfataklæddur þjónn með hvíta servíettu kom úr bænum á hverju kvöldi til að hella víni í glös fólksins. Jónsi í Í svörtum fötum eða Bubbi Morthens komu eftir kvöldmat til að skemmta fólki. Síðan var veiði- ferðin ekki vel heppnuð nema allir væru svo blindfullir að þeir mættu sig vart hreyfa. Þetta var á tímanum þegar þjóðin var geðveik.“ Meig, skeit og ældi í rúmin Í viðtalinu við Loft Atla segist Ingvi Hrafn hafa upplifað „þvílíkan við- bjóð í þessum sukkferðum; fólk æl- andi og skítandi í rúmin sín. Lands- ins flottasta fólk og gestir“. Í samtali við DV segir hann þetta hafa verið vegna taumlauss óhófs sem gætti í boðsferðum bankanna. „Fólk meig líka í rúmin sín. Þetta er það sem ofurölvað fólk gerir. Þá ertu búinn að missa stjórn á öllu, þar með þínum melting- arfærum og vélinda og öðru slíku. Þetta fylgdi taumlausu óhófi og taumlausum veitingum,“ segir Ingvi Hrafn en í þessum boðsferðum skorti ekkert – þá síst brennivín. Höfðu aldrei séð veiðistöng Útrásarvíkingarnir gengu meira að segja svo langt að þeir vildu fá sér- stakan kokk frá Reykjavík til að elda ofan í sig en ekki kokk Ingva Hrafns. „Í raun og veru átti að moka mín- um kokki út úr eldhúsinu og flytja inn kokk frá Vox veitingastað vegna þess að þeim fannst það fínna að hafa kokk frá Vox. Þeim tókst það eina kvöldstund að mér forspurð- um. Ég var ekki sérlega mildur á svipinn þegar ég frétti það daginn eftir. Því við vorum einfaldlega með yfirburðakokk, útskrifaðan af sjálf- um Úlfari á Þremur frökkum,“ seg- ir Ingvi Hrafn en margir boðsgestir bankanna höfðu ekki hugmynd um hvernig brúka átti veiðistöng. „Útlendingarnir og sumir Ís- lendingarnir sem komu í boðsferð- ir höfðu engan áhuga á veiði. Þeg- ar var verið að finna veiðistangir og flugur handa þesu fólki kom í ljós að það hafði aldrei séð veiðistöng áður og vissi ekkert hvað það átti að gera við þær. En það þótti svakalega flott að vera boðið í helsta veiðihús lands- ins. Þetta voru náttúrlega allar bestu árnar á landinu. Þær voru keyptar af bönkunum og stórfyrirtækjunum að stórum hluta. Verð skipti engu máli.“ lilJa Katrín gunnarsdóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is Í góðærinu voru starfsmenn Glitnis langverstu gestir Langár að sögn ingva Hrafns Jónssonar, fyrrverandi umsjónarmanns árinnar. Þeir voru iðulega ölvaðir og fram- koma þeirra einkenndist af ómerkilegheitum og lygum. Bruðlað var til að ganga í augun á boðsgestum bankans sem sumir hverjir höfðu aldrei séð veiðistöng. Brjálaðir bankamenn „Eigendur bankanna, þessir ungu, voru einfaldlega galnir,“ segir Ingvi Hrafn í viðtali í Veiðimanninum. sukk í náttúruperlu sukkið og bruðlið var taumlaust í boðsferð- um bankanna í langá. glitnir verstur Bankarnir buðu mikilvæg- um viðskiptavinum sínum í veiði í langá þegar góðærið stóð sem hæst en óhófið í glitnisferðunum var til skammar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.