Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Page 34
föstudagur 24. apríl 200934 Helgarblað
Logi Berg-
mann skemmti-
Legastur
sigmundur davíð gunnLaugsson,
formaður framsóknarfLokksins:
í einu orði, hver var orsök hrunsins?
„andvaraleysi.“
Hverju myndir þú breyta á íslandi ef þú
gætir breytt hverju sem er?
„Hugarfarinu.“
vissir þú fyrir hrun að ríkisábyrgð væri
á erlendum innlánum einkabanka?
„Já, ég var búinn að átta mig á því.“
Hver er besti tími sólarhringsins?
„snemma nætur.“
Hefur þú villt á þér heimildir á netinu?
„Nei.“
Hversu lengi hugnast þér að leiða þinn
flokk?
„Óráðið, enda nýtekinn við.“
Á þjóðin kvótann?
„Þjóðin á auðlindina.“
ertu trúaður og hvernig iðkar þú trú
þína?
„Já. í hljóði.“
Hvaða kvikmynd sást þú síðast í bíó?
„??“
Hvað á íslenska krónan langt eftir?
„Heilsan er tvísýn.“
Hversu hátt hlutfall atkvæða yrði
framboði þínu ásættanlegt?
„Það sem þjóðin kýs að veita því.“
Langar þig að biðja einhvern afsökun-
ar?
„Nei.“
Hvaða fjölmiðli treystir þú best?
„rÚV.“
Hefur þú drepið dýr?
„Já, lax.“
er þetta allt útrásarvíkingunum að
kenna?
„Nei, ekki allt.“
Hvaða íslendingur er skemmtilegastur?
„logi Bergmann.“
er einhver þingmaður í röngum flokki?
„góð spurning, en því miður hef ég ekki svar.
Þó sýnist mér sumir vera áttavilltir.“
Hversu hratt hefur þú keyrt á íslandi?
„Hef ekki hugmynd um það, en ég fer alltaf
rólega í gegnum Húnavatnssýslurnar.“
Hvað getum við lært af hruninu?
„samtíminn varir ekki að eilífu og því ber að
sýna fyrirhyggju.“
Hvenær verður botni kreppunnar náð?
„í haust eða byrjun næsta árs.“
Brugðust fjölmiðlar í aðdraganda
hrunsins?
„fjölmiðlamenn eru síst betri í því en aðrir að
sjá fyrir óorðna hluti. En ég held að margir
fjölmiðlamenn nagi sig í handarbökin fyrir
að hafa ekki verið gagnrýnni á ýmislegt sem
var að gerast í aðdraganda hruns og séu að
nokru leyti að bæta sér það upp núna, með
óvægnum frásögnum.“
Hefurðu neytt fíkniefna?
„Nei.“
Þurfa þingmenn aðstoðarmenn?
„Já.“
skortir pólitíska ábyrgð á íslandi, sbr.
bankahrunið?
„Það skortir að menn geri sér grein fyrir því
hvað í henni felst.“
kemur til greina að breyta þingsköpum
til að lágmarka málþóf?
„Ef það er vilji þingheims.“
kanntu á þvottavél?
„að sjálfsögðu.“
Höfum Lært
Hvað Á ekki
að gera
steingrímur J. sigfússon,
formaður vinstriHreyfingar-
innar - græns framBoðs:
í einu orði, hver var orsök hrunsins?
„græðgi, siðblinda og heimska.“
Hverju myndir þú breyta á íslandi ef
þú gætir breytt hverju sem er?
„Ég mundi þurrka allar skuldir af ríkinu
og af almenningi sem á þeim hefur lent
vegna bankahrunsins.“
vissir þú fyrir hrun að ríkisábyrgð
væri á erlendum innlánum einka-
banka?
„Ég þekkti í grófum dráttum efni
tilskipunar Evrópusambandsins um
innistæðutryggingar og það rann upp
fyrir mér fyrir tæpu ári síðan eða svo, að
þessi innlánstrygging tæki til innlána
útibúa íslenskra banka erlendis.“
Hver er besti tími sólarhringsins?
„snemma á morgnana er oft góður tími
og einnig síðdegis eða undir kvöld að
loknum góðum vinnudegi, það er að
segja ef hann stendur ekki lengur.“
Hefur þú villt á þér heimildir á
netinu?
„Nei, ekki svo ég viti til.“
Hversu lengi hugnast þér að leiða
þinn flokk?
„Ekki mitt einkamál, heldur flokksmanna.
svarið gæti verið: Enn um sinn, meðan
báðir aðilar eru ánægðir með þá tilhögun.“
Á þjóðin kvótann?
„Já.“
ertu trúaður og hvernig iðkar þú trú
þína?
„Nei, ég er efahyggjumaður í trúmálum.“
Hvaða kvikmynd sást þú síðast í bíó?
„Man það ekki, orðið langt síðan.“
Hvað á íslenska krónan langt eftir?
„að minnsta kosti mörg ár enn.“
Hversu hátt hlutfall atkvæða yrði
framboði þínu ásættanlegt?
„öll myndarleg viðbót er góð niðurstaða.“
Langar þig að biðja einhvern
afsökunar?
„Nei, ekki sem stendur.“
Hvaða fjölmiðli treystir þú best?
„smugunni og gömlu gufunni.“
Hefur þú drepið dýr?
„Já, ég er veiðimaður.“
er þetta allt útrásarvíkingunum að
kenna?
„Nei, en talsvert mikið af því.“
Hvaða íslendingur er skemmtileg-
astur?
„Ja, til dæmis skúli á Álandi, hann er
gríðarlega launfyndinn maður.“
er einhver þingmaður í röngum
flokki?
„Nei, ekki endilega, en einhverjir eru
kannski á rangri hillu.“
Hversu hratt hefur þú keyrt á íslandi?
„Ekki gefið upp, en örugglega einhvern
tímann of hratt, sérstaklega á yngri árum.“
Hvað getum við lært af hruninu?
„Mjög margt, fyrst og fremst það hvernig
á EKKI að gera hlutina.“
Hvenær verður botni kreppunnar
náð?
„Vonandi er sá tími að nálgast, en það
verður áfram erfitt einhver misseri.“
Brugðust fjölmiðlar í aðdraganda
hrunsins?
„Já, heldur betur.“
Hefurðu neytt fíkniefna?
„Nei.“
Þurfa þingmenn aðstoðarmenn?
„Nei, ekki endilega, að minnsta kosti ekki
meðan svona árar.“
skortir pólitíska ábyrgð á íslandi, sbr.
bankahrunið?
„Já, það skortir bæði pólitíska og
siðferðislega ábyrgð. Það skortir ekki síður
heiðarleika og hreinskilni.“
kemur til greina að breyta þingsköp-
um til að lágmarka málþóf?
„Nei, það verður líka að verja málfrelsið.“
kanntu á þvottavél?
„Já, já, heldur betur, og nota hana
talsvert.“
ofmat og óHóf í
„góðærinu“
guðrún maría óskarsdóttir, taLsmaður
LýðræðisHreyfingarinnar í suðvesturkJör-
dæmi:
í einu orði, hver var orsök hrunsins?
„Ofmat.“
Hverju myndir þú breyta á íslandi ef þú gætir breytt
hverju sem er?
„að launþegar á vinnumarkaði geti lifað af launum sínum
eftir skatta.“
vissir þú fyrir hrun að ríkisábyrgð væri á erlendum
innlánum einkabanka?
„Nei.“
Hvenær er besti tími sólarhringsins?
„Morguninn.“
Hefur þú villt á þér heimildir á netinu?
„Nei.“
Hversu lengi hugnast þér að leiða þinn flokk?
„lýðræðishreyfingin hefur aðeins talsmenn, og eins lengi
og ég þarf mun ég vera talsmaður lýðræðisumbóta.“
Á þjóðin kvótann?
„fiskimiðin við ísland eru sameign íslensku þjóðarinnar nú
sem endranær.“
ertu trúuð og hvernig iðkar þú trú þína?
„Já, ég er kristinnar trúar og bið mínar bænir hvert kveld.“
Hvaða kvikmynd sást þú síðast í bíó?
„Man það ekki, það er svo langt síðan ég fór í bíó.“
Hvað á íslenska krónan langt eftir?
„Hálfan áratug að minnsta kosti að mínu mati.“
Hversu hátt hlutfall atkvæða yrði framboði þínu
ásættanlegt?
„Því fleri beintengdir fulltrúar lýðræðishreyfingarinnar á
þingi, því meiri áhrif fólksins í landinu.“
Langar þig að biðja einhvern afsökunar?
„Man ekki eftir neinum í bili.“
Hvaða fjölmiðli treystir þú best?
„geri ekki upp á milli þeirra hvað traust varðar, en rýni ætíð
á milli lína alls sem ritað er.“
Hefur þú drepið dýr?
„Já, ég veiddi fýl í gamla daga undir Eyjafjöllum.“
er þetta allt útrásarvíkingunum að kenna?
„Þeir menn sem fengu fjármagn í hendur í miklu magni
en kunnu sér ekki hóf eiga sök á því hve hátt fallið er hér á
landi, hins vegar tel ég að flestir þurfi að líta í eigin barm og
spyrja spurninga um þátttöku í hinu meinta „góðæri“ hér á
landi.“
Hvaða íslendingur er skemmtilegastur?
„Maðurinn bak við tjöldin í spaugstofunni hverju sinni.“
er einhver þingmaður í röngum flokki?
„Já, venjulega korteri fyrir kosningar þegar þeir hafa tapað
í prófkjörum.“
Hversu hratt hefur þú keyrt á íslandi?
„Ég ek á löglegum hraða, að sjálfsögðu.“
Hvað getum við lært af hruninu?
„Við getum lært heilmargt, einkum og sér í lagi þarf að
endurnýja gildismatið í heild.“
Hvenær verður botni kreppunnar náð?
„að öllum likindum um og fyrir áramótin næstu.“
Brugðust fjölmiðlar í aðdraganda hrunsins?
„Já.“
Hefurðu neytt fíkniefna?
„Nei.“
Þurfa þingmenn aðstoðarmenn?
„Nei, ekki alla jafna að ég tel en í einstökum tilvikum kann
svo að vera.“
skortir pólitíska ábyrgð á íslandi, sbr. bankahrunið?
„Já, það skortir pólitíska ábyrgð og hefur gert hér á landi
um áraraðir, því miður.“
kemur til greina að breyta þingsköpum til að
lágmarka málþóf?
„Já, sjálf vildi ég sjá fundarstjórn á þingi afmarkast enn
frekar af viðfangsefnunum.“
kanntu á þvottavél?
„Já, það er víst alveg ábyggilegt.“