Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Qupperneq 72

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Qupperneq 72
„Vinur minn sem var að keyra, var nýbúinn í bakaðgerð, þannig að það fyrsta sem ég hugsaði var hvort væri í lagi með bakið hans. Annað sem ég hugsaði var að ég þyrfti að fá mér sígarettu og þriðja var hvort ég þyrfti að borga vini mínum bensínið,“ seg- ir Aron Pálmi Ágústsson glaðbeittur þrátt fyrir alvarlegt bílslys sem hann lenti í á miðvikudaginn. Aron var í bíl með þremur vin- um sínum að keyra í Kópavogi niður brekku. Í miðri brekku ákveður öku- maðurinn, vinur Arons Pálma, að hægja á sér. „Við heyrðum eitthvað smella og síðan virkuðu bremsurnar ekki. Vinur minn tók í handbremsuna en það bar lítinn árangur. Fram und- an voru gatnamót þannig að við gát- um beygt til hægri og klesst á hús, far- ið beint áfram og kannski klesst á bíl eða beygja til vinstri og lent á tré. Við ákváðum að fara til vinstri og lentum á tré en bíllinn var á fjörutíu til fimm- tíu kílómetra hraða. Ég braut fram- rúðuna með hausnum á mér. Bíllinn gjöreyðilagðist og það voru brot úr honum út um allt. Einn vinur minn var fluttur með sjúkrabíl á Landspít- alann og ég og annar vinur minn fórum þangað í skoðun,“ segir Aron Pálmi en bráðabirgðaniðurstöður úr læknisskoðun sýndu að ekkert amaði að Aroni Pálma. „Þegar ég steig út úr bílnum fann ég fyrir tánum á mér og höndum og athugaði hvort ég hefði nokkuð eyðilagt í mér tennurnar. Þeg- ar ég kom upp á Landspítala vissi ég hvaða dagur var og hver forseti Ís- lands er þannig að það er allt í lagi með mig.“ n Leikstjórinn góðkunni Júlíus Kemp gat svo sannarlega látið fara vel um sig á leið til London í flugvél Iceland Express í síðustu viku. Júlíus var nefnilega meðal þriggja farþega í vélinni en ásamt þeim á ferðalaginu voru fimm flugfreyjur og þrír flug- menn. Í samtali við DV vildi Júlíus sem minnst tjá sig um ferðalagið en að sögn viðstaddra var frekar tóm- legt í vélinni. Að sögn Matthíasar Imsland, forstjóra Iceland Express, var um leiguflugvél að ræða sem verið var að ferja milli landa. Í staðinn fyrir að fljúga með hana tóma var tekið á það ráð að reyna að hafa tekjur upp úr krafs- inu með því að fólk keypti „flugmiðann, samloku um borð og kannski eitt armband“, eins og Matthías segir sjálfur. Eru allir svona flugleiðir? Fréttaskot 512 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar. Einmana í flugvél Aron Pálmi Ágústsson lenti í alvarlegu bílslysi með vinum sínum á bremsulausum bíl: Braut framrúðuna mEð hausnum n Spéfuglinn geðþekki Sverrir Þór Sverrisson, eða Sveppi eins og hann er oftast kallaður í daglegu tali, mætir samviskusamlega í ræktina í Laugum þessa dagana til að halda línunum í lagi. Það má með sanni segja að Sveppi skeri sig úr í þessari frægustu líkamsræktarstöð lands- ins þar sem hann mætir stundum í upplituð- um íþróttafötum og kærir sig koll- óttan um tískuna í líkamsræktarfatn- aði. Athygli vekur einnig að Sveppi tyggur oft tyggjó er hann skokkar á hlaupabrettinu með iPod-inn í eyrunum en það sjá gestir líkams- ræktarstöðva ekki á hverjum degi. n Stórleikarinn Stefán Karl Stefáns- son kaus í byrjun vikunnar enda búsettur í Los Angeles ásamt sinni heittelskuðu, leikkonunni Stein- unni Ólínu Þorsteinsdóttur. Á Facebook-síðu sinni er Stefán Karl ekki hræddur við að opinbera það fyrir heiminum hvað hann kaus. Hann setti X við Borgarahreyfing- una og segir að hann sé „búinn að fá nóg af þessu gamla fyrirgreiðsluliði“ og bætir við í hástöf- um: „Ég vil alvöru breytingar!“ Vel virð- ist fara um Stefán Karl í borg englanna því á síðu sinni segist hann hafa eytt þrjátíu árum ævi sinnar á Íslandi og ætli að eyða næstu þrjátíu vestan hafs. stEfán Karl sEtur X við O Brugðið aron Pálmi slapp vel. mEð tyggjó á hlaupaBrEttinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.