Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 4
Föstudagur 29. maí 20094 Fréttir Sandkorn n Þeir sem áttu von á því að gagnsæi yrði ráðandi í íslensku stjórnkerfi hafa líkast til orðið fyrir vonbrigðum þegar Hulda Gunnarsdóttir, forstjóri Land- spítalans, neitaði að upplýsa um kjör Einars Karls Haralds- sonar, fyrr- verandi aðstoð- armanns iðnaðar- ráðherra, sem nú á að verða eins konar upplýsinga- stjóri spítalans. Mikil dulúð hvílir yfir ráðningunni sem farið hefur fram um bakdyr. Ögmundur Jónasson heil- brigðisráðherra er einn ákafasti talsmaður þess að spilling verði upprætt og ekki verður því trú- að að hann hafi þarna hönd í bagga. n Undarleg ráðning Einars Karls Haraldssonar í gælu- verkefni Landspítalans er í anda þess sem Ólafur Ragn- ar Grímsson, forseti Íslands, gagnrýnir í viðtali við Mannlíf. Forsetinn vekur athygli á því að flokksræði hafi gegn- sýrt íslenskt samfélag. Þannig hafi flokkarnir blygðunar- laust skipað sína menn í störf á vegum ríkisins. Ólafur Ragnar nefnir engin nöfn en það þarf ekkert sérstakt hugmyndaflug til þess að þeir Ólafur Börkur Þorvaldsson, frændi Davíðs Oddssonar, og Jón Steinar Gunnlaugsson, vinur Davíðs, komi upp. n Þingheimur þótti verða sér til stórskammar þegar einung- is þrír þingmenn tóku þeirri áskorun að koma að styttu Jóns Sig- urðssonar á Aust- urvelli og kaupa merki til styrktar Fjölskylduhjálp Íslands. Með- al þeirra sem ekki mættu var mannvinurinn Atli Gíslason, alþingismaður Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs. Hann var ekkert að skafa utan af hlutunum í Í bítið á Bylgj- unni og sagði að málið væri skammarlegt. Hann sagði að sjálfur hefði hann verið upptekinn á fundi þegar sala merkjanna átti sér stað. Dagsflutnigar 897 8866 Dagur bílstjóri dagur@dagsflutningar.com www.dagsflutningar.com Þjónusta einstaklinga og fyrirtæki Hvar sem er hvenær sem er 2 tonna lyfta Rafmagnstjakkur Heilopnun Mæðginin Aníta K. Jónsdóttir og 11 ára sonur hennar Nabil Omar Anítuson, leita að reiðhjóli Nabils sem var stolið úr hjólageymslunni þeirra í Gullsmára um síðustu helgi. Nabil er mjög leiður yfir því að hjólinu hafi verið stolið, enda fékk hann það í afmælis- gjöf síðasta haust og nú þegar skólinn er að klárast er bekkurinn að fara í hjólaferð sem hann kemst ekki með í. Mæðginin biðja þann sem finnur hjólið að skila því. „Það er hjólaferð hjá stráknum með bekknum sínum um næstu helgi og hann er auðvitað alveg ferlega fúll. Ég veit ekki hvað ég á að gera í þessu,“ segir An- íta K. Jónsdóttir. Mæðginin An- íta og 11 ára sonur hennar, Na- bil Omar Anítuson, lentu í þeirri leiðinlegu reynslu um síðustu helgi að hjóli Nabils var stolið úr hjólageymslunni í blokkinni þar sem þau búa í Gullsmára í Kópa- vogi. Þetta kemur upp á versta tíma fyrir Nabil, enda sumarið kom- ið og fátt meira svekkjandi fyrir 11 ára strák en að missa hjólið sitt. Aníta er að vonum hunds- vekkt. Ólukkan hefur elt þau síðan Nabil fékk hjólið, en það hefur áður verið tekið ófrjálsri hendi, jafnvel þótt hann hafi að- eins átt það í nokkra mánuði. „Hann fékk hjólið í afmælisgjöf frá allri fjölskyldunni sinni síð- asta haust, svo það er alveg nýtt. Þetta er í annað skiptið sem hjólinu er stolið, í fyrra skiptið fannst hjólið sem betur fer fyrir utan Kópavogskirkju, en nú hef- ur það verið týnt í viku og eng- inn séð til hjólsins,“ segir hún. Læst inni í hjólageymslu „Hjólið var læst inni í hjólageymsl- unni í blokkinni um helgina, en samt var það tekið,“ segir Aníta undrandi. Hún hefur þegar haft samband við lögregluna vegna málsins og fékk þau skilaboð það- an að mjög mikið væri um að reið- hjólum væri stolið. „Þetta er rosa- lega svekkjandi, nýtt svona hjól kostar núna 50 þúsund krónur, en við sameinuðumst fjölskyldan í fyrra um að gefa honum það í af- mælisgjöf,“ segir hún. Hjól Nabils er hvítt Trek-fjalla- hjól á 16 tommu gjörðum, eins og það sem sést á myndinni; ekta hjól fyrir 11 ára strák. „Krakkarn- ir í hans vinahópi eru mikið úti og alltaf að hjóla,“ segir Aníta. Vinsamlega skilið hjólinu Fjölskyldan er með innbústrygg- ingu sem á að bæta fyrir hjólið, en Aníta þarf engu að síður að greiða um sautján þúsund krónur í sjálfs- ábyrgð, en það er hátt upp í það verð sem hún keypti hjólið á fyr- ir tæpu ári. Í erfiðu árferði er ekki auðvelt fyrir einstæða móður að standa straum af slíkum kostn- aði. En hún vonast til þess að geta fundið hjólið aftur. „Ég get ekki keypt annað hjól handa honum það kostar núna 50 þúsund sama hjólið, við fengum það á góðum af- slætti í fyrra. Ég er að hugsa um að setja upp auglýsingar hér í kring, en ég veit ekki hvort það þýðir eitt- hvað. Ef einhver finnur hjólið bið ég viðkomandi um að skilja það eftir fyrir utan blokkina okkar eða hringja í mig. Maður er ekki í stöðu til að bjóða nein fundarlaun fyrir svona,“ segir Aníta. VALGEIR ÖRN RAGNARSSON blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is „Ef einhver finnur hjólið bið ég viðkom- andi um að skilja það eftir fyrir utan blokk- ina okkar eða hringja í mig.“ 11 ÁRA LEITAR AÐ STOLNU REIÐHJÓLI Trek Hjólið sem stolið var af Nabil er eins og það sem sést á myndinni. „Við vorum bara að labba í Smáralind- ina þegar við rákumst á hann í stig- anum hjá Turninum,“ segir Valgerður Gestsdóttir, 16 ára stúlka úr Kópavog- inum, en hún og vinkona hennar fundu þrastarungann Hávarð á dög- unum. Unginn er aðeins nokkurra daga gamall en heilsast vel þrátt fyrir örlítið öðruvísi aðstæður en slíkir fugl- ar eiga að venjast. „Við héldum að hann væri væng- brotinn í fyrstu, en það var svo allt í lagi með hann,“ segir Valgerður sem tínir maðka úr garðinum heima hjá sér til að fæða Hávarð. „Svo finnst honum líka rosalega gott að fá blautt brauð.“ Valgerður segir að hún reyni að venja fuglinn við náttúruna og leyfi hon- um að labba um í garðinum. „Við för- um með hann út reglulega og venjum hann á að finna sjálfur mat, labba um í trjánum og svo framvegis.“ Aðspurð út í nafnið Hávarður segir Valgerður að það hafi komið til vegna hávaðans sem fylgir honum. „Við ákváðum að finna nafn sem tengdist honum, Hávarður passaði mjög vel því hann er svo há- vær þegar hann er svangur,“ segir Val- gerður hlæjandi. Hún býst þó ekki við því að halda fuglinum lengi á heimilinu. „Um leið og hann verður fleygur ætlum við að sleppa honum út. Við höldum að hann verði hjá okkur hér í sumar og fljúgi eitthvað í haust. Ef hann kem- ur aftur á næsta ári, þá ætlum við að smíða lítið fuglahús sem hann getur verið í hvenær sem hann vill,“ segir Valgerður og tekur fram að hún muni eflaust sakna hans mikið þegar hann flýgur út í heim. bodi@dv.is Unglingsstúlka hefur tekið ófleygan þrastarunga í fóstur: sextán ára þrastarmamma Mikið fyrir blautt brauð Hávarði finnst rosalega gott að fá blautt brauð og orma. Svekkt mæðginin leita að nýja reiðhjólinu hans Nabils.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.