Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 36
Föstudagur 29. maí 200936 Helgarblað Hannes Holdgervingur 5. sæti ArnAr GAuti SverriSSon „Kúnstner sem sagði venjulegu fólki að fá sér ljós á 300 þúsund; annars væri það púkó. Hló þegar pip- arsveinn keypti venjulega íbúð í Breiðholti og sagði hana lummó og leim. skömmu síðar var íbúðin komin í 2007-fílinginn með „blacklight“ og heimabíói.“ „Átti ekkert en keypti allt, fór á nauðungaruppboð en keyrði samt á range rover eftir það.“ „tilgerðarlegur karl, með dýran smekk og þykist eiga peninga sem hafa þó aldrei verið til. gæti vart verið meira 2007.“ 1. sæti HAnneS SmárASon „Hannes litli smárason lifði ótrúlega lengi á loftbólunni sem svo sprakk. Hann er herra og frú 2007 eða kannski hirðfíflið 2007. samt vorkennir maður honum, aleinum í útlöndum með sinni heittelskuðu, búinn að kúka upp á bak. Hlýtur að vera óþægilegt að vera með skítableiuna svona lengi. Hvað ertu stór Hannes? svooona stór... duglegur.“ „Árið 2007 var árið þar sem sannir plebbar hegðuðu sér eins og þeir væru einhvers virði. Hannes keypti tvö hús, hlið við hlið, í hverfi sem átti að verða auðmannahverfi. Hannes veit að 2007 er liðið og hann blekkir engan lengur.“ „Einhvern veginn feik út í gegn, alla leið – engin innistæða. Það er óskaplega mikið 2007.“ „Ástæðan er í raun einföld; ummæli hans í Fréttablaðinu 2006: „Við viljum helst ekki skrifa tékka sem er minni en fimm til tíu milljarðar í einstakri fjárfestingu.““ „Hefur ekki skapað neitt áþreifanlegt – loftbóla á lyfjum. Vel gefinn og góður námsmaður en svo veruleikafirrtur og hrokafullur að í samanburði við hann lítur Kári stefánsson út fyrir að vera raunsær og rólyndur – hógvær og heiðarlegur.“ „Þarf að rökstyðja það? maðurinn sem kaus að kaupa tvö stærstu húsin í miðborginni fyrir sig og sína litlu fjölskyldu, vildi láta breyta skipulagi miðborgar til að hann gæti reist úr húsunum kastala... flugvöllurinn fyrir einkaþotuna í bakgarðinum og þernur og þjónar í hverju horni. í dag á þjóðin Landsbankann, sem á nú húsin hans Hannesar. Þjóðin borgar allar skuldirnar en hann skíðar niður brekkurnar sem hann keypti sér og drekkur kampavín í morgunmat.“ „Hinn fullkomni pappakassi – hefði sómt sér vel hjá Enron.“ „Holdgervingur ársins 2007, með sitt svínslega líferni. Hann hlýtur að sigra í þessu.“ Þorsteinn J. Vilhjálmsson, fjölmiðlamaður Heimir Karlsson, útvarpsmaður Kolbrún Björnsdóttir, útvarpskona selma ragnarsdóttir, stílisti Eva dögg sigurgeirsdóttir, verkefnisstjóri Björn Þorláksson, rithöfundur anna Kristine magnúsdóttir, blaðamaður sigrún sól Ólafsdóttir, leikkona og leikstjóri marsibil J. sæmundsdóttir, varaborgarfulltrúi guðný Jóhannesdóttir, blaðamaður Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður álitSGjAfAr svanur már snorrason, blaðamaður Ágúst Bogason, útvarpsmaður Benedikt Kaster sigurðsson, sjómaður Karen d. Kjartansdóttir, blaðamaður Hildur Helga sigurðardóttir, blaðamaður Valbjörg Fjólmundsdóttir, kennari og nemi Katrín rut Bessadóttir, fjölmiðlakona arnar grant, líkamsræktarmaður Helga Vala Helgadóttir, fjölmiðlakona og laganemi Jón aðalsteinn sveinsson, hárgreiðslumeistari anna Kristjánsdóttir, bloggari Hörður magnússon, íþróttafréttamaður Bergljót davíðsdóttir, blaðamaður theodór Ingi Ólafsson, háskólanemi Hver er hinn eiginlegi holdgervingur íslenska góðærisins? DV leit- aði til 25 málsmetandi álitsgjafa víðsvegar úr samfélaginu í von um að finna þá einstaklinga sem minna okkur mest allra á árið 2007. Margir eru tilnefndir en þeir Hannes smárason og Björgólfur thor Björgólfsson þykja standa upp úr sem konungar bruðlsins. 12. sæti SiGurður einArSSon „Vildi ekki ræða sín „persónulegu“ fjármál í tengslum við fjármögnun sumarhallar sinnar eftir fyrirgreiðslu frá Vís.“ „Bankastjórarnir sem lifðu hæst og buðu gæð- ingum upp á kúlulánin. Þjóðin situr nú uppi með skuldirnar en þeir sem nutu arðsins eru fríir.“ 3.–4. sæti ÓlAfur rAGnAr GrímSSon„maðurinn sem dansaði trylltastur allra í kringum gullkálfinn, íklæddur nýju fötunum keisarans. gleymdi sér algjörlega í ólifnaðinum og missti tengingu við land og þjóð. Viðurnefnið Útrásarforsetinn mun líklega festast við hann.“„Flaug ófáar ferðir í boði útrásarvíkinga og mærði íslenskt viðskiptalíf óspart bæði hér og erlendis. situr enn á Bessastöðum og sagði sorrí og allt í lagi. Holdgervingur hrokans.“„Forseti góðærisins, hyllti alla útrásarjólasveinana hér heima og erlendis. andlit landsins = andlit góðærisins.“„Lét glepjast af öllu og gleymdi sjálfum sér og þjóðinni í útrásinni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.