Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 27
Föstudagur 29. maí 2009 27Umræða Hver er maðurinn? „Ingvi Þór Kormáksson, bókavörður og tónlistarmaður.“ Hvar ertu uppalinn? „Ég er alinn upp í reykjavík en bjó á gufuskálum undir Jökli frá ellefu til átján ára aldurs.“ Hvað drífur þig áfram? „að það sé mögulegt að dagurinn í dag verði ekki jafnslæmur og dagurinn í gær.“ Hvaða þrjú orð lýsa þér best? „Fyrir utan leti og ómennsku er það dugnaður.“ Uppáhaldsmaturinn þinn? „góðir sjávarréttir.“ Uppáhaldshúsverkið þitt? „að sópa gólf.“ Áhugamál? „Bækur og músík.“ Hvernig bækur finnst þér skemmtilegastar? „Leiðinlegar bækur eru skemmtilegastar því maður lokar þeim strax aftur.“ Hefur þú þurft að losa þig við lík eins og söguhetjan? „Bara flugu- og pöddulík.“ En hefurðu notað einkamál.is? „Nei.“ Hvetja verðlaunin þig til að skrifa fleiri sögur, eða bækur? „Ég veit það ekki. Ég held ég muni ekki nenna því eins og staðan er núna.“ Hvar geymirðu Gaddakylfuna? „Hún er uppi á borðstofuskenk heima.“ Er í bígerð hjá þér að skrifa fleiri lög eða bækur? „Það eru allavega plön þar að lútandi í tónlistinni en engin í bókmenntasköpun.“ Áttu þér óuppfylltan draum? „Já.“ Hvernig líst þér á fyrirHugaða skattaHækkun á áfengi og eldsneyti? „mér finnst í lagi að hækka skatta á áfengi en ekki á eldsneyti.“ SvanUr SiGUrbjörnSSon 44 ára LæKNIr „Ekki vel. Það er svo sem í lagi að hækka skatta á áfengi, en skattahækk- un á eldsneyti er alveg út í hött.“ MartEinn jakobSSon 59 ára vÉLstJórI „Þær snerta mig ekkert, ég nota hvorugt.“ ElínborG jónSdóttir 66 ára öryrKI „mér líst ekkert á skattahækkun á eldsneyti en er slétt sama um hækkun á áfengi.“ GUðbjörG jóna MaGnúSdóttir 69 ára HöNNuður Dómstóll götunnar inGvi Þór korMÁkSSon hampaði gaddakylfunni fyrir sigur í glæpasmásögukeppni mannlífs og Hins íslenska glæpasamfélags. sagan hans fjallar um konu sem lendir í því að einnar nætur gamanið hennar af einkamál.is lætur lífið og þarf hún að losna við líkið. Ingvi bjó lengi á gufuskálum og finnst sjávarréttir bestir. Geymir Gaddakylf- una á skenknum „Bara hræðilega. Það á bara ekki að vera of mikið um skattahækkanir.“ GUðni Þór björnSSon 30 ára stuðNINgsFuLLtrúI maður Dagsins Er það bara ég eða hefur fólk í fjöl- miðlum orðið ófríðara eftir hrun? Við skulum vona það, því þá vit- um við að það hefur verið dregið fram á öðrum forsendum en feg- urðarinnar. Síaukin fegurðardýrk- un var einn af fylgifiskum góðæris- ins. Sumir femínistar vildu meina að þessi áhersla á útlit væri ein- kennandi fyrir feðraveldið. En það þarf þó ekki að vera, þvert á móti virðist það svo að þar sem feðra- veldið er sterkast, svo sem hjá Talí- bönum, er jafnan minnst gert úr útliti kvenna. Nú ætla ég ekki að halda því fram að karlmenn eigi það ekki til að dæma konur eftir útlitinu einu saman. En á hinn bóginn held ég að þeir séu í raun mun umburð- arlyndari hvað útlit kvenna varð- ar en þær sjálfar. Okkur finnst þær flestar fallegar, sama hverju þær klæðast. Þegar þær fara í fegurð- araðgerðir eða eltast við tískuna er það fyrst og fremst gert til þess að gangast við kröfum hver annarrar. Stelpuvald og pilsasídd Á hippatímanum gerðu kvenfrels- iskonur sem minnst úr kynein- kennum sínum, og létu gjarnan hýjunginn vaxa í handarkrikunum, meðan karlmenn komu til móts við þær og létu hárið vaxa niður á axlir. Flestir klæddust mussum sem huldu vaxtarlagið. En þegar komið var fram á 10. áratuginn hafði allt snúist við. Undir slagorðinu „Girl Power“ styttust pilsin óðum, úr varð nokk- urskonar vígbúnaðarkapphlaup þar sem hver varð að toppa þá næstu. Og hvert var markmið- ið? Jú, að verða sér úti um ríkan kall. Í þáttunum Beðmál í borg- inni kembir Carrie New York-borg í leit að einhleypum milljónamær- ingum. Jafnvel þegar hún sefur hjá lágstéttarmönnum, svo sem djass- bassaleikara, kemur samt í ljós að hann á tvo vinsæla skemmtistaði. Loksins finnur hún mann sem er bæði ríkur og laus við allan per- sónuleika, og giftist honum í sam- nefndri kvikmynd. Það að „maxa kreditkortið“ hjá einhverjum gaur var orðið helsta tákn þess að vera sjálfstæð kona. lögfræðigellur og fótboltastrákar Annar af vinsælustu þáttum tíma- bilsins, Ally McBeal, fjallar vissu- lega um konur sem vinna fyrir sér sjálfar, hér sem lögfræðingar. En það kemur þó fyrir að þær nota sér kynferði sitt til framdráttar, og oft- ar en ekki eru þær að verja konur sem hafa einmitt gert slíkt. Í ein- um þættinum eru tvær konur að ráða unga lögfræðinga, og láta þá alla klæða sig úr að ofan. Hér skulu menn dæmdir eftir bring- unni frekar en verðleikum. Líklega hefði þetta ekki þótt til fyrirmynd- ar ef kynin hefðu skipt um stöðu. Í raun má segja að kvenfrelsið hér gangi út á að konur taki upp helstu ósiði karlmanna. Það var og einkennandi fyr- ir góðærið að karlmenn þurftu að verða sífellt fallegri til að komast að. David Beckham varð táknmynd hins svokallaða metrómanns, sem átti fleiri brúsa í baðherberginu en kona hans. Gillzenegger var tákn- mynd hins íslenska metrómanns, og það var ekki laust við það að karlmenn á skjánum hér færu fríkkandi. Logi Bergmann, Þórhall- ur Gunnarsson og Sölvi Tryggva- son tóku við af mönnum á borð við Boga Ágústsson, Ólaf Gunnarsson og Óla Tynes. Nú er enginn að ef- ast um að hinir fyrrnefndu séu einnig miklir hæfileikamenn, eða að hinir síðarnefndu hafi búið yfir þokka. En vonandi hefur kreppan það í för með sér að hinum minna útlitsfríðu verði einnig hleypt að. Því hinir ófríðu hafa ekki síður mikið að segja. Góðærisgellur og -gæjar kjallari valUr GUnnarSSon rithöfundur skrifar „Í raun má segja að kvenfrelsið hér gangi út á að konur taki upp helstu ósiði karl- manna.“ svona er íslanD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.