Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 26
Einstakur árangur! Einhverjir vilja meina að mikilmennskubrjálæði hafi komið Íslendingum í þá öm-urlegu stöðu sem nú blasir við gjaldþrota þjóð. Þetta er alrangt eins og allir sem þekkja sitt heimafólk hljóta að gera sér grein fyrir. Frum- forsendan fyrir hallærinu er alls ekki stórmennskubrjálæði heldur þvert á móti sígild íslensk minnimáttarkennd sem brýst því miður fram í sameigin- legri þjóðarfirringu um að Íslendingar séu sterkastir, fallegastir, snjallastir og bestir í öllu. Þessi firnasterka sjálfsblekking sem auminginn fyllir heims-mynd sína með til þess eins að kikna ekki algerlega und- an eigin vanmætti er svo yfirþyrmandi að Íslendingar telja sig alltaf vera sigur- vegara og lang- besta. Jafn- vel þegar þeir ná aldrei lengra nema í allra besta falli að vera næstbestir. Samkvæmt íslenskum mæli-kvörðum er annað sætið sigur-sæti og FL Group og deCODE verðmæti. Fólk með óskerta sjálfsmynd bölvar þegar það lendir í öðru sæti, spýtir svo í lófana og streng- ir þess heit að gera betur næst og vinna. Þetta hvarflar ekki að Íslend- ingum. Þeim nægir að vera næstbestir vegna þess að þá eru þeir bestir. Þetta hljómar eins og mikilmennskubrjál- æði en undir kraumar minnimátt- arkenndin og vissan um að þeir geti aldrei orðið bestir. Fyrir skömmu krækti landslið Íslands í handknattleik í silfur á ólympíuleikum og þjóðin trylltist. Landið varð stórasta land í heimi og ekki hefði verið hægt að fagna ákafar þótt gullið hefði unn- ist. Ísland var þó ekki stórasta landið lengi og nokkrum vikum seinna rann stund sannleikans upp. Við erum smáð þjóð í gjald- þrota landi. Því miður fengum við ekki að búa lengi við leið- rétta sjálfs- mynd þar sem Jóhanna Guðrún varð næstbest í Júróvisjón og sjálfsblekk- ingin skaut aftur upp kollinum. Við erum best og nú er þetta allt að koma. Svarthöfði er kominn með svo mikið ógeð á þessum hugsunarhætti vegna þess að við munum ekki ná okkur á strik fyrr en við gerum okkur grein fyrir að við erum dvergar og meðal- menni á alþjóðlegan mælikvarða þrátt fyrir höfðatölu. Svarthöfði seldi því bókstaflega upp þegar hann sá forsíðu Fréttablaðsins í gær þar sem greint var frá einstöku afreki Eiðs Smára. Á yfir- og aðalfyrirsögn mátti skilja að hann hefði nánast sigr- að í meistaradeild Evrópu einn síns liðs fyrir Barcelona. Vissulega er ein- stakt að landa svona stórum titli með því að sitja á varamannabekk en fyrr má nú fyrr vera. Heimspressan hefur aðra og réttari sýn á málið og Eiður sést einungis fagna sigrinum á síðum íslenskra blaða þannig að úti í hinum stóra heimi virðist hann ekki vera þessi lykilmaður sem Íslendingar vilja vera láta. Við erum í svakalega vondum málum ef fjölmiðlar ætla ekki að fara að hysja upp um sig og byrja að endurspegla raunveruleikann frekar en búa til heimsmynd sem er lesendum þeirra og áhorfendum þóknanleg og í takt við landlæga minnimáttarkennd. Föstudagur 29. maí 200926 Umræða Sandkorn n Kóngurinn í Kópavogi, Gunnar Birgisson, hefur aldrei staðið eins tæpt og nú. Innan Sjálfstæðisflokksins er vilji til þess að setja hann af vegna viðskipta við dóttur- ina og fleiri mála sem bera með sér spill- ingarkeim. Gunnsteinn Gunn- steins- son, annar maður á lista sjalla, er sagður horfa til konungsdæmisins sultaraug- um. Einnig er Ármann Kr. Ólafsson, þriðji maður listans og fyrrverandi alþingismað- ur, áhugasamur um að verða leiðtogi. Ármann er mun þekktari en Gunnsteinn og hefur því ákveðið forskot. n Bæði Gunnsteinn Gunn- steinsson og Ármann Kr. Ólafsson þykja hafa staðið óþægilega nærri Gunnari Birgissyni bæjarstjóra og eru einhverjir á þeirri skoðun að það þurfi að halda þeim frá oddvitastólnum. Þá beinast augu manna að nýjum og utanaðkomandi aðila. Þar er staldrað við nafn Þorgerð- ar Katrínar Gunnarsdótt- ur, þingmanns og varafor- manns Sjálfstæðisflokksins. Þorgerður Katrín er einkar metnaðarfull og eldklár en á niðurleið í landsmálapól- itíkinni. Það þykir því ekki fráleitt að hún myndi fallast á að hlaupa í skarð bæjarstjór- ans fallvalta. n Þeir sem enn eru eftir af for- ystusveit Frjálslynda flokksins eru ævareiðir vegna sand- korns um að Grét- ar Mar Jónsson, fyrrverandi þingmaður, og Guðjón A. Kristj- ánsson for- maður hafi lagt Lýðvarpi Ástþórs Magn- ússonar lið. Birt var yfirlýsing á vef flokksins þar sem Ástþóri er hafnað sem eiganda en vís- að til þess að einhverjir ungir athafnamenn hafi tekið við rekstri útvarpsstöðvarinnar. Þá þvertaka leifarnar af Frjáls- lynda flokknum fyrir að ætla að sameinast Ástþóri og félög- um í Lýðræðishreyfingunni. n Það kreppir að Þór Sigfús- syni, forstjóra Sjóvár, sem missir nú forstjórastarfið við það að félagið fer undir nýtt félag að fyrirskipan skila- nefndar Íslandsbanka. Þór missti fyrir nokkrum mánuð- um stjórnarformannssætið í Árvakri þegar það félag var selt með 3.500 milljóna króna afslætti til útvalinna gæð- inga sjávarútvegsins. Þór er formaður stjórnar Samtaka atvinnulífsins og heldur enn þeirri stöðu. Raunar hefur hann vakið mikla athygli fyrir eindreginn og öflugan mál- flutning í þágu samtaka sinna. LyngháLs 5, 110 reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 70 50. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Við ætluðum að klára allan pakkann; upptökur, hljóðblöndun og hljómjöfnun í þessum mánuði en það tókst ekki alveg. En við vorum ansi nálægt því þó.“ n Orri Páll Dýrason, trymbill Sigur Rósar, um nýja plötu hljómsveitarinnar. – Morgunblaðið „Ég er bara ráðherra á plani.“ n Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í umræðu um tillögu um ESB-aðild. – DV.is „FH fer ekkert í leiki nema til þess að ná í þrjú stig og það er alveg sama á hvaða velli það er.“ n Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, kokhraustur. – Vísir.is „Tiger Woods gaf mér þessa peysu.“ n Myndlistarmaðurinn Erró um rauða peysu sem besti kylfingur heims gaf honum. – Morgunblaðið „Mér finnst þessi hugsun- arháttur að skattleggja áfengi afar gamaldags.“ n Marta María Jónasdóttir með pistil um drykkjuumræðu á alþingi. – Pressan.is Mídasar í Mílanó Leiðari Firringin á Íslandi útrásar og ofþenslu var algjör. Hámarki náði öll vitleys-an þegar helsta peningafólk þjóðar-innar flaug á kostnað Landsbankans til Mílanó á Ítalíu til að hæðast að einu besta óperuhúsi heims og snæða gull. Á því herr- ans ári 2007 fannst fáum neitt aðfinnsluvert við geggjunina sem tröllreið heimi hinna auðugu. Fólk brosti í kampinn þegar athygl- issjúkur auðmaður flutti Elton John til lands- ins til að láta hann skemmta í fimmtugs- afmæli. Og þjóðinni blöskraði heldur ekki þegar Landsbankinn flutti hluta af jökli til Hong Kong. Klakinn var leikmunur við opn- un bankans á útibúi í Asíu. Fjöldi manns fékk frítt far og uppihald á vegum bankans yfir hálfan hnöttinn til að snæða heilsteikt svín og horfa á klaka bráðna. Þjóðin lét bruðlið viðgangast án þess að snúa baki við bankan- um sem var með yfirbragð bruðls og siðleys- is. Umburðarlyndið var algjört og gullslegnir útrásarvíkingar voru dáðir af þjóð sinni. En nú er komið að skuldadögum og hvert ein- asta mannsbarn á Íslandi þarf að gjalda fyrir óráðsíu þeirra sem dönsuðu í kringum gull- kálfinn og höfðu eðalmálm í matinn í taum- lausri græðgi. Sagan af gullátinu, sem birt- ist í tímaritinu Mannlífi, er sláandi dæmi um snarklikkað fólk. Íslenska auðfólkið var í sömu sporum og Mídas konungur sem óskaði sér að allt sem hann snerti breyttist í gull. Íslensku Mídasarnir í Mílanó glímdu við sömu óstjórnlegu græðgina. Ekki var nóg að eiga gull og önnur auðævi. Glóparnir urðu að éta gull í leit að sælu í innihaldslaus- um heimi hins auðuga. Örlög margra þeirra sem sátu til borðs í Mílanó urðu þó ólík því sem saga Mídasar lýsir. En þó er það þannig að margt sem þetta fólk snertir hefur breyst í grjót. Vonandi verður hrun Íslands til þess að hin skefjalausa græðgi lætur undan síga fyrir skynsemi og mannúð. Lærdómurinn af 2007 verður að vera sá að þjóðin taki upp ný gildi og snúi baki við græðgishyggjunni. Vand- inn er sá að gullæturnar eru sumar ennþá í Landsbankanum og víðar og bíða þess að komast aftur á stjá. rEynir traustason ritstjóri skrifar: Glóparnir urðu að éta gull. bókStafLega Hægðir og lægðir Yndislega þjóð, nú er svo komið að bjartsýni mín er að ná hæstu hæð- um og mér er að verða ljóst að þessi vongæska mín hlýtur að vera nauð- synleg. En talandi um hæstu hæð- ir, þá man ég skyndilega að Gunn- ar I. (sá sem rekur dótturfyrirtæki Kópavogsbæjar), talaði um hægðir og lægðir þegar sá göfuglyndi spill- ingarsinni þurfti einhverju sinni að tjá sig í útvarpi. Mig minnir að hann hafi sagt: – Lífið er hægðir og lægðir. Þannig er staða mála í dag, kæru landsmenn, að mér blöskrar það hve apahöfðum hefur fjölgað í því sem kallað er stjórnarandstaða. En obbi þeirrar eymdarhjarðar er menn sem dýrkuðu aðgerðir Dabba og Dóra, menn sem héldu ekki vatni og voru bókstaflega eins og hlendn- ar dryllur á þvaglosandi lyfjum þeg- ar Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson spilltu hér öllu með einka- vinavæðingu. Þessir menn runnu í eigin helgislepju þegar spillingar- öflin tóku til sín kvótann, bankana, stilltu þjóðinni upp við vegg í stríði við Írak og fóru út í ýmsar fram- kvæmdir sem nánast undantekn- ingalaust byggðust á skammsýni og ósk um skjótfenginn gróða til handa fáum útvöldum. Auðvitað getum við öll vælt í kór. Sjálfur get ég bölvað þess- um greifum sem sitja í svoköll- uðum skilanefndum bankanna, naga blýanta, búa til skutlur, setja teiknibólur í stóla og taka einung- is rangar ákvarðanir. Ég gæti einnig bölvað þeim bévítans himpigimp- um sem eiga að vera að rannsaka bankahrunið og allan þann þjófn- að sem örfáir spillingarfíklar fengu að stunda hér undir verndarvæng Dabba og Dóra. En, kæru vinir, mig langar ekki, ég vil ekki og ég ætla ekki að væla, jafnvel þótt ég hafi sjálfur tapað hellingi og þekki nán- ast einvörðungu fólk sem kreppan og spillingaröflin hafa leikið grátt. Ég ætla hvorki að gráta minn tekju- missi né hið svokallaða aðgerða- leysi stjórnvalda. Ég veit og ég trúi því að núna sé hér stjórn sem vill þjóðinni vel. En slíka stjórn hefur þjóðin ekki haft um langa hríð. Það sem hugsanlega gæti fengið mig til að bölva og grenja, eru dus- ilmennin sem spillingunni stjórn- uðu – roðhænsnin sem ákveða goggunarröðina, fólk eins og Gunnar I. Birgisson, fólk sem mjak- ar sér áfram á hægindastólum sem eru í eigu fjöldans, fólk sem hikar ekki við sjálftöku, fólk sem tilheyr- ir helmingaskiptaveldi og hundsar í dag allt sem vel er gert. Af bjartsýni nú bölva ég báknsins verstu sálum, hjá skepnum þeim er skelfileg skítalykt af málum. kristján hreinsson skáld skrifar „En obbi þeirrar eymdarhjarðar er menn sem dýrkuðu aðgerðir Dabba og Dóra...“ SkáLdið Skrifar Svarthöfði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.