Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 24
Föstudagur 29. maí 200924 Fréttir Mál Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur og hinna kvennanna sem sökuðu þá- verandi biskup, Ólaf Skúlason, um kynferðislega áreitni árið 1996 hefur skotið aftur upp kollinum í kjölfar af- sökunabeiðni Karls Sigurbjörnsson- ar biskups á Prestastefnu Íslands í lok apríl. Þar bað biskup „þær konur og börn, sem brotið hefur verið á af hálfu starfsmanna og þjóna kirkjunn- ar fyrirgefningar á þeirri þjáningu og sársauka sem þau hafa liðið“. Konurnar taka þessa beiðni bisk- ups ekki gilda og hefur Sigrún Pálína verið boðuð á fund kirkjuráðs 19. júní þar sem hún vill persónulega fyrir- gefningarbeiðni og uppreisn æru. Biskup vinnur ekki með málið Biskup hefur neitað að tjá sig um málið í fjölmiðlum. Séra Árni Svanur Daníelsson, upplýsingafulltrúi Bisk- upsstofu, getur litlar sem engar upp- lýsingar gefið um fundinn 19. júní. „Í rauninni eru voðalega litl- ar upplýsingar um hann. Kirkjuráð fundar einu sinni í mánuði og hún [Sigrún Pálína - innsk. blm.] óskaði eftir því að fá að hitta yfirstjórn kirkj- unnar og var boðuð á þennan fund. Þannig stendur málið.“ Aðspurður hvort þessi fundur sé haldinn sérstaklega fyrir Sigrúnu Pál- ínu segir Árni Svanur svo ekki vera. „Nei, hún kemur inn á fund sem er þegar ákveðinn. Inn á fund kirkju- ráðs.“ Árna Svani er ekki kunnugt um að hinar konurnar tvær sem sökuðu Ólaf um kynferðislega áreitni á sínum tíma verði einnig á fundinum. „Ekki svo ég viti, nei. Það er hún [Sigrún Pálína - innsk. blm.] sem hef- ur frumkvæðið með því að óska eftir því að hitta ráðið og það er orðið við þeirri beiðni.“ Árni Svanur getur ekki sagt til um hvað biskup hyggst gera í málinu né hvort hann muni gefa út yfirlýsingu um málið fyrir fundinn. „Nei, ég get ekki sagt til um það. Það liggur ekkert fyrir. Ég hef engar upplýsingar um það.“ Aðspurður í hvaða farvegi málið sé núna er fátt um svör. „Í rauninni er það bara þessi fund- ur. Það liggur fyrir að hún mun koma á fund kirkjuráðs 19. júní og málið er eiginlega statt þar,“ segir Árni Svan- ur og segir Biskupsstofu ekki vera að vinna með þetta mál eins og stendur. „Nei, vegna þess að formið á þessu er þannig að hún óskar eftir fundi við kirkjuráð og það er fundinn fundar- tími og hún er boðuð á fundinn. Svo hefur það eiginlega sinn gang eftir það en erindið frá henni er að hitta kirkjuráð og viðbrögðin eru að boða hana á fund. Málið er statt þar.“ Árni Svanur veit ekki hvenær er- indi Sigrúnar Pálínu barst þar sem hún óskaði eftir þessum fundi. Enn- fremur getur hann ekki sagt hvenær alþjóð megi búast við því að heyra frá biskupi um málið. „Við vitum meira eftir fundinn.“ Hvar er biskupinn? Síðan DV skrifaði um fyrirgefning- arbeiðni biskups á prestastefnunni í byrjun maí hefur blaðið ítrekað reynt að fá upplýsingar um mál Sigrúnar Pálínu og hinna kvennanna tveggja hjá Biskupsstofu án árangurs. Blaðamaður DV heimsótti Bisk- upsstofu á fimmtudag og óskaði eft- ir að fá að tala við biskup. Í móttöku fékk blaðamaður þau svör að bisk- up væri ekki við. Hann væri ekki við- látinn þessa vikuna og blaðamað- ur fengi hvort sem er ekki að tala við hann því panta þyrfti tíma hjá ritara hans. Blaðamaður gæti prófað að hringja eftir helgi. Þegar blaðamaður spurði hvar biskup væri að finna voru svörin að hann væri á skrifstofu sinni á Biskupsstofu. Stundu seinna spurði blaðamaður hvort það að biskup væri ekki við gæti þýtt að hann væri ekki staddur á Biskupsstofu var honum, eftir nokkurt hik, tjáð af starfsmanni í móttöku að biskupinn væri ekki í húsi. Vísar í 13 ára gamla ræðu Samkvæmt frétt DV 6. mars 1996 beittu tveir prestar, þeir Hjálmar Jónsson, sem þá var þingmaður en er nú dómkirkjuprestur, og Karl, nú- verandi biskup, áhrifum sínum til að fá konurnar, sem ásökuðu Ólaf bisk- up um kynferðislega áreitni, til að falla frá málum sínum. Í fréttinni seg- ir meðal annars að prestarnir tveir hafi átt tíða fundi með konunum og að í kjölfar þeirra hafi ein kvennanna dregið mál sitt til baka. „Munu prest- arnir meðal annars hafa lagt mikla áherslu á kostnaðinn sem því fylgi að standa í málarekstri gegn biskupi,“ segir í fréttinni. Í samtali við DV segir séra Hjálm- ar það ósannindi að hann hafi ásamt núverandi biskupi reynt að láta kon- urnar falla frá málum sínum. „Ég var þingmaður á þessum árum, ekki starfandi prestur, og mín aðkoma var milliganga. Sigrún Pál- ína leitaði til mín og ég kom henni til prests sem hún treysti og ég treysti. Þannig var það. Búið. Og meira hef ég ekki að segja,“ segir Hjálmar sem vill ekki tjá sig um meðferð málsins á sín- um tíma og vísar í þrettán ára gamla ræðu sína á Alþingi. „Ég var ekki starfandi í kirkjunni þá og vil ekki tjá mig um það. Þú sérð mína afstöðu í þingræðu minni í ut- andagskrárumræðu um áreitni í op- inberum stofnunum og fyrirtækjum 14. mars árið 1996. Tékkaðu á henni.“ BISKUP Í FELUM „Ég tel hiklaust að hann veiki stöðu sína sem æðsti maður prestanna því hann á að hafa á hreinu hvernig hann á að bregðast við.“ Karl Sigurbjörnsson biskup neitar að tjá sig um mál Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur, konunnar sem sakaði Ólaf Skúlason heitinn um nauðgunartilraun og vill nú fá persónulega afsökunarbeiðni kirkjunnar. Prestar treysta sér ekki til að tjá sig um málið þar sem það er afar viðkvæmt. Snorri Óskarsson í Hvítasunnukirkj- unni á Akureyri segir biskup veikja stöðu sína með þögn sinni. lIlja Katrín gunnarSdÓttIr blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is í húsi en samt ekki Á Biskups- stofu fengust þau svör að biskup væri ekki við en á skrifstofu sinni. stundu seinna var blaðamanni tjáð að hann væri ekki í húsi. Kirkjan segi sannleikann sigrún Pálína fer á fund kirkjuráðs 19. júní og vill fá þakkir þeirra fyrir að reyna að koma þessu máli á framfæri. MYnd/Stöð 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.