Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 22
Föstudagur 29. maí 200922 Fréttir VIKINGAHEIMAR REYKJANESBÆ SÖGULEG SKEMMTUN! VÍKINGASKIPIÐ ÍSLENDINGUR OG SMITHSONIAN SÝNINGIN VIKINGS Í VÍKINGAHEIMUM Í REYKJANESBÆ - OPIÐ ALLA DAGA MILLI 11:00 & 18:00 - SÍMI 422 2000 - WWW.VIKINGAHEIMAR.COM DV0905284734 DV0905287364 DV0905286229 DV0905289904 Sýningarsalur skammt frá hlutlausa svæðinu milli Norður- og Suður-Kóreu Ferðamaður skoðar myndir af Kim Jong-il, hinum „ástkæra föður“. „Ég veit að ég sæti gagnrýni í heiminum, ef ég er umtalaður hlýt ég að vera að gera réttu hlutina.“ Kim Jong-il, hinn „ástKæri faðir“ Í huga umheimsins er Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, ráðgáta að mörgu leyti og ekki fráleitt að ætla að hann fagni þeirri goðsögn sem virð- ist umlykja hann og styrki hana vit- andi vits til að halda Vesturlöndum í óvissu. Hingað til hefur Norður-Kór- ea ekki haft úr miklu að moða sem einhverja vigt hefði í alþjóðasam- skiptum, en nú er öldin önnur. Sendifulltrúar og andófsmenn sem flúið hafa land hafa lýst Kim Jong-il sem hégómlegum, tortryggn- um, koníaksþambandi vænisjúkl- ingi, en greinar hafa ekki komist að niðurstöðu um hvort sérviska hans sé gríma slægs manns sem er meist- ari í kænskubrögðum eða hvort hún afhjúpi órökrænan brjálæðing. Kim Jong-il er vel meðvitaður um hve umdeildur hann er, en sam- kvæmt orðum hans má ætla að það sé ekki af hinu illa: „Ég veit að ég sæti gagnrýni í heiminum, ef ég er um- talaður hlýt ég að vera að gera réttu hlutina.“ Kvikmyndaáhugamaður Sagt hefur verið að Kim Jong-il eigi safn 20.000 Hollywood-kvikmynda og hafi jafnvel skrifað bók um kvik- myndir. Uppáhaldsmyndir hans eru sagðar vera Friday the 13th, Rambo, James Bond og Godzilla og reynd- ar allar myndir sem skarta Elizabeth Taylor. Hægt er að sjá spaugilegu hliðina á dálæti Kims Jong-il á James Bond, en áhöld eru um hvort hann sé hrifn- ari af Bond eða andstæðingi hans sem oftar en ekki er illmenni sem hyggst stefna jörðinni í glötun. Tíma- ritið Newsweek uppnefndi Kim Jong- il „Dr. Evil“ í janúar 2003 og skírskot- aði til skúrks í grínmynd í anda James Bond. Reyndar gekk Kim Jong-il svo langt árið 1978 að láta ræna Chie Eun Hee, frægustu kvikmyndastjörnu Suður-Kóreu, og eiginmanni hennar, Shin Sang Ok kvikmyndaframleið- anda. Þau neyddust til að gera röð áróðurskvikmynda fyrir Kim Jong-il, áður en þeim tókst að flýja eftir níu ár. Þess má geta að þetta gerðist áður en Kim Jong-il tók við valdataumun- um í Norður-Kóreu. Lífsins lystisemdir Smekkur Kims Jong-il fyrir því fram- andlega nær yfir fleira en erlend- ar kvikmyndir og matargerðarlist er nokkuð sem hann lætur sig varða. Kim Jong-il ku vera flughræddur, sem hann kann að hafa fengið í arf frá föður sínum, og hefur farið í op- inberar ferðir til Rússlands og Kína í brynvarinni lest. Rússneskur sendimaður, Kon- stantin Pulikovsky, sem eitt sinn var í fylgd hins „ástkæra leiðtoga“ Norð- ur-Kóreu á ferðalagi í Rússlandi í brynvarinni einkalest skýrði frá því að hann hefði látið fljúga með lifandi humra í veg fyrir lestina daglega, og humarsins neytti Kim Jong-il með silfurprjónum. Mennirnir tveir drukku kampa- vín í félagsskap „íðilfagurra og vel gefinna“ kvenna, en í huga sumra er Kim Jong-il smávaxinn glaum- gosi og öflugur drykkjumaður. Það er reyndar mynd sem er á skjön við þá stjórnarhætti sem honum eru til- einkaðir. Þegar Kim Jong-il hitti Kim Dae- jung, forseta Suður-Kóreu, árið 2000 vakti athygli að hann drakk tíu glös af víni á meðan fundur þeirra stóð yfir. Annars hefur Kim Jong-il mikið dálæti á Hennessy VSOP-koníaki. Leiðin á toppinn Dulúðin sem umlykur Kim Jong-il nær allt aftur til fæðingar hans. Hann fæddist í Síberíu árið 1941, en þá var faðir hans í útlegð þar sem þá voru Sovétríkin. Reyndar ber þeim upp- lýsingum ekki saman við norðurkór- esk skjöl og yfir þeim hvílir ævintýra- legur ljómi. Samkvæmt þeim kom Kim Jong-il í heiminn í bjálkakofa í skæruliðabúðum Kim Il-sung, föður hans, á Baektu, hæsta fjalli Norður- Kóreu, í febrúar 1942, og segir sagan að tvöfaldur regnbogi og björt stjarna á himni hafi auðkennt viðburðinn. Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, hef- ur verið ráðgáta í augum umheimsins til langs tíma. Nú hefur Norður-Kórea ákveðið að henda fyrir róða samkomulagi sem stöðvaði Kóreustríðið fyrir meira en fimmtíu árum og Suður-Kóreumenn og bandarískir bandamenn þeirra eru í við- bragðsstöðu. Lítið fer fyrir friðarboðskap hjá stjórnvöldum Norður-Kóreu. KoLbeinn þorsteinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Kim Jong-il Heiðraður af norðurkóreskum hermönnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.