Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 8
Föstudagur 29. maí 20098 Fréttir Gríðarleg endurnýjun varð á Alþingi í vor, þegar 27 þingmenn létu af þing- mennsku. Í stjórnmálafræðinni eru kosningar stundum skilgreindar sem tæki almennings til þess að losa sig við vanhæfa leiðtoga og koma nýjum að í stað þeirra. Oft veltir fólk því fyrir sér hvað allir þessir alþingismenn séu að gera í vinnunni og hvort þeir séu að gera nokkuð. Ekkert skal sagt um að þessir stjórnmálamenn hafi vikið af Alþingi af því að þeir voru vanhæfir, en DV heyrði hljóðið í fyrrverandi þing- mönnum og spurði þá sömu spurn- ingar: Hverju er þjóðin bættari af því að þú sast á Alþingi? Frjálslyndir sáttir við sitt Það stendur ekki á svörum hjá Grét- ari Mar Jónssyni, þegar spurningin er borin upp: „Ég hélt vel vakandi um- ræðu um íslenskan sjávarútveg. Ég held að við séum að uppskera eitt- hvað af því núna þegar verið er að fara að breyta mesta óréttlæti Íslands, ís- lenska kvótakerfinu. Ég held að ég eigi stóran þátt í því,“ segir hann. Formaður flokksins, Guðjón Arnar Kristjánsson, er á sama máli. „Ég tel að Frjálsyndi flokkurinn hafi tryggt það með sinni starfsemi að umræðan um sjávarútvegs- og byggðamál hefur ver- ið öflug og aldrei dottið niður, sem ella hefði verið að mínu mati. Flokkurinn hefur haft veruleg áhrif til að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Við byrjuðum að flytja mál árið 2000 um lágmarkslífeyri öryrkja og eldri borgara. Við vorum mjög framsýnir í samgöngumálum, við lögðum til að gera þyrfti jarðgöng og menn eru að fallast á það í dag að það sé varanlega lausnin.“ Séra Karl V. Matthíasson er einn- ig sáttur við sitt framlag til breyting- ar kvótakerfisins: „Þjóðin er því bætt- ari að ég lagði mjög mikla áherslu á að sjávarútvegskerfinu yrði breytt og kvótanum yrði skilað til þjóðarinnar og ég er algjörlega sannfærður um að það sem ég lagði til þeirra mála í ræðu og riti hafi haft áhrif.“ Þjóðin verður að meta það Aðrir fyrrverandi þingmenn tala ekki jafnmikið út um gagnið sem þeir gerðu þjóðinni og frjálslyndir. Kolbrún Halldórsdóttir vildi lítið segja. „Þjóð- in verður að meta það. Ég var hluti af endurnýjun þingliðsins fyrir tíu árum. Nú er ég hluti af þeim sem verða að víkja vegna endurnýjunar.“ Og Guðfinna Bjarnadóttir vildi enn minna segja. „Ég ætla ekkert að svara því,“ sagði hún önug í sím- ann þegar blaðamaður spurði hana um fram- lag hennar. Helga Sigrún Harð- ardóttir, sem stoppaði stutt á Alþingi, var held- ur ekki á þeim buxunum að gera upp framlag sitt til íslensku þjóðarinnar. „Ég leyfi öðrum að dæma um það,“ sagði hún. Svar Magnús- ar Stefáns- sonar, fyrr- verandi félags- málaráð- herra og flokks- bróð- ur Helgu Sigrúnar, var á al- mennu nótun- um. „Það er nú svo margt, ég var í 14 ár í þinginu og kom að mjög mörg- um málum sem ég vona að hafi verið þjóðinni til góðs.“ Aldursforsetinn fyrrverandi, Ellert B. Schram sem kom aftur á þing í tvö ár eftir langa fjarveru, taldi að reynsla sín hefði komið þjóðinni að góðu.„Það er helst reynsla og þekking sem kom að góðum notum vona ég. Ég tók þátt í því að bregðast við þessum vanda og bý að þeirri reynslu sem ég hef safnað mér í um 70 ár.“ Kristinn H. Gunnarsson, sem hef- ur hingað til setið á þingi fyrir þrjá flokka, segist hvergi nærri vera hættur í stjórnmálum, þrátt fyrir að hafa ekki náð kjöri núna. Hann var yfirvegaður í svari, þegar hann var spurður hverju þjóðin væri bættari af þingsetu hans. „Menn verða að leggja mat á það hver fyrir sig, Það er misjafnt sem menn meta hvað er mikilvægt,“ segir stjórn- málamaðurinn víðförli. Stolt af sinni vinnu Ekki voru allir, sem DV ræddi við, á því að tala á almennu nótunum um hvað þeir gerðu þjóðinni til heilla á meðan þeir voru hátt- virtir alþingis- menn. „Ég tel að sú vinna sem unnin var í minni tíð sem iðnaðarráð- herra hafi skipt miklu máli til að bæta samkeppnisstöðu Íslands,“ seg- ir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi ráðherra. „Ég er mjög stolt af minni aðkomu að uppbyggingu á lands- byggðinni, ekki síst á Austurlandi þar sem álverið var reist og Kárahnjúka- virkjun. En hvað varðar bankahrunið á ég auðvitað mína aðkomu að því þar sem ég var viðskiptaráðherra þegar bankarnir voru seldir. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að við hefðum ekki átt annan kost en að innleiða þessar EES-tilskipanir. Frelsið sem af þeim hlaust virðist hins vegar hafa verið misnotað af þeim sem stóðu að út- rásinni,“ segir Valgerður. Sigurður Kári Kristjánsson er al- veg viss um að hann hafi náð að gera þjóðinni gagn á sínum sex árum sem alþingismaður. „Ég lagði á mig mjög mikla vinnu við endurskoðun á allri skólalöggjöfinni þegar ég var formað- ur menntamálanefndar, svo náði ég sjálfur í gegn tveim- ur frumvörpum, annað kom til móts við þá sem höfðu lent í vanskilum með virðisaukaskatt og hlutu slæma meðferð í réttarkerfinu vegna þess. Síðan fékk ég samþykkt frumvarp sem hvatti til og stuðlaði að því að Íslendingar færu í mál við Breta vegna framgöngu þeirra í tengslum við bankahrun- ið. Ég held að ég hafi unnið gott og þarft verk á þeim tíma sem ég starf- aði á þingi.“ Ánægð með kaupmáttar- aukninguna Arnbjörg Sveins- dóttir segist ánægð með störf sín. „Ég tel mig hafa unn- ið að mörg- um góðum framfara- málum. Ég vann auðvitað að stefnu- málum míns flokks og tel að það hafi haft góð áhrif á uppgang í íslensku samfélagi. Kaupmáttur almennings jókst og endurskipulagning á stjórn- kerfinu gekk vel á þessum árum. Þó svo að íslenskt samfélag hafi orðið fyr- ir áfalli við bankahrunið stóðum við mjög sterk í grunninn til að takast á við það.“ Ásta Möller, flokkssystir Arnbjarg- ar, er á sama máli. „Ég var í forystu í launþegahreyfingunni í tíu ár, var for- maður Félags hjúkrunarfræðinga og Bandalags háskólamanna. Ég held að það skipti máli að hafa skilning á mál- efnum launamanna. Þar fyrir utan lagði ég áherslu á málefni aldraðra og velferðarmálin voru talsvert á minni könnu innan Sjálfstæðis- flokksins.“ Gunnar Svavarsson er ánægð- astur með sinn þátt í gerð fjárlaga. „Ég vona að þetta hafi verið kaup kaups. Sérlega eru það verkefni tengd fjár- lagavinnu og eftirlit með fjárreiðum ríkisins sem ég kom að. Þetta var við- burðaríkur tími og margar ógleyman- legar stundir,“ segir hann. Einar Már Sigurðarson var síðastur til að svara spurningunni um hverju þjóðin væri bættari af þingsetu hans. „Á þessum 10 árum gerðist ýmislegt gott og slæmt. Lengst af var ég í minni- hluta og þá hafði maður minni áhrif. Eftir að ég komst í meirihluta, var ég í menntamálanefnd og síðasta verkefni mitt sem formaður nefnd- arinn- ar var að koma í gegn löggildingu á starfi náms- og starfsráð- gjafa. Annað sem ég vil nefna er að mað- ur hafði óbein áhrif á að það reis álver og virkjun á Austur- landi.“ Hátt í helmingur allra þingmanna sem sátu á Alþingi síðasta kjörtímabil lét af þingmennsku eftir kosningarnar í vor. Eftir þau liggur misjafnt starf og DV spurði stóran hluta þeirra sömu spurningarinnar. Hverju er íslenska þjóðin bættari af því að þú sast á Alþingi? Svörin voru bæði almenn og sértæk, algengt var viðkvæðið að þjóðin ætti að dæma um það. Það vafðist ekki fyrir öðrum að nefna það sem þeir gerðu landi og þjóð til heilla á Alþingi. HVERju ER ÞjÓÐIN BÆTTARI? valGEIR ÖRN RaGNaRSSON blaðamaður skrifar: valur@dv.is „Ég held að ég hafi unnið gott og þarft verk á þeim tíma sem ég sem starfaði á þingi.“ alþingi 27 manns eru að fara í önnur störf eftir að hafa setið á alþingi. valgerður Sverrisdóttir„Ég er mjög stolt af minni aðkomu að uppbyggingu á landsbyggðinni, ekki síst á austurlandi þar sem álverið var reist og Kárahnjúkavirkjun.“ Sigurður Kári Kristjánsson „síðan fékk ég samþykkt frumvarp sem hvatti til og stuðlaði að því að íslendingar færu í mál við Breta vegna framgöngu þeirra í tengslum við bankahrunið. “ Guðjón arnar Kristjánsson „Við vorum mjög framsýnir í samgöngu- málum, við lögðum til að gera þyrfti jarðgöng og menn eru að fallast á það í dag að það sé varanlega lausnin.“ Gunnar Svavarsson „Ég vona að þetta hafi verið kaup kaups.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.