Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 6
Föstudagur 29. maí 20096 Fréttir
Sandkorn
n Kastljósliðar gátu fagnað
sigri þegar Hæstiréttur dæmdi
þeim í vil í máli sem Lucia Cel-
este Molina Sierra og Birnir
Orri Pétursson, tengdadóttir
og sonur Jónínu Bjartmarz,
höfðuðu
gegn þeim
vegna um-
fjöllunar
um hvern-
ig Alþingi
veitti Luciu
ríkisborg-
ararétt.
Það hversu
snemma Lucia fékk ríkisborg-
ararétt og tengsl hennar við
Jónínu, sem þá var umhverfis-
ráðherra, vöktu upp spurning-
ar um hvort eðlilega hefði ver-
ið staðið að veitingunni. Lucia
og Birnir kröfðust fimm millj-
óna króna í skaðabætur og
töldu vegið að einkalífi sínu.
Dómarinn komst hins vegar
að þeirri niðurstöðu að málið
ætti erindi við almenning og
að þótt umfjöllunin hefði snert
persónuleg málefni þeirra
hefði hún beinst að störfum
þingmanna. Ekki hefði hins
vegar verið vegið að einkalífi
Luciu og Birnis.
n Ingvi Hrafn Jónsson sjón-
varpsmaður er ekki allra.
Eiður Guðnason, fyrrverandi
ráðherra og sendiherra, lýs-
ir á bloggi sínu furðu sinni á
hinum „sér-
kennilega
sjónvarps-
þætti“ Ingva
Hrafns
Hrafna-
þingi, sem
er fastur
liður á sjón-
varpsstöð
Ingva Hrafns, ÍNN. Framkoma
sjónvarpsmannsins verður
Eiði að umtalsefni á blogg-
síðu hans þar sem sendiherr-
ann fyrrverandi skrifar að
Ingvi Hrafn bölsótist „út í allt
og alla, hermir eftir fólki og
uppnefnir fólk eins og honum
sýnist. Þegar hann nýlega var
að tala um Jóhönnu Sigurðar-
dóttur forsætisráðherra hét
hún í hans munni Jóhanna
gamla. Ingvi Hrafn er fæddur
27. júlí 1942. Jóhanna Sigurð-
ardóttir er fædd 4. október
1942.“
n Og að lokum að Össuri
Skarphéðinssyni utanrík-
isráðherra sem mælti fyrir
þingsályktunartillögu sinni
um að Ísland sækti um aðild
að Evrópusambandinu. Mikl-
ar umræður
hófust um
málið og
var á tíma-
bili næstum
annar hver
þingmað-
ur á mæl-
endaskrá
og beið eftir
að komast að með mál sín.
Össur fór mikinn, sérstak-
lega í upphafi umræðunnar.
Sumir kímdu þó við þegar
hann sagðist sem umhverfis-
ráðherra þekkja vel til þeirra
mála sem þá var verið að
ræða. Össur hefur vissulega
verið umhverfisráðherra en
síðan er liðinn einn ferm-
ingaraldur. Öðru sinni gerði
hann lítið úr sjálfum sér,
sagðist bara vera „ráðherra á
plani“.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís-
lands, segir að tryggja verði sjálf-
stæði dómsvaldsins betur en gert
er í stjórnarskránni. Hér á landi hafi
þróast starfshættir í skjóli óljósra
ákvæða í stjórnarskránni, sem hafi
veitt ráðandi pólitískum öflum tæki-
færi til þess að manna dómstólana
að sínum vilja.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í ítarlegu viðtali við
Ólaf Ragnar í nýju tölublaði
Mannlífs. Hann gagnrýnir
flokksræðið og samspil þess
við stjórnsýsluna í landinu
sem hann telur hafa verið
undir hæl ríkjandi stjórn-
málaafla í áratugi. „Flokk-
arnir skipuðu miskunnar-
laust sína fulltrúa í embætti
innan ráðuneyta og í öðr-
um stjórnstofnunum, dygg-
ir flokksmenn höfðu for-
gang, almennir hæfileikar,
menntun og reynsla var
ekki ráðandi.“
Forsetinn temprar
vald stjórnarherra
Ólafur segir að þetta ein-
kenni sé eins og ákveð-
inn sjúkdómur; þetta hafi
gert embættiskerfið flokks-
pólitískt í tvennum skiln-
ingi. „Menn eiga sinn sess
og stöðu innan embættis-
mannakerfisins hollustu við
flokkinn að þakka og hins
vegar vissu menn um þetta
skipunarvald ráðherranna […] Ég er
sannfærður um að ein af orsökun-
um, alls ekki „orsökin“, heldur ein
af orsökunum fyrir því kerfishruni
sem hér varð, var þetta áratuga ef
ekki aldargamla samspil flokksræðis
og stjórnsýslu í landinu. Það verður
ekki læknað með stjórnarskrárbreyt-
ingum einum saman. Þar verður að
koma til siðvæðing og breyttir starfs-
hættir á vettvangi stjórnmálaflokk-
anna og lagabreytingar varðandi val
á embættismönnum.“
Ólafur Ragnar lítur svo á að hlut-
verk forsetans sé að finna farveg
fyrir vilja þjóðarinnar. Það hafi átt
við í fjölmiðlamálinu árið
2004, þegar forsetinn synj-
aði fjölmiðlalögum stað-
festingar og vísaði þeim í
dóm þjóðarinnar, en einn-
ig í janúar þegar við blasti
upplausnarástand í þjóð-
félaginu í kjölfar banka-
hrunsins. Ólafur Ragnar
segir að alls ekki hafi ver-
ið sjálfgefið að lausnin yrði
friðsamleg.
Friðurinn stóð tæpt
„Ég sagði hér á Bessastöð-
um þegar þáverandi for-
sætisráðherra (Geir H.
Haarde) baðst lausnar fyrir
sig og ráðuneyti sitt að efst
á verkefnaskránni væri að
tryggja samfélagslegan frið.
Ef friðurinn héldi áfram að
slitna í sundur í átökum,
óeirðum og mótmælum
skipti litlu hvað gert væri á
vettvangi stjórnkerfisins.“ Í
þessu sambandi segir Ól-
afur Ragnar í Mannlífsvið-
talinu að hann verði oft var
við það úr mörgum áttum
að menn vilji hræða hann frá því að
taka þær ákvarðanir sem forsetinn
verði að taka. „Þess gætti líka í jan-
úar og febrúar á þessu ári og ýmsir
höfðu þau ummæli um ákvarðanir
mínar að greinilegt var að annarleg
sjónarmið lágu að baki […] Það væri
hins vegar illt í efni ef hann léti óbil-
gjarna umræðu hræða sig frá því að
axla ábyrgð og sinna sínum skyld-
um.“
Fjölmiðlar ekki undir
ofurvaldi fárra
Davíð Oddsson sagði í ræðu á lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins í lok mars
að eyðilegging fjölmiðlalaganna árið
2004 hefði verið „mesta pólitíska
skemmdarverk“ sem unnið hefði
verið í síðari tíma sögu Íslands.
Ólafur Ragnar segist ekki kapp-
ræða við forystumenn á opinber-
um vettvangi. Það sé hins vegar mis-
skilningur að forsetinn hafi brotið á
bak aftur vilja Alþingis með því að
synja fjölmiðlalögunum staðfest-
ingar. „Þau tóku gildi. Samkvæmt
stjórnarskránni taka lögin gildi en
þjóðin á að greiða atkvæði um hvort
þau gildi áfram.“
Þá segir Ólafur Ragnar einnig
misskilning að fjölmiðlakerfið á Ís-
landi hafi verið undirlagt af ofur-
valdi fáeinna manna. Menn horfi
þar fram hjá öflugum miðlum eins
og RÚV, en einnig fram hjá nýrri
tækni „að netmiðlar hafa veitt nán-
ast hverjum sem er tækifæri til að
skapa sinn eigin miðil. Fjöldi ein-
staklinga, áhrifamanna, sveitar-
félaga og samtaka rekur sína eigin
fjölmiðla og hafa kannski oft meiri
áhrif í daglegri umræðu heldur en
það sem prentað er í blöðum“.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, óttaðist upplausn þjóðfélagsins í janúar og
segir ekki hafa verið sjálfgefið að leysa mætti vandann á friðsamlegan hátt. Hann gagn-
rýnir íslensk stjórnmál í viðtali í nýju Mannlífi og segir embættiskerfi undir flokks-
ræði vera eins og sjúkdómur. Flokkarnir hafi miskunnarlaust skipað sína fulltrúa í
embætti og þeir hafi átt sess sinn og stöðu flokksvaldinu að þakka. Hann vísar á bug
kenningum um að fjölmiðlar hafi verið undirlagðir af ofurvaldi fáeinna manna.
Sjúk Stjórnmál ein
orSök hrunSinS
„Ef friðurinn héldi áfram að slitna í sundur í átök-
um, óeirðum og mótmælum skipti litlu hvað gert
væri á vettvangi stjórnkerfisins.“
M
an
n
l í f 2
. tb
l . 2
6
árg . 2
0
0
9
Forsetanum
hótað
1195 kr. m. vsk
2. tbl. 26. árg. 2009Mannlíf
„Ég finn fyrir nísku“
- Gunnar Eyjólfsson
Álitsgjafar íslands
Ár í lífi
síbrotamanns
- Sagan á bak við glæpina
Íslendingarnir átu gull
Hátindur útrásarinnar var í Mílanóferð Landsbankans
Bók
fylgir frítt
eftir Jóhann Hauksson
„Þetta er viss sjúkdómur ...“ segir Ólafur Ragnar
Grímsson forseti, sem rekur hrunið að hluta til flokks-
ræðis. Forystumenn flokkanna beittu „drottnunarvaldi“
sínu til að skipa dygga flokksmenn „miskunnarlaust“
í stöður á kostnað hinna hæfari.
Heiðar snyrtir Heyrir
raddir framliðinna
01 Forsida.indd 1
5/19/09 7:22:57 PM
Mannlíf Ólafur ragnar grímsson segir að bankahrunið
megi að hluta til rekja til flokkspólitísks embættiskerfis
sem ofurselt sé hollustu við ráðandi flokka og eigi stöðu
sína undir þeim.
Forsetinn „Ef friðurinn héldi áfram
að slitna í sundur í átökum, óeirðum
og mótmælum skipti litlu hvað gert
væri á vettvangi stjórnkerfisins.“
Mynd heiða helGadÓttiR
JÓhann hauksson
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
útgáfa DV
DV kemur næst út miðvikudag-
inn 3. júní. Ekkert blað kemur út
á þriðjudag vegna þess að mánu-
dagur er annar í hvítasunnu og
almennur frídagur. Þess í stað
kemur út blað á fimmtudag.
Helgarblaðið kemur að venju út
á föstudag.