Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 38
Föstudagur 29. maí 200938 Ættfræði umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson, kgk@dv.is Kristinn Ragnarsson ferðamálafræðingur í reykjavík Kristinn fæddist á Ísafirði en ólst upp í Keflavík. Hann var í Myllubakka- skóla, Holtaskóla, FS og Horsens Tekniske Skole og var að útskrifast í ferðamálafræði við Ferðamálaskól- ann í Kópavogi 20.5. sl. Kristinn var í fiskvinnslu í Kefla- vík og á Ísafirði, vann við hellulagn- ir í Keflavík á sumrin, sinnti þjón- ustu fyrir skipavogir í Álasundi í Noregi 2001-2006 og var barþjónn í Reykjavík um skeið. Fjölskylda Eiginkona Kristins er Dagbjört Jóna Jóhannsdóttir, f. 29.3. 1971, verslunarmaður. Sonur Kristins og Dagbjartar Jónu er Daníel Hjörtur Kristins- son, f. 18.12. 2008. Systkini Kristins eru Stella Rúnars- dóttir, f. 13.6. 1992; Sindri Rúnarsson, f. 7.4. 1995; Katrín Rún- arsdóttir, f. 23.4. 1996. Foreldrar Kristins eru Ragnar Ingólfsson, f. 16.11. 1960, verk- fræðingur í Álasundi í Noregi, og Guðrún Eggertsdóttir, f. 4.9. 1962, húsmóðir á Hvolsvelli. Fósturfaðir Kristins er Rún- ar Guðmundsson, f. 21.2. 1962, byggingarfulltrúi á Hvolsvelli. 30 ára á föstudag 60 ára í gær Helgi Pétursson vefstjóri hjá Orkuveitu reykjavíkur Helgi fæddist í Reykjavík. Hann lauk kennaraprófi 1970, stundaði nám í stjórnmálafræði við háskólann í Árós- um 1973-74, stundaði nám í fjölmiðl- un og fréttamennsku við American University í Washington DC og lauk þaðan BA-prófi 1983. Helgi kenndi við Þinghólsskóla í Kópavogi 1970-73, var blaðamaður við DB 1975-79, ritstjóri Vikunnar 1979-80, fréttamaður við RÚV-hljóðvarp 1980- 85 og fréttaritari þess í Bandaríkjun- um um tveggja ára skeið, var ritstjóri NT 1985-86, blaðafulltrúi SÍS 1986-87, fréttamaður og síðan dagskrárgerðar- maður á Stöð 2 1987-90, útvarpsstjóri Aðalstöðvarinnar 1990-91, mark- aðsstjóri Samvinnuferða-Landsýnar frá 1991 og vann þar að markaðs- og kynningarmálum til 1999, var borgar- fulltrúi í Reykjavík 1998-2002 og hefur starfað hjá Orkuveitu Reykjavíkur frá 2002. Helgi söng og lék með Ríó-tríóinu frá 1964, einhverju vinsælasta söng- lagatríói fyrr og síðar, hér á landi, en þeir félagar skemmtu um árabil víðs vegar um landið og léku og sungu inn á fjölda hljómplatna. Helgi sat í stjórn Félags fréttamanna 1985, í útvarpsréttarnefnd 1986-87, í nefnd um endurskoðun á fjarskipta- lögum 1986, í utanríkismálanefnd SUF 1985 og fjölmiðlanefnd Fram- sóknarflokksins 1990, var fyrsti vara- forseti borgarstjórnar, formaður um- hverfismálaráðs og heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar, var stjórnarfor- maður SVR og sat í stjórn Ferðamála- ráðs Íslands og í markaðsráði ferða- þjónustunnar. Fjölskylda Helgi kvæntist 28.5. 1977 Birnu Páls- dóttur, f. 30.5. 1953, starfsmanni Flata- skóla í Garðabæ. Hún er dóttir Páls H. Pálssonar, stórkaupmanns í Reykjavík, og Bryndísar Guðmundsdóttur hús- móður sem bæði eru látin. Börn Helga og Birnu eru Bryndís, f. 16.4. 1977, kennari við Hlíðaskóla í Reykjavík en maður hennar er Mart- in Sövang Ditlevsen, sprengjusér- fræðingur hjá Landshelgisgæslunni og fyrrv. liðsforingi í verkfræðideild danska hersins og eiga þau einn son, Símon Karl; Pétur, f. 26.9. 1978, nemi í stoðtækjafræði í Svíþjóð en kona hans er Brynhildur Arna Jónsdóttir, nemi í þroskaþjálfun og eru börn þeirra Embla Rún og Sölvi Hrafn; Heiða Kristín, f. 20.4. 1983, stjórnmálafræð- ingur í Reykjavík en maður hennar er Birgir Ísleifur Gunnarsson, tónlistar- maður, meðlimur í hljómsveitinni The Motion Boys og ljósmyndari en synir Heiðu og Birgis eru Benedikt Espólín og Snorri Espólín; Snorri, f. 1.6. 1984, tónlistarmaður og framkvæmdastjóri Félags tónskálda og textahöfunda og meðlimur í Sprengjuhöllinni en kona hans er Borghildur Gunnarsdóttir fatahönnuður. Bræður Helga eru Ísleifur, f. 4.7. 1946, fyrrv. starfsmaður SÞ, kvæntur Auði Albertsdóttur; Kristinn, f. 29.4. 1956, kennari og listamaður í Oloft- orp í Svíþjóð, en kona hans er Ulla Svanteson; Gissur, f. 2.4. 1958, forstjóri Vinnumálastofnunar, kvæntur Arn- heiði Gígju Guðmundsdóttur. Foreldrar Helga: Pétur Kristjóns- son, f. 23.4. 1926, d. 15.4. 2007, fulltrúi, og Kristín Ísleifsdóttir, f. 13.2. 1927, d. 24.11. 1969, húsmóðir. Ætt Pétur er bróðir Guðbjargar, móð- ur Kristjáns Einarssonar, fyrrv. for- manns bæjarráðs Selfoss. Pétur er sonur Kristjóns, múrara í Reykjavík, bróður Rósu, ömmu Helga Hjörvar alþm. Kristjón var sonur Daða, b. á Litla-Vatnshorni í Dölum Daðason- ar, b. á Bólstað í Dölum Magnússon- ar. Móðir Daða yngri var Sigríður, dóttir Erlendar, b. á Fremra--Skógs- koti Þórðarsonar. Móðir Kristjóns var Guðbjörg Sigríður, systir Jens, vakt- ara í Stöðlakoti, afa Brynjólfs Jóhann- essonar leikara. Guðbjörg var dóttir Jóhannesar, í Kasthúsum í Reykja- vík Magnússonar. Móðir Péturs var Sigþrúður, systir Sigurðar, bygginga- fulltrúa Reykjavíkurbæjar. Sigþrúður var dóttir Péturs, verkstjóra í Reykja- vík, bróður Ingibjargar Stephensen, móður Þorsteins Ö. leikara, Einars, formanns Þróttar, Stefáns, formanns Prentarafélagsins, og Guðrúnar, móður Ögmundar Jónassonar, heil- brigðisráðherra. Pétur var sonur Þorsteins, b. á Högnastöðum Péturs- sonar, bróður Hjálmars, langafa Eyj- ólfs Konráðs Jónssonar alþm. Móðir Þorsteins var Ingibjörg Einarsdóttir, systir Sigvalda, afa Sigvalda Kalda- lóns, læknis og tónskálds, og Eggerts Stefánssonar söngvara. Kristín var dóttir Ísleifs, b. á Læk í Ölfusi Einarssonar, vinnumanns í Bjólu í Holtum. Móðir Ísleifs var Soffía Ísleifsdóttir, b. að Hlíð í Selvogi, bróð- ur Ragnhildar, langömmu Halls, föð- ur Kristins óperusöngvara. Ísleifur var einnig bróðir Ingveldar, langömmu Magnúsar Kjartanssonar, ritstjóra og ráðherra. Ísleifur var sonur Ólafs, b. í Seli í Holtum Jónssonar. Móðir Ólafs var Guðrún, systir Guðrúnar á Ægis- síðu, langömmu Jóns í Skarði. Guðrún var dóttir Brands, b. á Felli Bjarnason- ar, ættföður Víkingslækjarættar Hall- dórssonar, forföður Jóhönnu Sigurð- ardóttur forsætisráðherra og Davíðs Oddssonar, fyrrv. forsætisráðherra. Móðir Kristínar var Kristín Jóhanns- dóttir, formanns í Eyvakoti, bróður Kristínar, langömmu Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur, fyrrv. borgarstjóra og fyrrv. utanrríkisráðherra. Önnur systir Jóhanns var Guðný, amma Sig- urjóns Ólafssonar myndhöggvara, og langamma Erlings Gíslasonar leik- ara, föður Benedikts leikara. Jóhann var sonur Hannesar, hreppstjóra í Kaldaðarnesi, bróður Þorkels, lang- afa Guðna Jónssonar prófessors, föður Bjarna prófessors og langafa Ragnars í Smára, föður Jóns Óttars, fyrrv. sjón- varpsstjóra. Hannes var sonur Einars, spítalahaldara í Kaldaðarnesi Hann- essonar, ættföður Kaldaðarnesættar Jónssonar. Móðir Kristínar Jóhanns- dóttur var Elín Magnúsdóttir af Bergs- ætt. Óli fæddist í Reykjavík en ólst upp á Flateyri. Hann var í Grunnskóla Ön- undarfjarðar, lauk stúdentsprófi frá VÍ 1999, stundaði síðan nám í viðskipta- fræði við HÍ og lauk þaðan prófum 2003 og lauk MSc.-prófi í viðskipta- fræðum með áherslu á nýsköpunar- og frumkvöðlafræði við Viðskiptahá- skólann í Kaupmannahöfn 2006. Óli vann við fiskvinnslu og í bygg- ingarvinnu á Flateyri á unglingsárun- um og með skóla, stundaði ýmis störf hjá SÍF með háskólanámi og lengur á árunum 2003-2006, síðast sem inn- kaupastjóri fyrir verksmiðju þeirra í Fécamp í Frakklandi, starf- aði hjá Glitni 2007 og hef- ur starfað hjá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar frá maí 2008. Óli er meðlimur í ön- firska karkakórnum Fjalla- bræðrum og hefur skrifað á vefritið Deiglan.com frá 2004. Fjölskylda Eiginkona Óla er Auðbjörg Ólafsdótt- ir, f. 28.12. 1979, hagfræðingur við greiningardeild Íslandsbanka. Þau eiga von á sínu fyrsta barni í sept. Systkini Óla: Svana Ei- ríksdóttir, f. 12.4. 1976, d. 26.10. 1995, (í snjóflóðinu á Flateyri), nemi; Sóley Ei- ríksdóttir, f. 5.6. 1984, nemi í sagnfræði við HÍ, gift Stefáni Reynissyni innkaupastjóra og er dóttir þeirra Margrét Nótt Stefánsdóttir; Svana Björg Eiríksdóttir, f. 5.12. 1997, grunn- skólanemi. Foreldrar Óla eru Eiríkur Guðmundsson, f. 6.10. 1950, húsa- smíðameistari í Kópavogi, og Ragna Óladóttir, f. 19.10. 1956, kennari við Waldorfskólann Sólstaði. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 30 ára á föstudag Óli Örn Eiríksson verkefnastjóri hjá Þróunarfélagi keflavíkurflugvallar Gísli Pétur Hinriksson aðstOðarkerfisstjóri hjá hringiðunni ehf. Gísli fæddist á Akureyri en ólst upp í Hafnar- firði. Hann var í Öldutúnsskóla, Flensborg og Iðnskólanum í Reykjavík, lauk prófi frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands 2002 og prófi í MCSA-tölvunámi hjá Isoft 2008. Gísli var háseti á togara sumrin 1998-2000, var leikari með samn- ing hjá Þjóðleikhúsinu og LA, hef- ur leikið í fjölda sýninga hjá þessum húsum sem og í kvikmyndunum Stella í framboði, 2001; Dís, 2004, og Heiðin, 2008. Gísli lék og keppti í körfubolta með Haukum og lék með ungl- ingalandsliðinu, m.a. í Austurríki og Tékklandi. Fjölskylda Eiginkona Gísla er Kristjana Vignis- dóttir, f. 13.2. 1980, flugfreyja. Sonur Gísla og Kristjönu er Ari Eðvald Gíslason, f. 24.11. 2007. Systkini Gísla eru Hildur Hin- riksdóttir, f. 21.2. 1971, fatahönnuð- ur í Hafnarfirði; Helgi Hinriksson, f. 12.6. 1972, tölvusérfræðingur hjá Vodafone. Foreldrar Gísla eru Hinrik Pét- ursson, f. 6.12. 1950, d. 19.6. 2001, atvinnukafari, og Sigrún Gísladóttir, f. 16.6. 1950, lífskúnstner. 30 ára á föstudag Lilja Ástudóttir afgreiðslustjóri hjá hýsingu Lilja fæddist í Reykjavík og ólst þar upp og í Reykhólasveit. Hún var í Hlíðaskóla, Reykhólaskóla, stundaði nám í rafvirkjun og lauk sveinsprófi í þeirri grein 2000, lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 2006 og stundar nú nám í viðskipta- fræði við HR. Lilja vann við rafvirkjun í Reykja- vík og á Ísafirði á árunum 1998-2000 og hefur starfað hjá Hýsingu frá 2000. Fjölskylda Eiginmaður Lilju er Þorri Þor- valdsson, f. 14.12. 1966, aðstoðarmað- ur prentara. Systir Lilju er Úlfhild- ur Erna Ástu- dóttir, f. 15.10. 1980, nemi við HÍ. Foreldrar Lilju eru Ásta Ólafs- dóttir, f. 25.9. 1959, bókari við Há- skólann á Hólum í Hjaltadal, og Kristinn Jens Kristinsson, f. 18.1. 1958, búsettur í Noregi. 30 ára á föstudag Gústaf Þorvaldsson vörubílstjóri að syðra-seli í hrunamannahr. Gústaf fædd- ist í Reykja- vík en ólst upp að Syðra-Seli. Hann var í Flúðaskóla og stundaði nám við FS. Gústaf var vinnumaður á Syðra-Seli, starfaði hjá Flúðafiski 1995-2005, og síðan hjá Gröfutækni. Þá sinnir Gústaf ræstingum hjá Sam- kaupum, hefur verið dyravörður hjá Útlaganum og er slökkviðliðsmaður í Hrunamannahreppi. Fjölskylda Kona Gústafs er Donata Klement- owska, f. 22.9. 1977, verslunarkona. Börn Gústafs og Donötu eru Axel Fannar Gústafsson, f. 19.5. 2001; Patrik Gústafsson, f. 14.3. 2005; Kam- illa Rós Gústafsdóttir, f. 7.3. 2007. Systir Gústafs er Fjóla Dögg Þor- valdsdóttir, f. 15.11. 1974, ljósmynd- ari og starfsmaður Sameinaða lífeyr- issjóðsins, búsett á Selfossi. Foreldrar Gústafs eru Agnes Böðvarsdóttir, f. 11.1. 1959, versl- unarstjóri á Flúðum, og Þorvaldur Jónasson, f. 6.10. 1954, verkstjóri hjá Flúðafiski. 30 ára á laugardag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.