Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 38
Föstudagur 29. maí 200938 Ættfræði
umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson, kgk@dv.is
Kristinn Ragnarsson
ferðamálafræðingur í reykjavík
Kristinn fæddist á Ísafirði en ólst upp
í Keflavík. Hann var í Myllubakka-
skóla, Holtaskóla, FS og Horsens
Tekniske Skole og var að útskrifast í
ferðamálafræði við Ferðamálaskól-
ann í Kópavogi 20.5. sl.
Kristinn var í fiskvinnslu í Kefla-
vík og á Ísafirði, vann við hellulagn-
ir í Keflavík á sumrin, sinnti þjón-
ustu fyrir skipavogir í Álasundi í
Noregi 2001-2006 og var barþjónn í
Reykjavík um skeið.
Fjölskylda
Eiginkona Kristins er Dagbjört
Jóna Jóhannsdóttir, f. 29.3. 1971,
verslunarmaður.
Sonur Kristins og Dagbjartar
Jónu er Daníel Hjörtur Kristins-
son, f. 18.12.
2008.
Systkini
Kristins eru
Stella Rúnars-
dóttir, f. 13.6.
1992; Sindri
Rúnarsson,
f. 7.4. 1995;
Katrín Rún-
arsdóttir, f. 23.4. 1996.
Foreldrar Kristins eru Ragnar
Ingólfsson, f. 16.11. 1960, verk-
fræðingur í Álasundi í Noregi, og
Guðrún Eggertsdóttir, f. 4.9. 1962,
húsmóðir á Hvolsvelli.
Fósturfaðir Kristins er Rún-
ar Guðmundsson, f. 21.2. 1962,
byggingarfulltrúi á Hvolsvelli.
30 ára á föstudag 60 ára í gær
Helgi Pétursson
vefstjóri hjá Orkuveitu reykjavíkur
Helgi fæddist í Reykjavík. Hann lauk
kennaraprófi 1970, stundaði nám í
stjórnmálafræði við háskólann í Árós-
um 1973-74, stundaði nám í fjölmiðl-
un og fréttamennsku við American
University í Washington DC og lauk
þaðan BA-prófi 1983.
Helgi kenndi við Þinghólsskóla í
Kópavogi 1970-73, var blaðamaður við
DB 1975-79, ritstjóri Vikunnar 1979-80,
fréttamaður við RÚV-hljóðvarp 1980-
85 og fréttaritari þess í Bandaríkjun-
um um tveggja ára skeið, var ritstjóri
NT 1985-86, blaðafulltrúi SÍS 1986-87,
fréttamaður og síðan dagskrárgerðar-
maður á Stöð 2 1987-90, útvarpsstjóri
Aðalstöðvarinnar 1990-91, mark-
aðsstjóri Samvinnuferða-Landsýnar
frá 1991 og vann þar að markaðs- og
kynningarmálum til 1999, var borgar-
fulltrúi í Reykjavík 1998-2002 og hefur
starfað hjá Orkuveitu Reykjavíkur frá
2002.
Helgi söng og lék með Ríó-tríóinu
frá 1964, einhverju vinsælasta söng-
lagatríói fyrr og síðar, hér á landi, en
þeir félagar skemmtu um árabil víðs
vegar um landið og léku og sungu inn
á fjölda hljómplatna.
Helgi sat í stjórn Félags fréttamanna
1985, í útvarpsréttarnefnd 1986-87, í
nefnd um endurskoðun á fjarskipta-
lögum 1986, í utanríkismálanefnd
SUF 1985 og fjölmiðlanefnd Fram-
sóknarflokksins 1990, var fyrsti vara-
forseti borgarstjórnar, formaður um-
hverfismálaráðs og heilbrigðisnefndar
Reykjavíkurborgar, var stjórnarfor-
maður SVR og sat í stjórn Ferðamála-
ráðs Íslands og í markaðsráði ferða-
þjónustunnar.
Fjölskylda
Helgi kvæntist 28.5. 1977 Birnu Páls-
dóttur, f. 30.5. 1953, starfsmanni Flata-
skóla í Garðabæ. Hún er dóttir Páls H.
Pálssonar, stórkaupmanns í Reykjavík,
og Bryndísar Guðmundsdóttur hús-
móður sem bæði eru látin.
Börn Helga og Birnu eru Bryndís,
f. 16.4. 1977, kennari við Hlíðaskóla í
Reykjavík en maður hennar er Mart-
in Sövang Ditlevsen, sprengjusér-
fræðingur hjá Landshelgisgæslunni
og fyrrv. liðsforingi í verkfræðideild
danska hersins og eiga þau einn son,
Símon Karl; Pétur, f. 26.9. 1978, nemi í
stoðtækjafræði í Svíþjóð en kona hans
er Brynhildur Arna Jónsdóttir, nemi
í þroskaþjálfun og eru börn þeirra
Embla Rún og Sölvi Hrafn; Heiða
Kristín, f. 20.4. 1983, stjórnmálafræð-
ingur í Reykjavík en maður hennar er
Birgir Ísleifur Gunnarsson, tónlistar-
maður, meðlimur í hljómsveitinni The
Motion Boys og ljósmyndari en synir
Heiðu og Birgis eru Benedikt Espólín
og Snorri Espólín; Snorri, f. 1.6. 1984,
tónlistarmaður og framkvæmdastjóri
Félags tónskálda og textahöfunda og
meðlimur í Sprengjuhöllinni en kona
hans er Borghildur Gunnarsdóttir
fatahönnuður.
Bræður Helga eru Ísleifur, f. 4.7.
1946, fyrrv. starfsmaður SÞ, kvæntur
Auði Albertsdóttur; Kristinn, f. 29.4.
1956, kennari og listamaður í Oloft-
orp í Svíþjóð, en kona hans er Ulla
Svanteson; Gissur, f. 2.4. 1958, forstjóri
Vinnumálastofnunar, kvæntur Arn-
heiði Gígju Guðmundsdóttur.
Foreldrar Helga: Pétur Kristjóns-
son, f. 23.4. 1926, d. 15.4. 2007, fulltrúi,
og Kristín Ísleifsdóttir, f. 13.2. 1927, d.
24.11. 1969, húsmóðir.
Ætt
Pétur er bróðir Guðbjargar, móð-
ur Kristjáns Einarssonar, fyrrv. for-
manns bæjarráðs Selfoss. Pétur er
sonur Kristjóns, múrara í Reykjavík,
bróður Rósu, ömmu Helga Hjörvar
alþm. Kristjón var sonur Daða, b. á
Litla-Vatnshorni í Dölum Daðason-
ar, b. á Bólstað í Dölum Magnússon-
ar. Móðir Daða yngri var Sigríður,
dóttir Erlendar, b. á Fremra--Skógs-
koti Þórðarsonar. Móðir Kristjóns var
Guðbjörg Sigríður, systir Jens, vakt-
ara í Stöðlakoti, afa Brynjólfs Jóhann-
essonar leikara. Guðbjörg var dóttir
Jóhannesar, í Kasthúsum í Reykja-
vík Magnússonar. Móðir Péturs var
Sigþrúður, systir Sigurðar, bygginga-
fulltrúa Reykjavíkurbæjar. Sigþrúður
var dóttir Péturs, verkstjóra í Reykja-
vík, bróður Ingibjargar Stephensen,
móður Þorsteins Ö. leikara, Einars,
formanns Þróttar, Stefáns, formanns
Prentarafélagsins, og Guðrúnar,
móður Ögmundar Jónassonar, heil-
brigðisráðherra. Pétur var sonur
Þorsteins, b. á Högnastöðum Péturs-
sonar, bróður Hjálmars, langafa Eyj-
ólfs Konráðs Jónssonar alþm. Móðir
Þorsteins var Ingibjörg Einarsdóttir,
systir Sigvalda, afa Sigvalda Kalda-
lóns, læknis og tónskálds, og Eggerts
Stefánssonar söngvara.
Kristín var dóttir Ísleifs, b. á Læk
í Ölfusi Einarssonar, vinnumanns í
Bjólu í Holtum. Móðir Ísleifs var Soffía
Ísleifsdóttir, b. að Hlíð í Selvogi, bróð-
ur Ragnhildar, langömmu Halls, föð-
ur Kristins óperusöngvara. Ísleifur var
einnig bróðir Ingveldar, langömmu
Magnúsar Kjartanssonar, ritstjóra og
ráðherra. Ísleifur var sonur Ólafs, b. í
Seli í Holtum Jónssonar. Móðir Ólafs
var Guðrún, systir Guðrúnar á Ægis-
síðu, langömmu Jóns í Skarði. Guðrún
var dóttir Brands, b. á Felli Bjarnason-
ar, ættföður Víkingslækjarættar Hall-
dórssonar, forföður Jóhönnu Sigurð-
ardóttur forsætisráðherra og Davíðs
Oddssonar, fyrrv. forsætisráðherra.
Móðir Kristínar var Kristín Jóhanns-
dóttir, formanns í Eyvakoti, bróður
Kristínar, langömmu Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur, fyrrv. borgarstjóra
og fyrrv. utanrríkisráðherra. Önnur
systir Jóhanns var Guðný, amma Sig-
urjóns Ólafssonar myndhöggvara, og
langamma Erlings Gíslasonar leik-
ara, föður Benedikts leikara. Jóhann
var sonur Hannesar, hreppstjóra í
Kaldaðarnesi, bróður Þorkels, lang-
afa Guðna Jónssonar prófessors, föður
Bjarna prófessors og langafa Ragnars
í Smára, föður Jóns Óttars, fyrrv. sjón-
varpsstjóra. Hannes var sonur Einars,
spítalahaldara í Kaldaðarnesi Hann-
essonar, ættföður Kaldaðarnesættar
Jónssonar. Móðir Kristínar Jóhanns-
dóttur var Elín Magnúsdóttir af Bergs-
ætt.
Óli fæddist í Reykjavík en ólst upp á
Flateyri. Hann var í Grunnskóla Ön-
undarfjarðar, lauk stúdentsprófi frá VÍ
1999, stundaði síðan nám í viðskipta-
fræði við HÍ og lauk þaðan prófum
2003 og lauk MSc.-prófi í viðskipta-
fræðum með áherslu á nýsköpunar-
og frumkvöðlafræði við Viðskiptahá-
skólann í Kaupmannahöfn 2006.
Óli vann við fiskvinnslu og í bygg-
ingarvinnu á Flateyri á unglingsárun-
um og með skóla, stundaði ýmis störf
hjá SÍF með háskólanámi og lengur á
árunum 2003-2006, síðast sem inn-
kaupastjóri fyrir verksmiðju þeirra í
Fécamp í Frakklandi, starf-
aði hjá Glitni 2007 og hef-
ur starfað hjá Þróunarfélagi
Keflavíkurflugvallar frá maí
2008. Óli er meðlimur í ön-
firska karkakórnum Fjalla-
bræðrum og hefur skrifað
á vefritið Deiglan.com frá
2004.
Fjölskylda
Eiginkona Óla er Auðbjörg Ólafsdótt-
ir, f. 28.12. 1979, hagfræðingur við
greiningardeild Íslandsbanka. Þau
eiga von á sínu fyrsta barni í sept.
Systkini Óla: Svana Ei-
ríksdóttir, f. 12.4. 1976, d.
26.10. 1995, (í snjóflóðinu
á Flateyri), nemi; Sóley Ei-
ríksdóttir, f. 5.6. 1984, nemi í
sagnfræði við HÍ, gift Stefáni
Reynissyni innkaupastjóra
og er dóttir þeirra Margrét
Nótt Stefánsdóttir; Svana
Björg Eiríksdóttir, f. 5.12. 1997, grunn-
skólanemi. Foreldrar Óla eru Eiríkur
Guðmundsson, f. 6.10. 1950, húsa-
smíðameistari í Kópavogi, og Ragna
Óladóttir, f. 19.10. 1956, kennari við
Waldorfskólann Sólstaði.
Kjartan Gunnar Kjartansson rekur
ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið í
fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma
viðburði liðinna ára og minnist horfinna
merkra íslendinga. Lesendur geta sent inn
tilkynningar um stórafmæli á netfangið
kgk@dv.is
30 ára á föstudag
Óli Örn Eiríksson
verkefnastjóri hjá Þróunarfélagi keflavíkurflugvallar
Gísli Pétur Hinriksson
aðstOðarkerfisstjóri hjá hringiðunni ehf.
Gísli fæddist á
Akureyri en ólst
upp í Hafnar-
firði. Hann var í
Öldutúnsskóla,
Flensborg og
Iðnskólanum
í Reykjavík,
lauk prófi frá
leiklistardeild
Listaháskóla Íslands 2002 og prófi í
MCSA-tölvunámi hjá Isoft 2008.
Gísli var háseti á togara sumrin
1998-2000, var leikari með samn-
ing hjá Þjóðleikhúsinu og LA, hef-
ur leikið í fjölda sýninga hjá þessum
húsum sem og í kvikmyndunum
Stella í framboði, 2001; Dís, 2004,
og Heiðin, 2008.
Gísli lék og keppti í körfubolta
með Haukum og lék með ungl-
ingalandsliðinu, m.a. í Austurríki
og Tékklandi.
Fjölskylda
Eiginkona Gísla er Kristjana Vignis-
dóttir, f. 13.2. 1980, flugfreyja.
Sonur Gísla og Kristjönu er Ari
Eðvald Gíslason, f. 24.11. 2007.
Systkini Gísla eru Hildur Hin-
riksdóttir, f. 21.2. 1971, fatahönnuð-
ur í Hafnarfirði; Helgi Hinriksson,
f. 12.6. 1972, tölvusérfræðingur hjá
Vodafone.
Foreldrar Gísla eru Hinrik Pét-
ursson, f. 6.12. 1950, d. 19.6. 2001,
atvinnukafari, og Sigrún Gísladóttir,
f. 16.6. 1950, lífskúnstner.
30 ára á föstudag
Lilja Ástudóttir
afgreiðslustjóri hjá hýsingu
Lilja fæddist í Reykjavík og ólst þar
upp og í Reykhólasveit. Hún var í
Hlíðaskóla, Reykhólaskóla, stundaði
nám í rafvirkjun og lauk sveinsprófi í
þeirri grein 2000, lauk stúdentsprófi
frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
2006 og stundar nú nám í viðskipta-
fræði við HR.
Lilja vann við rafvirkjun í Reykja-
vík og á Ísafirði á árunum 1998-2000
og hefur starfað hjá Hýsingu frá
2000.
Fjölskylda
Eiginmaður Lilju er Þorri Þor-
valdsson, f.
14.12. 1966,
aðstoðarmað-
ur prentara.
Systir Lilju
er Úlfhild-
ur Erna Ástu-
dóttir, f. 15.10.
1980, nemi við
HÍ.
Foreldrar Lilju eru Ásta Ólafs-
dóttir, f. 25.9. 1959, bókari við Há-
skólann á Hólum í Hjaltadal, og
Kristinn Jens Kristinsson, f. 18.1.
1958, búsettur í Noregi.
30 ára á föstudag
Gústaf Þorvaldsson
vörubílstjóri að syðra-seli í hrunamannahr.
Gústaf fædd-
ist í Reykja-
vík en ólst upp
að Syðra-Seli.
Hann var í
Flúðaskóla og
stundaði nám
við FS.
Gústaf var
vinnumaður
á Syðra-Seli, starfaði hjá Flúðafiski
1995-2005, og síðan hjá Gröfutækni.
Þá sinnir Gústaf ræstingum hjá Sam-
kaupum, hefur verið dyravörður hjá
Útlaganum og er slökkviðliðsmaður
í Hrunamannahreppi.
Fjölskylda
Kona Gústafs er Donata Klement-
owska, f. 22.9. 1977, verslunarkona.
Börn Gústafs og Donötu eru Axel
Fannar Gústafsson, f. 19.5. 2001;
Patrik Gústafsson, f. 14.3. 2005; Kam-
illa Rós Gústafsdóttir, f. 7.3. 2007.
Systir Gústafs er Fjóla Dögg Þor-
valdsdóttir, f. 15.11. 1974, ljósmynd-
ari og starfsmaður Sameinaða lífeyr-
issjóðsins, búsett á Selfossi.
Foreldrar Gústafs eru Agnes
Böðvarsdóttir, f. 11.1. 1959, versl-
unarstjóri á Flúðum, og Þorvaldur
Jónasson, f. 6.10. 1954, verkstjóri hjá
Flúðafiski.
30 ára á laugardag