Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 12
Föstudagur 29. maí 200912 Fréttir „EkkErt nEma uppblásinn pappírshagnaður“ Árið 2007 borguðu íslensk fjármálafyr- irtæki í Kauphöllinni sér 70 milljarða króna í arðgreiðslur. Árið áður 38 millj- arða króna. Stór hluti þess fór til félaga í eigu Íslendinga sem skráð voru erlendis. Þeir sem DV ræddi við voru sammála um að engin innistæða hefði verið fyrir útgreiðslu svo mikils arðs. Indriði H. Þor- láksson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu- neytinu, segir að hugsanlega þurfi helstu eigendur að endurgreiða arðinn reynist arðgreiðslurnar ólögmætar. „Arðgreiðslurnar voru meira og minna úr öllu meðalhófi hvernig sem á það er litið. Í mörgum tilfell- um voru stjórnendur og eigendur að borga sér út arð af hagnaði sem var ekkert nema upplásinn pappírs- hagnaður,“ segir Indriði H. Þorláks- son, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu- neytinu. Indriði segir að yfirleitt hafi ekki verið nein innistæða fyrir útgreiðslu arðs hjá mörgum af stærstu fjármála- fyrirtækjunum. „Þeir voru í raun og veru að taka út úr félögunum eitt- hvað sem var alls ekki til staðar. Þar með sitja aðrir eigendur og kröfu- hafar uppi með skuldirnar. Það má segja að áhrif fárra stórra eigenda sé það sem er áhyggjuefni. Menn voru að mjólka fyrirtækin og tæma þau af eignum með þessu háttalagi,“ segir hann. 70 milljarða arður 2007 Á meðan góðærið stóð sem hæst borguðu fyrirtæki sem skráð voru í Kauphöllinni tugi milljarða á ári í arðgreiðslur. Árið 2006 borguðu þau 38 milljarða króna og árið eftir nam sú upphæð 71 milljarði króna. FL Group borgaði hæsta arðinn árið 2007 þegar félagið greiddi 15 millj- arða í arð. Hannes Smárason fékk þrjá milljarða af því í gegnum félag sitt Oddaflug B.V. sem skráð er í Hol- landi. Exista borgaði ellefu milljarða í arð árið 2007. Þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir fengu fimm millj- arða greidda í arð af því í gegnum félag sitt Bakkabraedur Holding B.V. sem skráð er í Hollandi. Listinn sem DV birti með arðgreiðslum síðustu ára sem margar hverjar fóru úr landi er ekki tæmandi. Þó er ljóst að tug- milljarða arðgreiðslur fóru úr landi. Arðgreiðslur ekki hjá FME Haft var eftir Gunnari Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME), í Kastljósi fyrir viku að Fjármálaeftir- litið hefði sent ellefu mál til sérstaks saksóknara. Sagði hann mörg þeirra mjög alvarleg. Viðurlög við slíkum brotum gætu varðað fangelsisvist. Í samtali við DV segir Gunnar að engin þessara mála varði óeðlilegar arðgreiðslur. Flest þeirra séu vegna markaðsmisnotkunar og innherja- svika. „Ef það sýnir sig að þetta séu ólögmætar arðgreiðslur með ein- hverjum hætti sé ég ekki annað en að hluthafarnir, og þá einkum og sér í lagi ef þeir voru ráðandi, hljóti að vera ábyrgir fyrir því að endur- greiða þetta,“ segir Indriði H. Þor- láksson, ráðuneytisstjóri í fjár- málaráðuneytinu. Lögfræðingar sem DV ræddi við töldu ólíklegt að einhver fyrirtæki yrðu ákærð fyr- ir óeðlilega greiðslu arðs. Hlutafé- lögum sé heimilt að ráðstafa stór- um hluta af hagnaði í arðgreiðslur. Ef slíkt gerist hjá fyrirtækjum sem eru í greiðslustöðvun geti þrota- búið farið í mál við fyrrverandi stjórnendur og óskað eftir endur- greiðslu arðs. Arðurinn fór í afborganir Endurskoðandi sem DV ræddi við sagði að það væri vissulega hægt að segja að margar af þessum arð- greiðslum teldust nokkuð vafasam- ar þó ekki væri fastar að orði kveð- ið. „Menn gengu alveg út á ystu nöf. Með arðgreiðslunum voru þeir að skerða fjárhagsgetu fyrirtækianna til muna. Mokuðu út arði en juku skuldsetningu á móti,“ sagði hann. Fyrirtæki hafi blásið út efnahags- reikninginn til þess að geta borgað sér arð. Hann taldi þó ekki líklegt að stór hluti þessara arðgreiðslna væri niðurkominn á bankareikn- ingum erlendis. Fjárfestar hafi ver- ið að borga sér út svona mikinn arð til þess að geta staðið undir af- borgunum af lánum sínum. „Eða til að kaupa sér önnur fyrirtæki,“ sagði hann. Arður af völtum tekjustofni Annar endurskoðandi sem DV ræddi við sagði að það hefði ekki verið óalgengt að félög borguðu arð sem nam þriðjungi og upp undir helmingi af hagnaði félaganna. „Þá þarf grunnurinn að vera traustur sem reyndist ekki vera. Menn voru að greiða út arð af bréfum sem kol- féllu síðan,“ segir hann. AnnAs sIgMundsson blaðamaður skrifar: as @dv.is „Menn voru að mjólka fyrirtækin og tæma þau af eignum með þessu háttalagi.“ 134. grEIn HlutAFélAgAlAgA stofnendur, stjórnarmenn, fram- kvæmdastjórar og endurskoðendur og skoðunarmenn hlutafélags, svo og matsmenn og rannsóknarmenn, eru skyldir að bæta hlutafélagi það tjón, er þeir hafa valdið félaginu í störfum sínum, hvort sem er af ásetningi eða gáleysi. Hluthafi er skyldur til að bæta tjón sem hann af ásetningi eða stórfelldu gáleysi hefur valdið félaginu, öðrum hluthöfum eða þriðja aðila með broti á lögum þessum eða samþykktum félagsins. Fl group borgaði 15 millj- arða í arð árið 2007 og Fons átta milljarða „Það má segja að áhrif fárra stórra eigenda sé það sem er áhyggjuefni,“ segir Indriði H. Þorláksson, ráðuneyt- isstjóri í fjármálaráðuneytinu og fyrrverandi ríkisskattstjóri. MYnd/rAkEl Ósk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.