Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 20
Föstudagur 29. maí 200920 Fréttir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum, segir tæknilega ómögulegt fyrir bæjarfulltrúa að verða vanhæfir til þess að fjalla um mál í bæjarráði eða bæjarstjórn þeg- ar ekki er um að ræða afgreiðslu þess eða ákvarðanir heldur einvörðungu kynningu á því. Tekist hefur verið á um lögmæti ráðninga á tveimur mönnum í störf hjá Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Arnsteinn Ingi Jóhannesson, ný- ráðinn forstöðumaður Íþróttamið- stöðvarinnar, er eiginmaður Páleyjar Borgþórsdóttur lögfræðings, en hún er formaður bæjarráðs Vestmanna- eyjabæjar af D-lista. Vignir Guðna- son, sem ráðinn hefur verið í hluta- starf við Íþróttamiðstöðina, er faðir Elliða bæjarstjóra. Vignir hefur um áratugaskeið verið hjá Vestmanna- eyjabæ í öðru starfi. Elliði áréttar að störfin hafi ver- ið auglýst og ráðið í störfin af sviðs- stjóra fjölskyldu- og félagsmálasviðs bæjarins. „Þessar ráðningar hafa ekki komið fyrir hið pólitíska auga nema sem kynning í gögnum sem lögð eru fyrir bæjarráð.“ Ábyrgð hjá bæjarstjórn Fyrir réttu ári var staða forstöðu- manns Íþróttamiðstöðvarinnar auglýst laus til umsóknar. Þá sóttu nokkrir um stöðuna og reyndust að minnsta kosti tveir til þrír vel hæfir. Einn umsækjendanna þá var Arn- steinn, eiginmaður Páleyjar, forseta bæjarstjórnar. Úr varð að Arnsteinn var ráðinn til afleysinga. Þannig var hjá því kom- ist að bæjarráð og bæjarstjórn fjöll- uðu sérstaklega um ráðninguna. Í sveitarstjórnarlögum er kveðið á um að sveitarstjórnir ráði starfsmenn í helstu stjórnunarstöður hjá sveit- arfélagi og stofnunum þess og veiti þeim lausn frá starfi. Á síðasta ári var samþykkt starfs- mannastefna Vestmannaeyjabæjar. Þar er til þess ætlast að bæjarstjórn ráði bæjarstjóra og aðra starfsmenn í helstu stjórnunarstöður svo sem framkvæmdastjóra fagsviða. „Fram- kvæmdastjórar ráða aðra starfsmenn með vitund bæjarstjóra.“ Umsækjandi krafðist skýringa Að minnsta kosti einn umsækjandi, Jóhanna Jóhannsdóttir, gerði athuga- semdir við ráðninguna í fyrrasumar og bað um skýringar og rökstuðning, ekki aðeins frá Jóni Péturssyni sviðs- stjóra heldur einnig bæjarráði. Jón svaraði í fyrrasumar að um væri að ræða tímabundna ráðningu í stöð- una sem hann annaðist. Öðru máli gegndi ef ráða ætti nýjan starfsmann í stjórnunarstöðu; um slíkt tæki bæj- arstjórn ákvörðun. Athyglisvert er að starfsmanna- stefnan er samin nokkrum mánuð- um eftir að Jón svaraði Jóhönnu og á þeim tíma þegar Arnsteinn gegndi stöðunni til afleysinga. Jón segir hins vegar á vefmiðlinum eyjafrettir.is í gær að unnið hafi verið að öllu leyti eftir samþykktri starfsmannastefnu bæjarins. Hæglega má álykta að forstöðu- maður Íþróttamiðstöðvar Vest- mannaeyjabæjar sé stjórnunarstaða hjá „sveitarfélagi og stofnunum þess“ eins og segir í sveitarstjórnarlögun- um. Sé þessu þannig varið bar bæjar- ráði og bæjarstjórn að ráða í starf for- stöðumanns Íþróttamiðstöðvarinnar en ekki Jóni Péturssyni sviðsstjóra. Á grÁu svæði með ei inmanninn Hart er deilt í Vestmannaeyjum vegna ráðningar á tveimur vensla- og skyldmennum bæjarfulltrúa í störf hjá Íþróttamiðstöð bæjarins. Sveitarstjórnarlög kveða á um að bæjaryfirvöld ráði í stjórnunarstöður hjá sveitarfé- lögum og stofnunum þess. „Þessar ráðningar hafa ekki komið fyrir hið pólitíska auga nema sem kynning í gögnum sem lögð eru fyrir bæjarráð.“ Jóhann haUksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Bæjarstjórinn tæknilega er ómögulegt fyrir bæjarfulltrúa að verða vanhæfir til þess að fjalla um mál í bæjarráði eða bæjarstjórn þegar ekki er um að ræða afgreiðslu þess eða ákvarðanir, segir Elliði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.