Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Síða 20
Föstudagur 29. maí 200920 Fréttir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum, segir tæknilega ómögulegt fyrir bæjarfulltrúa að verða vanhæfir til þess að fjalla um mál í bæjarráði eða bæjarstjórn þeg- ar ekki er um að ræða afgreiðslu þess eða ákvarðanir heldur einvörðungu kynningu á því. Tekist hefur verið á um lögmæti ráðninga á tveimur mönnum í störf hjá Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Arnsteinn Ingi Jóhannesson, ný- ráðinn forstöðumaður Íþróttamið- stöðvarinnar, er eiginmaður Páleyjar Borgþórsdóttur lögfræðings, en hún er formaður bæjarráðs Vestmanna- eyjabæjar af D-lista. Vignir Guðna- son, sem ráðinn hefur verið í hluta- starf við Íþróttamiðstöðina, er faðir Elliða bæjarstjóra. Vignir hefur um áratugaskeið verið hjá Vestmanna- eyjabæ í öðru starfi. Elliði áréttar að störfin hafi ver- ið auglýst og ráðið í störfin af sviðs- stjóra fjölskyldu- og félagsmálasviðs bæjarins. „Þessar ráðningar hafa ekki komið fyrir hið pólitíska auga nema sem kynning í gögnum sem lögð eru fyrir bæjarráð.“ Ábyrgð hjá bæjarstjórn Fyrir réttu ári var staða forstöðu- manns Íþróttamiðstöðvarinnar auglýst laus til umsóknar. Þá sóttu nokkrir um stöðuna og reyndust að minnsta kosti tveir til þrír vel hæfir. Einn umsækjendanna þá var Arn- steinn, eiginmaður Páleyjar, forseta bæjarstjórnar. Úr varð að Arnsteinn var ráðinn til afleysinga. Þannig var hjá því kom- ist að bæjarráð og bæjarstjórn fjöll- uðu sérstaklega um ráðninguna. Í sveitarstjórnarlögum er kveðið á um að sveitarstjórnir ráði starfsmenn í helstu stjórnunarstöður hjá sveit- arfélagi og stofnunum þess og veiti þeim lausn frá starfi. Á síðasta ári var samþykkt starfs- mannastefna Vestmannaeyjabæjar. Þar er til þess ætlast að bæjarstjórn ráði bæjarstjóra og aðra starfsmenn í helstu stjórnunarstöður svo sem framkvæmdastjóra fagsviða. „Fram- kvæmdastjórar ráða aðra starfsmenn með vitund bæjarstjóra.“ Umsækjandi krafðist skýringa Að minnsta kosti einn umsækjandi, Jóhanna Jóhannsdóttir, gerði athuga- semdir við ráðninguna í fyrrasumar og bað um skýringar og rökstuðning, ekki aðeins frá Jóni Péturssyni sviðs- stjóra heldur einnig bæjarráði. Jón svaraði í fyrrasumar að um væri að ræða tímabundna ráðningu í stöð- una sem hann annaðist. Öðru máli gegndi ef ráða ætti nýjan starfsmann í stjórnunarstöðu; um slíkt tæki bæj- arstjórn ákvörðun. Athyglisvert er að starfsmanna- stefnan er samin nokkrum mánuð- um eftir að Jón svaraði Jóhönnu og á þeim tíma þegar Arnsteinn gegndi stöðunni til afleysinga. Jón segir hins vegar á vefmiðlinum eyjafrettir.is í gær að unnið hafi verið að öllu leyti eftir samþykktri starfsmannastefnu bæjarins. Hæglega má álykta að forstöðu- maður Íþróttamiðstöðvar Vest- mannaeyjabæjar sé stjórnunarstaða hjá „sveitarfélagi og stofnunum þess“ eins og segir í sveitarstjórnarlögun- um. Sé þessu þannig varið bar bæjar- ráði og bæjarstjórn að ráða í starf for- stöðumanns Íþróttamiðstöðvarinnar en ekki Jóni Péturssyni sviðsstjóra. Á grÁu svæði með ei inmanninn Hart er deilt í Vestmannaeyjum vegna ráðningar á tveimur vensla- og skyldmennum bæjarfulltrúa í störf hjá Íþróttamiðstöð bæjarins. Sveitarstjórnarlög kveða á um að bæjaryfirvöld ráði í stjórnunarstöður hjá sveitarfé- lögum og stofnunum þess. „Þessar ráðningar hafa ekki komið fyrir hið pólitíska auga nema sem kynning í gögnum sem lögð eru fyrir bæjarráð.“ Jóhann haUksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Bæjarstjórinn tæknilega er ómögulegt fyrir bæjarfulltrúa að verða vanhæfir til þess að fjalla um mál í bæjarráði eða bæjarstjórn þegar ekki er um að ræða afgreiðslu þess eða ákvarðanir, segir Elliði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.