Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 16
Föstudagur 29. maí 200916 Fréttir
SAMSKIP, SJEIKINN
OG FELULEIKIR ÓLAFS
Rannsóknin á efnahagshruninu komst í hámæli í lok síðustu viku þegar embætti sérstaks saksóknara
gerði húsleit á nokkrum stöðum út af meintum sýndarviðskiptum sjeiksins Al-Thanis með hlutabréf í
Kaupþingi. Rannsóknin beinist meðal annars að auðmanninum Ólafi Ólafssyni í Samskipum sem er þekkt-
ur í viðskiptalífinu fyrir harðdrægni og leynimakk. Ólafur varð landsfrægur fyrir að stjórna Samskipum
og fyrir aðkomu sína að kaupunum á Búnaðarbankanum með S-hópnum. Hann er umdeildur maður með
afbrigðum sem þó hefur látið ýmislegt gott af sér leiða.
Auðmaðurinn Ólafur Ólafsson hefur
verið mikið í umræðunni í vikunni
eftir að sagt var frá því að embætti
sérstaks saksóknara hefði í síðustu
viku gert húsleit á heimili hans vegna
rannsóknar á meintum ólöglegum
kaupum sjeiksins Al-Thanis á fimm
prósenta hlut í Kaupþingi í haust.
Ólafur hefur ekki verið yfirheyrður
vegna málsins og engar upplýsingar
hafa fengist um það frá embætti sér-
staks saksóknara hvort boða eigi Ólaf
til yfirheyrslu en afar líklegt þykir að
það verði gert.
Mörgum þótti þessar fréttir vera
mikil tíðindi því aðgerðir sérstaks
saksóknara benda til þess að þeir sem
rannsaka íslenska efnahagshrunið
séu að ná árangri og rannsókninni
kunni að ljúka með ákærum. Nokkuð
kaldhæðnislegt væri ef fyrstu ákær-
urnar í rannsókninni tengdust Ólafi
Ólafssyni því segja má að önnur við-
skipti honum tengd hafi markað upp-
haf „góðærisins“ sem lauk snögglega
með bankahruninu í haust, nefnilega
einkavæðing bankanna árið 2002. Ól-
afur var einn aðalmaðurinn í S-hópn-
um sem þá keypti Búnaðarbankann.
Ólafur gæti því orðið einn fyrsti
auðmaðurinn sem þarf að svara til
saka fyrir efnahagsbrot eftir hrun-
ið þó svo að hann haldi því fram að
rannsóknin muni leiða í ljós sakleysi
hans. Á þessum tímamótum bregð-
ur DV upp nærmynd af Ólafi og hans
dramatíska ferli.
Staða Ólafs mjög veik
Staða Ólafs eftir bankahrunið er nú
orðin mjög veik þrátt fyrir að hann
hafi ekki gengið í persónulegar
ábyrgðir fyrir nein af félögum sínum.
Hann átti tíu prósenta hlut í Kaup-
þingi í gegnum fjárfestingafélagið
Kjalar sem varð að engu með yfirtöku
bankans og eignarhaldsfélag hans,
Egla, óskaði eftir heimild til nauða-
samninga í síðasta mánuði.
Staða Samskipa er heldur ekki góð
samkvæmt heimildum DV og átti fé-
lagið til dæmis í erfiðleikum með að
greiða út laun til starfsmanna sinna
í þessum mánuði. Ólíklegt er að Ól-
afur haldi eftir eignarhlut sínum í
félaginu. Líklegt þykir því að Ólafur
missi allar eignir sínar í hérlendum
félögum, nema hlut sinn í matvöru-
fyrirtækinu Alfesca. „Ég er ekki viss
um að hann geti haldið Samskip-
um. Sú staða sem hann er kominn í
er sú að hann mun missa allt, nema
hann gæti haldið eftir einhverju í Al-
fesca,“ segir heimildarmaður DV sem
vill ekki láta nafns síns getið. Þetta er
gríðarleg breyting á högum Ólafs en
eignir hans voru metnar á um hundr-
að milljarða króna í ársbyrjun 2007.
Viðskiptablaðamaðurinn Sigurð-
ur Már Jónsson segir að staða Ól-
afs sé óljós en að hann sé búinn að
missa sínar stærstu eignir. Hlutur
hans í Kaupþingi sé farinn og að Kjal-
ar og Egla séu undir náð og miskunn
kröfuhafa. Sigurður segir að Ólafur
sé í þeirri stöðu að þurfa að „berjast
með kjafti og klóm til að halda sam-
an einhverju af sínu veldi“. Hann seg-
ir að staða Ólafs muni einnig ráðast
af því hversu harðir kröfuhafar félaga
Ólafs verði við að taka eignarhlutina
af honum. „Eitt er að skrúfa eignar-
hlut manna í félögum niður og annað
er að taka félögin beinlínis af þeim.
Ég er ekki viss um að það sé einhver
betri til að stýra uppbyggingu Alfesca
og Samskipa en einmitt hann. Svo er
hins vegar spurning hversu miklum
eignarhluta hann eigi að halda eftir,“
segir Sigurður og bætir því við Ólaf-
ur hafi reynst ákaflega kraftmikill og
úrræðagóður í rekstri þessara tveggja
félaga.
Harðduglegur rekstrarmaður
Þarna kemur Sigurður inn á atriði
sem viðmælendur DV eru flestir sam-
mála um. Ólafur er ólíkur sumum ís-
lensku auðmönnunum svokölluðu,
meðal annars Hannesi Smárasyni og
Magnúsi Ármann, að því leytinu til að
hann er fyrst og síðast rekstrarmaður
sem á rúmlega tuttugu ára löngum
ferli hefur fyrst og síðast einbeitt sér
að rekstri stórra og smárra fyrirtækja
og hefur hann gjarnan haft yfirum-
sjón með jafnvel smæstu atriðunum
í rekstrinum.
Líkt og Finnur Ingólfsson byrj-
aði Ólafur viðskiptaferil sinn á því
að reka prjónastofu, í hans tilfelli fyr-
ir Álafoss, en hann var fenginn til að
bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti árið
1990 sem gekk þó ekki eftir. Skömmu
síðar setti Sverrir Hermannsson, þá-
verandi bankastjóri Landsbankans,
Ólaf yfir rekstur Samskipa og átti Ól-
afur eftir að nýta sér stöðu sína sem
forstjóri til að ná yfirhendinni í félag-
inu.
„Hans ær og kýr í gegnum tíðina
hafa verið að bjarga algerlega von-
lausum rekstri. Hann hefur barist í
rekstri Samskipa, sem oft hefur ver-
ið erfitt, og hann tók SÍF, sem var
að verða gjaldþrota, og bjó Alfesca
til úr því. Ef Ólafur hefði ekki verið
svona baráttuglaður í rekstri þess-
ara tveggja fyrirtækja þá hefðu þau
orðið gjaldþrota, margir hefðu gef-
ist upp á þeim fyrir löngu. Þetta er
stærsta einkenni Óla: Hann berst til
síðasta blóðdropa,“ segir heimildar-
maður DV. Sá segir að Ólafur sé gríð-
arlega þver, erfiður í samskiptum og
harðdrægur sem meðal annars leiði
til þess að hann svífist einskis til að
tryggja hagsmuni sína í viðskiptum
og að þess vegna nái hann oft góðum
árangri.
Annar viðmælandi blaðsins seg-
ir að Ólafur sé gríðarlega vandvirk-
ur, agaður og einbeittur í sínum við-
skiptum; hann nóteri til dæmis allt
hjá sér í vasabók sem fram fer á fund-
um sem hann situr og vitni svo í það
síðar meir máli sínu til stuðnings.
Á marga óvini
Harðdrægni Ólafs í viðskiptum hef-
ur meðal annars leitt til þess að
hann hefur eignast marga óvini í
viðskiptalífinu. Meðal annars seldu
Jón Pálmason, sonur Pálma í Hag-
kaupum, og Gunnar Jóhannsson
hluti sína í Samskipum árið 1994
eftir að upp komst að Ólafur hafði
átt helminginn af hlut sem þýska
flutningafyrirtækið Bruno Bischoff
var skráð fyrir en aðkoma þýska fé-
lagsins hafði verið skilyrði fyrir því
að nokkur íslensk félög legðu hluta-
fé til Samskipa ári áður. Ólafur hafði
þá stýrt Samskipum í eitt ár og hafði
hlutafé fyrirtækisins verið aukið til
muna þegar hann kom að því. Ólaf-
ur hélt því hins vegar leyndu í heilt
ár þar á eftir að hann ætti helm-
inginn af hlut þýska fyrirtækisins í
Samskipum. Þegar þetta komst upp
seldu Jón og Gunnar hluti sína en
Ólafur hélt eftir hlutnum sem tal-
ið var að Þjóðverjarnir hefðu átt að
fullu. Með slíkum brögðum náði Ól-
„Þetta er stærsta ein-
kenni Óla: Hann berst
til síðasta blóðdropa.“
Ólafur Ólafsson
í fljÓtu bragði
1957 Fæðist þann 23. janúar. Elst upp í
Borgarnesi.
1977-1984 stundar útflutningsstarfsemi
á eigin vegum.
1984 Lýkur viðskiptafræðiprófi frá Hí.
1984-1986 starfar sem framkvæmda-
stjóri hjá Iceware Frakklandi og Iceware
us.
1987 Hefur störf hjá Álafossi.
1990-1992 Forstjóri Álafoss.
1993 Verður forstjóri samskipa og
hluthafi í félaginu í gegnum þýskt
flutningsfyrirtæki.
1999 stjórnarformaður síF, síðar
alfesca.
2002 Kaupir Búnaðarbankann ásamt
nokkrum félögum sem mynduðu s-
hópinn. aðkoma þýska bankans Hauck
& aufhäusers tortryggð.
2003 Ólafur verður starfandi stjórnar-
formaður samskipa.
2007 stofnar velgerðasjóðinn aurora
ásamt eiginkonu sinni. Elton John leikur
í fimmtugsafmæli hans.
2008 Ólafur glatar stærstu eign sinni,
10 prósenta hlut í Kaupþingi, með falli
bankans. Eignir Ólafs rýrna verulega.
2008-2009 Ólafur í eldlínunni út af
kaupum sjeiksins al-thanis á hlut
í Kaupþingi. Ólafur í sigti sérstaks
saksóknara efnahagshrunsins ...
Al-Thani á Lindinni mohammed Bin Khalifa al-thani sést hér ásamt thelmu Hall-
dórsdóttur, eina stjórnarmanni Q-Iceland Finance, fyrir utan Lindina á Laugarvatni
í júní síðastliðið sumar. al-thani-málið þykir lýsandi fyrir viðskiptasögu Ólafs sem
einkennist af miklu ógegnsæi. MYND S.K.
INgI F. VILHjÁLMSSoN
blaðamaður skrifar ingi@dv.is