Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 18
Föstudagur 29. maí 200918 Fréttir
öllum. „Hauck & Aufhäuser-díllinn er
alveg eins og þetta mál með sjeikinn;
bankinn var bara skráður fyrir þessu
en lagði ekkert eigið fé inn í bank-
ann heldur kom það úr Kaupþingi.
Þeir sem þekkja vel til þessara tveggja
mála segja að þetta sé bara déjà vu
því uppskriftin sé sú sama,“ segir við-
mælandi blaðsins.
Í Al-Thani-málinu lánaði félag í
eigu Ólafs og sjeiksins Al-Thanis fé-
laginu Q Iceland Finance, sem er í
eigu sjeiksins, 26 milljarða króna til
að kaupa hlutinn Í Kaupþingi. Stjórn-
endur Kaupþings gáfu það út eftir
kaupin að sú staðreynd að Al-Thani
hefði áhuga á að gerast hluthafi í
bankanum væri traustsyfirlýsing fyr-
ir bankann, sem svo var tekinn yfir af
Fjármálaeftirlitinu nokkrum vikum
síðar. Til að fjármagna lánið til Q Ice-
land Finance fékk félag Ólafs lán frá
Kaupþingi. Ólafur var ekki í neinum
persónulegum ábyrgðum fyrir lán-
inu heldur var það aðeins með veði
í hlutabréfunum í Kaupþingi sem
keypt voru.
Embætti sérstaks saksóknara
rannsakar nú meðal annars hvort
kaupin hafi verið sýndarviðskipti
sem ætlað hafi verið að hækka verðið
á hlutabréfunum í bankanum en slíkt
gæti flokkast sem markaðsmisnotkun
og eru viðurlög við því allt að sex ára
fangelsi.
Vinsæll hjá starfsmönnum
Þrátt fyrir hörku Ólafs í viðskiptum
og þá blekkingarleiki sem hann virð-
ist oft hafa leikið til að ota sínum tota
hefur hann alltaf notið mikilla vin-
sælda hjá starfsmönnum þeirra fyr-
irtækja sem hann hefur stjórnað. Um
þetta eru allir viðmælendur blaðsins
sammála.
Fyrrverandi starfsmaður Sam-
skipa segir til dæmis að Ólafur hafi
verið afskaplega vel liðinn af starfs-
mönnum fyrirtækisins þegar hann
vann þar. „Eftir því var tekið hve al-
þýðlegur hann var og laus við hroka
í samskiptum sínum við starfsmenn.
Þá breytti engu hvort um var að ræða
starfsmenn sem unnu niðri á bakk-
anum, eins og hafnarsvæðið er kall-
að, eða jakkaföt á skrifstofunni,“ segir
starfsmaðurinn fyrrverandi og hnýtir
því við að haft hafi verið á orði að Ól-
afur hafi þekkt alla starfsmenn fyrir-
tækisins með nafni og að hann hafi
ekki talið sig of góðan til að heilsa
þeim í vinnunni eða á förnum vegi.
Sami maður segir að þessi velvild
Ólafs í garð starfsmanna Samskipa
hafi meðal annars einu sinni sýnt sig í
þeim stuðningi sem hann veitti einum
starfsmanni þegar hann gekk í gegn-
um erfiðan skilnað. „Ólafur reyndist
þessum manni mikil stoð og stytta og
lét sér greinilega annt um hag hans,
og gerði mun meira en skyldan bauð
honum,“ segir starfsmaðurinn. Ólaf-
ur mun hafa sagt við manninn, þegar
hann reyndi að stappa í hann stálinu,
að peningar væru nú ekki allt í lífinu
en maðurinn stóð illa fjárhagslega
eftir skilnaðinn. Kannski mun þessi
lífsspeki Ólafs nú einnig nýtast hon-
um sjálfum í þeim fjárhagslega öldu-
dal sem hann er í um þessar mundir.
Auðævi á pólitísku silfurfati
Fátt bendir hins vegar til annars en
að sóknin eftir veraldlegum gæðum
og auðævum hafi verið Ólafi ofar-
lega í huga í lífinu og að hann hafi
róið að því öllum árum að verða
ríkur; þá hafa kristilegu gildin oft-
ast verið víðs fjarri. Einn viðmæl-
andi blaðsins segir að Ólafur hafi
fyrst og fremst auðgast á pólitískum
tengslum við Framsóknarflokkinn,
Samvinnuhreyfinguna og Samband
íslenskra sveitarfélaga, SÍS, sem
hann fékk í arf frá föður sínum, Ólafi
Sverrissyni kaupfélagsstjóra í Borg-
arnesi, sem jafnframt var stjórnar-
formaður Sambandsins. „Hann er
einn af þessum mönnum sem eign-
aðist allar eignir Samvinnuhreyfing-
arinnar þegar Landsbankinn lagði
hana niður og það sama má segja
um eignir Sambandsins og svo er
það auðvitað Búnaðarbankinn,“ en
það er orðin söguleg staðreynd að
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn-
arflokkurinn skiptu ríkisbönkunum,
Landsbankanum og Búnaðarbank-
anum, á milli vildarvina flokkanna
tveggja með stuðningi forystu-
manna flokkanna þegar þeir voru
einkavæddir árið 2002.
Flokkshollusta Ólafs við Fram-
sóknarflokkinn mun þó fyrst og
fremst hafa verið byggð á því að
hann vissi að hann gæti grætt á
þessum pólitísku tengslum. Því hef-
ur verið sagt um Ólaf að eina aflið
sem hann styðji í raun og veru sé Ól-
afur Ólafsson og hann hefur svarið
af sér tengslin við Framsóknarflokk-
inn í gegnum tíðina. Þau Halldór Ás-
grímsson og Valgerður Sverrisdóttir
munu auk þess hafa verið nokkuð
svekkt út í Ólaf og S-hópinn þegar
upp komst að líklega var ekki allt
með felldu varðandi aðkomu þýska
bankans að kaupunum á Búnað-
arbankanum en þau stóðu í þeirri
trú að bankinn væri raunverulegur
hluthafi í bankanum og styrkti þýski
bankinn tilboð S-hópsins. „Hall-
dór og Valgerði grunaði aldrei ann-
að en að samningurinn við Hauck
& Aufhäuser væri raunverulegur
samningur,“ segir einn af viðmæl-
endum blaðsins. En fræg er sagan
af því þegar Ólafur hringdi í Halldór
og húðskammaði hann fyrir að ætla
að leyfa Björgólfsfeðgum að kaupa
Landsbankann, líkt og Fréttablaðið
greindi frá á sínum tíma. S-hópur-
inn ásældist Búnaðarbankann einn-
ig líkt og feðgarnir. Lendingin í mál-
inu varð þó sú að S-hópurinn fékk
Búnaðarbankann og fékk að kaupa
tæplega helmingshlut Landsbank-
ans í tryggingafélaginu VÍS á und-
irverði til að friða flokkinn, nokkr-
um dögum áður en ákveðið var að
ganga til viðræðna við Björgólfs-
feðga um kaupin á Landsbankan-
um. Salan á VÍS féll svo hins vegar
ekki vel í kramið hjá Björgólfunum.
Hjálpar bágstöddum og
listamönnum
Ólafur er auðvitað langþekktastur hér
á landi fyrir þessi viðskipti sín með
banka og stórfyrirtæki sem og tengsl-
in við Framsóknarflokkinn en hann
hefur einnig verið í umræðunni vegna
annarra mála sem þykja lýsa honum
sem persónu og sýna aðra og mýkri
hlið á Ólafi.
Í janúarmánuði árið 2007 gáfu Ól-
afur og Ingibjörg Kristjánsdóttir, eig-
inkona hans, til dæmis einn milljarð
króna í velgerðarsjóðinn Aurora sem
stofnaður var í tilfefni af fimmtugsaf-
mæli auðmannsins. Upphæðin var
um eitt prósent af heildarauðævum
Ólafs á þeim tíma. Sjóðurinn styrkir
góðargerðar- og menningarstarfsemi
víðs vegar um heiminn, meðal annars
í Nepal, Afríku sem og UNICEF hér
á landi. Síðast var veitt úr sjóðnum í
febrúar síðastliðnum, alls rúmlega
111 milljónir króna, og kom þá fram
í tilkynningu frá sjóðnum að tekist
hefði að verja eignir hans í efnahags-
hruninu. En Ólafur hefur sagt opin-
berlega að eitt af markmiðum hans í
lífinu sé að láta gott af sér leiða.
Einnig hefur hann verið duglegur
við að styrkja lista- og menningarlíf-
ið í landinu, meðal annars í gegnum
tónlistarsjóðinn Kraum, auk þess
sem hann hefur verið helsti styrkt-
araðili Landnámssetursins í heima-
bæ sínum Borgarnesi og þykir setr-
ið hafa aukið aðdráttarafl bæjarins
til muna.
Þessi gæska Ólafs í garð þeirra
sem minna mega sín og við lista-
manna er alls ekki í neinni mótsögn
við hörku hans í viðskiptum því
hann virðist gjarnan leggja sig fram
við að koma vel fram við þá sem lít-
ið eiga undir sér: Harka hans kemur
fyrst og fremst fram í viðskiptunum
sem hann stundar.
Þannig greindi DV til dæmis frá
því í vikunni frá því að fjórir ein-
staklingar sem ættaðir eru frá Fil-
ippseyjum byggju í einbýlishúsi Ól-
afs í Kópavoginum. Lítið er vitað um
búsetu fólksins í húsinu en einn af
íbúnum, Mirasol Lucanas Asayas,
segist hafa verið au-pair stúlka hjá
þeim hjónum. Líklegast þykir að
fólkið sé að passa húsið fyrir Ólaf og
Ingibjörgu en þau hjónin búa nú í
Englandi og Sviss. Fólkið mun hafa
verið í húsinu þegar embætti sér-
staks saksóknara gerði húsleit þar í
liðinni viku.
Þessi hjálpsemi Ólafs mun að
einhverju leyti vera alin upp í hon-
um en faðir Ólafs mun hafa haft í
heiðri frumhugsjónir samvinnu-
stefnunnar og á að hafa alið á félags-
hyggju barna sinna meðan þau voru
að alast upp í Borgarnesi, samkvæmt
heimildum DV. Fræg er til að mynda
sagan af bróður Ólafs, Sverri Ólafs-
syni stærðfræðingi, sem var róttæk-
ur vinstrimaður á sínum yngri árum
og sem sveið ranglæti eignamanna
tveggja sem bjuggu í bænum. Sagan
segir að um 1970 hafi Sverrir komist
að því að eignamennirnir tveir, sem
hagnast höfðu vel í verktakabrans-
anum, greiddu nánast enga skatta.
Hann mun í kjölfarið hafa farið fær-
andi hendi heim til eignamannanna
og fært þeim saltfisk með þeim orð-
um að ekki væri hægt að láta börn
þeirra líða fyrir að þurfa að lifa í
þeirri fátækt sem skattgreiðslur
feðra þeirra sýndu fram á. Ekki fylgir
sögunni hvernig gjöf Sverris var tek-
ið en frásögnin hefur lifað æ síðan í
Borgarnesi. Spurningin er hvort Ól-
afur gæti nú einnig lært eitthvað af
þessari sögu af bróður hans því þrátt
fyrir góðmennskuna í Auroru liggur
hann undir grun um að hafa hafa
notast mikið við skattaskjól eins og
Tortola og Jómfrúareyjar til að losna
við að greiða lögbundna skatta og
hefur þess vegna verið uppnefndur
Tort-Óli í netheimum.
Lúxusinn skyggði
á gæsku Ólafs
Svo óheppilega vildi hins vegar til
fyrir Ólaf að peningagjöfin í velgerð-
arsjóðinn árið 2007 féll algerlega í
skuggann af fimmtugsafmælisveislu
hans sem haldin var í kæligeymslu
Samskipa 20. janúar 2007, en tilkynnt
hafði verið um peningagjöfina háu
fyrr um daginn. Samkvæmt því sem
greint var frá í fjölmiðlum á sínum
tíma borgaði Ólafur tónlistarmann-
inum Elton John eina milljón dollara,
eða um 70 milljónir íslenskra króna á
þeim tíma, fyrir að koma í afmælið og
syngja í klukkustund en popparinn
flaug af landi brott í einkaþotu strax
eftir afmælið.
Það er nokkuð kaldhæðnislegt að
gjafmildi Ólafs hafi þarna orðið undir
í umræðunni um lúxusinn í veislunni
en koma Eltons John í afmælið er
eitt helsta dæmið sem haldið er á
lofti um eyðslu íslenskra auðmanna
í munað og vitleysu á góðærisár-
unum og muna fleiri eftir henni en
peningagjöfinni háu. Nú þegar auð-
mennirnir íslensku eru helsta skot-
mörkin í umræðunni um orsakir ís-
lenska efnahagshrunsins ber þó líka
að benda á það góða sem þeir gerðu
og á það einnig við Ólaf Ólafsson. Þó
svo að rannsóknin á efnahagshrun-
inu kunni að leiða það í ljós að Ólafur
hafi með blekkingarleik sínum í máli
sjeiksins brotið íslensk lög og verði
þar með fyrstur útrásarvíkinganna til
að verða ákærður fyrir efnahagsbrot
og aðkomu sína að hruninu sem rak-
ið hefur verið aftur til einkavæðing-
ar bankanna, þar sem Ólafur var líka
einn af helstu leikendunum.
„Ef þú gengur eftir
þröngum gangi skaltu
ekki hafa hann á eftir
þér.“
Skammaði Halldór Fræg er sagan af því þegar Ólaf-
ur Ólafsson hringdi í Halldór Ásgrímsson og skammaði
hann í aðdraganda einkavæðingar ríkisbankanna en
s-hópurinn ásældist Landsbankann en fékk þó ekki að
kaupa hann.
Spilaði í afmælinu Breski popp-
arinn Elton John kom sérstaklega
hingað til lands í janúar árið 2007
til að spila í fimmtugsafmæli Ólafs
Ólafssonar sem haldið var í kæli-
geymslu samskipa á Vogabakka.
sagan segir að popparinn hafi
þegið um 70 milljónir króna fyrir
að spila í klukkutíma.