Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 42
Enn einu tímabilinu er lokið í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United varð meistari í
ellefta sinn frá stofnun hennar eftir gífurlega baráttu við erkifjendur sína í Liverpool. En
hver var bestur? Hver voru bestu kaupin? Eða verstu kaupin? DV fylgdist vel með enska boltanum á þessu
tímabili og gerir hér árið upp.
Föstudagur 29. maí 200942 Sport
E s i g ður upp
nemanja vidic manchester united
Besti leikmaðurinn
Var magnaður í vörn Englandsmeistara manchester united á tímabilinu og
aðalmaðurinn í magnaðri hrinu manchester united sem sá um að halda
hreinu í 1.311 mínútur. Hreint ótrúlegur árangur í nútíma knattspyrnu. sú
rispa lagði grunninn að þriðja Englandsmeistaratitlinum í röð og þeim
átjánda yfir allt. Vidic er þokkalega fljótur, ótrúlega sterkur og einstakur
skallamaður, bæði í vörn og sókn. Þá dúkkaði hann upp með fjögur mikilvæg
mörk en ógnin af honum í vítateig andstæðinganna er mikil.
Komu einnig til greina: Steven Gerrard (Liverpool) og Xabi Alonso (Liverpool)
roy hodgson fulham
Besti stjórinn
Fulham leikur í Evrópudeildinni á næsta tímabili þökk sé
roy Hodgson. Það hafði betur í baráttunni um 7. sætið við
miklu stærri lið með mun meiri fjármuni á bak við sig eins
og manchester City, tottenham og West Ham. Ef það þarf að
rifja það upp fyrir fólki þá bjargaði Hodgson Fulham frá falli á
lokadegi í fyrra eftir að hafa tekið við lömuðu búi frá Lawrie
sanchez. Hodgson vissi nákvæmlega hvað hann þurfti að
kaupa fyrir tímabilið og stýrði liðinu listilega í Evrópudeildina.
Vissulega vantaði upp á útivallarformið eins og ávallt hjá
Fulham en heimavöllurinn var virki og Hodgson vann einfaldlega frábært afrek á
tímabilinu.
Komu einnig til greina: Harry Redknapp (Tottenham) og Sir Alex Ferguson (Man. United)
yossi benayoun liverpool
Drýgsti leikmaðurinn
ísraelinn knái var Liverpool drjúgur á tímabilinu í orðsins
fyllstu merkingu. Hann byrjaði inn á í tuttugu og einum leik
en kom inn á sem varamaður í öðrum ellefu. alltaf þegar
hann fékk tækifærið var það vegna þess að einhver annar
stæði sig ekki, í banni eða meiddur. Hann fékk sjaldan
tækifærið út á eigin verðleika en gerði ávallt vel þegar hann
kom inn á. Hann skoraði átta mörk og lagði upp önnur fimm
á tímabilinu. mörg hver mörkin tryggðu Liverpool sæta og
mikilvæga sigra í baráttunni við manchester united.
Komu einnig til greina: Ji-Sung Park (Man. United) Marouane Fellaini (Everton)
Leon osman everton
Vanmetnasti leikmaðurinn
Leon Osman er nafn sem stuðningsmenn Everton búast
bara fastlega við því að sé á skýrslu. Þegar stuðn-
ingsmenn hinna liðanna sjá nafn hans skjálfa þeir
ekkert á beinunum og kannski engin ástæða
til. Hann er þó afar lunkinn leikmaður og
mun betri en fólk heldur. Hann er orðinn
fastamaður í besta liði Englands fyrir
utan þau stóru fjóru og mikilvægur því
liði. Hann getur leikið allar stöður
fyrir framan vörnina og kom inn sex
mörkum í ár ásamt því að gefa fjórar stoðsendingar.
Komu einnig til greina: John O’Shea (Man. United) og Andy
Reid (Sunderland)
deco chelsea
Sá sem dalaði mest
Þeir eiga tveir að deila þessum titli svo sem, deco og amr Zaki hjá Wigan. En deco
er stærra nafn og verður því að fá þennan titil alveg einn. deco kom af þvílíkum
krafti inn í Chelsea-liðið og virtist hafa gengið í endurnýjum lífdaga. síðan fór að
hausta og vetur gekk í garð á eftir því á Englandi. Veturinn er töluvert harðari á
Englandi en á spáni. Það bara gleymdi einhver að segja deco það. Þótt það kæmi
aftur vor var deco hvergi sjáanlegur og lék hann aðeins sautján leiki í byrjunarliði
Chelsea og kom sjö sinnum inn á ofan á það.
Komu einnig til greina: Amr Zaki (Wigan)
mark schwarzer fulham
Bestu kaupin
Ein af reifarakaupum roys Hodgson á tímabilinu hjá
Fulham sem endaði með sæti í Evrópudeildinni. Hodgson
vissi að til að búa til stöðugt lið þyrfti stöðugan markvörð
og það hefur schwarzer svo sannarlega verið á sínum
þrettán árum í úrvalsdeildinni. schwarzer var afar sterkur
í ár enda fékk Fulham-liðið ekki á sig nema þrjátíu og
fjögur mörk. Það var fjórði besti árangur liðs í úrvalsdeild-
inni í ár á eftir manchester united, Liverpool og Chelsea.
svo sakar ekki að fá svona menn frítt.
Komu einnig til greina: Albert Riera (Liverpool) og James Beattie (Stoke)
Frítt!
robbie keane liverpool
Verstu kaupin
Ein ótrúlegasta félagaskiptasaga seinni tíma sást
á tímabilinu. robbie keane var keyptur frá
tottenham til Liverpool á tuttugu milljónir
punda og átti að vera fullkominn makker fyrir
Fernando torres í framlínunni. svo varð nú
aldeilis ekki. keane gat einfaldlega ekki
neitt og þegar janúarmánuður kom fór
hann aftur til tottenham á fimmtán
milljónir punda. Ekki slæm
viðskipti fyrir tottenham en afar
skammarlegt fyrir Liverpool og
robbie keane.
Komu einnig til greina: Jo (frá
CSKA til Man. City á £19 milljónir) og David
Bentley (frá Blackburn til Tottenham £16 milljónir)
£20 milljónir
newcastLe
Mestu mistökin
newcastle sem heild var bara ein stór
mistök. Liðið hafði náð góðri upp-
sveiflu undir lok síðasta tímabils með
kevin keegan í brúnni en ósætti við
stjórnina - og ekki í fyrsta skipti sem
það gerist - varð til þess að hann lét
af störfum. Við tók Joe kinnear sem
á endanum þurfti að leggjast inn á
sjúkrahús og á endanum kom alan
shearer. Enn og aftur voru keyptir
slakir leikmenn í kippum og var liðið
hreint vandræðalega lélegt á köflum.
allt þetta varð á endanum til þess
að liðið féll úr efstu deild
eftir sextán ára veru á
meðal þeirra bestu.
Hvort það hafi verið
himnasending í
dulbúningi á eftir
að koma í ljós.
ji-sung Park man. utd gegn m.Boro
Klúður ársins
Ji-sung Park er ekki mesta markamaskínan í ensku
úrvalsdeildinni en hann hefur ávallt verið drjúgur fyrir
manchester united. Hann er einstaklega laginn við að
fylgja á eftir góðum skotum annarra og skorar flest sín
mörk þannig. Hann fékk aftur á móti kjörið tækifæri til að
bæta við markafjöldann sinn þegar manchester united
mætti middlesbrough á heimavelli í lokaleik ársins 2008.
Honum tókst þar á einhvern óskiljanlegan hátt að skófla
boltanum yfir markið, og það hátt, af markteig gegn
varnarlausum markverðinum. man. united vann leikinn þó, 1-0.
grétar raFn
steinsson
Bolton
Mark ársins
íslenski landsliðsmaðurinn beið ekki
lengi með að skora mark ársins í ensku
úrvalsdeildinni. Eftir aðeins þrjátíu og
fjögurra mínútna leik á opnunardegi
mótsins skoraði grétar rafn hreint
magnað mark. Hann hamraði þá
boltanum langt utan af hægri
kantinum í samskeitin fjær, óverjandi
fyrir greyið tomas sorensen í marki
stoke. stórkostlegt mark.