Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 28
Föstudagur 29. maí 200928 Umræða Persónur og leikendur You please buy me a drink?“ spurði lagleg og fáklædd stúlka mig á veitingastað í Riga í Lett-landi. Þar sem hún leit ekki bara út fyrir að vera svöng, heldur þyrst líka, hugsaði ég með mér að minna gæti ég ekki gert fyrir einmana en framhleypna stúlkuna. Hún var auk þess á mínu reki og hafði haft frumkvæði að léttu spjalli. Að sjálfsögðu,“ svaraði ég á ensku og bjó mig undir að stökkva að barnum til að kaupa handa henni Sprite. Áður en mér tókst það hafði hún galdrað fram verð- lista og benti á drykk sem hana langaði augljóslega mikið í. Ekki gat ég neitað henni um uppáhaldsdrykkinn hennar, svo ég kinkaði kolli. Hún var greinilega vel upp alin og þakkaði mér fyrir. Um leið færði hún sig svo langt upp lærið á mér að það jaðraði við dónaskap. Sætaskorti var þó ekki um að kenna á þessum fámenna stað. Áður en lengra er haldið skal því til haga haldið að ég var í náms-ferðalagi með bekknum mínum fyrir örfáum árum. Við vorum stödd í höfuðborg Lettlands og við strákarnir, sex eða sjö talsins, ákváðum að rölta einn hring í miðbænum og fá okkur einn kald- an. Fljótlega hittum við viðkunnanlegan pilt sem var mikið í mun að við félagarnir kíktum inn á nærliggjandi veitingastað. Eftir nokkrar fortölur létum við til leiðast. Þegar inn var komið blasti fátt við nema hávær diskó- tónlist, megn svitalykt, hitastækja og ein súla. Ég var eldri en tvævetra og áttaði mig strax á að við vorum komnir inn á klúbb þar sem konur hafa atvinnu af því að dansa, misjafnlega mikið klæddar, líklega vegna hitans. Á slíkan stað hafði ég aldrei komið, enda framboð af listrænum dönsum ekki mikið á Kópaskeri þar sem ég ól aldur minn lengst af. Þar sem við vorum komnir inn var ákveðið að panta einn kaldan á línuna. Við fengum okkur sæti en áttuðum okkur um leið á því að við vorum svo til einir þarna inni. Í gegnum myrkrið sáum við þó fljótlega glitta í nokkrar stúlkur í hinum enda þessa drungalega veitingastaðar. Við vorum ekki nema rétt byrjaðir að dreypa á bjórnum þegar stúlkurnar, ein af annarri, röltu yfir til okkar og samtalið, í byrjun þessa pistils, hófst. Rétt eins og Natasha - sem var nafn stúlkunnar sem sat orðið bein-línis ofan á mér - voru hinar stúlkurnar einnig þyrstar. Hávaðinn var mikill í tónlistinni en ég veitti því athygli að báðir Húsvíking-arnir sem voru í hópnum höfðu einnig séð aumur á stúlkunum og keypt handa þeim sams konar drykk, sem var greinilega í miklu uppá- haldi hjá lettneskum stúlkum þetta árið. Ein var raunar svo illa haldin af þorsta að annar Húsvíkingurinn keypti tvo ef ekki þrjá drykki handa henni. Þegar við höfðum klárað bjórinn okkar, og átt fremur innihaldslaust spjall við stúlkurnar - sem voru jafnilla að sér í ensku og heimsmál-unum - ákváðum við að halda heim á leið. Það var þá sem tónlistin þagnaði og ljósin voru kveikt. Fram úr reykfylltu bakherbergi steig maður - ef mann skyldi kalla - sem leit út eins og maður gæti séð fyrir sér að Sigfús Sigurðsson liti út eftir 20 ára steranotkun. Hann var á við fullvax- inn skógarbjörn. Bangsi þrammaði rakleiðis að útidyrahurðinni og lokaði henni, þrátt fyrir að við værum augljóslega á útleið. Af svipbriðgum hans að dæma virtist hann ekkert sérlega ánægður í starfi. Okkur var vísað að barnum þar sem við skyldum gera upp skuldir okkar. Við greiddum allir með klinki fyrir bjórinn og ég tók upp þrjár eða fjórar evrur til viðbótar fyrir drykkinn vinsæla, sem Natasha kláraði reyndar aldrei. Félagarnir gerðu slíkt hið sama. Við hinn enda barð- borðsins stóð þrýstin kona um fertugt sem hafði augljóslega einu sinni eða tvisvar kynnt sér ágæti lýtalækninga. Hún var með forláta reiknivél og sló inn í tölur í gríð og erg. Eftir mikla útreikninga sneri hún vasareikninum að okkur og sýndi okkur upphæð sem sam- svaraði um 20 þúsund krónum. Við Húsvík- ingarnir vorum vitaskuld ekki ánægðir með þá verðlagningu, sem var í engu samræmi við betri ölstofur í Þingeyjarsýslum. Við reyndum að malda í móinn. Einn úr hópnum kom með þá hug-mynd að leggja sanngjarna upphæð á barborðið og hlaupa svo út. Þegar við litum í átt að hurðinni hnykklaði skógarbjörninn í dyrun-um augabrúnirnar og kreisti ógurlega hrammana. Okkur varð ljóst að út um þessar dyr færum við ekki skuldugir. Það var á þessari stundu sem ég fann hversu sárt ég saknaði áhyggjulausrar og einfaldrar æsku minnar á Kópaskeri. Eftir að hafa þrætt við þá fertugu í nokkra stund, sem beitti ekki að-eins framandi reikniaðferðum, heldur einnig ógnvekjandi rökum fyrir því að okkur væri hollast að borga uppgefna fjárhæð, sluppum við ómeiddir út af þessum alvonda stað. Orð fá ekki lýst léttinum sem því dýrkeypta frelsi fylgdi þegar bangsi steig frá hurðinni. Þingey- ingarnir voru samtals rétt um 25 þúsund krónum fátækari, eftir að fimm þúsund króna þjónustugjaldi hafði verið bætt við eftir á. Sunnlendingarn- ir í hópnum hlógu upp í opið geðið á einföldum Þingeyingunum - sem höfðu aldrei stigið fæti inn á Goldfinger - og kenndu aðeins í brjósti um stúlkurnar þyrstu frá Riga. BAldur guÐMundsson skrifar Að vera þingmaður er svolítið eins og að vera staddur í kvikmynd eftir David Lynch. Lífið fær á sig óraunverulegan blæ og jafnvel enn óraunverulegri þegar mað- ur fer inn í þennan heim mitt í stærsta hruni Íslandssögunnar. Það er alveg stórmerkilegt að fylgjast með þessum heimi og þeirri firringu sem virðist vera allt um kring. Ég segi firring því ég horfi á nefndarmenn labba föla út af fundum fjármálanefnda – jafnvel nötr- andi á meðan umræðurnar í þingsaln- um, umræðurnar sem almenningur fær að heyra eru ekkert skyldar þeim upplýs- ingum sem nefndarmenn ræða með sér- fræðingastóð sér til handa. Þetta er gegn- sæið sem þjóðinni var lofað. Þingsalur er svið og þingmenn eru leikarar. Margir mjög efnilegir og sumir stórleikarar. Ég sit í fremstu röð, horfi á andlitin glóa af réttlátri reiði í ræðupúlt- inu þegar atlaga er gerð að stjórnarliðum og málefnum þeirra. Ég trúi þessari reiði og fyllist einskonar múgæsingi innra með mér þangað til ég sé sömu ræðu- mennina sem rjóðir voru í framan fyrir framan myndavélarnar hlæja fyrir aftan þær ánægðir með leikræna frammistöðu vitandi að þessi stórleikur mun færa þeim flotta fyrirsögn og frétt í fjölmiðl- um landsins. Stjórnarliðar leika síðan sama leikinn og ég er ekki lengur að taka þátt í endurreisn landsins heldur í leik- sýningu og samkeppni um smellnasta og áhrifamesta handritið. Þessi samstaða sem talað er um er hjómið eitt, skotgraf- irnar dýpri enn nokkru sinni fyrr og hlut- verkin hafa snúist við en ekkert hefur með sanni breyst nema stefna er vinstri en ekki hægri. Það er auðvitað vilji til að hafa þetta öðruvísi – sér í lagi hjá stjórn- arliðum en ég horfi á þau falla inn í hlut- verkin eitt af öðru og finnst mér það alveg agalegt. Að fara í frí í miðjum björgunarleiðangri Alþjóðagjaldeyrissjóðsfólkið vildi endi- lega hitta stjórnarandstöðuna og mér fannst alveg ómögulegt að slá hendinni á móti því að hitta það og upplifa sýn þess á veruleikann hér. Við vorum boðuð á fund í Seðlabankanum með þeim klukk- an 18, það var skringilegt að labba inn um bakdyrnar þær hinar sömu og ég stóð við nokkra verulega kalda morgna og sló takt- fast í wokpönnuna mína og var ýtt mark- visst í burt af varðliðum valdsins ef ég fór yfir einhverja ósýnilega línu. Nú stigum við yfir línurnar enda í fylgd með fyrrum starfsmanni Seðlabankans sem er einn fárra sem sagt hefur upp vinnu í svart- hömrum. Þessi ágæti starfsmaður er í þinghópnum okkar og hafði ekki komið í húsið síðan hann hætti þar fyrir margt löngu. Ekki gátum við fundið þá sem boðuðu okkur á fundinn. Aftur á móti fundum við Margrét alveg sérstaklega montleg mál- verk af fyrrum bankastjórum á gangi á fimmtu hæð á meðan við biðum eftir að leitin bæri árangur, sérkennileg birting- armynd hégómans. Eftir nokkra stund kom í ljós að AGS-menn væru farnir á Hótel Holt og við beðin um að rölta þang- að, sem við gerðum. Yfirmaður lénsherrans hitti okkur í anddyrinu og við spurðum hann um stöðu mála að hans mati og hann var áhyggjufullur vegna þess að hér væri stjórnsýslan á leið í tveggja mánaða sum- arfrí mitt í björgunaraðgerðum. Það verð- ur okkur dýrt að fresta endurreisn bank- anna um tvo mánuði svo fólk geti farið í frí. Nær væri að fara í frí þegar því verki er lokið. Fríið mun seinka lækkun stýrivaxta og þau fyrirtæki sem eru á tæpu vaði gætu orðið gjaldþrota ef viðreisnin stoppar svo embættismenn geti farið í sumarfrí. Hefði aldrei haldið að ég gæti orðið sammála lénsherranum í einu eða neinu en þarna er ekki annað en hægt að undrast þessar áherslur íslenskra yfirvalda. Skora á alla sem koma að endurreisninni að fara ekki í frí fyrr en það er búið að reisa banka- kerfið við. Birgitta Jónsdóttir horfir upp á andlit þing- manna glóa af réttlátri reiði í ræðupúltinu og trúir reiði þeirra þar til hún sér þá hlæja fyrir aftan myndavélarnar, ánægða með leikræna frammistöðu sína. Hún segir tal um samstöðu hjómið eitt því skotgrafirnar séu dýpri en nokkru sinni fyrr. StúlkuRnAR fRÁ RigA Þingið er svið „að vera þingmaður er svolítið eins og að vera staddur í kvikmynd eftir david Lynch.“ Sami staður, annað hlutverk „... það var skringilegt að labba inn um bakdyrnar þær hinar sömu og ég stóð við nokkra verulega kalda morgna og sló taktfast í wokpönnuna mína ...“ Tvær hliðar umræðunnar „... umræðurnar sem almenn- ingur fær að heyra eru ekkert skyldar þeim upplýsingum sem nefndarmenn ræða með sérfræðingastóð sér til handa.“ HELGARPISTILL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.