Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 44
Föstudagur 29. maí 200944 Sakamál
Raymond og maRtha „Ég er enginn meðalmorðingi,“ sagði
raymond Fernandez við lögreglumenn í michigan daginn sem hann var
handtekinn. Hann var vel klæddur maður, hárið farið að þynnast, og hann sat
á tréstól á milli tveggja rannsóknarlögreglumanna. saga hans var saga kynlífs,
lyga og morða og hann þurrkaði svitann af enni sínu reglulega með vasaklút
sem vitorðsmaður hans rétti honum. Vitorðsmaðurinn var martha Beck, spikfeitur
kynlífsþræll reymonds, sem horfði á hann með aðdáun og ást.
Lesið um raymond og mörthu í næsta helgarblaði dV.
Banvæn fyrirsætustörf
Geðlæknar úrskurðuðu að Harvey Glatman væri geðvillingur þegar hann afplánaði fangelsisdóm vegna
smárána. Lítið vissu læknarnir að smáránin ættu eftir að víkja fyrir alvarlegum og banvænum hvötum sem
Harvey hafði ekki stjórn á.
Það virtist ljóst frá upphafi að
Harvey Glatman gekk ekki heill
til skógar í andlegu tilliti. Harvey
fæddist 1927 í Bronx en ólst upp í
Colorado. Ungur að árum hóf hann
að misþyrma sjálfum sér með ýms-
um hætti og beindist athygli hans í
mestum mæli að eigin kynfærum.
Í framhaldsskóla byrjaði Har-
vey tilraunir með sjálfkæfingu til
að ná meiri kynferðislegri full-
nægju, en þrátt fyrir þessar und-
arlegu hneigðir tókst honum að fá
ágætis einkunnir og ekki bar á aga-
vandamálum svo neinu næmi. En
það átti eftir að breytast.
Smáglæpir og kynferðisbrot
Á táningsaldri lagði Harvey stund á
smáglæpi og innbrot. Hann braust
inn í íbúðir kvenna, fjötraði þær og
áreitti og tók af þeim ljósmynd til
minja.
Árið 1945 var hann handtekinn
fyrir að hóta konu með skamm-
byssu og skipa henni að afklæðast.
Harvey var ákærður fyrir tilraun til
innbrots, en sleppt gegn tryggingu
þar til mál hans yrði tekið fyrir.
Harvey lét sér atvikið ekki að
kenningu verða og á meðan hann
beið réttarhaldanna rændi hann
annarri konu og áreitti hana með
fyrrgreindum hætti áður en hann
sleppti henni. Konan hafði sam-
band við lögregluna og Harvey
var handtekinn og dæmdur til átta
mánaða fangelsisvistar.
Óviðráðanlegar hvatir
Þegar Harvey losnaði úr fangelsi
flutti hann til Albany í New York
og árið 1947 var hann handtek-
inn fyrir að hafa í fleirgang rænt
fólk á götum úti. Hann var dæmd-
ur til fimm til tíu ára fangelsisvist-
ar í Sing Sing-fangelsinu, og gert
að sæta geðrannsókn. Niðurstaða
geðlækna var að Harvey Glatman
væri geðvillingur, en engu að síður
var hann fyrirmyndarfangi og var
að lokum sleppt úr fangelsi 1956.
En þrátt fyrir sálfræðiaðstoð fór
því fjarri að Harvey Glatman væri
læknaður og ferill hans var rétt að
hefjast. Eflaust má til sanns vegar
færa að afbrigðilegar hvatir hans
hafi eflst þann tíma sem hann var
á bak við lás og slá.
Glatman flutti til Los Angeles í
Kaliforníu og þess var skammt að
bíða að hvatir hans tækju öll völd.
Myndataka fyrir tímarit
Í ágúst 1957 lét Harvey undan hvöt-
um sínum og hann myrti Judy Ann
Dull. Harvey, sem rak sjónvarps-
verkstæði, hitti Judy Ann þegar
hann kom á heimili hennar til að
gera við bilað sjónvarpstæki.
Hann spurði Judy hvort hún
hefði áhuga á að vera fyrirsæta
vegna ljósmynda fyrir sakamála-
tímarit. Judy tók tilboði Harveys
vel en lítið vissi hún um hvernig
ljósmyndatakan myndi enda. Har-
vey batt Judy á höndum og fótum
og tók af henni myndir, en tvær
grímur voru farnar að renna á Judy.
Ótti hennar var ekki ástæðulaus því
Harvey nauðgaði henni og kyrkti
hana að lokum.
Harvey Glatman ók síðan með
líkið út í eyðimörk og gróf það þar.
Sagan segir að Harvey Glatman hafi
skreytt veggi svefnherbergis síns
með ljósmyndum af Judy Ann, en
hann hungraði í meira.
Klúbbur fyrir einmana sálir
Sitt næsta fórnarlamb, Shirley
Bridgeford, fann Harvey Glatman
á klúbb fyrir einmana sálir. Glat-
man viðhafði engar vífilengjur en í
stað stefnumóts á veitingahúsi eða í
heimahúsi lá leiðin út í eyðimörkina.
Aðferð Harveys var að öllu leyti sú
sama og fyrr og Shirley var bundin,
henni nauðgað og hún síðan kyrkt.
Enn fann Harvey til hungurs og
hvatir hans gáfu honum engin grið.
Ruth Mercado fékk meira en hún
lagði upp með þegar hún auglýsti
eftir fyrirsætustörfum því Harvey
Glatman rak augun í auglýsinguna
og svaraði henni. Vissulega, líkt og
Judy Ann, voru teknar myndir sem
síðar birtust á síðum sakamála-
tímarita, en í hvorugu tilfelli sýndu
myndirnar fyrirsætur, heldur fórn-
arlömb. Ruth Mercado fékk sömu
meðhöndlun og fyrri fórnarlömb
Glatmans.
Óvænt mótspyrna
Harvey Glatman hafði séð mögu-
leikana sem fyrirsætuumboð buðu
upp á og leiðir hans og Llorraine
Virgil lágu saman eftir að umboðs-
skrifstofa hafði mælt með henni við
Harvey. Harvey hafði ekki ástæðu til
að ætla annað en að allt gengi sinn
vanagang þegar hann ók sem fyrr út
í eyðimörkina. En honum til mikillar
furðu hafði Llorraine allt á hornum
sér og var með þvílík læti að Harvey
neyddist til að aka út í vegarkant.
Harvey varð enn meira undrandi
þegar Llorraine tókst að ná af hon-
um skammbyssunni þrátt fyrir að
hún hefði fengið skot í lærið í slags-
málunum.
Þegar Llorraine hafði náð und-
irtökunum tókst henni að vekja at-
hygli lögreglumanns sem átti leið
hjá.
Harvey Glatman var handtekinn
og játaði fljótlega og vísaði á lík fórn-
arlambanna í eyðimörkinni.
Til að gera langa sögu stutta var
Harvey Glatman tekinn af lífi í San
Quentin 18. ágúst 1959.
umsjón: koLBeinn þorsteinsson, kolbeinn@dv.is
Sagan segir að Harvey
Glatman hafi skreytt
veggi svefnherbergis
síns með ljósmyndum
af Judy Ann, en hann
hungraði í meira.
Judy Ann Dull gerðist fyrirsæta hjá
Harvey, en endaði sem fórnarlamb.
Shirley Bridgeford Hitti Harvey
í klúbbi fyrir einmana sálir og átti
stefnumót við dauðann.
Harvey Glatman
afbrigðilegar
hvatir hans komu
snemma í ljós.