Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 48
„Okkur langaði fyrst og fremst að fylla
eitt af þessum auðu húsum á Lauga-
veginum og við tókum þá ákvörðun
að opna „secondhand“-búð, “ segir
Gígja Ísis Guðjónsdóttir, verslunar-
stjóri Nostalgíu sem var opnuð með
pompi og pragt á miðvikudaginn síð-
astliðinn. Gígja er einn eigenda
ásamt Urði Hákonardóttur
söngkonu.
„Okkur fannst til-
valið að opna þessa
verslun núna því það
eru allir að kaupa
„secondhand“
þessa dagana, bæði
vegna þess að það
er töluvert ódýr-
ara og það er
skemmtilegra að
nýta gamlar flík-
ur heldur en að
kaupa nýjar.“
Nostalgía er þó
ekki einungis fata-
verslun heldur líka
nytjaverslun. „Við
erum með vel valin
búsáhöld frá 1970 eins og
til dæmis hamborgara-
og safapressu sem eru
rosalega skemmtilegar,
en við erum einnig með
alls kyns styttur og frá-
bæra nytjahluti sem finn-
ast ekki í öllum „vintage“-
búðum,“ segir Gígja sem
meðfram því að reka
verslunina stundar nám
við Listaháskóla Íslands
í fatahönnun. Urður Há-
konardóttir söngkona
er einnig einn eigenda
verslunarinnar
Hún er fullviss um að
svona búð á Laugaveg-
inum eigi eftir að ganga
vel þrátt fyrir bágt efna-
hagsástand. „Það er
mikill túrismi í gangi um
þessar mundir og eins
og ég sagði áðan langaði
okkur að glæða miðbæinn lífi og við
vonum að Nostalgía verði hérna á
Laugaveginum, ekki bara í fortíðar-
þránni heldur í framtíðinni líka,“ seg-
ir hún hlæjandi.
Föstudagur 29. maí 200948 Lífsstíll
Þröngar gallabuxur valda doða Æ fleiri konur
hafa kvartað undan nokkurs konar doðatilfinningu á lærunum
undanfarin ár og sýna rannsóknir að þröngar gallabuxur séu vald-
urinn. Þröngar gallabuxur hafa viss áhrif á taugakerfið sem lýsir
sér í þessum undarlega doða sem ungar og heilbrigðar konur eiga
ekki að finna fyrir. En konur þurfa ekki að örvænta því víðar galla-
buxur hafa aldrei verið heitari. skelltu þér á einar þægilegar galla-
buxur í sumar og passaðu að bretta upp á skálmarnar.
Fátt er rómantískara en falleg rós
og því umlykur rósin nýjustu snyrti-
línuna frá MAC. Litirnir eru draum-
kenndir og sækir MAC innblástur að
þessu sinni í þetta fallega blóm sem
skáld líkt og Shakespeare hafa ort
um. Rómantíska línan fæst í öllum
verslunum MAC.
Ný lína frá MAC:
rómantík í loftinu
umsjón: Hanna Eiríksdóttir, hanna@dv.is
lacroix í kreppu
kreppan virðist einnig hafa áhrif í
tískuheiminum, en franski
tískurisinn Christian Lacroix sótti
um greiðslustöðvun í síðustu viku.
tískuhúsið hefur verið starfrækt
síðan 1987 en eigendur þess eru
vongóðir um að fyrirtækið og
merkið haldi áfram í núverandi
mynd og að litlar breytingar verði
þar á. Æðstu menn innan Lacroix
segja að það ætti að koma í ljós
innan fárra vikna. tískuhúsið var
keypt af bandarísku fyrirtæki árið
2005 en sögur segja að svissneskt
fyrirtæki hafi sýnt tískuhúsinu
áhuga.
Skreyttar
handtöSkur
nauðsynlegt er að eiga hina
fullkomnu handtösku því hún er
ekki síður mikilvæg en eyrnalokkarn-
ir eða hálsmenin. í sumar er algjört
möst að næla sér í litla, skreytta
handtösku með það í huga að
taskan þarf ekki að vera frá Louis
Vuitton. ný eða notuð. Það skiptir
ekki máli en hin fullkomna
hliðartaska má vera litrík, skreytt
perlum eða dýramynstri eða í
indíánastíl. allt er leyfilegt þetta
sumarið. toppurinn er að taskan sé
nógu lítil svo að hægt sé að halda á
henni í hendinni.
Scarlett
andlit mango
Leikkonan scarlett johansson verður
andlit tískukeðjunnar mango fyrir
haust/vetur auglýsingaherferð
hennar. „Hún er hin fullkomna kona
fyrir mango, hún er sjálfstæð og það
er mikill stórborgarbragur yfir henni,“
segir talsmaður fyrirtækisins.
scarlett mun hafa nóg fyrir stafni
næstu mánuði en það var tilkynnt í
mars að leikkonan íturvaxna yrði
talskona og ímynd moet & Chandon-
kampavínsins. auglýsingaherferðin
verður mynduð af mario sorrenti í
Los angeles.
Ný „secondhand“-fatabúð og nytjaverslun var opnuð á Laugaveginum fyrr í vikunni:
glæða mið-
b rgina lífi
Mikil gleði ríkti við opnun búðarinnar.
Urður og Gígja Voru
ánægðar með útkomuna.
Hermannabuxur
Fyrir karlmenn.
Kinnalitur
ungdómsins
takið eftir
rósamynstrinu í
kinnalitnum.
Rómantískur Varalitur
fyrir sumarið.
Sumarlegur augn-
skuggi frá maC.
Pigment
draumkenndur
augnskuggi.
Jómfrúarkoss
seiðandi gloss.
Kimono Föl-
bleikur kimono.