Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 64
n Ragnheiður Elín Clausen, sem heillaði landann eftirminnilega sem sjónvarpsþula á sínum tíma, gerir sitt til þess að bæta heiminn og notar ekki síst Facebook-síðu sína til þess að koma mikilvæg- um skilaboðum til samborgara sinna. Sem náttúruunnanda rennur henni nú blóðið til skyldunnar og á Facebook kvartar hún sáran yfir ömurlegri umgengni fólks í Heið- mörk sem virðist vera að breytast í einn allsherj- ar ruslahaug. Hún segir á Facebook-síðunni að virðingarleysið við nátt- úruna sé algert og máli sínu til stuðnings birtir hún myndir sem hún hefur tekið af draslinu í Heiðmörk sem hún segir að sé paradís „hérna við bæinn“. Kylfa! Kylfa! Kylfa! Fréttaskot 512 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn var vígalegur þegar hann mundaði Gaddakylfuna, verðlaunagripinn í samnefndri glæpasmásagnakeppni Mannlífs og Hins íslenska glæpafé- lags, á miðvikudag. Geir Jón tók að sér að afhenda sigurvegaranum Ingva Þór Kormákssyni verðlaunin og sló á létta strengi. Hann rifjaði upp atriði úr sögu lögreglunnar á Íslandi og benti á að svo skemmtilega vildi til að vaktar- arnir sem voru forverar hinna eigin- legu lögreglumanna hefðu gengið um Reykjavík fyrir 1800 vopnaðir gadda- kylfum. Geir Jón dró síðan upp úr pússi sínu piparúðabrúsa sem hann sagði með réttu vera arftaka gaddakylfunn- ar og benti á að ef til vill væri því við hæfi að hann afhenti sigurvegaranum frekar slíkan brúsa en kylfu. Geir Jón sagði brúsann vera mun handhæg- ari en kylfuna og gott ef úðinn væri ekki ögn mannúðlegra vopn en kylfan þannig að úðinn væri gott dæmi um framfarir í vopnaburði lögreglu. Vitaskuld má lengi deila um hversu mannúðlegur piparúðinn er og sjálf- sagt eru margir piparúðaðir mótmæl- endur tilbúnir til vitna um að í úðanum felist ákveðin afturför en þó hlýtur að blasa við að fólk er fljótara að jafna sig eftir pipargusu en gaddakylfu í haus. SubbuSkapur í paradíS Geir Jón Þórisson afhenti verðlaun og gerði samanburð á vopnum: piparúði í Stað gaddakylfu n Stjörnulögfræðingurinn Sveinn Andri Sveinsson gerði sér lítið fyrir og flaug til Rómar á þriðjudaginn til að horfa á úrslitaleik meistaradeild- ar Evrópu á miðvikudaginn. Í leikn- um kepptu Barcelona og Manchest- er United um þennan eftirsótta titil en Sveinn Andri er gallharður stuðningsmaður United og missir varla úr leik. Því miður fyrir Svein Andra og aðra stuðningsmenn Un- ited báru Börsungar sigur úr býtum. Ljósið í myrkrinu er að Íslendingur- inn Eiður Smári Guðjohnsen, leik- maður Barcelona, náði þeim áfanga að verða fyrstur Íslendinga til að hreppa gullið í meist- aradeildinni þótt hann hafi ekki spilað í leiknum. Því hefur þjóð- ernisástin von- andi getað mildað geð Sveins Andra eftir slappa frammi- stöðu sinna manna. Sveinn andri tapaði n Rithöfundurinn, auglýsingatexta- höfundurinn og Eyjubloggarinn Ág- úst Borgþór Sverrisson hefur verið ráðinn í hlutastarf við fréttaskrif á vefnum pressan.is sem Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgar- fulltrúi, stendur á bak við. Ágúst, sem ætlar einnig að skrifa pistla fyrir umræddan vef, er ekki alveg óreyndur í fréttaskrifum því hann starfaði á visir.is í kringum aldamót- in síðustu. Hann segir á bloggsíðu sinni aldrei að vita nema honum verði kennt að búa til tengla í nýja starfinu, nokkuð sem hann hafi lært á Vísi en týnt niður eft- ir að hann hvarf inn í auglýsingabransann. „Þar lærði ég líka á photoshop, týndi því niður og læri það kannski aftur í sumar,“ segir Ágúst. aftur í fréttirnar Geir Jón Þórisson sveiflaði gaddakylfu að hætti forvera sinna en er þó hrifnari af piparúðanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.