Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 33
Föstudagur 29. maí 2009 33Helgarblað Anna Hlín Sekulic vakti mikla eftirtekt í Idol-stjörnuleit þrátt fyrir að sigra ekki í keppninni. Hin hálfserbneska Anna Hlín settist niður með blaðamanni DV og ræddi Idolið, hjónabandið og hvernig hún fann föður sinn og fjölskyldu hans á samskiptasíðunni Facebook. „Þetta var svolítið sjokk að tapa keppninni því ég var komin svo ná- lægt endamarkinu,“ segir Anna Hlín Sekulic, ung og efnileg söngkona sem vakti mikla athylgi í Idol-stjörnuleit sem lauk nýverið á Stöð 2. Hún sigraði þó ekki í keppninni, lenti í öðru sæti. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Anna Hlín upplifað ótrúlega hluti. Hún gekk í heilagt hjónaband fyrir fjórum árum og hefur ferðast víða þrátt fyrir ungan aldur. Sígaunaeðlið er sterkt í henni og henni finnst fátt skemmtilegra en að ferðast um, skoða, upplifa og syngja. Í dag hefur hefur hún þó fest ræt- ur á Íslandi. Eftir þátttöku sína í Idol- inu þráir hún ekkert heitara en að slá í gegn og leyfa öðrum að njóta tónlist- arinnar sem hún elskar svo heitt. Ættleidd 17 ára Anna Hlín er fædd í Reykjavík en uppalin í Mosfellsbæ af móður sinni Theódóru og Stefáni, stúpföður sín- um. „Stefán stúpfaðir minn tók sam- an við mömmu áður en ég fæddist og þau byrjuðu saman þegar mamma var ófrísk að mér, “ útskýrir Anna sem ber þó eftirnafn blóðföður síns, Zivadíns Sekulic, sem hún kynntist fyrir aðens einu og hálfu ári. Hann er serbneskur. „Stefán er pabbi minn. Hann ól mig upp,“ bendir Anna Hlín á. Sem lít- ið barn vissi Anna Hlín þó alltaf hver hennar saga var. „Mamma var mjög dugleg að minna mig á að ég ætti blóðföður einhvers staðar úti í heimi og það var ekkert feimnismál,“ segir Anna sem pældi lítið í uppruna sínum fyrr en hún komst á unglingsárin. „Þá fór ég í nokkurs konar konar uppreisn og það varð mikið mál hjá mér hvort eftirnafnið ég ætti að nota, hvort ég ætti að halda í Sekulic eða breyta því í Stefánsdóttir,“ viðurkennir Anna Hlín. „Ég veit að það skipti föður minn litlu máli en ég átti erfitt með þetta og mér leið eins og að ég væri að særa einhvern með því að skipta eða ekki skipta um nafn.“ Þegar Anna Hlín var 17 ára var sú ákvörðun tekin að stjúp- faðir hennar myndi ættleiða hana. „Þetta var gert svo að ég myndi vera jafnvíg systkinum mínum en ég hélt serbneska eftirnafninu,“ segir Anna sem er elst þriggja systkina. Söng fyrir dýrin Heimili Önnu Hlínar var umvafið tón- list þegar hún var barn. Faðir henn- ar Stefán er bassasöngvari og hefur sungið með hinum ýmsu karlakórum. Hann var duglegur að taka Önnu Hlín með sér á kóræfingar. „Annars hef ég verið syngjandi síð- an ég man eftir mér og þetta austur- evrópska í mér kemur snemma í ljós,“ útskýrir Anna sem elskaði að klæða sig upp í slæður, skartgripi og hælaskó ömmu sinnar. Síðan valsaði hún um, syngjandi og dansandi fyrir foreldra, ömmu og afa. „Ég söng meira að segja fyrir dýrin þegar ég var upp í sveit og tók upp skrúfjárn eða hárbursta, hvað sem ég komst í, og notaði sem míkra- fón,“ rifjar hún upp og skellir upp úr. Hún lagði þó aldrei stund á söng- nám né hljóðfæraleik. „Ég þóttist læra á píanó en entist bara í eitt sumar. Píanóið heillar mig þó mikið og ég hef gaman af því að glamra á það. Ég spila bara eftir eyranu.“ Í New York með engan samastað Anna Hlín vissi að hún vildi syngja og í barnaskóla tók hún þátt í ýmsum hæfileikakeppnum. „Fyrsta keppn- in sem ég tók þátt í fyrir alvöru var Söngvakeppni félagsmiðstöðva og ég vann hana með laginu Can´t Take My Eyes Of You. Það kom mér verulega á óvart því ég var svo nýbyrjuð að syngja fyrir framan áhorfendur.“ Anna Hlín tók einng þátt í söngva- keppni framhaldsskólanna fyrir hönd Iðnskólans í Reykjavík. En eftir stutta dvöl í menntaskóla var söngurinn settur í biðstöðu. „Ég var ekki viss hvað ég vildi gera þannig að ég hætti í skóla og byrjaði að vinna til þess að safna mér peningum. Mig langaði út að skoða heiminn.“ Hún tók að sér hinar ýmsu vinnur og það var á skyndibitastaðnum Kent- ucky sem útþráin kallaði á hana. „Ég tók öll launin mín fyrirfram, keypti mér miða og hélt til New York,“ segir hún glottandi og kom allri fjölskyld- unni sinni að óvörum því Anna flýtti ferðinni um tvær vikur. „Ég hringdi í mömmu mína sem algjörlega fríkaði út en ég bað hana kurteislega um númerið hjá frænku okkar sem bjó úti á þeim tíma.“ Anna Hlín kom þó aftur heim sex vikum seinna og fór þá að sinna tónlistinni af alvöru. Bónorð í gegnum símann Anna dembdi sér í tónlistina en hana hafði ekki órað fyrir því sem á eftir kom. Hún kynntist tilvonandi eigin- manni sínum, Darrell A. Lewis, tón- listarmanni og upptökustjóra sem vann náið með listamanninum Max- imum sem hafði tekið Önnu undir sinn verndarvæng. „Það opnaðist fyr- ir mér nýr heimur að fá að skrifa með einhverjum tónlist og fullvinna efnið út í ystu æsar,“ segir hún spennt. En Anna Hlín var ekki einungis að kynnast tónlistinni á nýjan hátt held- ur einnig ástinni. „Við vorum einungis vinir til að byrja með en það var allt- af hrifning alveg strax frá fyrstu kynn- um,“ rifjar Anna Hlín upp brosandi. Anthony, eins og hann er oftast kallaður, ólst upp í New York en á ættir sínar að rekja úr Karíbahafinu, nánar tiltekið Grenada. Anthony hefur ver- ið með annan fótinn á Íslandi í tæp 11 ár, en hann kom fyrst til Íslands af ein- skærum áhuga á landi og þjóð. Á sama tíma og Anna Hlín og Anth- ony felldu saman hugi flutti hann til Svíþjóðar um stund. „Á þess- um tíma töluðum við saman í síma á hverjum ein- asta degi. Síðan einn daginn fékk ég bónorð í gegn- um símann, “ seg- ir hún skælbros- andi. „Það kom svo- lítið flatt upp á mig. Ég heyrði að honum var alvara en ég gerði samt smávegis grín að hon- um því þetta var ekkert rosalega róm- antískt,“ segir Anna Hlín hlæjandi. Hún viðurkennir þó að hafa kom- ið sjálfri sér á óvart með því að svara Anthony játandi því sem barn hafði Anna Hlín ákveðið að giftast aldrei. „Ég veit eiginlega ekki af hverju. Mig langaði að vera frjáls, eiga munaðar- leysingjahæli og vera umvafin dýr- um, en svo breyttist þetta allt þegar ég kynntist Anthony, lífið snerist við á góðan hátt.“ Sígaunalíf á Spáni Nokkru seinna ákváðu þau þó að ganga í heilagt hjónaband og Anth- ony bað hana um að giftast sér aftur, í þetta sinn horfði hann í augu hennar og hélt um hönd hennar. „Við sátum heima, vorum að glápa á imbann og hann spurði mig hvort ég væri tilbúin að taka þetta skref. Við vissum bæði að þetta væri rétti tíminn og við skelltum okkur út í óvissuna.“ Anna Hlín og Anthony giftu sig hjá borgardómara í New York 2005 og héldu síðan til Spánar þar sem þau dvöldu í tæp tvö ár. Þau ferðuðust um landið endilangt, Anna Hlín söng með hljómsveit og þau nutu lífsins. Anna Hlín segir ævintýraþrána og tónlistina tengja þau og þau virð- ast samrýnd. Það fer ekki á milli mála og hún tekur það fram að Anthony sé hennar helsti stuðningsmaður og gagnrýnandi í tónlistinni. Fjörið rétt að byrja Þau vinna saman og deila ástríðu sinni á tónlist og Anthony segir Önnu vera sísemjandi. „Ég er tilbúin með efni á að minnsta kosti þrjár plötur,“ segir hún og hlær. Hún finnur sig best í R&B-tónlistinni en sú tegund af tón- list hefur aldrei náð að festa rætur hér á landi. „Síðan er ég byrjuð að semja á íslensku. Það hefur verið stórt skref fyrir mig.“ Í nokkur ár hefur Anna nælt sér í fjölmörg verkefni tengd tónlistinni og var hún óhrædd að prófa nýja hluti. Hún hefur sungið með öllum helstu hip-hop tónlistarmönnum Íslands sem og poppurum á borð við Eyjólf Kristjánsson og hún virðist óhrædd við að prófa sig áfram. Þess vegna ákvað Anna að skrá sig í Idol-stjörnu- leit. „Alveg síðan Idolið byrjaði hafa ættingjar hvatt mig til þess að taka þátt í þessari keppni, en ég ákvað að bíða aðeins með það og sjá hvernig keppnin þróaðist og ef ég á að vera al- veg hreinskilin hafði ég ekki mikla trú á þessari keppni.“ Anna Hlín tók sinn tíma. Hún vildi finna innra með sér hvert hún stefndi. „Ég skráði mig í Idolið alveg á síðustu stundu. Ég gat ekki ákveðið mig hvort þetta væri rétta skrefið fyrir mig en ég henti mér út í djúpu laugina eins og vanalega og miðað við útkomuna held ég að það hafi ekki verið svo vitlaus hugmynd.“ Hún segir þátttöku sína í Idolinu hafa verið lærdómsríka fyrst og fremst og verulega taugastrekkj- andi. „En það sem stendur upp úr var að fá að kynnast öllu fólkinu sem kom að keppninni og þá sérstaklega Krist- jönu þjálfara,“ segir Anna Hlín og bæt- ir við: „Hún kenndi mér að halda aftur af mér og sýndi mér að ég þarf ekki að skreyta lögin í hvert einasta skipti sem ég kem fram.“ Sjálfri leið Önnu Hlín best á svið- inu þegar hún tók Björgvins Halldórs- sonar slagarann Ég skal syngja fyrir þig. „Það var ótrúleg upplifun. Ég fékk að vera í minni eigin dragt með hatt. Mér leið svo vel á sviðinu og þegar ég tók eftir því að fólk stóð upp í viðlag- inu og klappaði með gat ég ekki hætt að brosa. Ég var svo ánægð að ég gat varla klárað lagið,“ segir Anna Hlín brosandi. Margir töldu Önnu Hlín sigur- stranglegasta í keppninni þetta árið og dómararnir virtust ávallt mjög hrifnir af framkomu hennar því kom það mörgum á óvænt er hún laut í lægra haldi fyrir Hröfnu Hönnu Elísu Herbertsdóttur. Eftirsjáin er þó engin. „Ég er mjög sátt samt með útkomuna því ég fór í þessa keppni með það hugarfar að koma mér á framfæri og því markmiði hefur verið náð. Mig langar að þakka öllum þeim sem stóðu með mér fyrir stuðninginn og trúna. Þetta er rétt að byrja,“ segir hún. Fann pabba á Facebook Glöggir áhorfendur Idolsins tóku eft- ir því að í einum af þáttunum talaði Anna stuttlega um hvernig hún hefði fundið blóðföður sinn á samskipta- síðunni Facebook. Leitin á sér langan aðdraganda og hikar Anna Hlín ekki við að segja hversu mikið hún elskar Facebook fyrir þá einu ástæðu að hún hefur eignast aragrúa af ættingjum og tvo eldri bræður. Pabbi hennar, Zivadín Sekulic, kom til landsins í byrjun níunda ára- tugarins frá Serbíu, en hann flúði heimaland sitt til þess að losna und- an herskyldu þar í landi. „Samkvæmt mínum útreikningum dvaldi hann ekki lengi hérna á Íslandi, en pabbi var rekinn úr landi áður en ég fæddist sökum þess að hann var að vinna hér ólöglega,“ útskýrir Anna Hlín. Og Ziko sneri ekki aftur fyrr en fimm árum seinna. En sambandið var lítið sem ekkert þá. Móðir Önnu Hlínar hafði ekkert heyrt í honum í öll þessi ár og reiðin var mikil. Árin liðu og Anna Hlín var lítið að velta því fyr- ir sér hvar í heiminum pabbi hennar væri. Hún segir þó mömmu sína hafa reynt að hafa upp á honum nokkrum sinnum en án árangurs. „Einn daginn ákvað ég að setja eft- irnafnið mitt í leitarfídusinn á Fac- ebook fyrir forvitni sakir og ég fékk óteljandi niðurstöður,“ segir Anna sem hafði ekki annað val en að „adda“ öll- um sem mögulega kæmu til greina. Hún sagði sögu sína og hægt og rólega og náði Anna að útiloka alla nema einn karlmann frá Serbíu. Sá maður bauðst til þess að hjálpa Önnu Hlín við leitina. „Hann sagðist eiga vin í lögreglunni sem gæti örugglega haft upp á pabba mínum. Hann bað um allar helstu upplýsingar og sagð- ist ætla að hafa samband við mig strax daginn eftir sem hann síðan gerði.“ Þessi viðkunnanlegi maður gaf Önnu Hlín símanúmer og bað hana að prufa hvort um réttan aðila væri að ræða. „Og viti menn, þetta var rétt rúmer og pabbi var alveg jafnhissa að heyra í mér og ég í honum. Allar spurningarnar sem mig hafði lang- að að spyrja hann í öll þessu ár fuku út um gluggann og við byrjuðum að ræða veðrið,“ segir hún hlæjandi. Anna Hlín og blóðfaðir hennar hafa þó ekki haldið miklu sambandi síðan þá. Hún hefur þó í kjölfarið á símtalinu við föður sinn kynnst fleiri ættingjum sem hafa verið duglegir að senda henni myndir af fjölskyld- unni. Hún hefur einnig verið dugleg að halda sambandi við bræður sína tvo. Hún lítur þó ekki öðrum augum á uppeldisföður sinn sem tók hana að sér og ól hana upp sem sína eigin. Hvað framtíðina varðar er Anna Hlín spennt og hefði hún ekkert á móti því að ferðast til Serbíu og skoða heimaslóðir Sekulic-fjölskyldunnar. „Mig langar að kynnast pabba mínum og sjá hann, sjá fjölskylduna mína og bræður. Ég fékk flugmiða vegna þátt- töku minnar í Idolinu, kannski nota ég hann til þess að heimsækja pabba.“ hanna@dv.is „Á þessum tíma töluð- um við saman í síma á hverjum einasta degi. Síðan einn daginn fékk ég bónorð í gegnum símann.“ Gifti sig ung anna Hlín giftist anthony fyrir fjórum árum hjá borgardómara í New York. mYNd HeiðA HelGAdóttir Stelpuslagur anna Hlín tapaði í Idolinu fyrir Hröfnu Hönnu. Var hikandi með þátttöku sína í Idolinu en sér þó ekki eftir því núna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.