Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 2
Nýi félagsmálaráðherrann, Árni Páll Árnason, olli Fjölskylduhjálp Íslands miklum vonbrigðum þegar hann snið- gekk fólk sem seldi barmmerki til styrktar Fjölskylduhjálpinni á Austurvelli. Pétur Sigurgunnarsson segir að Árni Páll hafi sagst þurfa að fara á fund og ekki hafa tíma til að kaupa merkið. „Þær stóðu þarna sem lamaðar gömlu konurnar og áttu ekki orð yfir þessa framkomu,“ segir Pétur. Föstudagur 29. maí 20092 Fréttir hitt málið Þetta helst - þessar fréttir bar hæst í vikunni Ólafsmál aftur í brennidepli Karl Sigurbjörnsson biskup er í nokkrum vanda eftir að konurn- ar þrjár sem ásökuðu Ólaf Skúla- son um kynferðislega áreitni og tilraun til nauðgunar sögðu fyr- irgefningarbeiðni hans ekki duga til að ljúka málinu. Karl kom að því sem prestur árið 1996 að reyna að ná sáttum milli kirkjunnar og kvennanna en þær voru ekki alls kostar sáttar við þá aðkomu hans. „Kannski liggur núverandi biskup á bæn út af sínum þætti í því opinbera máli sem fór í gang fyrir 13 árum,“ sagði Stefanía Þorgrímsdóttir, ein kvennanna, í viðtali við DV. Nú liggur fyrir að konurnar vilja að meira verði gert og verður kirkjan nú að svara kröfum þeirra. barinn og bundinn „Það er ekki gaman að vera skilinn eftir í blóði sínu aleinn og geta enga björg sér veitt,“ segir Garðar Ólafsson, úrsmiður á áttræðisaldri, sem varð fyrir hrottafenginni árás tveggja innbrotsþjófa á heimili sínu við Barðaströnd á Seltjarnarnesi á mánu- dagskvöldið. Þegar Garðar kom heim til sín um áttaleytið og hafði tekið öryggiskerfið af heyrði hann umgang á efri hæð hússins. Hann var þá kýldur hnefa- höggi í andlitið og bundinn á höndum og fótum með breiðu límbandi. Þrír menn voru handteknir vegna málsins, tveir sem frömdu innbrotið og einn vitorðsmaður þeirra. hnykla vöðvana Ótti manna við kjarnorkustyrj- öld jókst á nýjan leik eftir að norður-kór- esk stjórnvöld létu sprengja kjarnorku- sprengju neðanjarðar. Norður-Kórea á á hættu enn frekari einangrun á alþjóða- vettvangi eftir tilraun með kjarnorku- sprengju, jafnöfluga þeirri sem lagði Hiroshima í rúst. Innan við tveir mánuðir eru liðnir síðan stjórnvöld í Norður-Kóreu stóðu fyrir tilraunaskotum á langdræg- um skotflaugum. Norður-Kóreumenn fullyrtu þá að um hefði verið að ræða burðarflaugar fyrir fjarskiptagervihnetti. Norður-Kóreumenn lýstu sig einnig óbundna af vopnahléssamkomulaginu sem batt enda á vopnuð átök Kóreustríðsins 1953. 2 1 dv.isF r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ðþriðjudagur 26. maí 2009 dagblaðið vísir 79. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347 Sparnaður brunninn allur upp SviðSljóS neytendur aðkoma karls sigurbjörnssonar að ólafsmálinu: vill ekkert af jordan vita réðu pabbann og eiginmanninn fólk mikael verður Slátrað toppar davíð í launum fréttir Hrafn aftur orðinn pabbi fólk Hart deilt á bæjarStjóra og formann bæjar- ráðS í veStmannaeyjum Huldufólk í HúSi auðmannSinSfréttir BISKUP Í BOBBA preStar íHuga Stöðu biSkupS Sigrún pálína vill uppreiSn æru ein konan átelur biSkup fyrir HanS þátt í málinu „preStar léku tveimur Skjöldum“ fréttir Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI miðvikudagur 27. maí 20094 Fréttir Garðar Ólafsson „Feginn að haFa sloppið liFandi“ „Það er ekki gaman að vera skilinn eftir í blóði sínu aleinn og geta enga björg sér veitt,“ segir Garðar Ólafsson, úrsmiður á áttræðisaldri, sem varð fyrir hrottafenginni árás tveggja inn- brotsþjófa á heimili sínu við Barða- strönd á Seltjarnarnesi á mánudags- kvöldið. Þegar Garðar kom heim til sín um áttaleytið og hafði tekið ör- yggiskerfið af, heyrði hann umgang á efri hæð hússins. Hann var þá kýld- ur hnefahöggi í andlitið og bundinn á höndum og fótum með breiðu lím- bandi. Feginn að hafa sloppið lifandi „Þeir réðust bara á mig. Þeir hafa kannski búist við að enginn væri heima. Síðan er ég bara sleginn í gólfið, gleraugun mín brotin og ég bundinn á höndum og fótum,“ segir Garðar. „Þeir virðast hafa komið við öllu búnir því þeir voru með teip í tösk- unni. En mér tókst að losa mig úr þessu,“ segir Garðar. Mennirnir skildu hann eftir bundinn á hönd- um og fótum í íbúðinni og tók það hann 20 mínútur að losa sig. Hann sagði í samtali við DV í gær að hann sé sleginn eftir atvikið enda sérlega fólskuleg árás. „Maður er bara feginn að hafa sloppið lifandi,“ segir Garðar og segir að aðalatriðið sé að þjófarn- ir finnist. Önnur árásin á stuttum tíma Sams konar árás var gerð í endað- an apríl síðastliðinn þegar rosk- in hjón urðu fyrir miklu áfalli þegar tveir hettuklæddir menn réðust inn á heimili þeirra á Arnarnesi, ógn- uðu þeim með hnífum og létu greip- ar sópa um húsið. Árásarmennirnir héldu hjónunum í gíslingu í tæpan hálftíma á meðan og hótuðu þeim með orðum. Tveir karlar og ein kona voru handtekin og játuðu aðild að málinu. Karlarnir eru á þrítugsaldri. Lögreglan sagði eftir þá árás að hún sé litin mjög alvarlegum augum og að minnst tuttugu ár séu síðan við- líka árás hafi átt sér stað hér á landi. Ganga lausir Þegar atvikið átti sér stað var Garð- ar einn heima. Eftir að hann hafði verið bundinn birtist annar maður í íbúðinni og saman tóku þeir um 60 armbandsúr, þar af tvö ný, um það bil 70 til 90 armbandskeðj- ur og 4 karlmannsgullhringa. Eftir að Garðar náði að losa sig hringdi hann á lögregluna og var hann fluttur á slysa- deild til aðhlynning- ar, meiddur í andliti eftir höggið. Talið er að mennirnir hafi brotið sér leið inn um glugga á annarri hæð hússins baka til. Þegar blaðið fór í prentun voru mennirnir enn ófundnir. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru þeir báðir íslenskir, annar um tvítugt, um það bil 178 sentímetrar á hæð, með brún augu, grannur og gæti einnig verið mjög sólbrúnn. Mjög óljós lýsing er á hinum manninum. Garðar taldi sig muna að kallað var milli mannanna nafnið Marri, eða eitthvað álíka. Lögreglan biðlar til fólks sem varð vart við óeðlilegar mannaferðir á og við Barðaströnd á Seltjarnarnesi fyrir og eftir klukk- an 20 á mánudagskvöld eða þá sem geta gefið upplýsingar um hverjir kunna að hafa verið þarna að verki, að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444 1100. Barðaströnd mennirnir bundu garðar og skildu hann eftir. Það tók hann 20 mínútur að losa sig „Þeir virðast hafa kom- ið við öllu búnir því þeir voru með teip í tösk- unni.“ siGurður mikael oG Boði loGason blaðamenn skrifa mikael@dv.is og bodi@dv.is Áhöfn varðskipsins brugðið „Þetta kom okkur í opna skjöldu,“ segir Poul Erik Larsen, skipherra á danska varðskipinu Hvidbjørnen eða Hvítabirninum. Það var um klukkan hálf níu á mánudagskvöld- ið sem danskur sjóliði var handtek- inn þar sem hann hafði brotist inn í Kaupþing banka við Austurstræti. Maðurinn, sem er 21 árs, braut sér leið inn í útibúið og hafði náð tals- verðu magni af skiptimynt þegar lögreglu bar að garði. Maðurinn fór mikinn inni í bankanum og var mjög æstur en veitti þó ekki mótspyrnu við handtöku. Á leiðinni upp á lögreglu- stöð lenti sjóliðinn í hjartastoppi en lögreglumaður sem var hjá honum í bílnum brást snögglega við og beitti hjartahnoði sem tókst. Talið er lík- legt að hann hafi verið undir mikl- um áhrifum örvandi efna sem hafi stuðlað að hjartastoppinu. Poul Erik sagði í samtali við blaða- mann DV í gær að áhöfnin hefði ekki þekkt manninn vel. „Ég talaði við áhöfnina í morgun og það voru all- ir mjög hissa á þessu, okkur grunaði ekkert.“ Hann segist ekki geta svarað því hvar maðurinn hafi fengið meint örvandi efni. Eins og fyrr segir er áhöfninni mjög brugðið eftir þetta atvik en Poul telur það þó ekki hafa áhrif á starf flotans. Maðurinn var yfirheyrður í gær af lögreglunni í Reykjavík en mun eftir það fara aftur um borð í skipið og halda sína leið. Ómar Smári Ár- mannsson hjá auðgunarbrotadeild lögreglunnar í Reyjavík segist ekki vita hvert framhald málsins verð- ur þegar maðurinn verður kominn um borð í skipið en býst við því að danski sjóherinn beiti hann miklu strangari viðurlögum en lögreglan hér á landi. Hann gat ekki staðfest hvort maðurinn hafi verið á örvandi efnum, það muni koma í ljós síðar. Skipið mun leggjast aftur að höfn eftir þrjár og hálfa viku í Danmörku þar sem nýir sjóliðar munu stíga um borð. bodi@dv.is skipherrann á Hvítabirninum Poul Erik Larsen segist ekki hafa þekkt manninn vel og ekki búist við að hann fremdi svona innbrot. Heiða HelGaDÓTTir nemar þurfi ekki ábyrgðarmenn Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra hefur kynnt í ríkis- stjórn áform um að afnema með lögum kröfu um ábyrgðarmann á námslánum frá Lánasjóði ís- lenskra námsmanna. Þetta kom fram í máli Jó- hönnu Sigurðardóttur forsætis- ráðherra á fundi með blaða- og fréttamönnum eftir ríkisstjórn- arfund í gær. Í stað ábyrgðar verða lán veitt gegn sjálfskuldarábyrgð lántakanda. Málið verður lagt fyrir vor- þingið. sparisjóðir hverfi til fyrri hátta Sparisjóðir fá að starfa með hefðbundnu sniði og verða áfram í eign stofnfjáreigenda samkvæmt frumvarpi um starf- semi sparisjóða sem Gylfi Magn- ússon viðskiptaráðherra ætlar að leggja fram á þingi. Gylfi segir að hugmyndin með rammalög- um um starfsemi sparisjóðanna sé að hverfa aftur til uppruna- legra gilda þar sem sparisjóð- ir voru nátengdir heimabyggð og sinntu þjónustu í nánd við heimamenn og fyrirtæki í heimabyggð. „Það er gert ráð fyrir að þeir verði allir stofnfjársparisjóðir en þó munu sparisjóðir sem nú þegar hafa breyst í hlutafélög fá að starfa áfram sem hlutafélög og nota orðið sparisjóður áfram í heiti sínu,“ segir Gylfi. Nemar vilja fá frítt í strætó Yfir 4.000 manns hafa skráð sig í hóp á samskiptasíðunni Facebook sem vill að náms- menn fái frítt í strætó skóla- árið 2009-2010. Það er Stúd- entaráð Háskóla Íslands sem fer fyrir síðunni. Stúdentaráð telur óeðlilegt að stúdentum sé mismunað vegna lögheim- ilis eða þjóðaruppruna. Ráðið krefst þess að jafnt gangi yfir alla og að allir stúd- entar fái frítt í strætó, óháð lögheimili eða þjóðarupp- runa. Ráðið telur að með gjald- frjálsum almenningssam- göngum megi minnka um- ferð einkabíla í borginni, stuðla að umhverfisvernd og auknum sparnaði fyrir stúd- enta. Fimm bílar lentu í árekstri Kallað var eftir sjúkraflutninga- mönnum þegar bíll valt á afrein sem liggur af Vesturlandsvegi, rétt ofan Ártúnsbrekku, upp á Höfðabakka. Bíllinn var einn af fimm sem lentu í árekstri á af- reininni, þrír bílar urðu harðast úti en tveir lentu í jaðri árekst- ursins ef svo má segja. Hins veg- ar var um minniháttar meiðsl að ræða að sögn lögreglumanns á vettvangi. Bíllinn lá á hvolfi á annarri akrein afreinarinnar og lokaðist fyrir umferð um tíma. leitar brotamanna Lögreglan hóf leit að innbrotsþjófunum. garðari heyrðist að annar þeirra væri kallaður marri. 3 þriðjudagur 26. maí 200912 Fréttir Berlusconi „fórnar“ sér Í viðtali við CNN sagði Sil- vio Berlusconi að hann hefði aldrei gerst sekur um smekk- laus ummæli og að hann kynni ekki við starf sitt þessa dagana. Berlusconi skellti skuldinni á dagblöð og sagði að öll smekk- laus ummæli sem honum hafa verið eignuð væru uppspuni dagblaða. Í viðtalinu sagði Berlusconi einnig að honum fyndist starf sitt vera íþyngjandi: „Ennþá skynja ég fórn í öllu sem geri. Fullkomlega. Ég vildi frekar gera það sem ég gerði áður eða eitthvað annað núna,“ sagði Berlusconi. Samband hans við unga snót frá Napólí hefur verið vatn á myllu fjölmiðla á Ítalíu og stefnt hjónabandi hans í voða. Sortuæxli sækir á Yfir 10.000 manns fá á hverju ári banvænustu tegund húðkrabba á Bretlandi vegna óhóflegrar notkunar sólbekkja og sólbaða á sólarströnd. Tilfellum illkynja sortuæxla fjölgaði um 650 á einu ári á Bret- landi vegna brúnkuæðis bæði heima fyrir og erlendis, sam- kvæmt tölum frá krabbameins- stöð landsins. Nemur fjölgunin 6,5 prósentum. Nýjustu tölur eru síðan 2006, en þá voru greind 10.410 til- felli og gera sérfræðingar ráð fyrir að sú tala eigi eftir að fara yfir 15.500 árið 2024. Illkynja sortuæxli verði þar með fjórða algengasta krabbamein beggja kynja. Ríkir sofa frekar naktir Könnun sem Sentio Research Danmark gerði fyrir fréttastof- una Newspaq leiddi í ljós að því ríkari sem þú ert því meiri líkur eru á að þú sofir nakinn. Að meðaltali sofa þrett- án prósent Dana án klæða, en þéni viðkomandi undir 200.000 dönskum krónum á ári, um 4,8 milljónum íslenskra króna, er líklegra að hann sofi í nærfatn- aði eða stuttermabol. Af þeim lægst launuðu sofa aðeins um fimm prósent nak- in, en næstum einn af hverjum fimm af þeim auðugustu, sem þéna yfir 700.000 danskar krón- ur á ári, um 16,7 milljónir ís- lenskra króna, sefur spjaralaus. Rannsóknin leiddi ennfrem- ur í ljós að karlmenn eru í meiri- hluta þeirra sem sofa naktir því tvöfalt fleiri karlmenn en kven- menn sofa án klæða. Ókeypis próf reyndist rándýrt Réttað verður í máli varðandi Vís- indakirkjuna í Frakklandi, en hún hefur verið ákærð um svindl. Málið er tilkomið vegna kvartana konu sem segist hafa sætt þrýstingi af hálfu kirkj- unnar til að greiða háar fjárhæðir eftir að henni var boðið upp á ókeypis per- sónuleikapróf. Frönsk stjórnvöld líta á Vísinda- kirkjuna sem sértrúarsöfnuð og verð- ur þetta í fyrsta skipti sem réttað er yfir kirkjunni í svikamáli þar í landi. Fyrri dómsmál hafa tengst einstökum með- limum Vísindakirkjunnar. Að sögn konunnar sem lagði fram kvörtunina komu meðlimir kirkjunn- ar að máli við hana í París og buðu henni upp á ókeypis persónuleika- próf, en þegar upp var staðið hafði hún eytt öllu sparifé sínu í bækur, lyf og rafrænan mæli, svonefndan e- mæli, sem er hluti af búnaði Vísinda- kirkjunnar. Lögfræðingar Vísindakirkjunnar hafa lýst yfir að þeir muni berjast gegn ákærunum og neita að beitt hafi verið andlegum þrýstingi af nokkru tagi. Lögfræðingar konunnar munu á hinn bóginn bera við að kirkjan reyni kerfisbundið að afla fjár með andleg- um þrýstingi og með vísindalega vafa- sömum „lækningum“. Vísindakirkjan á mismikið upp á pallborðið hjá ríkisstjórnum Evr- ópu og á síðasta ári var úrskurðað í Þýskalandi að hún væri í andstöðu við stjórnarskrána. Spænskur dómstóll hefur hins vegar úrskurðað að Vísindakirkjan á Spáni skuli endurheimta sæti sitt á lista landsins yfir opinberlega viður- kennd trúarbrögð. Verslun Vísindakirkjunnar í París Vísindatrú er talin sértrú í Frakklandi. Roðinn í auStRi Norður-Kórea á á hættu enn frekari einangrun á alþjóðavettvangi eftir yfirlýsingar stjórnvalda þess efnis að tilraun með kjarnorkusprengju, jafn- öfluga þeirri sem lagði Hiroshima í rúst, hafi tekist fullkomlega. Innan við tveir mánuðir eru liðn- ir síðan stjórnvöld í Norður-Kóreu reittu Bandaríkjamenn og banda- menn þeirra til reiði með tilrauna- skotum á langdrægum skotflaugum. Norður-Kóreumenn fullyrtu þá að um hefði verið að ræða burðarflaug- ar fyrir fjarskiptagervihnetti. Á þeim tíma beittu Rússar og Kín- verjar neitunarvaldi hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn refsi- aðgerðum gegn Norður-Kóreu, en næsta öruggt má telja að kröfur um aðgerðir gegn landinu munu verða háværar nú, enda um mun alvarlegra mál að ræða. Lengra á veg komnir en Íranar Þar til fyrir um hálfu ári ályktuðu er- lendar ríkisstjórnir að þrátt fyrir að Norður-Kórea hefði yfir sex til tólf kjarnaoddum að ráða skorti Norð- ur-Kóreumenn getu til að gera þá þannig úr garði að hægt væri að festa þá á skotflaug. Síðustu mánuði hafa þó ver- ið teikn á lofti um að Norður-Kórea væri komin í hóp fullgildra kjarn- orkuvelda, með getu til að þurrka út heilu borgirnar í Japan og Suður- Kóreu. Þessi nýja staða hefur verið und- irstrikuð af fjölda ályktana sem sér- fræðingar frá Alþjóðlegu kjarn- orkumálastofnuninni hafa sent varnarmálaráðuneyti Bandaríkj- anna. Talið er að Norður-Kóreu sé ekkert að vanbúnaði til að út- búa miðlungsdræg flugskeyti með kjarnaoddum. Sé sú raunin er Norður-Kórea lengra á veg komin en Íran í kapp- hlaupinu að því marki að geta gert kjarnorkuárás. Að auki breytist til muna jafnvægið á milli stórs, en fá- tæklega búins, hers Norður-Kóreu og Suður-Kóreu, sem nýtur stuðnings Bandaríkjanna. Snéru baki við samkomulagi Stjórnvöld Norður-Kóreu vöruðu við annarri kjarnorkuvopnatilraun eftir að Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu tilraunir Norður-Kóreumanna með skotflaugarnar þann 5. apríl. Samein- uðu þjóðirnar samþykktu þá einnig að herða refsiaðgerðir gegn Norður- Kóreu sem ákveðnar voru árið 2006 í kjölfar kjarnorkutilraunar landsins. Þegar Sameinuðu þjóðirnar neit- uðu að biðjast afsökunar á að hafa fordæmt aðgerðir Norður-Kóreu í apríl ráku þarlend stjórnvöld alþjóð- lega eftirlitsmenn úr landi og hótuðu að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið með kjarnakljúfinn í Yongbyon og snéru baki við samningaviðræð- um þar að lútandi. Norður-Kóreu- menn samþykktu árið 2007 að hefja niðurrif áðurnefnds kjarnakljúfs. Þessi tilraun Norður-Kóreu hef- ur aukið ótta um að þar á bæ nálgist menn getu til að útbúa langdræg- ar skotflaugar með kjarnaoddum, sem fræðilega væri hægt að skjóta til Havaí og Alaska. Áhyggjuefni allra þjóða Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, lítur málið alvarleg- um augum og hann sagði að tilraun Norður-Kóreu væri áhyggjuefni fyrir allar þjóðir. „Norður-Kórea storkar með beinum og gáleysislegum hætti alþjóðasamfélaginu,“ sagði Obama. Í yfirlýsingunni sagði hann að fram- ferði Norður-Kóreu yki á spennuna í norðausturhluta Asíu og græfi undan stöðugleika. Kínverjar, helsta bandalagsþjóð Norður-Kóreu, hvöttu nágranna sína til að forðast aðgerðir sem aukið gætu á spennu á svæðinu og hvöttu Norðir-Kóreumenn til að snúa aftur að samningaborðinu. Stjórnvöld í Kína sögðust vera „staðfastlega and- víg“ tilraun Norður-Kóreu. Japanir sögðust mundu leita nýrr- ar ályktunar þar sem tilraun Norður- Kóreu yrði fordæmd, en Japanir telja sig vera ofarlega á lista Norður-Kóreu yfir hugsanleg skotmörk. Auk kjarnorkutilraunarinnar í gær skutu Norður-Kóreumenn þremur skammdrægum skotflaugum í til- raunaskyni. „Norður-Kórea storkar með beinum og gáleys- islegum hætti alþjóða- samfélaginu,“ sagði Obama. KoLbeinn þorSteinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is október 2006 – Norður-Kórea framkvæmir kjarnorkutilraun neðanjarðarFebrúar 2007 – Norður-Kórea samþykkir að loka helsta kjarnakljúfi sínum í skiptum fyrir eldsneyti Júní 2007 – Norður-Kórea lokar helsta kjarnakljúfi sínum í YongbyonJúní 2008 – Norður-Kórea gefur loks út yfirlýsingu um stöðu sína í kjarnorkumál-um október 2008 – Bandaríkin fjarlægja Norður-Kóreu af lista yfir þjóðir sem styðja hryðjuverk Desember 2008 – Norður-Kórea hægir á ferli við að kasta fyrir róða kjarnorku-áætlun sinni í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjanna um að fresta aðstoð í orkumálumJanúar 2009 – Norður-Kórea lýsir því yfir að allt stjórnmála- og hernaðar-samkomulag við Suður-Kóreu sé fallið úr gildi og sakar nágrannaþjóðina um „fjandsamleg áform“. Apríl 2009 – Norður-Kórea framkvæmir eldflaugaskot og fullyrðir að um sé að ræða burðarflaug fyrir samskiptagervihnött Maí 2009 – Norður-Kórea endurtekur leikinn frá 2006 Hersýning í norður-Kóreu Her landsins er fjölmennur en fátæklega búinn. Skotflaugar í norður-Kóreu, ódagsett Tilraunaskot fóru fram sama dag og kjarnorkutilraunin var framkvæmd. „Þetta var alveg ótrúlegt, þær stóðu þarna sem lamaðar gömlu konurn- ar og áttu ekki orð yfir þessa fram- komu. Svona mál eru á könnu fé- lagsmálaráðherrans og það hefði örugglega tekið hann hálfa mínútu að koma, kaupa af okkur merki og óska okkur góðs gengis,“ segir Pétur Sigurgunnarsson, sem hefur hrint af stað sölu um allt land á barmmerkj- um og rennur allur ágóði af sölunni til Fjölskylduhjálpar Íslands. Pétur hafði ásamt hópi fólks frá Fjölskylduhjálpinni óskað þess að alþingismenn kæmu út á Austur- völl og yrðu þeir fyrstu sem keyptu barmmerkin. Aðeins 3 af 63 þing- mönnum sáu sér fært að mæta, en steininn tók úr að mati Péturs þeg- ar Árni Páll Árnason félagsmálaráð- herra kom gangandi eftir Austur- velli. „Ég sá Árna Pál og ákvað að grípa tækifærið og kalla á hann. Ég sagði honum hvert tilefnið væri og hvort hann hefði ekki séð tölvupóstinn frá mér. Hann svaraði á þá leið að það gæti verið en hann myndi það ekki. Svo spurði ég hann hvort hann vildi ekki koma og kaupa merki. Þá sagð- ist hann ekkert mega vera að því, hann væri orðinn svo seinn á fund. Svo rauk hann inni í Alþingishúsið og hvarf svo skömmu síðar inn í ráð- herrabílinn sinn,“ segir Pétur. Ásgerður Jóna Flosadóttir, for- maður Fjölskylduhjálparinnar, segir að konurnar sem stóðu á Austurvelli þennan dag hafi verið afskaplega vonsviknar. „Sumar konurnar þarna eru komnar á níræðisaldur, þær eru miður sín yfir þessu, að hluti af stjórnmálastéttinni sé kominn í óra- fjarlægð frá almenningi. Þær ætl- uðu varla að trúa þessu. Það lofar nú ekki góðu þegar félagsmálaráð- herra sýnir fólkinu í þessu landi og þeim sem komu illa undan hruninu svona litla virðingu. Maður er svolít- ið hissa á að hann hafi valist til þess- ara starfa.“ Ekki náðist í Árna Pál Árnason við vinnslu fréttarinnar. valgeir@dv.is HLJÓPST UNDAN MERKJUM Árni Páll Árnason „sumar konurnar þarna eru komnar á níræðisaldur, þær eru miður sín yfir þessu, að hluti af stjórnmálastétt- inni sé kominn í órafjarlægð frá almenningi,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir. mynd RóbeRt ReyniSSon „Þá sagðist hann ekki mega vera að því, hann væri orðinn of seinn á fund.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.