Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 37
Föstudagur 29. maí 2009 37Helgarblað Hannes Holdgervingur ársins 2007 2. sæti Björgólfur Thor Björgólfsson „Var í öllum flottustu partíunum með fræga fólkinu á einkaþotu og með eignir út um allan heim. Bara peningalykt af þessu. Hann er enn að. Held að hann hafi sloppið vel frá kreppunni.“ „Konungur góðærisins. Lifði drauminn alla leið og tók þátt í öllu bullinu og tekur enn þátt með þeim ríku og frægu. um tíma samgladdist maður og fannst hann eiga hverja krónu skilið en svo bara pissa menn á sig og halda að enginn taki eftir því, má ég þá frekar biðja um kassavana menn í guðana bænum.“„Keypti sér hús á einhver hundruð milljónir, mættir á sinni einkaþotu, gerði samning og hvarf aftur í loftin blá. glæsilega klæddur, sexí og geislandi af sjálfsöryggi. Það er enn árið 2007 hjá Björgólfi.“ „Björgólfur thor kemur sterkur inn. Burt séð frá þessum venjulegu einkaþotum, sem þeir áttu allir, þá var þetta með að kaupa „Óðal feðranna“, Fríkirkjuveg 11, af reykjavíkurborg - og byrja í beinu framhaldi strax að reyna að sölsa undir sig einn ástsælasta almenningsgarð reykvíkinga, undir „heimreið fyrir heimsóknir erlendra fyrirmenna“, nokkuð lýsandi fyrir stemninguna eins og hún var orðin.“„Fékk óáreittur að semja leikreglurnar í sínu bankamatadori.“ „sá besti í bísness, og alltaf svo hress, á harðaspani um heiminn ennþá, banka-laus en ennþá með heftið, kemur við í stöku partíi í Cannes, og thorsara-húsið í reykjavík veðsett í topp og rjáfur. íslenskt... já takk.“ 6. sæti BuBBi MorThens „seldi lögin sín og sálu til glitnis og útrásarvíkinganna. Kom fram í teinóttum jakkafötum og labbaði út í range rover. Breytti lögunum sínum fyrir „black tie“-klæðnað til að þóknast nýríka fólkinu.“ „græðgin varð honum að falli og nú er hann aftur orðinn „einn af okkur“.“ „Konungur góðærisins. alþýðuhetjan sem varð góðærinu að bráð. skipti flökunarhnífnum og kassagítarnum út fyrir hlutabréf og tugmilljóna jeppa. Þóttist berjast fyrir alþýðuna í byltingunni en hljóp þaðan hræddur í faðm auðvaldsins við fyrsta tækifæri enda líklegra að hann nái í monningana þaðan.“ 7. sæti eiginkonur úTrás- arvíkinganna „Fóru í dýrindisferð til Oman á dögunum. Hefðu átt að hafa vit á að halda sig heima.“ „til að halda í kynjakvótann verður að minnast á elsku dúllurnar í kampavíns- klúbbnum sem voru í felum á einhverju 15 stjörnu hóteli í sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þær fá prik fyrir að gera sitt til að halda merki 2007 á lofti.“ „Frægar bara fyrir að vera eiginkonur manna sem áttu peninga. gerðu ekkert annað en að sinna því hlutverki. Fóru saman í ferðir og báru saman kjólana, veskin og merkjavörur barna sinna. Vonandi hverfa þær með víkingunum sínum, því það er engu foreldri hollt að missa svona jarðsambandið.“ 9. sæti jón ásgeir jóhannesson og ingiBjörg PálMadóTTir „dansaði á eftir hömlulausu einkavæðingarstefnunni hans davíðs þrátt fyrir að fá litla lofgjörð í „davíðssálmum“ enda ættsnauður í gömlu peningavaldselítunni og óstýrilátur í þokkabót.“ „í einkaþotugenginu fóru auðvitað fremst 101-hjónin Jón Ásgeir og Ingibjörg Pálma. Hún reyndi að innleiða nýja tísku: svartar rósir í brúðarvöndum. Henni mistókst.“ 10. sæti Páll Magnússon „tákngervingur hrokans. skaust á toppinn í skjóli Þorgerðar Katrínar – er á ofurlaunum og með lúxusbíl sem almenningur greiðir fyrir. Hefur ekkert bætt stöðu innlendrar dagskrárgerðar, bara komið öllu í kaldakol í fyrirtæki sem er með risaforskot á alla samkeppnisað- ila. Ætti ekki að vera hægt.“ „Bíllinn og launin voru og eru mjög 2007 - embætti hjá ríkisfyrirtæki sem felur í sér að maður gerir ekki neitt en fær 1,5 milljónir á mánuði er hreinlega ríkisvæð- ing 2007 hugsunarháttarins. sýnir svart á hvítu hvernig hlutirnir gengu fyrir sig – fólk fékk allt fyrir ekki neitt.“ 11. sæti gunnar sMári egilsson „Ætlaði að byggja upp fjölmiðlaveldi sem síðan hrundi eins og spilaborg.“ „gengur ljósum logum í silfri Egils, sér í gegnum holt og hæðir útrásarinnar núna, en var sjálfur númer eitt í rásröðinni, gerði gloríur á heimsmælikvarða, og hótar núna að stofna enn nýtt blað. Ekki meir herra Húsameistari Baugs, ekki meir.“ - Björn ingi Hrafnsson - sigurður Kári Kristjánsson - Magnús Ásgeirsson - Eggert Magnússon - Gömlu bankarnir - Einkaþotugengið - sjálfstæðisflokkurinn - Egill Gillzenegger - Aparnir þrír, sá sem sér ekki, sá sem heyrir ekki og sá sem talar ekki - Ármann Þorvaldsson - Íslendingar - Magnús Ármann - Ásdís Rán Gunnarsdóttir - Gunnar Birgisson - Hannes Hólmsteinn Gissurarson - Jónína Ben - Björgólfur Guðmundsson - Bjarni Ármannsson - Finnur ingólfsson 3.–4. sæti davíð oddsson „aðalhönnuður „óðærisins“ og tekur enga ábyrgð á gjörðum sínum. Það er allt „hinum að kenna“. Það er mjög mikið 2007.“ „ræður sjálfan sig í seðlabankann og venslamenn í Hæstarétt. Óhæfur í embætti og var það lokahnykk- urinn í þeirri óstjórn sem hann hafði staðið fyrir í langan tíma sem forsætisráðherra. Holdgervingur valdahrokans.“ „Oddurinn á því spjóti sem skóp græðgisvæðingar- „góðærið“. með hömlulausri einkavæðingarstefnu er hann það höfuð sem útrásarvíkingarnir dönsuðu eftir.“ „uppgangur og fall góðærisins í eigin persónu, hvort heldur litið er á hann með góðu eða illu. Átti stóran þátt í að afnema flest regluverk fjármálakerfisins án þess að neitt kæmi í staðinn. Einkavinavæðingin átti sér að mestu stað á meðan hann var við völd í forsætisráðuneytinu.“ 8. sæti ólafur ólafsson „Fyrir að vera enn með þjón á sínum snærum í sumarhúsinu. sbr. fréttina af þjóninum í bústaðnum.“ „Hélt afmælisveislu aldarinnar. Flaug um loftin blá í einka- þyrlu, stoppaði meira að segja í sjoppu til að kaupa pylsu. í dag er engu líkara en að maðurinn hafi hrapað án fallhlífar úr þyrlu sinni. Húsleit, gjaldþrot og enginn Elton. Æi, var ekki alveg eins gott að hafa pönnsur með sykri í afmælinu sínu?“ „Einn af þeim sem lifðu hæst og gerðu sig að fíflum með eyðslusemi og plotti.“ Þessi voru lÍKa TilneFnd:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.