Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 25
Föstudagur 29. maí 2009 25Fréttir Almennar bíla- og vélaviðgerðir Neyðarnúmer allan sólarhringinn 899 1764 ● Pú st - o g br em su vi ðg er ði r● ● T öl vu le st ur ● ● S æ kj um b ilu ð tæ ki ● ● S öl us ko ðu n ● AllAr AlmennAr viðgerðir á húsbílum og ferðAvögnum Jónsmessunótt á Fimmvörðuhálsi og Útivistargleði í Básum Helgina 19.-21. júní Skráning í síma 562 1000 BISKUP Í FELUM Í þingræðunni segir með- al annars: „Herra forseti. Við- kvæmt og vandmeðfarið efni er til umræðu og það svo að við hikum jafnvel við að hefja máls á því. [...] Við erum hér ekki að kveða upp dóma. Ég legg þunga áherslu á það að brýn nauðsyn er á skýrum boðleiðum og viðbrögðum, öruggum, faglegum og fum- lausum viðbrögðum. Þannig ber að tryggja tilfinningalega áheyrn og einnig að tryggja öryggi þeirra sem hafa um- kvartanir fram að færa. Ein- staklingur þarf að geta kvart- að, fundið að ósæmilegri framkomu gagnvart sér, líka löngu áður en áreitið og ein- eltið er komið á það stig að það varðar við lög. Ör- yggi beggja aðila þarf að tryggja. Við þurfum að kunna að taka á málum sem eru erfið og óþægileg. Komi slík mál upp innan opinberra stofnana og hvar svo sem þau koma upp annars stað- ar, er mikilvægt að bregðast við þeim af ábyrgð, af virð- ingu og trúnaði við alla málsaðila jafnt. Ég heiti mínum stuðningi til þess að svo megi verða.“ Prestar þöglir Mál Sigrúnar Pálínu hefur verið mikið rætt innan presta- stéttarinnar eftir að hún ræddi opin- skátt við Jón Ársæl í Sjálfstæðu fólki á Stöð 2 á sunnudag. DV hafði sam- band við fjölmarga presta og vildu fæstir þeirra tjá sig þar sem málið er afar viðkvæmt að þeirra sögn. Séra Þórhallur Heimisson var í námi í Svíþjóð þegar mál Ólafs kom upp og er glaður að hafa ekki komið nálægt því. „Það liggur við að ég segi að ég sé glaður yfir því að þegar þetta allt gekk yfir á sínum tíma var ég í framhalds- námi í fjölskylduráðgjöf og trúar- bragðafræði í Uppsölum í Svíþjóð. Ég fór út árið 1993 og kom ekki almenni- lega heim fyrr en 1997 þannig að ég missti af þessu algjörlega. Ég frétti af þessu frá félögum mínum og úr fjöl- miðlum. Ég hef aldrei sett mig inn í þetta almennilega því þegar ég kom heim var þetta allt þannig séð kom- ið í einhvern farveg og ég hafði eng- an áhuga á því að setja mig inn í það meir því ég hafði ekki komið nálægt því á neinn hátt. Eftir á að hyggja er ég mjög glaður að hafa losnað und- an því.“ Niðurstaða verður að nást Þórhallur segir mikilvægt að ljúka málinu sem fyrst. „Þetta er allt saman sorglegt mál eins og svona mál eru. Ég vildi bara óska að það væri hægt að finna enda- punkt þannig að þessu máli myndi ljúka og einhver niðurstaða myndi nást. Eins og með alla erfiða hluti verður alltaf að ljúka þeim. Því leng- ur sem það dregst því verri verða þeir. Það þarf endi fyrir þessar konur og alla sem að þessu máli koma. Og líka náttúrlega fyrir kirkjuna og samfélag- ið allt,“ segir Þórhallur sem veit ekki af hverju biskup tjáir sig ekki um málið. „Hann hlýtur að hafa ástæðu út af því að málið er í einhverjum far- vegi sem ég þekki ekki til. Það verð- ur að taka á þessu máli. Það þýð- ir ekkert að láta eins og ekkert hafi gerst og ekk- ert sé að gerast. Ég vona bara að þessu ljúki sem fyrst og það fá- ist einhver endir þannig að þetta sé úr sögunni.“ En fær Sig- rún Pálína per- sónulega afsök- unarbeiðni? „Ég get ekkert sagt um það. Ég hef ekki hugmynd. Þú verður að spyrja einhvern annan en mig.“ Karl stígur fyrsta skrefið Séra Magnús Björn Björnsson vill lít- ið segja um hvernig málið var unn- ið af hálfu kirkjunnar á sínum tíma en fagnar afsökunarbeiðni biskups á prestastefnu. „Það er erfitt að tjá sig um málið. Þetta var ofboðslega erfitt mál fyr- ir kirkjuna og sorglegt hvernig þessi mál þróuðust. En ég fagna því að á prestastefnu fjallaði Karl biskup um þessi mál í setningarræðu sinni. Í raun og veru biðst hann þar afsök- unar og er mjög einlægur að tjá að honum finnist það alveg skelfilegt hvernig þessi mál hafi þróast inn- an kirkjunnar. Á prestastefnu stígur hann fyrsta skrefið með því að biðja börn og konur afsökunar sem hafa orðið fyrir áreitni af hálfu kirkjunn- ar manna. Kirkjan er búin, í gegnum árin frá því að mál Ólafs kom upp, að setja sér mjög strangar siða- og starfsreglur og það verður til þess að þegar biskup segir þetta kemur Sig- rún Pálína fram og treystir sér til þess að opna málið upp á nýtt.“ „Staða Karls er sterk“ Magnús starfaði um tíma á barna- og unglingageðdeild og kynntist þar þjáningum fórnarlamba kynferðisof- beldis. „Við erum að tala um svo erfiða hluti því við erum að tala um fórn- arlömb ofbeldis. Hvort sem sekt hafi verið sönnuð eða ekki erum við að tala um fórnarlömb engu að síður. Þessi ofbeldismál eru þau hræðileg- ustu sem til eru vegna þess að þau hafa svo gífurlega djúp áhrif á þá einstaklinga sem fyrir þeim verða. Maður kennir ávallt í brjósti um þá sem hafa orðið fyrir slíku ofbeldi,“ segir Magnús sem treystir biskupi. „Staða Karls er sterk. Sem höfuð kirkjunnar finnst mér hann í raun og veru vera að gera það sem í hans valdi stendur. Ég fulltreysti Karli. Mér finnst hann einlæglega reyna að gera það sem í hans valdi stendur til að taka á þessum málum þannig að sár megi gróa.“ Magnús er bjartsýnn á að Sigrún Pálína fái þá uppreisn æru sem hún sækist eftir á fundi kirkjuráðs 19. júní. „Vonandi verður þarna þessi huggun og sátt sem maður vonast til að náist og ég vænti einskis annars en það megi verða.“ Málið hlaðið mistökum Snorri Óskarsson hjá Hvítasunnu- kirkju Akureyrar segir stöðu biskups veika. „Ég tel hiklaust að hann veiki stöðu sína sem æðsti maður prest- anna því hann á að hafa á hreinu hvernig hann á að bregðast við. Svo getur maður líka sagt að þetta er maður sem veit hina hliðina á mál- inu. Sjálfsagt hefur hann talað við séra Ólaf á sínum tíma og vill ekki ýfa málin upp og ætlar að standa þessar árásir af sér. Ég held að það sé til að gera málin flóknari því biskup sem hefur skoðun og þorir að tjá sig gef- ur öllum hinum líka ráð um leið. Það er eins og leiðsögn fyrir kirkjuna inn í nýjan tíma. Ég held að leiðsögnin sé alltaf fólgin í því að kona sem kem- ur til prests kemur til manns sem er öruggur og hún getur treyst. Það þarf ekki að spyrja um það því til þess er ætlast. Ef einhver prestur sýnir af sér svona óeðlilega hegðun á hann að yf- irgefa embætti.“ Snorri telur málið ennfremur hlaðið mistökum. „Mér fannst það hlaðið mistök- um í gamla daga. Fulltrúar kvenn- anna áttu að hafa vit á því að fara til séra Ólafs og leysa málin. Þeir áttu að tala við hann, gera honum grein fyrir ákærunni og leggja til hvað hann þyrfti að gera í þessu máli. Hann hefði átt að leita sér aðstoð- ar eða hverfa frá því að gefa sig fram sem biskupsefni. Nú ættu prestar að grípa tækifærið og prestastefna ætti að biðja svona konur afsökunar. Síðan ættu þeir að setja sér ramma hvernig þeir eiga að starfa og hvaða reglum er best að fylgja í svona sálu- sorgun. Karl talar við karl og kona talar við konu til dæmis. Það er heil- brigðast og eðlilegast.“ Fimmtudagur 30. apríl 200912 Helgarblað Karl Sigurbjörnsson Ólafi SkúlasyniGunnari Björnssyni FYRIRGEFNING SYNDANNA „Ég bið þær konur og börn, sem brot- ið hefur verið á af hálfu starfsmanna og þjóna kirkjunnar fyrirgefningar á þeirri þjáningu og sársauka sem þau hafa liðið,“ sagði Karl Sigurbjörns- son, biskup Íslands, í setningarræðu sinni við upphaf Prestastefnu Íslands í Kópavogskirkju á þriðjudagskvöld. Sagði biskup ennfremur að Kirkju- þing hefði sett starfsreglur um með- ferð kynferðisbrotamála í kirkjunni. „Settar hafa verið siðareglur og heilræði fyrir starfsfólk í barna- og æskulýðsstarfi. Við verðum að taka mark á þessu og fylgja eftir í starfi kirkjunnar. Þessa dagana er verið að ljúka gerð bæklings sem unninn er af starfshópi á vegum Þjóðkirkjunnar og annarra kristinna trúfélaga sem vill leggja sitt af mörkum til að vinna gegn ofbeldi í hvaða mynd sem er, sem sagt kynferðisáreitni og mis- notkun.“ Vonar að sár muni læknast Karl segir í samtali við DV að fyrir- gefningin sé almenn en útilokar ekki að einstaka aðilar verði beðnir fyrir- gefningar persónulega af hálfu kirkj- unnar. „Þá er það þegar og ef. En ég tek það skýrt fram að þetta er almenn yf- irlýsing og þetta snertir ekki einstaka atvik. Ég er ekki í þeirri stöðu þarna að taka á sérstökum málum sem fyrir liggja. Ég er að vísa til bæði mála sem hafa verið í hámæli og til reynslu sem fólk hefur talað um stundum mörgum árum síðar þar sem farið hefur verið yfir mörkin. Ég er að vísa til þessara sára, þjáningar og sárs- auka sem er þarna úti sem í raun ýf- ist upp og hefur aldrei fengið neina sérstaka úrlausn. Ég er bara að orða það. Ég bið þess og vona að þessi sár muni læknast. Ég tala við presta og djákna og kirkju fólksins og það er fyrir þeirra hönd sem ég ber þetta fram en ég er ekki með nein sérstök dæmi í huga. Ég er ekki að dæma í sérstökum, til- teknum málum. Ég er bara að vísa til þess að það eru ýmsir sem bera sár og finna til þeirrar þjáningar sem hefur kannski aldrei verið tekið á. Eins og er alls staðar í okkar samfé- lagi eru kirkjunnar starfsmenn upp til hópa fólk eins og annað fólk.“ Kynbundið ofbeldi er samfélagsvá Karl telur að kynferðisbrot verði ekki aðeins gerð upp með lögum og reglum heldur líka með hjálp trúarinnar. „Heimilisofbeldi og kynbundið of- beldi er samfélagsmein á Íslandi í dag. Kirkjan hefur markað stefnu um virka andstöðu gegn kynbundnu ofbeldi í samfélaginu. Hún hefur markað stefnu bæði innan sinna vébanda í kirkjunni og líka í samfélagi við alþjóðakirkju- stofnanir sem við erum þátttakendur í. Það er mikilvægt að við fylgjum því eftir og tökum það alvarlega og látum þau skilaboð hljóma í samfélaginu. Öll umræða um slíka hluti verður til þess að ýfa upp sárar minningar um brot og margt af því verður ekki gert upp með þeim verkfærum sem samfélag- ið leggur til með lögum sínum og regl- um, siðareglum og dómstólum heldur með þeim verkfærum sem trúin bend- ir okkur á. Það er að tala um hlutina, iðrunin, fyrirgefningin sem til þarf. Það er vegur trúar, vonar og kærleika. Að því þurfum við að stuðla. Það sem ég er fyrst og fremst að vísa til er að okkar stefnumörkun í þessum málum er alveg skýr og kirkjan vill ekki líða slíka framkomu. Hún vill vinna að því og taka undir með þeim í okkar samfélagi sem vilja vinna gegn þess- ari samfélagsvá sem margvíslegt kyn- bundið ofbeldi er. Við eigum að taka það alvarlega. Þetta eru ekki bara ein- hver pappírsgögn þessar stefnumark- anir kirkjunnar. Þetta á að hafa áhrif á okkar persónulegu afstöðu og hvernig við vinnum úr málum þegar þau koma upp í framtíðinni.“ Sakaður um nauðgunartilraun Nokkur tilfelli hafa komið upp síð- ustu ár þar sem starfsmenn kirkj- unnar hafa verið sakaðir um kyn- ferðislega áreitni. Árið 1996 sakaði Sigrún Pálína Ingvarsdóttir séra Ólaf Skúlason, þá- verandi biskup, um nauðgunartil- raun. Mál Sigrúnar vakti mikla at- hygli á Íslandi og í kjölfar ásakana hennar gáfu aðrar konu sig fram og sökuðu biskup um kynferðislega áreitni. Öll málin voru frá þeim tíma þegar Ólafur var prestur. Biskup kærði málið til saksókn- ara og sagði sakaráburð nafn- greindra og ónafngreindra aðila vega að friðhelgi einkalífs hans og æru með ólögmætum hætti. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á þessum tíma sagði að ráða mætti af ummælum í fjölmiðl- um að markmiðið með þess- um röngu sakargiftum væri að þvinga hann til að segja sig frá biskupsembættinu. Ríkissaksóknari vísaði mál- inu frá þar sem hann taldi ekki efni fyrir hendi til að ákæru- valdið aðhefðist neitt í máli kvenn- anna sem biskup kærði. Skömmu áður en saksóknari tilkynnti þessa niðurstöðu ákvað biskup að aftur- kalla kröfu sína. Biskupinn er sekur Í viðtali við Helg- lilja Katrín GunnarSdÓttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is Baðst fyrirgefningar Karl bað fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis fyrirgefningar við upphaf prestastefnu íslands og segir kynbundið ofbeldi samfélagsmein á íslandi. Sýknaður Séra gunnar var sýknaður fyrir skemmstu af ákærum um kynferðisbrot gegn tveimur unglingsstúlkum. „Eins og er alls staðar í okkar samfélagi eru kirkjunnar starfsmenn upp til hópa fólk eins og annað fólk.“ Fimmtudagur 30. apríl 2009 13 Helgarblað arpóstinn 30. maí árið 1996 lýsti Sig- rún Pálína yfir vonbrigðum sínum við þessari niðurstöðu og sagðist standa við að biskup væri sekur. „Ég er ekki sátt við þessi málalok, þar sem engin niðurstaða fékkst. Það segir þó sína sögu að ríkissaksóknari skuli ekki telja ástæðu til málshöfð- unar gagnvart okkur fyrir að hafa borið biskup röngum sökum. Bendir það til þess að biskup sé saklaus? Mér sýnist að ef ég hefði komið fram með þetta mál áður en það var fyrnt hefði ég jafnvel getað unnið það, því ég stend við það að biskupinn er sekur. Við rannsókn RLR komu fram vitni sem höfðu sömu sögu að segja af samskiptum við biskup og við. En það hlýtur að vera óviðunandi, bæði fyrir presta landsins og okkur sem tilheyrum Þjóðkirkjunni, að biskup sitji áfram í embætti eftir það sem á undan er gengið,“ sagði Sigrún Pálína í við- talinu. Valdníðsla Sigrún Pálína tók málið fyrst upp tveimur árum áður. Þá talaði hún við séra Pálma Matthíasson og árið eftir við séra Vigfús Þór Árnason. Hún bað prestana tvo að taka málið upp inn- an kirkjunnar en hvorugur hafðist að í málinu. „Í upphafi lagði ég ekki fram kæru á hendur bisk- upi heldur erindi til siða- nefndar Prestafélagsins. Framganga biskups í mál- inu varð hins vegar til þess að ég fór að sækja málið með ákveðn- ari hætti. Eg sé ekki eftir að hafa farið af stað með þetta mál þótt niðurstaðan valdi mér vonbrigðum. Ég var svo barnaleg að halda að siðanefnd Prestafélagsins tæki virkilega á málinu og liti það alvarlegum augum. Tilgang- ur minn var að losa mig við þessa vitneskju og hræðslu um að aðrar konur ættu eftir að lenda í því sama og ég. En þegar málið snýst upp í það að Ólafur Skúlason fer að hóta mér, eins hann gerði á sáttafundi í Graf- arvogskirkju, varð ekki aftur snúið. Þetta mál er löngu hætt að snúast um mig og biskup. Það snýst um vald og valdníðslu og réttarkerfið í landinu,“ sagði Sigrún Pálína í viðtali við Helg- arpóstinn 30. maí árið 1996. „Neytir aflsmunar“ Sigrún Pálína og tvær aðrar kon- ur sögðu sögu sína í helgarblaði DV í byrjun mars þetta ár. Þar lýsti Sig- rún Pálína fundi sínum við séra Ólaf í Bústaðakirkju að kvöldi vegna þess að séra Ólafur sagðist ekki geta hitt hana á öðrum tíma, að sögn Sigrún- ar. „Ég kalla þetta tilraun til nauðg- unar. Þegar viðkomandi neytir afls- munar til að koma fram vilja sínum og fórnarlambið þarf að beita afli til að komast undan er farið yfir mörk- in á milli kynferðislegrar áreitni og nauðgunartilraunar,“ sagði Sigrún í viðtalinu. „Ég komst út úr kirkjunni, fór heim og brotnaði alveg niður. Ég skalf og grét alla nóttina. Ég sagði mínum nánustu frá þessu en það var alls staðar sama svarið. „Þú getur ekkert gert, þetta er orð á móti orði.“ Á þessum tíma voru engin Stígamót og þessi umræða ekki byrjuð nema að mjög litlu leyti. Eðli atburðarins og hversu alvarlegur hann var gerði það að verkum að ég gat ekki fundið sökina hjá mér þrátt fyrir að ég færi strax að leita að henni eins og fórn- arlömb reyna jafnan að gera.“ Önnur kona sagði frá því að séra Ólafur hefði leitað á hana í Kaup- mannahöfn 1979. Þá hefði hún búið þar ásamt eiginmanni sínum og séra Ólafur viljað hitta þau en hann var þá í borginni á presta- þingi. Þriðja konan sagðist hafa orðið fyrir áreitni séra Ólafs þeg- ar hún var tólf ára. Nokkru áður en konurnar þrjár komu fram í DV birtist frétt í blaðinu þar sem greint var frá að þrjár konur hittust reglulega hjá Stígamótum vegna fyrri samskipta sinna við biskup og að starfskona samtakanna vissi af fleiri konum en vildi ekki greina nánar frá málum þeirra. Tveir biskupar í málinu Einn þeirra sem tengdust inn í mál kvenn- anna gegn séra Ól- afi biskupi á sínum tíma var séra Karl Sigurbjörnsson, þá prestur og nú biskup. Samkvæmt frétt DV 6. mars 1996 beittu tveir prestar, þeir Hjálmar Jónsson, sem þá var þingmaður en er nú sóknarprestur dómkirkjunnar, og Karl, núverandi biskup, áhrifum sín- um til að fá konurnar sem ásökuðu Ólaf biskup um kynferðislega áreitni til að falla frá málum sínum. Í frétt- inni segir meðal annars að prestarn- ir tveir hafi átt tíða fundi með kon- unum og að í kjölfar þeirra hafi ein kvennanna dregið mál sitt til baka. „Munu prestarnir meðal annars hafa lagt mikla áherslu á kostnaðinn sem því fylgi að standa í málarekstri gegn biskupi,“ segir í fréttinni. Séra Karl vildi ekkert tjá sig um þetta á þeim tíma en ónafngreind- ur prestur sem DV ræddi við á þeim tíma sagði að miklu „handafli“ hefði verið beitt af hálfu biskupsmanna til að þagga það niður. Gefðu mér nú kraft Á síðasta ári kærðu tvær unglings- stúlkur séra Gunnar Björnsson, sóknarprest á Selfossi, fyrir kynferð- islega áreitni og brot á blygðunar- semi. Stúlkurnar voru sóknarbörn hans þegar meint brott áttu að eiga sér stað. Önnur stúlkan fór fram á tvær milljónir króna í skaðabætur og hin sex hundruð þúsund krónur. Héraðsdómur Suðurlands sýkn- aði Gunnar. Séra Gunnar sagði við DV í lok apríl að ásakanir stúlknanna væru einn stór misskilningur, að hann hefði aðeins sýnt stúlkunum hlýju en ekki áreitt þær á nokkurn hátt. Þetta staðfesti dómari en hafi látið orðin: „Gefðu mér nú kraft A mín“ falla er hann faðmaði stúlkuna, hann hafi einungis ekki verið alveg hress. Í skýrslu sagði stúlkan að Gunnar hafi látið þau orð falla að straumarnir streymdu úr lík- ama hans við það að faðma hana. Sigurður Þ. Jónsson, þá- verandi lög- maður séra Gunnars, sagði í samtali við DV í maí að umbjóðandi hans væri algjörlega saklaus. „Þetta er nú bara það sem sums staðar hefðu ver- ið talin afar eðlileg samskipti. Þannig sé ég þetta eftir að hafa skoðað málið vandlega,“ sagði Sigurður í maí á síð- asta ári. Leitaði á drengi í KFUM og K Ágúst Magnússon var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn sex drengjum og losnaði út af Litla-Hrauni snemma á síðasta ári. Þegar Ágúst var nýlega laus úr fang- elsi fékk hann leyfi fangelsismála- yfirvalda til að flytja til Uppsala í Sví- þjóð þar sem hann ætlaði að stunda nám í biblíuskóla. Ágústi var neitað um skólavist eftir kvartanir foreldra barna í skólanum um að dæmdur barnaníðingur myndi sækja skól- ann. Ágúst ólst upp í Grýtubakka og var í Breiðholtsskóla á sínum yngri árum. Samkvæmt heimildum DV tók hann að sér vinnu í æskulýðsstarfi kirkj- unnar, KFUM og K, í Bakkahverfinu sem unglingur og las sögur fyrir ungt fólk. Þar lentu einhverjir drengir í því að Ágúst leitaði á þá. Málið vakti usla í hverfinu en var aldrei kært til lög- reglu. Alræmdur barnaníðingur Ágúst tók að sér að lesa sögur fyrir ungt fólk í KFum og K á sínum yngri árum og leitaði þar á unga drengi. Fyrsta fréttin lítil frétt á innsíðu í dV 15. febrúar 1996 markaði upp- hafið að umfjöllun um mál nokkurra kvenna gegn þáverandi biskupi. Sver af sér sakir Séra Ólafur Skúlason biskup sagði ekkert til í ásökununum. Stigu fram Þrjár konur sem sakað höfðu biskup um áreiti og tilraun til nauðgunar komu fram í viðtali í helgarblaði dV 2. mars 1996. Föstudagur 22. maí 20098 Fréttir Sigrún Pálína Ingvarsdóttir Ólaf Skúlason KIRKJAN Í SKOTLÍNU „Ég hef ekki ætlað mér að fyrirgefa neitt prívat og persónulega. Það er ekki í boði af minni hálfu,“ segir Stefanía Þorgrímsdóttir, ein kvenn- anna sem sökuðu þáverandi biskup séra Ólaf Skúlason um kynferðislega áreitni árið 1996, um fyrirgefningar- beiðni Karls Sigurbjörnssonar bisk- ups í setningarræðu sinni á presta- stefnu í lok apríl. Í ræðunni bað Karl „þær konur og börn, sem brotið hefur verið á af hálfu starfsmanna og þjóna kirkj- unnar fyrirgefningar á þeirri þján- ingu og sársauka sem þau hafa lið- ið“ og bætti við að Kirkjuþing hefði sett starfsreglur um meðferð kyn- ferðisafbrotamála innan kirkjunnar. Samkvæmt heimildum DV hyggst Sigrún Pálína Ingvarsdóttir taka mál sitt gegn kirkjunni upp aft- ur. Sigrún Pálína var fyrsta konan til að stíga fram og saka séra Ólaf um nauðgunartilraun. DV hafði sam- band við Biskupsstofu sem gat ekki veitt neinar upplýsingar um mál- ið áður en blaðið fór í prentun. DV mun birta svör Biskupsstofu þegar þau berast. Mjög gróf áreitni Stefanía sagði sögu sína nafnlaust í DV í mars árið 1996 ásamt Sigrúnu Pálínu og annarri konu sem einnig sakaði þáverandi biskup um kyn- ferðislega áreitni. Öll málin voru frá þeim tíma þegar séra Ólafur gegndi prestsstörfum. Stefanía sagði í samtali við DV á þessum tíma að hún hefði bara einu sinni hitt séra Ólaf Skúlason. Þá var hún tólf ára gömul. „Það var þegar ég var á barnsaldri á sundnámskeiði og hann stýrði fermingarbarnamóti sem æsku- lýðsfulltrúi kirkjunnar á sama stað. Hann hafði þá mikil og óeðlileg af- skipti af mér og annarri telpu og við- hafði athæfi sem ég get ekki kallað annað en mjög grófa kynferðislega áreitni þó ekki hlytist meira af.“ Þjóðkirkjan brást mér Í dag er Stefanía á sextugsaldri og hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni. Hún segir þessa fyrirgefningu biskups á prestastefnunni ekki koma sér við. „Þjóðkirkjan sveik mig hressi- lega á sínum tíma. Ég ber ekki kala til þjóðkirkjunnar en hennar inn- anhússmál eru mér algjörlega óvið- komandi. Þetta snertir mig hvorki á einn né annan hátt. Þessi stofn- un hefur brugðist mér og ég tilheyri henni ekki lengur.“ DV hefur vitneskju um að ekki var gert persónulegt samkomu- lag við Stefaníu né Sigrúnu Pálínu um þessa fyrirgefningu biskups á prestastefnunni. Í samtali við DV í lok apríl sagði Karl Sigurbjörnsson biskup fyrir- gefninguna vera almenna. Hann útilokaði ekki að einstakir aðilar yrðu beðnir fyrirgefningar persónu- lega af hálfu kirkjunnar. „Þá er það þegar og ef. En ég tek það skýrt fram að þetta er almenn yfirlýsing og þetta snertir ekki ein- staka atvik. Ég er ekki í þeirri stöðu þarna að taka á sérstökum málum sem fyrir liggja [...] Ég er að vísa til þessara sára, þjáningar og sárs- auka sem er þarna úti sem í raun ýf- ist upp og hefur aldrei fengið neina sérstaka úrlausn. Ég er bara að orða það. Ég bið þess og vona að þessi sár muni læknast.“ Lagðar í einelti Stefanía vill ekki tjá sig persónulega um þennan tíma þegar málið gegn séra Ólafi stóð sem hæst né vill hún heldur tjá sig um líðan sína síðan þá. Í Alþýðublaðinu í mars árið 1996 kom Stefanía fyrst fram undir nafni og sagði presta hafa lagt sig, og hinar konurnar sem áttu hlutdeild að mál- inu, í einelti. „Ég tel að ýmsir prestar innan þjóðkirkjunnar hafi, ekki síður en lög- fræðingar, lagt okkur, þessar konur, í einelti. Það hafa þeir gert undir yfir- skini trúar og tryggðar við þjóðkirkj- una og skyldu okkar við annað trú- rækið fólk í þessu landi, á þann hátt að hrella og brjóta okkur niður, þessar konur. Eg þekki ekki siðareglur kirkj- unnar, en mitt persónulega álit er að þessir ágætu menn, sem ég gæti nafn- greint, hafi far- ið langt út fyrir sitt verksvið og út fyrir al- mennt siðgæði.“ Forðaðist Ólaf Stefanía segir í sama viðtali að ástæða þess að hún hafi áður komið fram nafnlaust hafi helgast af því að hún vildi hlífa fjölskyldu sinni þar sem erf- ið og sár átök hafi verið í gangi. Bróð- ir og systir Stefaníu drógu frásögn hennar mjög í efa á þessum tíma og taldi hún að þar hafi blandast fjöl- skylduerjur inn í málið og það hafi engu breytt um afstöðu hennar. Í viðtalinu við DV árið 1996 var hún á fimmtugsaldri en hafði aldrei getað gleymt þessum kynnum sín- um af séra Ólafi þegar hún var tólf ára. „Ég forðaðist Ólaf. Þetta fór ekki fram hjá vinkonum mínum og mér fannst þetta vandræðalegt. Þeg- ar ég kom heim af sumarnám- skeiðinu sagði ég móður minni frá þessu og hún brást við með því að afla sér upplýsinga um hver hann væri, þessi æskulýðsprestur, sem ég kallaði svo [...] ég hafði beyg af og skömm á þessum manni. Þegar ég fermdist ákvað ég síðan að fara ekki á fermingarbarnamót þó mig lang- aði til þess af ótta við að hann yrði þar. Þetta hefur hins vegar ekki haft alvarleg áhrif á líf mitt en að sjálf- sögðu hef ég aldrei getað gleymt þessu né getað lítið þennan mann þeim augum sem ég vil líta prest, hvað þá biskup.“ Tekur málið upp aftur Stefanía gaf sig fram í kjölfar þess að Sigrún Pálína Ingvarsdóttir sakaði séra Ólaf um nauðgunartilraun. Mál Sigrúnar Pálínu vakti mikla athygli á Íslandi. Í viðtali við DV á þessum tíma lýsti Sigrún Pálína fundi sín- um við séra Ólaf í Bústaðakirkju að kvöldi vegna þess að séra Ólafur sagðist ekki geta hitt hana á öðrum tíma, að sögn Sigrúnar. „Ég kalla þetta tilraun til nauðg- unar. Þegar viðkomandi neytir afls- munar til að koma fram vilja sínum og fórnarlambið þarf að beita afli til að komast undan er farið yfir mörk- in á milli kynferðislegrar áreitni og nauðgunartilraunar,“ sagði Sigrún í viðtalinu. „Ég komst út úr kirkjunni, fór heim og brotnaði alveg niður. Ég skalf og grét alla nóttina.“ Biskup kærði málið til sak- sóknara og sagði sakaráburð nafn- greindra og ónafngreindra aðila vega að friðhelgi einkalífs hans og æru með ólögmætum hætti. Ríkissaksóknari vísaði málinu frá þar sem hann taldi ekki efni fyr- ir hendi til að ákæruvaldið aðhefðist neitt í máli kvennanna sem biskup kærði. Skömmu áður en saksókn- ari tilkynnti þessa niðurstöðu ákvað biskup að afturkalla kröfu sína. „Þessi stofnun hefur brugðist mér og ég til- heyri henni ekki leng- ur.“ AFLeIðIngAr kynFerðISoFbeLdIS: Þolandi finnur fyrir skömm, sektarkennd o g depurð. Léleg sjálfsmynd. Nokkur hluti fórnarlamba íhugar og/eða reynir sjálfsvíg. Erfiðleikar í kynlífi. skyndimyndir og óljósa r minningar um kynferðisofbeldið verða til þess að kynmök verða þolendum erfið og oft nánast óbærileg. Niðurlæging, einmanaleiki og algert valda - og varnarleysi. Þolandi verður oft reiður sjálfum sér og fin nst hann ekki eiga neitt gott skilið. sjálfsfyrirlitning, þunglyndi, vonleysi, tilfin ningalegur doði og ótti við að missa vitið. OfbeLdI Og vALdNÍðSLA Brot úr pistli Jórunnar Frímannsdóttur hjúkrunarfræðings á doktor.is: „Kynferðisofbeldi er alls staðar í kringum okkur. Hafðu í huga að það er aðeins ofbeldi og valdníðsla. Ofbeldið birtist á margvíslegan hátt t.d. í kynferðislegri misnotkun á börnum/unglingum, nauðgun, klámi, vændi, kynferðislegri áreitni í skóla, á vinnustöðum eða annars staðar. Oftast verða konur og börn fyrir kynferðisofbeldi og ofbeldismennirnir eru oftast karlmenn. [...] Kynferðisleg áreitni getur verið allt frá óvelkomnum athugasemdum til snertingar sem viðkomandi kærir sig ekki um. Einnig er talað um kynferðislega áreitni þegar kynlífi er skipt út eða það notað sem gjaldmiðill, til dæmis fyrir hærri eink- unnir, til að halda vinnu eða komast hjá falli í skóla.“ gleymdi þessu aldrei stefanía kom fram nafnlaust í dV 2. mars árið 1996 ásamt tveimur öðrum konum sem sökuðu séra Ólaf skúlason um kynferðislega áreitni. Fyrirgefning skiptir engu stefanía ber ekki kala til þjóðkirkjunnar en segir fyrirgefningu biskups ekki koma sér við. Fyrsta sinn undir nafni stefanía tjáði sig í fyrsta sinn undir nafni í alþýðublaðinu 8. mars árið 1996 og sagði presta hafa lagt sig og aðrar konur í einelti. HverT geT ég LeITAð? mikilvægt er að þolendur kynferðisofbeldi s leiti aðstoðar sem fyrst. Þolandi getur leitað til sinna nánustu og rætt um reynslu sína. Ef þolandi treystir sér ekki til að tala við einhvern nákominn er hægt að lei ta til margra fagaðila. Hér fyrir neðan er listi yfir nokkra slíka: Barnaverndarnefndir Barnahús – barnahus.is / s. 530 2500 Blátt áfram – blattafram.is Fjölskylduráðgjöf sveitarfélaga. mörg sveit arfélög bjóða íbúum sínum upp á félagslega ráðgjöf. Á samband.is er hægt a ð nálgast upplýsingar um sveitarfélög- in á landinu. Heilsugæslustöðvar. Á www.heilbrigdisrad uneyti.is er hægt að sjá lista yfir allar heilsugæslustöðvar á landinu. Hjálparsími rauða krossins 1717 – www.re dcross.is Löreglan – logregla.is Neyðarmóttaka vegna nauðgana. s. 543 2 019 í reykjavík og 463 0800 á akureyri. Kvennaathvarfið – kvennaathvarf.is stígamót – stigamot.is / s. 562 6868 og 80 0 6868. tótalráðgjöfin – totalradgjof.is / s. 520 460 0. LILjA kATrín gunnArSdÓTTIr blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is 21. maí 2009 30. apríl 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.