Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 10
Föstudagur 29. maí 200910 Fréttir Hjá sumum snýst lífið bara um ís... Aðalstræti 3 - Akureyri Orkuveita Reykjavíkur hefur greitt tæpar fimm milljónir til fyrirtækisins Frjálsrar miðlunar á síð- ustu sjö árum. Frjáls miðlun hefur verið í umræðunni vegna rúmlega 50 milljóna króna greiðslna frá Kópavogsbæ til félagsins en dóttir Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra á það. Verk hjá Orkuveitunni voru fengin í gegnum föður annars eigandans sem starfað hefur hjá fyrirtækinu. Upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar segir ekkert óeðlilegt við viðskiptin. Frjáls miðlun, útgáfufyrirtæki Bryn- hildar Gunnarsdóttur og eigin- manns hennar Guðjóns Gísla Guð- mundssonar, hefur fengið tæpar fimm milljónir króna frá Orkuveitu Reykjavíkur á síðustu sjö árum fyrir ýmsa útgáfuvinnu: ljósmyndatökur, gerð kynningarefnis og vinnu vegna 100 ára afmælis Vatnsveitu Reykja- víkur. Þetta kemur fram í svari frá Orkuveitu Reykjavíkur um viðskipti fyrirtækisins við Frjálsa miðlun á síðustu árum. Um er að ræða sams konar vinnu og fyrirtækið vann fyrir Kópavogs- bæ sem mikið hefur verið um rætt síðustu vikurnar en Frjáls miðl- un hefur fengið greiddar rúmar 50 milljónir króna frá Kópavogsbæ á síðustu tíu árum líkt og DV hefur greint frá. Faðir Brynhildar, Gunnar I. Birg- isson, er bæjarstjóri í Kópavogi og fara endurskoðendur bæjarins nú í saumana á viðskiptunum við Frjálsa miðlun til að athuga hvort viðskipt- in hafi verið eðlileg. Að sama skapi rannsaka óháðir endurskoðendur viðskipti Lánasjóðs íslenskra náms- manna við Frjálsa miðlun en félagið fékk rúmar 11 milljónir frá stofnun- inni á meðan Gunnar Birgisson var stjórnarformaður sjóðsins, frá 1991 til 2009. Faðir Gísla fyrr- verandi safnstjóri Faðir Guðjóns Gísla, Guðmundur Egilsson, er fyrrverandi safnstjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, sem síðar varð að Orkuveitunni árið 1999. Frjáls miðlun fékk ein- hver verkefni frá Rafmagnsveit- unni í gegnum Guðmund á sínum tíma, þegar hann var enn safn- stjóri, samkvæmt heimildum DV. Upplýsingar Orkuveitunnar ná hins vegar ekki svo langt aftur í tímann. Guðmundur lét af störf- um sem safnstjóri fyrir tíu árum en hefur unnið fyrir minjasafn Orkuveitu Reykjavíkur sem verk- taki í smærri verkefnum æ síðan. Guðmundur mun meðal ann- ars hafa lagt hart að Guðjóni Magnússyni, sem er yfir umsýslu og almannatengslum hjá Orku- veitunni, að ráða Frjálsa miðlun til að skrásetja alla muni minja- safnsins fyrir um fimm árum, samkvæmt heimildum DV. Ekki var þó ráðist í þessa skrásetningu á endanum. Í minjasafninu er auk þess meðal annars að finna möppu með ljósmyndum sem Frjáls miðl- un tók á sínum tíma en samkvæmt upplýsingunum frá Orkuveitunni við fyrirspurn DV hefur langmest af vinnunni sem útgáfufyrirtæk- ið hefur unnið fyrir Orkuveituna snúist um að taka ljósmyndir. Hvorki Brynhildur né Guðjón eru hins vegar ljósmyndarar. En ljós- myndavinnan sem Frjáls miðl- un vann fyrir Kópavogsbæ mun, í einhverjum tilfellum, hafa verið unnin af fagljósmyndurum sem þá voru undirverktakar Frjálsrar miðlun. DV hefur heimildir fyrir því að einhverjum slíkum tilfellum hafi Frjáls miðlun greitt ljósmynd- urunum töluvert lægri upphæð- ir en félagið fékk frá Kópavogsbæ fyrir að vinna verkin. Heimildarmaður DV segir að það sé alveg ljóst að Frjáls miðlun byrjaði að vinna fyrir Orkuveituna vegna ættartengsla Guðjóns Gísla og Guðmundar. Unnið eftir mjög ströngum reglum Guðjón Magnússon segist að- spurður ekki geta tjáð sig um við- skipti Orkuveitunnar við Frjálsa miðlun þar sem mjög strangar reglur gildi um opinbera umræðu starfsmanna Orkuveitu Reykja- víkur um málefni fyrirtækisins. Eiríkur Hjálmarsson, upplýs- ingafulltrúi Orkuveitunnar, segir hins vegar að unnið sé eftir mjög ströngum innkaupareglum inn- an Orkuveitunnar og að hann hafi enga ástæðu til að ætla að það hafi ekki líka verið gert í tilfelli viðskiptanna við Frjálsa miðlun. „Ég sé ekkert í þessum viðskipt- um, hvorki af umfangi viðskipt- anna né eðli þeirra, sem bendir til þess að um óeðlilega fyrirgreiðslu sé að ræða,“ segir Eiríkur. Nokkrir fjölmiðlar, þar á með- al DV, hafa auk þess haft sam- band við Reykjanesbæ til að spyrjast fyrir um viðskipti bæjar- ins við Frjálsa miðlun en Bryndís Guðmundsdóttir, eiginkona Árna Sigfússonar bæjarstjóra, er syst- ir Guðjóns Gísla. Hjá bænum fást hins vegar þau svör að bærinn hafi enga þjónustu keypt af út- gáfufyrirtækinu. DV náði ekki í Guðjón Gísla Guðmundsson eða Brynhildi Gunnarsdóttur við vinnslu fréttar- innar. InGI F. VIlhjálmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is VIðskIptI orkUVeItU reykjaVíkUr VIð Frjálsa mIðlUn Frá árInU 2006: ár Upphæð 2002 1.250.000 2003 0 2004 1.550.000 2005 800.000 2006 500.000 2007 920.000 2008 500.000 2009 0 samtals 4600920 „Ég sé ekkert í þessum viðskiptum, hvorki af um- fangi viðskiptanna né eðli þeirra, sem bendir til þess að um óeðlilega fyrirgreiðslu sé að ræða“ tæpar fimm milljónir Frjáls miðlun hefur fengið greiddar fimm milljónir frá Orkuveitu reykjavíkur á síðustu sjö árum. upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar segir ekkert athugavert við viðskiptin. Frjáls miðlun teygir sig víða Útgáfufyrirtæki dóttur gunnars Birgissonar, bæjarstjóra í Kópa- vogi, hefur einnig fengið verkefni hjá Orkuveitu reykjavíkur. ORKUVEITAN GREIDDI DÓTTURINNI MILLJÓNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.