Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Blaðsíða 30
Föstudagur 29. maí 200930 Fókus um helgina Heima Hjá Höfundum Nokkrir íslenskir rithöfundar lesa upp úr verkum sínum í svoköll- uðum húslestri um helgina. Uppákoman er hluti af Listahátíð í Reykjavík. Á meðal þeirra sem opna híbýli sín fyrir gestum eru Bragi Ólafsson, Þórarinn Eldjárn, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir, Einar Már Guðmundsson og Guðrún Eva Mínervudóttir. Nánari upplýsingar og miðasala eru á listahatid.is. Rokk á GRand Rokk Hljómsveitirnar kimono, Rökkurró og Me, The Slumbering Napoleon koma fram á tónleikum á Grand Rokk í kvöld, föstudag. Tónleikarn- ir eru hluti af samstarfsröð gogoy- oko og Reykjavík Grapevine. Húsið opnað klukkan 22 og tónleikarnir hefjast stundvíslega hálftíma síðar. Sérstakur gestur á tónleikum kim- ono verður Halldór „Klúbbadóri“ Ragnarsson, fyrrverandi bassaleikari bandsins, en hann snýr aftur í þetta eina skipti til að plokka strengina breiðu í nokkrum eldri lögum sveit- arinnar. Bóksölu- spRenGja Bókin Sofandi að feigðarósi eftir Ólaf Arnarson heldur toppsæti sínu á metsölulista Eymunds- son fimmtu vikuna í röð. Listinn er miðaður við sölu í verslunum Eymundsson og Máls og menn- ingar 20. til 26. maí. Matgæðing- urinn Nanna Rögnvaldardóttir var örfáum eintökum frá því að hrifsa hásætið af Ólafi með bók- inni Maturinn hennar Nönnu svo spennan verður líklega mikil í næstu viku. Að sögn Bryndís- ar Loftsdóttur hjá Eymundsson varð annars algjör sprengja í sölu íslenskra bóka í verslunum fyrir- tækisins um síðustu helgi. Ástæð- una má rekja til útskrifta sem þá voru að hefjast og man Bryndís ekki til þess að bækur hafi verið jafnvinsælar til útskriftargjafa í háa herrans tíð. „Vestustu pizzuR í eVRópu“ Frá því um miðjan mánuðinn hef- ur Curver Thoroddsen staðið fyrir raunveruleikagjörningi í Bjargtanga- vita við Látrabjarg. Þar rekur hann pitsustaðinn Sliceland sem býður upp á lundapitsur sem eru um leið „vestustu pizzur í Evrópu“ því Látra- bjarg er vestasti oddi heimsálfunn- ar. Gjörningnum lýkur á sunnudag- inn og því er nú síðasta tækifærið til að smakka á þessum sérstöku pitsum. Heimildir um gjörninginn og innrétting staðarins verða þó til sýnis til 3. ágúst í tengslum við sýn- inguna Brennið þið, vitar! en opið er fimmtudaga til sunnudaga frá 14 til 18. Nýlega var sagt um hana í stórblað- inu New York Times að hún væri á hátindi ferils síns og undraverður túlkandi. Hún er þekkt fyrir frábæra túlkun sína á verkum eftir Strauss og Wagner en hún hefur sungið að- alkvenhlutverkin í alls sex óperum Wagners. Auk þess hefur hún sung- ið fjölmörg hlutverk ítölsku óperu- bókmenntanna, svo sem Toscu, Aídu og Lady Macbeth. Hér er ver- ið að tala um sópransöngkonuna Deboruh Voigt sem heldur tón- leika í Háskólabíói á sunnudaginn í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Uppselt er á tónleikana. Þeir sem kannast ekki við nafn- ið muna kannski eftir þeirri sér- stöku uppákomu fyrir nokkrum árum þegar Voigt var látin hætta í hlutverki Ariödnu í uppfærslu Cov- ent Garden óperuhússins á sam- nefndri óperu fyrir þær sakir að vera of þung. Sökum stærðar sinnar passaði hún ekki í þröngan kjól sem leikstjóri sýningarinnar taldi nauð- synlegan fyrir listræna heildarmynd sýningarinnar. Í kjölfarið tók Voigt sig á og léttist um sjötíu kíló. Þetta vakti mikið umtal og var meðal annars gerð heimildamynd um það fjaðrafok sem skapaðist en myndin var sýnd á RÚV á liðnum vetri. Voigt heldur fjölmarga einsöngs- tónleika á ári hverju og þar blandar hún gjarnan saman aríum, klassísk- um sönglögum og vinsælum lögum úr Broadway-söngleikjum. Á tón- leikunum á sunnudag býður hún upp á efnisskrá sem samanstendur af sönglögum eftir hina bandarísku Amy Beach, sönglögum eftir Verdi og Strauss, þremur sönglögum eftir Respighi og fjórum sönglögum am- eríska samtímatónskáldsins Bens Moore. Tónleikunum lýkur svo á nokkrum þekktum og vinsælum lögum úr söngleikjum Leonards Bernstein. Með tónleikum Voigt lýkur Lista- hátíð í ár. Hvernig var þetta aftur? It ain´t over until ... undraverður túlkandi Deborah Voigt Léttist um sjötíu kíló eftir að hafa verið rekin úr uppfærslu á ariödnu sökum þyngdar sinnar. Skjaldborg slegin um heimildarmyndir Íslenskir heimildarmyndagerðarmenn og áhugamenn um íslenskar heimildarmyndir flykkjast vestur til Patreksfjarðar um helgina þar sem Skjaldborgarhátíðin fer fram í þriðja skiptið. Þar verða sýndar myndir sem teygja sig frá þremur vinum að stofna hljómsveit á bryggju og allt upp í fallega mynd um undur vatnsins á Íslandi. Heiðurs- gestur er Þorfinnur Guðnason sem á magnaðan feril að baki. Skjaldborg, hátíð íslenskra kvik- myndagerðarmanna, verður hald- in um helgina á Patreksfirði í þriðja skiptið. Þar sameinast kvikmynda- gerðarmenn landsins og sýndar eru um þrjátíu myndir í ár. Þangað flykkj- ast áhugamenn um íslenskar heim- ildargerðarmyndir og eiga ljúfa helgi í faðmi Patreksfjarðar en mikið er í boði um hvítasunnuhelgina eins og sjóstangaveiði og limbókeppni. Huldar Breiðfjörð er einn af að- standendum hátíðarinnar en hvern- ig varð hún til? „Okkur fannst vanta einhvern vettvang sem sinnir öllum þessum myndum sem fólk er að gera með þessari nýju tækni sem er í boði. Því miður er mjög erfitt fyrir heimild- argerðamenn að koma myndum sín- um í sjónvarpið. Þeir væru alveg til í að geta selt þær í sjónvarpið því það er í raun enginn annar vettvangur fyrir heimildarmyndir. Það er til stór kvikmyndahátíð og svo er til stutt- myndahátíð en það var ekkert fyrir heimildarmyndir. Því langaði okkur að búa til þann vettvang,“ segir Huld- ar. Kjötborg mynda frægust Eins og áður segir er þetta í þriðja skiptið sem Skjaldborg er haldin og segir Huldar áhugann á hátíðinni aukast mikið ár frá ári. „Besti mæli- kvarðinn fyrir okkur á áhugann er hversu margir senda inn myndir og hversu margir mæta. Hvort tveggja hefur tvöfaldast bæði árin. Okkur hafa aldrei borist jafnmargar myndir og núna. Gróskan í heimildarmynda- gerð er mikil, bæði í hefðbundnum og óhefðbundnum myndum. Fólk er farið að leika sér miklu meira með formið en áður. Þetta eru gæða- myndir í bland við hrárri myndir og yfir í næstum því óhefðbundnar myndir,“ segir Huldar en á hátíðinni í fyrra var til dæmis frumsýnd myndin Kjötborg sem hlaut mikið lof og vann menningarverðlaun DV í flokki kvik- mynda. „Kjötborg fékk áhorfenda- verðlaunin á hátíðinni í fyrra,“ segir Huldar en það eru aðalverðlaun há- tíðarinnar. Ekkert er verðlaunaféð nema hinn „algjöri heiður“ eins og Huldar orðar það. Stemning keyrð á bjór og sígó Breidd hátíðarinnar í ár er mikil og má sjá myndir um bjórdrekkandi vini sem eru að stofna hljómsveit allt upp í fallega mynd um undur vatnsins í takt við íslenska náttúru. „Það er mynd sem heitir The Gentle- men eftir strák sem heitir Janus Bragi Jakobsson. Strákur sem er að klára heimildarmyndagerð í danska kvik- myndaskólanum. Þessi mynd er al- The Gentlemen Ein af myndum hátíðarinnar þar sem þrír vinir hittast við bryggju, rifja upp gamla tíma og leggja drög að nýrri hljómsveit með bjór í annarri og sígarettu í hinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.