Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Síða 30
Föstudagur 29. maí 200930 Fókus um helgina Heima Hjá Höfundum Nokkrir íslenskir rithöfundar lesa upp úr verkum sínum í svoköll- uðum húslestri um helgina. Uppákoman er hluti af Listahátíð í Reykjavík. Á meðal þeirra sem opna híbýli sín fyrir gestum eru Bragi Ólafsson, Þórarinn Eldjárn, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir, Einar Már Guðmundsson og Guðrún Eva Mínervudóttir. Nánari upplýsingar og miðasala eru á listahatid.is. Rokk á GRand Rokk Hljómsveitirnar kimono, Rökkurró og Me, The Slumbering Napoleon koma fram á tónleikum á Grand Rokk í kvöld, föstudag. Tónleikarn- ir eru hluti af samstarfsröð gogoy- oko og Reykjavík Grapevine. Húsið opnað klukkan 22 og tónleikarnir hefjast stundvíslega hálftíma síðar. Sérstakur gestur á tónleikum kim- ono verður Halldór „Klúbbadóri“ Ragnarsson, fyrrverandi bassaleikari bandsins, en hann snýr aftur í þetta eina skipti til að plokka strengina breiðu í nokkrum eldri lögum sveit- arinnar. Bóksölu- spRenGja Bókin Sofandi að feigðarósi eftir Ólaf Arnarson heldur toppsæti sínu á metsölulista Eymunds- son fimmtu vikuna í röð. Listinn er miðaður við sölu í verslunum Eymundsson og Máls og menn- ingar 20. til 26. maí. Matgæðing- urinn Nanna Rögnvaldardóttir var örfáum eintökum frá því að hrifsa hásætið af Ólafi með bók- inni Maturinn hennar Nönnu svo spennan verður líklega mikil í næstu viku. Að sögn Bryndís- ar Loftsdóttur hjá Eymundsson varð annars algjör sprengja í sölu íslenskra bóka í verslunum fyrir- tækisins um síðustu helgi. Ástæð- una má rekja til útskrifta sem þá voru að hefjast og man Bryndís ekki til þess að bækur hafi verið jafnvinsælar til útskriftargjafa í háa herrans tíð. „Vestustu pizzuR í eVRópu“ Frá því um miðjan mánuðinn hef- ur Curver Thoroddsen staðið fyrir raunveruleikagjörningi í Bjargtanga- vita við Látrabjarg. Þar rekur hann pitsustaðinn Sliceland sem býður upp á lundapitsur sem eru um leið „vestustu pizzur í Evrópu“ því Látra- bjarg er vestasti oddi heimsálfunn- ar. Gjörningnum lýkur á sunnudag- inn og því er nú síðasta tækifærið til að smakka á þessum sérstöku pitsum. Heimildir um gjörninginn og innrétting staðarins verða þó til sýnis til 3. ágúst í tengslum við sýn- inguna Brennið þið, vitar! en opið er fimmtudaga til sunnudaga frá 14 til 18. Nýlega var sagt um hana í stórblað- inu New York Times að hún væri á hátindi ferils síns og undraverður túlkandi. Hún er þekkt fyrir frábæra túlkun sína á verkum eftir Strauss og Wagner en hún hefur sungið að- alkvenhlutverkin í alls sex óperum Wagners. Auk þess hefur hún sung- ið fjölmörg hlutverk ítölsku óperu- bókmenntanna, svo sem Toscu, Aídu og Lady Macbeth. Hér er ver- ið að tala um sópransöngkonuna Deboruh Voigt sem heldur tón- leika í Háskólabíói á sunnudaginn í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Uppselt er á tónleikana. Þeir sem kannast ekki við nafn- ið muna kannski eftir þeirri sér- stöku uppákomu fyrir nokkrum árum þegar Voigt var látin hætta í hlutverki Ariödnu í uppfærslu Cov- ent Garden óperuhússins á sam- nefndri óperu fyrir þær sakir að vera of þung. Sökum stærðar sinnar passaði hún ekki í þröngan kjól sem leikstjóri sýningarinnar taldi nauð- synlegan fyrir listræna heildarmynd sýningarinnar. Í kjölfarið tók Voigt sig á og léttist um sjötíu kíló. Þetta vakti mikið umtal og var meðal annars gerð heimildamynd um það fjaðrafok sem skapaðist en myndin var sýnd á RÚV á liðnum vetri. Voigt heldur fjölmarga einsöngs- tónleika á ári hverju og þar blandar hún gjarnan saman aríum, klassísk- um sönglögum og vinsælum lögum úr Broadway-söngleikjum. Á tón- leikunum á sunnudag býður hún upp á efnisskrá sem samanstendur af sönglögum eftir hina bandarísku Amy Beach, sönglögum eftir Verdi og Strauss, þremur sönglögum eftir Respighi og fjórum sönglögum am- eríska samtímatónskáldsins Bens Moore. Tónleikunum lýkur svo á nokkrum þekktum og vinsælum lögum úr söngleikjum Leonards Bernstein. Með tónleikum Voigt lýkur Lista- hátíð í ár. Hvernig var þetta aftur? It ain´t over until ... undraverður túlkandi Deborah Voigt Léttist um sjötíu kíló eftir að hafa verið rekin úr uppfærslu á ariödnu sökum þyngdar sinnar. Skjaldborg slegin um heimildarmyndir Íslenskir heimildarmyndagerðarmenn og áhugamenn um íslenskar heimildarmyndir flykkjast vestur til Patreksfjarðar um helgina þar sem Skjaldborgarhátíðin fer fram í þriðja skiptið. Þar verða sýndar myndir sem teygja sig frá þremur vinum að stofna hljómsveit á bryggju og allt upp í fallega mynd um undur vatnsins á Íslandi. Heiðurs- gestur er Þorfinnur Guðnason sem á magnaðan feril að baki. Skjaldborg, hátíð íslenskra kvik- myndagerðarmanna, verður hald- in um helgina á Patreksfirði í þriðja skiptið. Þar sameinast kvikmynda- gerðarmenn landsins og sýndar eru um þrjátíu myndir í ár. Þangað flykkj- ast áhugamenn um íslenskar heim- ildargerðarmyndir og eiga ljúfa helgi í faðmi Patreksfjarðar en mikið er í boði um hvítasunnuhelgina eins og sjóstangaveiði og limbókeppni. Huldar Breiðfjörð er einn af að- standendum hátíðarinnar en hvern- ig varð hún til? „Okkur fannst vanta einhvern vettvang sem sinnir öllum þessum myndum sem fólk er að gera með þessari nýju tækni sem er í boði. Því miður er mjög erfitt fyrir heimild- argerðamenn að koma myndum sín- um í sjónvarpið. Þeir væru alveg til í að geta selt þær í sjónvarpið því það er í raun enginn annar vettvangur fyrir heimildarmyndir. Það er til stór kvikmyndahátíð og svo er til stutt- myndahátíð en það var ekkert fyrir heimildarmyndir. Því langaði okkur að búa til þann vettvang,“ segir Huld- ar. Kjötborg mynda frægust Eins og áður segir er þetta í þriðja skiptið sem Skjaldborg er haldin og segir Huldar áhugann á hátíðinni aukast mikið ár frá ári. „Besti mæli- kvarðinn fyrir okkur á áhugann er hversu margir senda inn myndir og hversu margir mæta. Hvort tveggja hefur tvöfaldast bæði árin. Okkur hafa aldrei borist jafnmargar myndir og núna. Gróskan í heimildarmynda- gerð er mikil, bæði í hefðbundnum og óhefðbundnum myndum. Fólk er farið að leika sér miklu meira með formið en áður. Þetta eru gæða- myndir í bland við hrárri myndir og yfir í næstum því óhefðbundnar myndir,“ segir Huldar en á hátíðinni í fyrra var til dæmis frumsýnd myndin Kjötborg sem hlaut mikið lof og vann menningarverðlaun DV í flokki kvik- mynda. „Kjötborg fékk áhorfenda- verðlaunin á hátíðinni í fyrra,“ segir Huldar en það eru aðalverðlaun há- tíðarinnar. Ekkert er verðlaunaféð nema hinn „algjöri heiður“ eins og Huldar orðar það. Stemning keyrð á bjór og sígó Breidd hátíðarinnar í ár er mikil og má sjá myndir um bjórdrekkandi vini sem eru að stofna hljómsveit allt upp í fallega mynd um undur vatnsins í takt við íslenska náttúru. „Það er mynd sem heitir The Gentle- men eftir strák sem heitir Janus Bragi Jakobsson. Strákur sem er að klára heimildarmyndagerð í danska kvik- myndaskólanum. Þessi mynd er al- The Gentlemen Ein af myndum hátíðarinnar þar sem þrír vinir hittast við bryggju, rifja upp gamla tíma og leggja drög að nýrri hljómsveit með bjór í annarri og sígarettu í hinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.