Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Page 22
Föstudagur 29. maí 200922 Fréttir VIKINGAHEIMAR REYKJANESBÆ SÖGULEG SKEMMTUN! VÍKINGASKIPIÐ ÍSLENDINGUR OG SMITHSONIAN SÝNINGIN VIKINGS Í VÍKINGAHEIMUM Í REYKJANESBÆ - OPIÐ ALLA DAGA MILLI 11:00 & 18:00 - SÍMI 422 2000 - WWW.VIKINGAHEIMAR.COM DV0905284734 DV0905287364 DV0905286229 DV0905289904 Sýningarsalur skammt frá hlutlausa svæðinu milli Norður- og Suður-Kóreu Ferðamaður skoðar myndir af Kim Jong-il, hinum „ástkæra föður“. „Ég veit að ég sæti gagnrýni í heiminum, ef ég er umtalaður hlýt ég að vera að gera réttu hlutina.“ Kim Jong-il, hinn „ástKæri faðir“ Í huga umheimsins er Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, ráðgáta að mörgu leyti og ekki fráleitt að ætla að hann fagni þeirri goðsögn sem virð- ist umlykja hann og styrki hana vit- andi vits til að halda Vesturlöndum í óvissu. Hingað til hefur Norður-Kór- ea ekki haft úr miklu að moða sem einhverja vigt hefði í alþjóðasam- skiptum, en nú er öldin önnur. Sendifulltrúar og andófsmenn sem flúið hafa land hafa lýst Kim Jong-il sem hégómlegum, tortryggn- um, koníaksþambandi vænisjúkl- ingi, en greinar hafa ekki komist að niðurstöðu um hvort sérviska hans sé gríma slægs manns sem er meist- ari í kænskubrögðum eða hvort hún afhjúpi órökrænan brjálæðing. Kim Jong-il er vel meðvitaður um hve umdeildur hann er, en sam- kvæmt orðum hans má ætla að það sé ekki af hinu illa: „Ég veit að ég sæti gagnrýni í heiminum, ef ég er um- talaður hlýt ég að vera að gera réttu hlutina.“ Kvikmyndaáhugamaður Sagt hefur verið að Kim Jong-il eigi safn 20.000 Hollywood-kvikmynda og hafi jafnvel skrifað bók um kvik- myndir. Uppáhaldsmyndir hans eru sagðar vera Friday the 13th, Rambo, James Bond og Godzilla og reynd- ar allar myndir sem skarta Elizabeth Taylor. Hægt er að sjá spaugilegu hliðina á dálæti Kims Jong-il á James Bond, en áhöld eru um hvort hann sé hrifn- ari af Bond eða andstæðingi hans sem oftar en ekki er illmenni sem hyggst stefna jörðinni í glötun. Tíma- ritið Newsweek uppnefndi Kim Jong- il „Dr. Evil“ í janúar 2003 og skírskot- aði til skúrks í grínmynd í anda James Bond. Reyndar gekk Kim Jong-il svo langt árið 1978 að láta ræna Chie Eun Hee, frægustu kvikmyndastjörnu Suður-Kóreu, og eiginmanni hennar, Shin Sang Ok kvikmyndaframleið- anda. Þau neyddust til að gera röð áróðurskvikmynda fyrir Kim Jong-il, áður en þeim tókst að flýja eftir níu ár. Þess má geta að þetta gerðist áður en Kim Jong-il tók við valdataumun- um í Norður-Kóreu. Lífsins lystisemdir Smekkur Kims Jong-il fyrir því fram- andlega nær yfir fleira en erlend- ar kvikmyndir og matargerðarlist er nokkuð sem hann lætur sig varða. Kim Jong-il ku vera flughræddur, sem hann kann að hafa fengið í arf frá föður sínum, og hefur farið í op- inberar ferðir til Rússlands og Kína í brynvarinni lest. Rússneskur sendimaður, Kon- stantin Pulikovsky, sem eitt sinn var í fylgd hins „ástkæra leiðtoga“ Norð- ur-Kóreu á ferðalagi í Rússlandi í brynvarinni einkalest skýrði frá því að hann hefði látið fljúga með lifandi humra í veg fyrir lestina daglega, og humarsins neytti Kim Jong-il með silfurprjónum. Mennirnir tveir drukku kampa- vín í félagsskap „íðilfagurra og vel gefinna“ kvenna, en í huga sumra er Kim Jong-il smávaxinn glaum- gosi og öflugur drykkjumaður. Það er reyndar mynd sem er á skjön við þá stjórnarhætti sem honum eru til- einkaðir. Þegar Kim Jong-il hitti Kim Dae- jung, forseta Suður-Kóreu, árið 2000 vakti athygli að hann drakk tíu glös af víni á meðan fundur þeirra stóð yfir. Annars hefur Kim Jong-il mikið dálæti á Hennessy VSOP-koníaki. Leiðin á toppinn Dulúðin sem umlykur Kim Jong-il nær allt aftur til fæðingar hans. Hann fæddist í Síberíu árið 1941, en þá var faðir hans í útlegð þar sem þá voru Sovétríkin. Reyndar ber þeim upp- lýsingum ekki saman við norðurkór- esk skjöl og yfir þeim hvílir ævintýra- legur ljómi. Samkvæmt þeim kom Kim Jong-il í heiminn í bjálkakofa í skæruliðabúðum Kim Il-sung, föður hans, á Baektu, hæsta fjalli Norður- Kóreu, í febrúar 1942, og segir sagan að tvöfaldur regnbogi og björt stjarna á himni hafi auðkennt viðburðinn. Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, hef- ur verið ráðgáta í augum umheimsins til langs tíma. Nú hefur Norður-Kórea ákveðið að henda fyrir róða samkomulagi sem stöðvaði Kóreustríðið fyrir meira en fimmtíu árum og Suður-Kóreumenn og bandarískir bandamenn þeirra eru í við- bragðsstöðu. Lítið fer fyrir friðarboðskap hjá stjórnvöldum Norður-Kóreu. KoLbeinn þorsteinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Kim Jong-il Heiðraður af norðurkóreskum hermönnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.