Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Side 12

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Side 12
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 201512 VEGFERÐ TIL FULLORÐINSALDURS á þetta við um vísindi – um leið og þau afneita trúarlegri heimsmynd endurskapa þau hana að nokkru leyti í nýju gervi. Í helstu hugmyndastraumum kristinnar trúar er lögð áhersla á rétta breytni og það hlutverk trúarlegs starfs að beina villuráfandi sauðum sem öðrum inn á rétta braut. Í veraldlegri og nútímavæddri félagsfræði um- breyttist þessi sýn í þá kennisetningu að innan hvers samfélags (=ríkis) væru ákveðin sameiginleg grunngildi og -viðmið sem tryggðu samheldni þegnanna og samfélags- legan stöðugleika, og að hlutverk hinna veraldlegu kennimanna væri, líkt og hinna kirkjulegu áður, að beina einstaklingum og hópum af vegi synda/frávika. Hugmyndir um samheldni og heildræna nútímavæðingu samfélaganna voru þó ekki einar á ferð. Fræðimenn sem hneigðust til samskiptahyggju í anda Georges Herberts Mead og annarra fræðimanna sem kenndir hafa verið við Chicago lögðu í rannsóknum sínum áherslu á að innan hvers samfélags væri að finna marga ólíka merkingarheima. Bæði í einstökum staðbundnum samfélögum og í tilteknum starfs- hópum og menningarheimum í þéttbýli ræktuðu menn viðmið og gildi sem væru ólík almennt ríkjandi viðmiðum og gildum og stundum í andstöðu við þau. Sumir þessara fræðimanna kenndu slíka heima við frávik (Becker, 1963) en aðrir notuðu hugtakið menningarkimar til að undirstrika að um væri að ræða sérheima innan hins ríkjandi samfélags (Matza og Sykes, 1961). Hér byggðu menn á eldri hefð (Thrasher, 1927; Whyte, 1943), en Howard S. Becker, David Matza og Gresham Sykes veittu um leið gagnrýnið andsvar við frávikarannsóknum samtíma síns og lögðu m.a. á það áherslu að „frávik“ yrðu ekki til sem fyrirbæri með því að fólk ræktaði önnur viðmið og gildi en hin ríkjandi, heldur með því að talsmenn ríkjandi viðmiða stimpluðu önnur viðmið og gildi en þeirra eigin sem frávik. Á sjöunda og áttunda áratugnum tóku fleiri fræðigreinar að fjalla um ungmenni. Erik Erikson setti fram félagssálfræðilega kenningu um þroskaskeið ungmenna sem var byggð á kenningum Sigmunds Freud (Erikson, 1968). Þar skýrði hann yfir- standandi uppreisn unga fólksins sem eðlilega sjálfstæðisviðleitni nýrrar kynslóðar, og svipuð rök voru sótt til mannfræðirannsókna Margaretar Mead. Innan sagnfræði örvuðu barnarannsóknir Philippes Ariès (1962) menn til að skoða sögu ungmenna- skeiðsins. John Gillis var brautryðjandi með verki sínu, Youth and history (Gillis, 1974), sem rakti sögu ungmennaskeiðsins frá 18. öld og fram yfir miðja 20. öld. Hann komst í sagnfræðirannsóknum sínum m.a. að þeirri niðurstöðu að áhugi stjórnvalda og fræði- manna hefði á tímabilinu 1900–1960 beinst aðallega að unglingum (e. adolescence) en þeir hefðu síður gáð að því að á sama tíma hefði vaxandi hluti uppvaxandi kyn- slóða átt æ lengri vegferð til fullorðinsaldurs. Eftir æskuuppreisn sjöunda áratugarins hefði komið berlega í ljós að mjög stór hluti uppvaxandi kynslóða væri talsvert fram á þrítugsaldur á ungmennaskeiði; hvorki barn, unglingur né fullorðinn. Michael Mitter- auer (1986) bætti síðar verulega við sagnfræðilegt framlag Gillis. Á áttunda áratugnum varð samspil ólíkra fræðikenninga sérstaklega frjótt í höndum lítils rannsóknarseturs við Birminghamháskóla, Centre for Contemporary Cultural Studies. Raymond Williams samþætti hugvísindi og félagsvísindi í rannsóknum á menntun og menningu alþýðufólks (1965), og Stuart Hall beitti ýmsum helstu nýjungum innan heimspeki, félagsfræði, málvísinda og fleiri greina í fjölmiðlarannsóknum (sjá t.d. Hall, 1973/1980). Sprengimáttur þessarar blöndu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.