Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 19

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 19
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 19 GESTUR GUÐMUNDSSON kenna við val; þau ungmenni tóku sér gjarnan hlé frá námi og prófuðu eitt og annað, þau festu sig sjaldnast á afgerandi hátt á starfssviði og í fjölskyldu fyrr en um þrítugt og lýstu þessu klárlega sem eigin vali, og að þau vildu tryggja það að þau ættu áfram- haldandi val um starfsferil. Hér var einkum um millistéttarungmenni að ræða. Um sjötta hvert ungmenni átti rykkjótt lífshlaup á annan hátt – þau „lentu“ í brotthvarfi, atvinnuleysi eða barneignum fram eftir þrítugsaldri og framtíðarhorfur þeirra voru óvissar. Henk Vinken (2007) fylgdi þessari rannsókn eftir með megindlegri rannsókn á 1300 manna úrtaki Hollendinga sem fæddir voru á árabilinu 1962–1986. Hann komst, líkt og du Bois-Reymond, að þeirri niðurstöðu að lífssaga vals væri ráðandi meðal ungs millistéttarfólks en í úrtaki hans náði hún til mun fleiri yngri svarenda úr verka- lýðsstétt en í úrtaki du Bois-Reymond. Þannig virtist lífssaga vals vera að færast til verkalýðsæskunnar. Jafnframt væri hún mun útbreiddari meðal fólks á þrítugsaldri en á fertugsaldri, en gögnin gáfu ekki tilefni til að skera úr um það hvort lífssaga vals væri almennt í sókn eða hvort hún tilheyrir ákveðnu æviskeiði og fólk hneigist frekar til að túlka ævi sína í ljósi viðmiða og hefða þegar það eldist. Vegferðarrannsakendur leggja mismunandi mikla áherslu á félagslega mismunun í breyttri vegferð en enginn dregur í efa að valmöguleikum er misskipt og að í lífssög- um millistéttarungmenna sé frekar en í lífssögum lágstéttarungmenna að finna raun- verulegt val einstaklinga. Þegar ný kynslóð elst upp við ráðandi hugmyndir um að val einstaklinganna ráði lífssögu þeirra felur það annars vegar í sér hvatningu til hvers og eins til að átta sig á óskum sínum og möguleikum, setja sér persónubundin markmið og fylgja þeim eftir; hins vegar felur það í sér að einstaklingurinn tekur gjarnan á sig sökina á ósigrum en lítur ekki til þess hvort umhverfið hafi í raun búið hann út með hæfni til að velja vandasamar brautir. Andy Furlong og Fred Cartmel (1997) héldu því fram að slík þekkingarvilla (e. epistemological fallacy) væri útbreiddur fylgifiskur ein- staklingsvæðingar í síðnútíma. Fjölmargar empírískar rannsóknir hafa rennt stoðum undir þá skoðun (Baethge, 1985; Evans o.fl., 2001; Reay, David og Ball, 2005). Einstaklingsvæðing og lífssaga vals horfa ljóslega ólíkt við mismunandi hópum ungmenna; ungmenni sem ljúka námi með láði úr elítuskólum geta valið um ólíkar brautir í framhaldsnámi, sem oftast veita aðgang að góðum störfum og möguleika á að velja búsetu. Ungt fólk sem hefur horfið frá námi eða lokið lítt metnu fram- haldsskólaprófi á fárra kosta völ á vinnumarkaði og ásakar oft sjálft sig fyrir að hafa ekki „valið“ meiri ástundun í skóla. Þessir ólíku hópar, og aðrir hópar þar á milli, eiga það sameiginlegt að ákvörðunum þeirra og sjálfsmynd fylgir meira afturblik (e. reflexivity) en meðal fyrri kynslóða, en með afar mismunandi hætti. Almennt spyr fólk sig frekar en áður hvort það hafi tekið réttar ákvarðanir og óvissan í lífi okkar er meira háð eigin ákvörðunum; fyrir þá betur settu er slík óvissa gjarnan ögrandi og örvandi, en fyrir þá lakar settu er hún oft lamandi og orsök vanlíðunar. Þær rannsóknir sem hér hafa verið nefndar (og fjöldamargar aðrar sem leggjast á sömu sveif) hafa undirstrikað að sigurganga lífssögu vals merkir ekki að ungmenni í dag hafi frjálst val og félagsleg mismunun sé orðin léttvæg. Það var reyndar aldrei sjónarmið Becks og frekar hægt að bera slíkt upp á Anthony Giddens (1990, 1991). Beck undirstrikaði ávallt að lífssaga vals væri tvíbent. Annars vegar sköpuðu þessar breytingar á sýnd og reynd einstaklingunum möguleika til að yfirstíga félagslega
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.