Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 20

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 20
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 201520 VEGFERÐ TIL FULLORÐINSALDURS mismunun. Hins vegar yrðu þær til þess að einstaklingar tækju frekar en áður á sig sök og ábyrgð á takmarkaðri velgengni sjálfra sín. Félagsleg gangvirki mismununar væru faldari en fyrr og um leið miskunnarlausari (Beck, 1986/1992; Beck og Gerns- heim, 2002). MISMUNANDI BREYTINGAR Á VEGFERÐ – HVAÐ UM ÍSLAND? Breytingar á vegferð ungmenna hafa engan veginn verið hinar sömu í ólíkum löndum, jafnvel þótt einungis sé horft til Evrópu og Norður-Ameríku, og breytingarnar hafa einnig orðið mjög mishraðar. Þannig einkennist vegferðarsaga Bretlands af því að iðnvæðing varð þar snemma og að vegferð ungmenna varð síðan einn þeirra sam- félagsþátta sem breyttust hægt á löngum tíma; afar stór hluti hverrar kynslóðar fór á unglingsárum úr skóla í almenn störf í iðnaði og víðar, en á áttunda og níunda áratug 20. aldar skrapp sá hluti verulega saman, og verulegt hlutfall hverrar kynslóðar tók að glíma við ungmennaatvinnuleysi sem hafði þá lengi verið lítið (Shildrick og Mac- Donald, 2007). Þessi þróun endurspeglast í tveim heitum sem orðið hafa til yfir vaxandi jaðarhópa. Annað er NEET (Not in Education, Employment or Training – Hvorki í námi, starfi né starfsþjálfun, sjá Bynner og Parsons, 2002). Hitt er Precariat (samsett úr orðunum precarious og proletariat) sem vísar til þeirra sem eru í lausa- og hluta- störfum án þess að öðlast endingargóða þjálfun (Standing, 2011). Engilsaxneskt forræði í félagslegum rannsóknum hefur orðið til þess að oft er þróun og gerð bandarísks eða bresks samfélags yfirfærð á önnur samfélög eða að önnur þróun er talin vera afbrigði við „almenna þróun“. Í rannsóknum á vegferð (og menn- ingu) ungmenna hefur bresk þróun orðið slíkt viðmið. Staðreyndin er hins vegar sú að bresk þróun, ekki síst hvað varðar vegferð ungmenna, er alveg jafn sérstök og þróun annarra landa. Þannig leystist „vinnumarkaður ungmenna“ að mestu upp í Bretlandi á árabilinu 1977–1991 (Furlong og Cartmel, 1997) þegar einföldum störfum í iðnaði og víðar stórfækkaði, og varð það sennilega helsti hvatinn að skipulegum vegferðar- rannsóknum þar í landi. Í þýskumælandi löndum hefur iðnnámið verið uppistaðan í vinnumarkaði ungmenna og sá markaður hefur engan veginn hrunið. Á Norðurlönd- um hefur vinnumarkaður ungmenna vissulega minnkað og breyst en ekki hrunið, t.d. hefur vinna ungmenna með námi stóraukist (Margrét Einarsdóttir, 2014). Í Suður- Evrópu hefur atvinnutækifærum ungmenna fækkað verulega og með kreppunni frá 2008 hefur þar orðið til mesta atvinnuleysi ungmenna í Vestur-Evrópu frá kreppu fjórða áratugarins og bitnar það líka á ungu fólki á fertugsaldri. Slíkan margbreyti- leika má ekki síður finna í öðrum þáttum vegferðar, svo sem barneignum, stofnun eigin heimilis og menntunarsókn, í sumum löndum býr t.d. afar stór hluti atvinnu- lausra ungmenna hjá foreldrum sínum, jafnvel fram á miðjan aldur (Moreno, 2012). Á ýmsan hátt má stilla þróun á vegferð ungmenna á Íslandi upp sem andstæðu hinnar bresku þróunar. Í nútímavæðingu Íslands urðu hliðstæðar breytingar á einni öld og annars staðar gerðust á einni og hálfri, tveimur eða enn fleiri öldum. Ólíkt flestum eða öllum Evrópulöndum má segja að á þessari öld hafi hver ný kynslóð Íslendinga farið talsvert aðra vegferð en næsta kynslóð á undan. Vissulega hefur þó
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.