Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Qupperneq 36

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Qupperneq 36
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 201536 GRUNN- OG LEIKSKÓLASTJÓRAR Á ÍSLANDI – KULNUN Í STARFI ? Nuallaong (2013) og Kraft (2006) hafa það eftir Freudenberger og North að kulnun byrji með óraunhæfum væntingum starfsmannsins til sjálfs sín og það geti verið upp- haf ferlis í 12 stigum (e. 12-stage burnout cycle). Í upphafi birtist þetta sem sú árátta starfsmannsins að þurfa sífellt að sanna sig í vinnu og sýna samstarfsmönnum og sjálfum sér hvað í honum býr. Síðan fer starfsmaðurinn að vinna meira og verður gagntekinn af því að vera ómissandi. Í framhaldinu fer hann að vanrækja þarfir sínar og sýna einkenni vinnufíknar. Önnur stig í ferlinu eru t.d. endurskoðun gilda, af- neitun á vaxandi vandamálum og að starfsmaðurinn fer að draga sig í hlé. Greini- legar breytingar verða á hegðun og starfsmaðurinn hættir að skynja eigin þarfir. Efstu stigin eru síðan þunglyndi og kulnun. Ekki er víst að allir fari í gegnum öll kulnunar- stigin eða í framangreindri röð. Starfsmaðurinn getur farið í gegnum nokkur þeirra á sama tíma og það getur líka verið einstaklingsbundið hve langan tíma hvert stig tekur (Kraft, 2006; Nuallaong, 2013). Í rannsóknum á orsökum kulnunar hafa bæði einstaklings- og aðstæðubundnir þættir verið skoðaðir. Þegar talað er um einstaklingsbundna þætti er einkum átt við persónueinkenni, geðraskanir og tauga- og lýðfræðilega þætti, þar með talinn kynja- mun (Purvanova og Muros, 2010; Tokuda o.fl., 2009). Aftur á móti geta aðstæðu- bundnir þættir verið starfsaðstæður og starfsumhverfi, eins og vinnuálag, lítið starfs- öryggi eða skortur á stuðningi (Fugate, Kinicki og Prussia, 2008; Scheck og Kinicki, 2000). Hvað varðar skólastarf hafa aðstæðubundnir þættir sem ýtt geta undir þróun kulnunar hjá skólastjórum verið kannaðir (Cooper og Kelly, 1993; Friedman, 2002). Friedman (2002) tók saman niðurstöður úr rannsóknum á helstu stofnanalegu streitu- völdum hjá skólastjórum í grunn- og framhaldsskólum sem stuðluðu að kulnun og ályktaði að helstu áhættuþættirnir væru of mikið vinnuálag og krefjandi samskipti við aðra. Aðrir þættir voru til dæmis ósamkomulag og óvissa um hlutverk skólastjóra innan stofnunar, stofnanaskipulag, starfsandi, starfsþróun, ófullnægjandi úrræði og ytra umhverfi. Friedman (2002) tengdi kulnun meðal skólastjóra í grunn- og fram- haldsskólum samskiptum og komst að því að samband þeirra við kennara og foreldra var eitt af því sem helst leiddi til kulnunar þeirra. Leikskólastjórar lýsa ákveðinni klemmu í stjórnun; þeir vilji færa aukið vald til deildarstjóra en þeir séu ekki alfarið tilbúnir að taka við þeirri ábyrgð (Arna H. Jónsdóttir, 2001). Einnig hefur Arna H. Jónsdóttir (2009) bent á átök innan leikskóla milli þess sem mætti kalla kvenlæga umhyggju- og samskiptastjórnun og karllæga píramída- og skrifræðisstjórnun sem leiða til vandamála í starfsmannahópnum og reyna vafalítið á leikskólastjórana. Samkvæmt Maslach og Leiter (1997) liggja orsakir kulnunar frekar í starfsumhverfi en innra með starfsmanninum sjálfum. Til að dýpka skilning á kulnun hönnuðu þau líkan, sem þau kölluðu job-person fit model. Líkanið sameinar einstaklings- og aðstæðu- bundna þætti. Það skiptist í sex þætti sem allir gegna mikilvægu hlutverki fyrir starfs- manninn í sambandi við aðstæður á vinnustað: (1) vinnuálag, (2) stjórnun, (3) sam- félag, (4) umbun, (5) sanngirni og (6) gildi. Ef mikið og langvarandi ósamræmi er á milli starfsmanns og vinnustaðar hvað varðar þessa sex þætti þá aukast líkurnar á því að hann upplifi kulnun (Maslach og Leiter, 1997).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.