Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 48

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 48
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 201548 GRUNN- OG LEIKSKÓLASTJÓRAR Á ÍSLANDI – KULNUN Í STARFI ? UMRÆÐA Markmið rannsóknarinnar var að kanna að hve miklu leyti skólastjórar í grunn- og leikskólum upplifa kulnun. Undirspurningarnar voru tvær, sú fyrri var hvort rekja mætti einkenni kulnunar hjá skólastjórum til persónutengdra þátta, starfstengdra þátta eða samskipta þeirra við nemendur, foreldra eða starfsfólk. Með síðari undir- spurningunni var kannað hvort bakgrunnur grunn- og leikskólastjóra hefði áhrif á kulnun. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að allmargir grunn- og leikskólastjórar eiga við kulnun að stríða og þá helst á mælikvörðunum sem mæla persónu- og starfstengda kulnun og kulnun tengda starfsfólki. Tíðni kulnunar virðist hærri hjá leikskóla- stjórum en grunnskólastjórum. Töluverður munur reyndist vera hlutfallslega á fjölda grunn- og leikskólastjóra sem greindist með kulnunareinkenni á mælikvörðunum persónu- og starfstengdri kulnun og kulnun tengdri starfsfólki. Athyglisvert er að um þriðjungur leikskólastjóra upplifir töluvert mikla líkamlega og andlega þreytu og ör- mögnun, bæði gagnvart starfi sínu sem stjórnendur og gagnvart starfsfólki sínu. Þó að hlutfall grunnskólastjóra sé ekki jafnhátt og leikskólastjóra upplifa um 15 af hverjum 100 svipuð einkenni. Þetta eru hættumerki sem þarf að taka alvarlega og bregðast við. Velta má fyrir sér hvers vegna leikskólastjórar finna frekar fyrir einkennum kuln- unar en grunnskólastjórar. Vitað er að í sumum leikskólum landsins er skortur á leik- skólakennurum, starfsmannavelta er mikil og mannekla töluverð og veldur það með- al annars auknu álagi á allt starfsfólk innan leikskólans, þar á meðal leikskólastjóra (Menntamálaráðuneytið, 2006). Í rannsókn Ólafs Bjarkasonar (2014) kom fram að þeir sex leikskólastjórar sem rætt var við töldu allir að starfsmannamál væru erfiðasti hluti starfsins. Sýnt hefur verið fram á að við stofnanalegar breytingar sé algengt að starfs- menn sýni neikvæð viðbrögð (Scheck og Kinicki, 2000), viðbrögð sem geta haft slæm áhrif á skólastjórana og torveldað þeim að sinna starfi sínu (Arna H. Jónsdóttir, 2009; Fugate o.fl., 2008; Maslach o.fl., 2001). Þá kemur fram í rannsókn Örnu H. Jónsdóttur (2009) að í leikskólum leiði átök vegna ólíkra menningarafla og stjórnunaraðferða sem þeim tengjast oft til vandamála í starfsmannahópnum og geri, ásamt fleiru, starfs- mannamál þar erfið. Þegar litið er á fjölda vinnustunda hjá grunnskólastjórum kemur í ljós að helmingur þeirra vinnur 46 klukkustundir eða meira á viku. Af þeim upplifa 21% kulnun í starfi. Svo virðist því sem grunnskólastjórar þurfi að leggja töluvert á sig til að geta sinnt þeim verkefnum sem til er ætlast af þeim. Aftur á móti upplifði enginn grunnskóla- stjóri sem vann minna en 46 klukkustundir kulnun í starfi. Kannski má álykta út frá þessu að þeim grunnskólastjórum sem skila nokkurn veginn hinni hefðbundnu 40 stunda vinnuviku líði betur í starfi en þeim sem vinna lengri vinnudag. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar upplifðu kvenkyns grunnskólastjórar meiri kulnun en karlkyns. Það gæti verið vegna þess að kulnun virðist frekar vera viðurkennd sem kvenlægur sjúkdómur og vitað er að karlar leita sér síður hjálpar ef þeir upplifa kulnunareinkenni en það bendir til þess að þeir eigi erfiðaðra með að viðurkenna þau (Tokuda o.fl., 2009). Rannsóknin leiddi í ljós að 23% kvenkyns grunn- skólastjóra greindust með kulnunareinkenni sem ætti að bregðast við en 5% karlkyns
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.