Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Síða 49

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Síða 49
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 49 GERÐUR ÓLÍNA STEINÞÓRSDÓTTIR, AMALÍA BJÖRNSDÓTTIR OG BÖRKUR HANSEN grunnskólastjóra. Aftur á móti voru 20 prósentustigum fleiri karlkyns en kvenkyns grunnskólastjórar komnir með nokkur kulnunareinkenni. Niðurstöðurnar virðast koma heim og saman við niðurstöður úr heildargreiningu Purvanova og Muros (2010) en samkvæmt henni greinast konur frekar tilfinningalega örmagna en karlar. Í rannsókn Friedmans (2002) kemur fram að tengsl eru milli fjölda ára sem skóla- stjóri hefur starfað í núverandi skóla og kulnunar hans. Í rannsókninni sem hér er til umfjöllunar kemur fram að þeir grunnskólastjórar sem hafa starfað sem skólastjórar í 6–10 ár upplifa margir kulnun eða 40% persónutengda kulnun. Um leið sést að enginn grunnskólastjóri sem hefur starfað í meira en 16 ár upplifir kulnun og 5% þeirra sem hafa starfað í 5 ár eða skemur. Því mætti álykta að líklegt sé að kulnun aukist á fyrstu 10 starfsárunum meðal grunnskólastjóra en síðan dragi úr henni. Það samræmist niðurstöðum Friedmans (2002), sem sýndu að þeir skólastjórar sem upplifa kulnun dragi sig í hlé, og niðurstöðum rannsóknar Önnu Þóru Baldursdóttur (2002, 2003) sem sýndu að yngri kennarar upplifi meiri kulnun en þeir sem eldri eru. Ekki virðist skipta máli fyrir kulnun tengda starfsfólki hve mikla menntun grunn- skólastjórar hafa hlotið. Hvað varðar kulnun tengda nemendum eru það aftur á móti einungis þeir grunnskólastjórar sem hafa framhaldsnám í öðru en stjórnun sem upp- lifa líkamlega og andlega þreytu og örmögnun gagnvart nemendum sínum. Það gæti stafað af því að framhaldsmenntun þeirra nýtist þeim ekki við að draga úr kulnun þegar kemur að nemendum eða að þeir séu meðvitaðri um kulnun og einkenni henn- ar en hinir grunnskólastjórarnir. Talið er að einstaklingar sem fá ítarlega hagnýta þjálfun í starfi séu ólíklegri til að upplifa kulnun en aðrir (Aydemir og Icelli, 2013). Mætti því spyrja sig hvort grunn- skólastjórar sem hafa einungis grunnmenntun nái betur en aðrir að einbeita sér að starfi sínu hvað varðar nemendur og nýta sér þá þekkingu sem þeir öðlast í starfi. Grunnskólastjórar sem taka framhaldsnám í öðru en stjórnun nái hins vegar ekki að nýta sér námið nógu vel í starfi eða það henti ekki nógu vel þegar kemur að starfi með nemendum. Einnig er hugsanlegt að þessir grunnskólastjórar geri meiri kröfur til sjálfra sín í samskiptum við nemendur en þeir sem eru með styttri menntun og upplifi því frekar kulnun. Þá koma til aðrir þættir, eins og aldur og starfsreynsla, sem gætu ef til vill skipt máli. Þessir tveir þættir voru ekki bornir báðir í einu saman við kulnunar- mælikvarða í þessari rannsókn en gætu verið áhugaverðir að skoða frekar. Þriðjungur þeirra grunnskólastjóra sem eru með fæst starfsfólk (1–15 starfsmenn) upplifði kulnun tengda foreldrum. Friedman (2002) komst að þeirri niðurstöðu að samband skólastjóra við kennara og foreldra væri meðal ríkjandi þátta sem leiddu til kulnunar en hann tengdi kulnun meðal skólastjóra til að mynda við samskiptalega þætti. Ástæðan fyrir þessu háa hlutfalli gæti meðal annars verið þær miklu væntingar sem skólastjórar hafa til starfsins (Maslach o.fl., 2001). Þeir telja oft að virðing starfs- fólks og foreldra fylgi skólastjóratitlinum en komast að því þegar frá líður að starfs- menn og foreldrar reynast tregir til samvinnu og bera ekki eins mikla virðingu fyrir þeim og þeir væntu. Það getur síðan leitt til kulnunar (Friedman, 2002). Maslach og félagar (2001) telja að einstaklingar geti þolað töluvert vinnuálag ef þeir upplifa að þeir séu að sinna mikilvægu starfi, séu metnir að verðleikum og fái einhvers konar umbun fyrir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.