Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 50

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 50
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 201550 GRUNN- OG LEIKSKÓLASTJÓRAR Á ÍSLANDI – KULNUN Í STARFI ? Friedman (2002) telur að stærð skóla skipti ekki neinu máli fyrir kulnun skólastjóra. Þetta er áhugavert þar sem gera má ráð fyrir að gott sé að hafa aðstoðarskólastjóra eða deildarstjóra sér við hlið, eins og er í stærri skólum. Í þessari rannsókn kemur fram að það dregur úr kulnun tengdri nemendum eftir því sem fleira starfsfólk starfar við skólann. Töluvert fleiri grunnskólastjórar á landsbyggðinni upplifa mikla persónu- lega kulnun, eða um 17%, en 4% á höfuðborgarsvæðinu. Þetta samræmist ekki alveg niðurstöðum Friedmans. Skólar á landsbyggðinni eru mun minni en skólar á höfuð- borgarsvæðinu og með færra starfsfólk. Á slíkum stöðum er skólastjórinn alls staðar sýnilegur og oft skapast mikil nánd á milli skólastjóra og annarra innan samfélagsins. Það getur haft í för með sér að erfiðara verði að greina á milli einkalífs og atvinnu. Grunnskólastjórar í smærri skólum hafa kennsluskyldu ef nemendafjöldi fer niður fyrir ákveðinn fjölda (Kjarasamningur, 2011). Þeir grunnskólastjórar sinna því í sum- um tilvikum kennslu sjálfir þannig að þeir gegna tveimur hlutverkum gagnvart for- eldrum og nemendum, það er að segja þeir sinna bæði starfi kennara og grunnskóla- stjóra barna þeirra. Svipað er upp á teningnum hjá leikskólastjórum sem í smærri skólum sinna bæði stjórnun og öðrum störfum leikskólakennara. Við þetta getur skapast misræmi í starfi skólastjórans og mikið álag sem að lokum veldur kulnun (Friedman, 2002; Maslach o.fl., 2001). Þeir leikskólastjórar sem sögðust sjaldan eða stundum fá stuðning frá fræðsluyfirvöldum voru hlutfallslega margir með einkenni starfstengdrar kulnunar. Þau 29% leikskólastjóra sem upplifa kulnun sögðust sjaldan fá stuðning frá fræðsluyfirvöldum og 40% svöruðu að þeir fengju stundum stuðning. Talið er að ef skortur er á félagslegum stuðningi, og þá sérstaklega frá yfirmönnum, geti það leitt til kulnunar (Maslach o.fl., 2001). Því má álykta að ef fræðsluyfirvöld styðja við bakið á og hlúa vel að leikskólastjórum verði mun minni líkur á því að þeir upplifi kulnun í starfi. LOKAORÐ Í þessari rannsókn hefur verið leitað svara við því að hvaða marki kulnunar verði vart hjá skólastjórum. Niðurstöðurnar leiddu meðal annars í ljós að um fjórðungur leikskólastjóra upplifði persónu- og starfstengda kulnun og kulnun tengda starfsfólki. Aftur á móti upplifðu um fimmtán af hundraði grunnskólastjóra kulnun í þessum flokkum. Ljóst er að rekja má einkenni kulnunar hjá skólastjórum til persónutengdra þátta, starfstengdra þátta og/eða samskipta þeirra við nemendur, foreldra eða starfsfólk og að bakgrunnur grunn- og leikskólastjóra hefur áhrif á upplifun þeirra á kulnun. Þessi rannsókn eykur þekkingu á kulnun leik- og grunnskólastjóra en frekari rannsókna er þörf, meðal annars til að kanna betur hvaða þættir auka líkur á kulnun, og þá sérstak- lega hjá leikskólastjórum þar sem tíðnin er hærri. Vonandi geta skólastjórar og aðrir sem koma að skólasamfélaginu notað niður- stöður þessarar rannsóknar sér til hagsbóta en það er mikilvægt að samtök skóla- stjóra og fræðsluyfirvöld átti sig á að hve miklu leyti skólastjórar upplifa andlega og líkamlega þreytu og örmögnun í starfi. Með þá þekkingu ættu einstaklingar innan
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.