Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Síða 59

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Síða 59
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 59 ÓLAFUR PÁLL JÓNSSON Í staðinn fyrir að ganga út frá því sem skólar gera, og sem gæti búið í haginn fyrir lýðræði, mætti snúa þessu við; byrja á að greina helstu veikleika íslensks lýðræðis og síðan velta því fyrir sér hvort og hvernig skólarnir, frá leikskóla og upp í háskóla, gætu hjálpað til við að berja í þá bresti. Frekar en að tilgreina hvað eina í starfi skóla sem með einum eða öðrum hætti kynni að búa í haginn fyrir lýðræði væri gengið út frá helstu veikleikum íslensks lýðræðis. Einn kostur við þessa leið er að ekki þyrfti að byrja á að skilgreina hvað átt væri við með lýðræði, því loðna hugtaki, heldur væri hægt að byggja á þeirri greiningarvinnu sem unnin var í kjölfar hrunsins, t.d. í rann- sóknarskýrslu Alþingis vegna hruns bankakerfisins haustið 2008. Í lokaorðum þess hluta skýrslunnar sem fjallar um siðferði og starfshætti í tengslum við fall íslensku bankanna segir m.a.: Frá siðferðilegu sjónarmiði er til lengri tíma litið brýnast að treysta lýðræðislega inn- viði samfélagsins og styrkja stjórnkerfið; bæta þarf viðskiptasiðferði, stjórnsiði og vinnulag, efla fagmennsku og siðferðisvitund. Styrkja þarf skilyrði siðferðilegrar rökræðu meðal borgaranna um sameiginleg hagsmunamál sín. Leggja þarf áherslu á réttnefnda samfélagsábyrgð og hamla gegn sérhagsmunaöflum og þröngri ein- staklingshyggju. Siðvæðing íslensks samfélags ætti einkum beinast að því að styrkja þessa þætti og það er langtímaverkefni sem krefst framlags frá fólki á öllum sviðum samfélagsins. (Vilhjálmur Árnason, Salvör Nordal og Kristín Ástgeirsdóttir, 2010, bls. 243) En hversu leiðbeinandi væri þetta í raun fyrir skóla? Aftur er ég hræddur um að næstum allt sem gert er í skólum landsins megi með einum eða öðrum hætti tengja við einmitt þetta. Er ekki einmitt verið að styrkja skilyrði siðferðilegrar rökræðu með því að kenna sögu og stærðfræði, svo dæmi sé tekið? Það er alltént tómt mál að tala um siðferðilega rökræðu um lífsskilyrði í íslensku samfélagi ef ekki er til staðar ein- hver þekking á sögu þjóðarinnar og kjörum hennar í nútíð og fortíð. Enn síður er hægt að rökræða um flókin álitamál í samtímanum ef fólk er hvorki læst á tölur né kann einföldustu atriði í stærðfræði og rúmlega það. Svipað má segja um aðrar greinar; tungumálin þurfum við til að vera í tengslum við umheiminn, íslenskuna þurfum við til að tjá okkur og tala saman, samfélagsfræðina til að skilja samfélagið sem við búum í o.s.frv. Þannig virðist venjuleg kennsla í hefðbundnum greinum einmitt geta verið framlag skólanna til að berja í bresti lýðræðisins. Af þessu virðist mega álykta að skólarnir standi sig nokkuð vel eins og þeir eru og án stórkostlegra breytinga. Hér höfum við fyrri þátt þverstæðunnar um lýðræðislegt skólastarf: Skólarnir eru lýðræðislegir einfaldlega með því að vera hefðbundnir skólar. III KENNIVALD SKYNSEMINNAR Sá skilningur á lýðræðislegu hlutverki borgaranna sem birtist í framangreindum rök- semdafærslum er of þröngur. Undirbúningur fyrir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi varðar, samkvæmt þessum röksemdafærslum, einkum þekkingu borgaranna á til- teknum sviðum. Að þessu leyti birtist lýðræðislegt hlutverk skólanna fyrst og fremst
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.