Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Side 61

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Side 61
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 61 ÓLAFUR PÁLL JÓNSSON meðal íslenskra heimspekinga, allt frá Guðmundi Finnbogasyni (1994) til Páls Skúla- sonar (1987a, 2014) og Kristjáns Kristjánssonar (1992, 2007). Allir þeir sem hér hafa verið nefndir telja að ræktun mennskunnar feli í sér meira en það eitt að öðlast þekkingu, þeir hafa einnig lagt áherslu á það að ræktun siðferðilegra og sálrænna dygða geri ráð fyrir félagslegum viðhorfum og tengslum. Hugmyndin um að þroska mennskuna, að verða meira maður eins og Páll Skúlason orðar það á einum stað (1987b, bls. 305), er samofin hugmyndinni um að vera borgari, þ.e. að lifa sem frjáls og sjálfráða ein- staklingur í samfélagi jafningja. Fyrsti kaflinn í bók Nussbaum um ræktun mennskunnar ber yfirskriftina Sókratísk sjálfsskoðun. Í upphafi kaflans dregur Nussbaum upp andstæðu hinnar gömlu menntunar, sem byggðist á hefðarhyggju, og nýrrar menntunar sem Sókrates var tákngervingur fyrir og einkenndist af gagnrýni og þrotlausum spurningum. Eitt af því sem einkenndi hina sókratísku menntun, og gerði hana frábrugðna þeirri hefð- bundnu, var ákveðin afstaða til valds. Nussbaum orðar þetta þannig á ensku: „[It] recognizes no authority but that of reason“ (Nussbaum, 1998, bls. 15). Það er ekki alveg ljóst hvernig ætti að þýða þessa setningu yfir á íslensku. Hvað á Nussbaum við með orðunum „authority“ og „reason“? Við getum auðvitað sett í staðinn orð eins og „yfirvald“ og „skynsemi“, en getur verið að Sókrates hafi ekki kannast við annað yfirvald en skynsemina? Ef svo hefði verið, þá hefði hann naumast hlítt órökvísum dómi um að hann sjálfur skyldi tekinn af lífi. En hann virðist einmitt hafa kannast við að honum bæri að hlýða lögunum og hlíta niðurstöðu dómsins um að hann skyldi tekinn af lífi vegna þess að dómurinn var valdboð löglegs yfirvalds. Þessi niðurstaða Sókratesar var vissulega í samræmi við kennivald skynseminnar, eins og annað sem hann tók sér fyrir hendur. Rökin sem leiddu að þessari niðurstöðu, eins og þeim er lýst í Krítoni (Platón, 1990a), voru þau að það væri óskynsamlegt fyrir Sókrates að gera undantekningu fyrir sjálfan sig með því að víkja sér undan dómi löglegs yfirvalds. Það virðist því ekki rétt að þýða enska orðið „authority“ hér sem yfirvald. Það gengur ekki upp ef við lítum á sögu Sókratesar sjálfs og svo virðist það næsta aug- ljóst að í mannlegu samfélagi beri fólki að kannast við yfirvald, jafnvel þótt það gangi stundum fram án skynsemi. Þetta á við hvort sem um er að ræða lýðræði eða einveldi eða eitthvað þar á milli, og hvort sem samfélagið er heilt þjóðfélag eða lítið samfélag í skóla. Enska orðið „authority“ er líka notað í samsetningum eins og „he is the authority on that matter“ þegar vísað er til þess að einhver sé sérfræðingur á tilteknu sviði. Hér er spurningin ekki um yfirvald heldur um það hver sé þess umkominn að meta gildi þekkingar og leggja til viðmið um rétt og rangt, eða öllu heldur viðmið um trúverðug- leika eða áreiðanleika. Það vald sem hér er um að ræða mætti því kalla kennivald og hugmynd Sókratesar mætti þá orða svo að eina kennivaldið sem maður skyldi kann- ast við sé kennivald skynseminnar. Á sínum tíma reis Sókrates upp gegn þrenns konar kennivaldi. Í fyrsta lagi var það hefðin, í öðru lagi karlar sem voru taldir búa yfir þekkingu á tilteknu sviði, og í þriðja lagi sófistarnir sem voru kennarar en gagnrýndir af Sókratesi m.a. fyrir að leita eftir sannfæringu frekar en að leita sannleika, og þar með að taka mælskulistina fram yfir rökræðuna (Platón, 1993).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.