Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Síða 63

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Síða 63
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 63 ÓLAFUR PÁLL JÓNSSON Upplýsing er lausn mannsins úr viðjum þess ósjálfræðis sem hann á sjálfur sök á. Ósjálfræði er vanhæfni mannsins til að nota eigið rökvit án handleiðslu annarra. Maðurinn á sjálfur sök á þessu ósjálfræði þegar orsökin er ekki skortur á hyggjuviti heldur vöntun á einurð og hugrekki til að nota hyggjuvit sitt án handleiðslu annarra ... (Kant, 1993, bls. 379) Kant lýsir síðan orsökum þess að fólk skorti upplýsingu í þessum skilningi. Leti og ragmennska eru orsakir þess að svo stór hluti mannkyns er enn fús að ala allan sinn aldur í ósjálfræði þrátt fyrir að náttúran hafi fyrir löngu leyst mennina undan framandi handleiðslu. ... Jafnframt eru þetta orsakir þess hve öðrum reynist hægt um vik að gerast forráðamenn meðbræðra sinna. Það er svo þægilegt að vera ósjálfráða. (Kant, 1993, bls. 379) Litlu síðar segir Kant svo: Þeir forráðamenn sem allranáðarsamlegast hafa tekið að sér yfirumsjón með stórum hluta mannkyns ... sjá til þess að skrefið til sjálfræðis er ekki eingöngu álitið erfitt, heldur líka stórhættulegt. (Kant, 1993, bls. 379) Það hafði orðið Sókratesi að falli liðlega 2000 árum áður að efast um kennivald for- ráðamanna fólksins. Sókrates var enginn uppreisnarmaður í venjulegum skilningi þess orðs, hann einfaldlega vildi ekki samþykkja að nokkur manneskja væri þess um- komin að hafa vit fyrir öðrum í krafti stöðu, hefðar, metorða eða máttar. Í krafti þessar- ar sannfæringar slæptist hann um götur Aþenu og spurði fólk spurninga. Liðlega 2000 árum síðar tók Kant upp þráðinn undir merkjum upplýsingarinnar. Samkvæmt grein- ingu Kants stafar skortur á upplýsingu ekki af þekkingarskorti heldur af siðferðis- brestum – hér kemur til skortur á einurð og hugrekki. Og þótt Páll Skúlason orði hlutina með öðrum hætti í gagnrýni sinni á skólakerfið, þá má skilja hann svo að meginvandi skólakerfisins sé að það miðist við fræðslumarkmið, það að nemendur láti sannfærast um viðteknar og viðurkenndar staðreyndir, en vanræki um leið hin eiginlegu menntunarmarkmið sem eru siðferðilegs eðlis og varða getu fólks til að vera gagnrýnið á eigin stöðu, viðhorf og þekkingu (Páll Skúlason, 1987a; sjá einnig Ólaf Pál Jónsson, 2011, bls. 135–139). IV BRODDFLUGAN SÓKRATES Í Málsvörn Sókratesar, þar sem hann ber af sér þær sakargiftir að hafa spillt æskunni, leggur Platon honum eftirfarandi orð í munn: Þér munuð ekki fljótlega fá mann í minn stað, ef þér látið taka mig af lífi, því að ég er blátt áfram, þótt skringilega kunni að þykja til orða tekið, settur á borgina eins og broddfluga á stóran og kyngóðan hest, sem er í latara lagi sakir stærðar sinnar og þarf því eitthvað til þess að pipra sig upp. (Platon, 1990b, 30, bls. 54) Hér líkir Sókrates sér við broddflugu sem piprar upp hest sem nennir ekki að hreyfa sig. Nussbaum segir að flest það fólk sem varð á vegi Sókratesar hafi skort frumkvæði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.