Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 66

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 66
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 201566 ÞVERSTÆÐAN UM LÝÐRÆÐISLEGT SKÓLASTARF … lýðræðið sem lífsmáti á rætur í einstaklingsbundinni trú í daglegri samvinnu við aðra. Lýðræði er sú trú að jafnvel þegar þarfir og markmið eða afleiðingar eru ólík frá einni manneskju til annarrar, þá feli vinsamleg samvinna í sér ómetanlega viðbót við lífið – samvinna sem getur, t.d. í íþróttum, gert ráð fyrir samkeppni og kappi. Með því að taka sérhvern ásteytingarstein – og þeir hljóta að verða fjölmargir – eftir því sem nokkur kostur er, út úr andrúmslofti og umhverfi valds og aflsmunar sem leið til úrlausnar og inn í umhverfi rökræðu og skynsemi, þá lítum við á þá sem við eigum í ágreiningi við – jafnvel djúpstæðum ágreiningi – sem einstaklinga sem við getum lært af, og að sama marki sem vini. (Dewey, 1939/1998, bls. 342, íslensk þýðing greinarhöfundar) Lýðræðislegur skóli er staður þar sem lögð er rækt við lýðræðislega borgaravitund, þar sem ósætti hefur rými, þar sem óskir, langanir og þarfir geta stangast á án þess að starfinu sé stefnt í uppnám (Ólafur Páll Jónsson, 2011). Í slíkum skóla hefur valdi ekki verið útrýmt, en valdinu eru settar skorður. Það er takmarkað af kennivaldi skynsem- innar. Sérhverja ákvörðun sem varðar hag annarra verður að styðja skynsamlegum rökum, rökum sem jafnvel þeir sem eru þeim ósammála geta kannast við að séu eftir sem áður rök í málinu (Rawls, 2001). Kennari sem vanrækir þessa kröfu og gengur fram í krafti stöðu sinnar, hann nálgast ekki nemendur sína sem gerendur í vitsmuna- og siðferðisefnum; hann nálgast ekki nemendur sína sem einstaklinga sem eru dóm- bærir um gott og vont, áhugavert og óáhugavert, o.s.frv., og þar með lítur hann ekki á þá sem einstaklinga sem hann getur lært af. Það er reyndar ekki nóg með að slíkur kennari útiloki nemendur sína sem vitsmuna- og siðferðisverur, því hann gerir einn- ig lítið úr eigin vitsmunum og siðferði. Hann lítur í raun á sjálfan sig sem handhafa kennivalds sem sé óbundið af skynsemi en réttlætist af stöðu, hefð eða mætti og þar með útilokar hann nemendurna sem aðila að sameiginlegu lærdómssamfélagi. VI LÝÐRÆÐI OG LÆRDÓMSSAMFÉLAG Skóli sem skilgreinir fræðslu sem grundvallarstarfsemi sína, þ.e. gerir að kjarna- starfsemi sinni þá iðju kennara að fræða nemendur um viðurkennda þekkingu, getur vissulega byggt upp einhvers konar þekkingarsamfélag en hann verður ekki lærdómssamfélag. Skóli sem lærdómssamfélag gerir í raun ráð fyrir gagnkvæmum lærdómi á tveimur sviðum eða stigum. Annars vegar hverfist samfélag þeirra fag- manna sem þar vinna um gagnkvæman lærdóm og er skipulagt út frá sameiginlegri stjórn og víðtækri samvinnu. Slíkt samfélag hefur verið kallað faglegt lærdómssamfélag (Anna Kristín Sigurðardóttir, 2010, 2013). Lýðræðislegur skóli verður hins vegar að ganga lengra en hugmyndir um faglegt lærdómssamfélag gera ráð fyrir, því lýðræðið gerir ráð fyrir að nemendurnir sjálfir séu aðilar að lærdómssamfélagi frekar en einbert viðfangsefni slíks samfélags (Ólafur Páll Jónsson, 2011). Starf í skóla getur verið vel meint, og það samfélag sem skólinn myndar með þátttöku kennara og nemenda getur snúist um þekkingaröflun og þekkingarsköpun, um aukna færni og meiri þekkingu. Slíkt samfélag gerir hins vegar lítið úr nemendum sem dómbærum einstaklingum; nemendurnir eru ekki teknir með sem einstaklingar sem hafa dómgreind og eru færir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.