Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 67

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 67
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 67 ÓLAFUR PÁLL JÓNSSON um að meta hvað sé áhugavert, hvað sé mikilvægt og hvað sé viðeigandi. Í slíku sam- félagi eru nemendur fyrst og fremst teknir með sem siðferðilegir þiggjendur, ekki sem gerendur í siðferðisefnum. Að vera siðferðisvera getur vísað til þess að hafa siðferðilega stöðu, þ.e. að vera sið- ferðilegur „þiggjandi“, og eiga t.d. tilkall til virðingar og umhyggju. Þegar maður fær að vera með í þeim skilningi að maður fær að tjá skoðanir sínar og hlustað er á mann fær maður að vera með sem siðferðilegur þiggjandi. Það er í raun ekki fyrr en farið er að taka mark á manni sem maður er með sem gerandi í siðferðilegum skilningi. Sem siðferðilegir gerendur fella nemendur dóma um rétt og rangt, gott og illt, áhugavert og óáhugavert, og eru færir um að breyta í samræmi við slíka dóma. Slíkt mat tengist því hvað sé gott líf og hefur að því leyti siðferðilegt gildi, jafnvel þótt einungis sé um að ræða mat á jafn hversdagslegum hlut og því hvort fótboltaleikur í frímínútum sé meira virði en að lesa Laxdælu. Munurinn á því að vera siðferðilegur þiggjandi eða gerandi er ekki alltaf ljós en verður þó oft skýr í samræðu þar sem ekki ríkir valdajafn- vægi og uppi er ágreiningur um gildismat. Í slíkum kringumstæðum er það gjarnan á valdi þess sem sterkari er hvaða sjónarmið hafa vægi í umræðunni. Að vera siðferði- legur gerandi felur í sér að orð manns og sjónarmið hafa vægi og óháð því hvort ein- hver annar – einhver í stöðu hins sterka – gefi orðum manns vægi. Skólar sem vilja vera samfélag siðferðilegra gerenda verða að taka mark á því sem nemendur segja um námið í skólanum – og almennt um lífið þar. Skilgreiningin á faglegu lærdómssamfélagi sem ég vísaði til að framan (Anna Kristín Sigurðardóttir, 2010, 2013) gerir ekki endilega ráð fyrir að nemendur séu siðferðilegir gerendur í þessum skilningi heldur að fagmennirnir – kennararnir og stjórnendurnir – séu sið- ferðilegir gerendur sem taki stöðu nemenda sem siðferðilegra þiggjenda alvarlega. Að þessu leyti ganga hugmyndir um faglegt lærdómssamfélag of skammt til að gefa hugmyndinni um skólann í heild sem lærdómssamfélag – sem lýðræðislegt lærdóms- samfélag – viðunandi merkingu. Faglegt lærdómssamfélag getur vissulega verið hluti af lýðræðislegu lærdómssamfélagi, og oft er það eflaust mikilvægur áfangi á þeirri leið að gera skólann sem heild að lærdómssamfélagi, en ef nemendurnir eiga að vera með sem siðferðilegir gerendur í lífinu í skólanum þá verða þeir einnig að tilheyra lærdómssamfélagi. Sú staðreynd að í skóla eiga börn að læra og fræðast og öðlast margvíslega færni ýtir undir þá hættu að skólinn verði einbert þekkingarsamfélag frekar en lærdóms- samfélag. Páll Skúlason gagnrýndi íslenskt skólakerfi einmitt fyrir að hafa fallið í þá gryfju í greininni Menntun og stjórnmál (Páll Skúlason, 1987a). Kennurum liggur á að komast yfir efni og þeir gefa sér kannski ekki tíma til að skapa nemendum rými sem siðferðilegum gerendum. Það er líka búið að skilgreina fyrirfram, nánast í þaula, hvað á að koma út úr starfinu svo hvers kyns óvæntir atburðir, hugmyndir, og ekki síst spurningar, verða truflun á kennsluferlinu (Atli Harðarson, 2012). Hér komum við að enn einu atriðinu sem getur komið í veg fyrir að nemendur séu fyllilega með í skólanum. Það er ekki alltaf rými eða tími til að hafa nemendur með sem einstaklinga sem eiga sér líf (Berkowitz, 2012). Nemendur í skóla sem er þekkingarsamfélag en ekki lærdómssamfélag eru sífellt í stöðu þiggjenda. Þótt nemendur komist stundum í stöðu gerenda – því starf skólans
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.