Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Síða 89

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Síða 89
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 89 GUNNHILDUR JAKOBSDÓTTIR, SNÆFRÍÐUR ÞÓRA EGILSON OG K JARTAN ÓLAFSSON Þrátt fyrir lítinn mun á milli hópanna varðandi það hversu oft börnin tóku þátt í athöfnum voru foreldrar barna með einhverfu síður ánægðir með þátttöku barna sinna en aðrir foreldrar. Yfir 40% foreldra í rannsóknarhópi töldu þörf á breytingu á þátttöku í öllum fimm athöfnum sem spurt var um í skólanum en 20–27% for- eldra í samanburðarhópi. Þessar niðurstöður sýna að kennarar og annað starfsfólk grunnskóla þarf að huga vel að upplifun nemenda með einhverfu en horfa ekki ein- vörðungu til þess að þeir séu viðstaddir líkt og samnemendur. Viðvera við tilteknar aðstæður er nauðsynleg en nægir þó ekki til að tryggja raunverulega þátttöku. Við mat á hlutdeild voru foreldrarnir í þessari rannsókn beðnir að hafa í huga athygli, einbeitingu, líðan og ánægju barnsins. Ýmislegt getur haft áhrif á hlutdeild, svo sem geta og áhugi nemandans en einnig það hvort viðeigandi stuðningur og aðlögun gerir honum kleift að halda einbeitingu og upplifa ánægju við athafnir. Hugsanlega endur- speglast skortur á stuðningi og aðlögun einmitt í takmarkaðri hlutdeild barna með einhverfu í athöfnum í skólanum samanborið við jafnaldra þeirra. Í doktorsrannsókn Snæfríðar Þóru Egilson (2005) á þátttöku nemenda með hreyfi- hömlun í skólastarfi kom fram að börnin og foreldrar þeirra lögðu annan skilning í þátttökuhugtakið en kennarar. Börnin og foreldrar lögðu almennt áherslu á félags- tengsl og huglæga upplifun barnanna á því að vera viðurkennd við ýmsar aðstæð- ur í skólanum þótt þau tækju ekki endilega þátt í sömu athöfnum og jafnaldrarnir eða á sama hátt. Kennarar horfðu hins vegar frekar til þess hvort nemendur fylgdu viðfangsefnum og rútínu bekkjarins. Fræðileg úttekt á rannsóknum á þátttöku barna í skólanum leiðir einnig í ljós að í flestum rannsóknum er horft á þátttöku út frá sjáanlegri framkvæmd athafna og því hvort börnin séu viðstödd við sömu aðstæður og jafnaldrar (Maxwell o.fl., 2012). Við leggjum áherslu á að hugað verði betur að hug- lægri upplifun á þátttöku en nú er gert í rannsóknum á skólastarfi. Töluvert bar á milli í reynslu foreldra þegar kom að áhrifum umhverfisins á þátttöku nemenda og töldu foreldrar barna með einhverfu í öllum tilvikum skólaumhverfið síður styðjandi fyrir þátttöku barnanna eða skapa oftar hindranir en aðrir foreldrar. Þessi mikli munur á reynslu foreldra barna með og án einhverfu af áhrifum umhverfis er í samræmi við fyrri samanburðarrannsóknir sem sýna að foreldrar fatlaðra barna almennt upplifi umhverfið síður styðjandi en foreldrar jafnaldra þeirra (Bedell o.fl., 2013; Coster o.fl., 2013; Law o.fl., 2013). Að mati foreldra barna með einhverfu í þess- ari rannsókn voru athafnir sem reyndu á félagslega og líkamlega getu barnanna og fólu í sér krefjandi skynáreiti þeir umhverfisþættir sem helst torvelduðu skólaþátt- töku barna þeirra. Til samanburðar má geta þess að niðurstöður rannsókna meðal barna með hreyfihömlun og foreldra þeirra sýna að efnislegt umhverfi, samgöngur og viðhorf torveldi helst þátttöku barnanna í athöfnum í skólanum (Law o.fl., 2007; Snæfríður Þóra Egilson, 2005; Snæfríður Þóra Egilson og Rannveig Traustadóttir, 2009). Í lögum um grunnskóla (nr. 91/2008) og í Samningi Sameinuðu þjóðanna um rétt- indi fatlaðs fólks (2007), þar sem fjallað er um rétt barna til þátttöku, er áréttað að tryggja skuli fötluðum börnum jafnan rétt til þátttöku og aðgengi að sömu athöfnum og aðstæðum og jafnöldrum þeirra. Bent hefur verið á mikilvægi þess að kennarar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.