Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Síða 140
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015140
UPPELDIS - OG MENNTUNARFRÆÐI 40 ÁRA
Háskólaárið 2002–2003. Þetta háskólaár bættist ný námsleið við, Áhættuhegðun ungs
fólks og forvarnir. Námsleiðin var frá upphafi ætluð fólki „sem hefur áhuga á að vinna
að forvörnum og auka skilning sinn á ýmsum uppeldislegum, félagslegum, sálfræði-
legum og heilsufarslegum áhættuþáttum í lífi barna og ungmenna ... og fólki sem
hefur áhuga á rannsóknum á áhættuhegðun ungs fólks og á forvarnarstarfi“. Um mark-
mið námsins segir: „Markmið námsins er að þátttakendur öðlist þekkingu og skilning
á ýmsum samverkandi þáttum umhverfis og erfða sem tengjast áhættuhegðun ungs
fólks. Markmiðið er jafnframt að þátttakendur kynnist ýmsum forvarnarverkefnum“
(Háskóli Íslands, 2002, bls. 189). Ljóst var að margir sem sóttu nám í uppeldis- og
menntunarfræðiskor hugðust starfa með ungu fólki á akrinum. Því þótti mikilvægt
að bjóða slíka námsleið og styrkja jafnframt rannsóknir á velferð ungmenna. Þeir sem
hafa sótt þetta nám hafa verið með fjölbreyttan bakgrunn úr háskólanámi.
Í kennsluskránni þetta ár var jafnframt í fyrsta sinn vakin athygli á því að þeir nem-
endur sem lokið hefðu 60e kennsluréttindanámi gætu lokið meistaranámi í uppeldis-
og menntunarfræði með því að bæta við sig 60e námi á meistarastigi (30e metnar
úr kennsluréttindanáminu). Slíkt meistaranám taldist til 90e M.Ed.-gráðu (Háskóli
Íslands, 2002, bls. 188). Meistaranámið var ætlað fólki sem hefði „áhuga á fræðslu-
störfum í víðum skilningi bæði innan hefðbundinna menntastofnana og utan þeirra“.
Markmiðið var „að veita bæði fræðilega og hagnýta þekkingu og efla rannsóknir á
sviði kennslufræði“ (Háskóli Íslands, 2005, bls. 216). Hvatinn að þessu námsframboði
var að efla kennarastéttina með því að gefa kennurum tækifæri til að bæta við sig
kennslufræðilegri þekkingu og efla færni þeirra til að stunda rannsóknir á kennslu og
skólastarfi.
Námsleiðin Kennslufræði og námsefnisgerð var ekki lengur í boði skólaárið 2002–
2003 þar sem viðfangsefni hennar heyrðu undir kennslufræði og gátu nemendur tekið
þau viðfangsefni inn í meistaragráðu sína í uppeldis- og menntunarfræði.
Háskólaárið 2003–2004. Sú breyting var nú gerð að MA-gráða var látin ná yfir allt
meistaranám í uppeldis- og menntunarfræði (90e og 120e) og M.Ed.-gráðan því felld
niður. Aftur á móti var enn greint á milli rannsóknarnáms og starfstengds rannsóknar-
náms.
Auk MA-náms til 120e var, eins og sjá má í töflu 1, sama framboð námsleiða til 90e
og árið áður. Þrjú fyrstnefndu áherslusviðin voru einnig í boði til Dipl.Ed.-gráðu. Í
fyrsta sinn var jafnframt vakin athygli á námsleiðinni Sérskipulagt meistaranám til
90e. Nemendur sem ekki völdu eitt áherslusviðanna gátu með þessari leið sett saman
nám sitt í samráði við leiðbeinanda (Háskóli Íslands, 2003, bls. 160).
Háskólaárið 2004–2005. Nýtt áherslusvið, Fullorðinsfræðsla 90e, leit nú dagsins ljós.
Um þessa námsleið segir í kennsluskrá að hún sé „ætluð fólki sem vinnur við eða hefur
áhuga á að sinna kennslu fullorðinna og námsefnisgerð“. Enn fremur segir: „Markmið
námsins er að þátttakendur öðlist þekkingu og hæfni í að kenna fullorðnum, skipu-
leggja fræðslu og vinna að gerð fræðsluefnis“ (Háskóli Íslands, 2004, bls. 221). Hvat-
inn að þessari námsleið var meðal annars sá að stuðla að uppbyggingu lífstíðarnáms