Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Qupperneq 34
UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON, kgk@dv.is
Halldór Hjartarson
FYRRV. TOLLVÖRÐUR
Halldór fædd-
ist í Bæ við
Steingríms-
fjörð. Hann
stundaði nám
við Bænda-
skólann á
Hvanneyri,
Lögregluskóla
ríkisins og
lauk skíðakennaraprófi.
Halldór var við jarðrækt og
vegavinnu í Strandasýslu. Hann
flutti til Hafnarfjarðar 1953, stund-
aði sjómennsku nokkrar vertíðir og
starfaði einnig við skipa- og húsa-
smíðar.
Halldór var lögreglumaður
1966-72 og gerði út mb. Faxaborg
1973-76. Hann starfaði við toll-
gæslu og útlendingaeftirlit í Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar á Keflavík-
urflugvelli í tuttugu ár, eða þar til
hann lét af störfum fyrir aldurs
sakir.
Halldór var í keppnisliði skíða-
manna Strandamanna á árunum
1948-52. Þá var hann varaformað-
ur og stjórnarmaður í Tollvarðafé-
lagi Íslands um nokkurra ára skeið.
Fjölskylda
Halldór kvæntist 28.12. 1956 Sig-
rúnu Sigurbjartsdóttur, f. 31.1.
1936, fyrrv. gjaldkera við Tollgæsl-
una í Hafnarfirði. Hún er dóttir
Sigurbjarts Vilhjálmssonar húsa-
smíðameistara og Þuríðar Magn-
úsdóttur húsmóður.
Börn Halldórs og Sigrúnar eru
Þuríður Erla, f. 5.3. 1955, hár-
greiðslumeistari, gift dr. Kristni
Andersen rafmagnsverkfræðingi
og eru synir þeirra Halldór og
Geir; Sigurbjartur, f. 23.6. 1956,
byggingatæknifræðingur, var í
sambúð með Aðalheiði Jörgen-
sen og eru börn þeirra Bent Bjarni
og Sigrún Ásta en sambýliskona
hans er Margrét Ragnarsdótt-
ir matreiðslumeistari; Jóhann,
f. 1.8.1968, viðskiptafræðing-
ur, kvæntur Margréti Lárusdótt-
ur þjónustufulltrúa og eru börn
þeirra Júlía Ósk og Marteinn Logi.
Systkini Halldórs: Halldóra, nú
látin, var búsett í Njarðvík; Sigrún,
nú látin, var búsett á Hólmarvík
og síðustu árin í Hafnarfirði; Mar-
grét, búsett á Flateyri; Finnfríður,
búsett á Hólmavík; Lilja, búsett í
Garðabæ; Unnur, nú látin, var bú-
sett í Hafnarfirði; Hermann, bú-
setttur á Hólmavík; Fjóla, búsett í
Kópavogi.
Foreldrar Halldórs: Hjört-
ur Samsonarson, f. 15.4. 1893, d.
19.7. 1971, sjómaður og bóndi, og
Guðrún Ottósdóttir, f. 14.12. 1899,
d. 14.8. 1980, húsfreyja.
Ætt
Hjörtur var sonur Samsonar, b.
og formanns í Gjögri í Reykjar-
firði á Ströndum Jónssonar, og
Karitasar Jónsdóttur, frá Trölla-
tungu við Steingrímsfjörð.
Guðrún var dóttir Ottós Helga,
b. í Kjaransvík og á Glúmsstöð-
um í Fljótavík á Hornströndum,
á Bæjum á Snæfjallaströnd og
síðan bátasmiðs í Bolungarvík
Guðlaugssonar, sjómanns á Flat-
eyjardal Hallgrímssonar. Móðir
Guðrúnar var Halldóra Sigurðar-
dóttir, frá Kvíavöllum Jónssonar.
80 ÁRA Á LAUGARDAG 85 ÁRA Á FÖSTUDAG
Kristján P. Þórðarson
BÓNDI Á BREIÐALÆK OG FYRRV. ODDVITI
Kristján fæddist að Innri-Múla á
Barðaströnd og ólst þar upp. Hann
stundaði nám við Héraðsskólann
í Reykjanesi við Djúp 1948-49. Eft-
ir að Kristján kvæntist konu sinni
reistu þau hjónin nýbýlið Breiða-
læk á Barðaströnd 1955 þar sem þau
hafa stundað búskap síðan. Auk þess
stundaði Kristján útgerð á trillu,
ásamt sonum sínum og sonarsyni,
allt fram til 2009.
Kristján stofnaði ásamt fleir-
um fyrsta unglingaskólann í Barða-
strandarhreppi og sá um rekstur
hans, var formaður Ungmennafélags
Barðstrendinga 1948-68, formaður
skólanefndar Barðastrandarskóla-
hverfis 1962-78, sat í stjórn Ræktun-
arsambands Vestur-Barðstrendinga
1964-79, var einn stofnenda og for-
maður stjórnar undirbúningsnefnd-
ar Mjólkursamlags Vestur-Barð-
strendinga og í stjórn þess um árabil,
formaður byggingarnefndar Félags-
heimilisins Birkimels og fyrsti for-
maður húsnefndar, var í framboði
fyrir Alþýðuflokkinn á Vestfjörð-
um, sat í sýslunefnd Vestur-Barða-
strandarsýslu 1966-70, í hrepps-
nefnd Barðastrandarhrepps 1970-82
og jafnframt oddviti, fulltrúi á þingi
Sambands íslenskra sveitarfélaga
1970-82, fulltrúi á Fjórðungsþingi
Vestfjarða og á aðalfundum Orkubús
Vestfjarða, í stjórn Eyrasparisjóðs á
Patreksfirði í nokkur ár frá 1996, einn
stofnenda Kaupfélags Barðastrand-
ar og formaður þess, einn af stof-
hendum Saumastofunnar Strandar
ehf., og var umsjónarmaður henn-
ar 1968-2005, var varamaður í stjórn
Landnáms ríkisins og í Sauðfjársjúk-
dómanefnd 1978-90.
Bækur eftir Kristján: Sú kemur tíð,
endurminningar, útg. 2005; Vegir og
vegleysur, útg. 2006.
Fjölskylda
Kristján kvæntast 23.10. 1954 Val-
gerði Kristjánsdóttur, f. 5.11. 1932,
húsfreyju. Hún er dóttir Kristjáns
Finnbogasonar, sem var bóndi í
Litlabæ í Ögurhreppi við Djúp, og
Guðbjargar Jensdóttur húsfreyju.
Börn Kristjáns og Valgerðar eru
Snæbjörn, f. 29.8 1954, rafiðnfræð-
ingur í Reykjavík, kvæntur Sigur-
laugu Sigurðardóttur skrifstofu-
manni; Finnbogi Sævar, f. 21.6. 1956,
bóndi og búfræðingur á Breiðalæk,
kvæntur Ólöfu Pálsdóttur bónda,
frá Hamri á Barðasfrönd; Gísli, f.
16.9. 1957, cand. mag. í sagnfræði
og blaðamaður í Ósló og fréttaritari
RÚV, kvæntur Anne Aanstad, blaða-
manni frá Tromsö í Noregi; Þórhild-
ur Guðbjörg, f. 27.4.1964, þroska-
þjálfi og kennari á Höfn í Hornafirði,
gift Sigurði Mar Halldórssyni, ljós-
myndara og grafískum hönnuði; dr.
Steinunn Jóna, f. 13.10. 1965, forn-
leifafræðingur á Skriðuklaustri; Erla
Bryndís, f. 16.4. 1968, landslagsarki-
tekt á Ísafirði og eigandi teiknistof-
unnar Eikar, gift Jóni Gíslasyni tré-
smíðameistara.
Systkini Kristjáns: Björg, f. 10.10.
1916, nú látin, bóndi í Tungumúla á
Barðaströnd; Ólafur Kristinn, f. 21.8.
1918, kennari í Reykjavík; Jóhanna,
f. 4.1. 1920, húsmóðir á Patreksfirði;
Júlíus Óskar, f. 29.4. 1921, nú látinn,
bóndi á Skorrastað i Norðfirði; Björg-
vin 9.9. 1922, nú látinn, leigubílstjóri
og sjómaður í Hafnarfirði; Karl, f.
16.10. 1923, nú látinn, verkamaður
og sjómaður í Reykjavík; Steinþór, f.
13.7.1924, nú látinn, bóndi í Skugga-
hlíð í Norðfirði; Sveinn Jóhann, f.
13.12. 1927, fyrrv. kaupmaður og
bóndi á Innri-Múla á Barðaströnd.
Foreldrar Kristjáns voru Þórður
Ólafsson 24.8. 1887, d. 1985, bóndi
á Innri-Múla, og k.h., Steinunn Björg
Júlíusdóttir, f. 20.3. 1895, d. 1985,
húsfreyja á Innri-Múla.
Guðmundur fæddist í Ásatúni í
Hrunamannahreppi og ólst þar
upp. Hann nam í farskóla í þrjá vet-
ur og tók sveinspróf í trésmíði utan
skóla 1972. Guðmundur vann við
bústörf hjá Bjarna, skólastjóra á
Laugarvatni, í tíu ár og einnig við
jarðvinnslu og var einn af fyrstu
jarðýtumönnum á landinu.
Eftir að hann kvæntist bjuggu
þau hjónin eitt og hálft ár á Laug-
arvatni en haustið 1951 fluttu þau
að Laugarási í Biskupstungum og
stofnuðu þar nýbýlið Lindarbrekku.
Guðmundur vann við smíðar
alllengi, þar á meðal við allar bygg-
ingar í Skálholti. Seinni ár hefur
hann alfarið stundað garðyrkju.
Áhugamál Guðmundar eru
hestamennska, enda smíðaði hann
skeifur í tómstundum.
Fjölskylda
Guðmundur kvæntist 24.6. 1950
Jónínu Sigríði Jónsdóttur, f. 6.2.
1927, húsfreyju. Hún er dóttir Jóns
Péturssonar, pípulagningamanns
í Neskaupstað, og k.h., Katrínar
Guðnadóttur húsmóður.
Börn Guðmundar og Jónínu
eru Indriði, f. 6.6. 1951, vélvirki í
Reykjavík, kvæntur Ester Gunnars-
dóttur en þau eiga fjögur börn; Jón
Pétur, f. 15.6. 1955, þungavinnu-
vélstjóri á Selfossi, kvæntur Guð-
rúnu H. Hjartardóttur og eiga þau
þrjú börn; Katrín Gróa, f. 10.10.
1956, starfsmaður hjá Alcan, búsett
í Neskaupstað, gift Þórarni Guðna-
syni og eiga þau þrjú börn; Grímur,
f. 27.6. 1961, ferðabóndi í Ásatúni,
kvæntur Guðbjörgu Jóhannsdótt-
ur húsfreyju og eiga þau þrjú börn,
auk þess átti Grímur dóttur fyrir
hjónaband.
Systkini Guðmundar: Guðný, f.
1902, lést þriggja vikna; Magnús,
f. 22.9. 1903, d. 1994, lengi starfs-
maður slippsins í Keflavík, búsettur
í Keflavík; Sigríður, f. 13.8. 1905, d.
1973, saumakona, lengst af í Reykja-
vík; Hallgrímur, f. 7.9. 1907, d. 1982,
bóndi í Ásatúni; Óskar Guðlaugur,
f. 1.4. 1910, d. 19.10. 1995, bóndi
í Ásatúni; Guðný, f. 23.2.1912, nú
látin, vann lengi í sælgætisgerðinni
Víkingi, búsett í Reykjavík; Helgi, f.
30.1. 1914, d. 1995, bóndi í Laugar-
ási og síðar verslunarmaður í Mál-
aranum í Reykjavík; Laufey, f. 24.2.
1917, d. 9.6.1999, húsfreyja í Ása-
túni; Jakob, f. 11.11.1918, d. 1991,
lengst af kaupmaður í Keflavík;
Kristinn, f. 1.5. 1920, d. 1936.
Foreldrar Guðmundar eru Ind-
riði Grímsson, f. 17.5. 1873, d. 19.4.
1928, bóndi í Ásatúni í Hruna-
mannahreppi, og k.h., Gróa Magn-
úsdóttir, f. 21.8. 1877, d. 6.6. 1939,
húsfreyja.
Ætt
Indriði var sonur Gríms, b. í Ásatúni
Guðmundssonar, b. á Kjaransstöð-
um í Biskupstungum Þorsteinsson-
ar, b. í Miðdalskoti Vigfússonar, b. á
Kiðabergi í Grímsnesi Sigurðsson-
ar, b. í Ásgarði Ásmundssonar.
Móðir Indriða var Helga Guð-
mundsdóttir, b. í Brekku Guð-
mundssonar, og Helgu Jónsdóttur,
pr. á Klausturhólum. Móðir Helgu
Jónsdóttur var Ragnhildur Björns-
dóttir, pr. á Setbergi Þorgrímsson-
ar, sýslumanns í Mýrasýslu. Móðir
Ragnhildar var Helga Brynjólfsdótt-
ir, sýslumanns í Hjálmholti Sigurðs-
sonar, sýslumanns Sigurðssonar.
Gróa var dóttir Magnúsar, b. í
Bryðjuholti Jónssonar, b. í Efra-
Langholti Magnússonar, b. í Efra-
Langholti Eiríkssonar, b. í Bolholti
Jónssonar, b. í Bolholti Þórarins-
sonar, b. í Næfurholti Brynjólfsson-
ar.
Móðir Gróu var Guðný Ein-
arsdóttir, b. í Bryðjuholti í Hruna-
mannahreppi Einarssonar, bróður
Sigurðar, b. í Gelti í Grimsnesi, ætt-
föður Galtarættarinnar. Einar var
sonur Bjarna, b. á Sóleyjarbakka
Jónssonar. Móðir Einars var Guð-
rún Kolbeinsdóttir, pr. og skálds í
Miðdal, Þorsteinssonar og Arndísar
Þorsteinsdóttur.
KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON rekur
ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í
fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma
viðburði liðinna ára og minnist horfinna
merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn
tilkynningar um stórafmæli á netfangið
kgk@dv.is
95 ÁRA Á LAUGARDAG
Guðmundur Indriðason
GARÐYRKJUBÓNDI OG TRÉSMIÐUR Í LINDARBREKKU
Sigurjón G. Óskarsson
RAFVERKTAKI Á HÖFN Í HORNAFIRÐI
Garðar fæddist að Syðri-Úlfsstöð-
um og ólst þar upp og á Hvols-
velli. Hann lauk gagnfræðaprófi frá
Skógaskóla 1966 og prófi frá Iðn-
skólanum á Selfossi 1969.
Garðar var í brúarvinnu á sumr-
in 1966-70, á vertíð í Vestmanna-
eyjum 1968-71 og hjá Austurleið
við akstur og framkvæmdastjórn
á árunum 1970-2003 og hjá Kynn-
isferðum 2003-2005. Hann hefur
starfað við rafvirkjun hjá Rafhorni
frá 2005.
Garðar sat í stjórn Björgunarfé-
lags Hornafjarðar, Ferðamálafélags
Austur-Skaftafellssýslu, Jöklaferða
og Austurleiða.
Fjölskylda
Garðar kvæntist 14.5.1972 Önnu
Ólöfu Ólafsdóttur, f. 16.6. 1953,
útibússtjóra hjá ÁTVR á Horna-
firði. Hún er dóttir Ólafs Guð-
jónssonar og Önnu Markúsdótt-
ur, fyrrum bænda í Vesturholtum
í Þykkvabæ en þau eru bæði lát-
in.
Börn Garðars og Önnu Ólafar
eru Sigríður Guðbjörg, f. 3.2. 1972,
bankastarfsmaður og trygginga-
fulltrúi, gift Aðalsteini Guðmunds-
syni og eiga þau þrjú börn, Ágúst
Mána, Hafstein Elvar og Magn-
dísi Lóu; Sonja, f. 24.9. 1977, leik-
skólaleiðbeinandi en maður henn-
ar er Arnar Þór Jónsson og eiga
þau tvær dætur, Ólöfu Maríu og
Örnu Ósk, en börn Arnars frá fyrra
hjónabandi eru Sindri Rafn, Ey-
dís Hlín og Andri Jón; Ólöf Ósk, f.
18.8. 1980, húsmóðir en unnusti
hennar er Gunnar Örn Reynisson
og eiga þau tvö börn, Reyni Snæ og
Írisi Ösp; Svanhildur, f. 10.7. 1984,
tanntæknir.
Systkini Garðars: Halldór, f.
4.2. 1953, kennari á Hellu; Ómar,
f. 22.5. 1954, starfsmaður Cargo
bíla; Guðbjörg, f. 27.3. 1956, bók-
ari hjá Ísaga; Sigurlín, f. 7.11. 1958,
svæðisstjóri VÍS á Hvolsvelli; Ósk-
ar, f. 25.1.1965, flugumferðarstjóri
í Reykjavík; Unnur, f. 20.6. 1967,
leikskólakennari á Hvolsvelli; Þór-
unn, f. 20.6.1967, grunnskólakenn-
ari á Hvolsvelli.
Foreldrar Garðars: Óskar Sigur-
jónsson, f. 16.8. 1925, fyrrv. fram-
kvæmdastjóri Austurleiðar hf.,
og Sigríður Halldórsdóttir, f. 15.6.
1929, húsmóðir, búsett á Hvols-
velli.
60 ÁRA Á FÖSTUDAG
34 FÖSTUDAGUR 14. maí 2010