Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Síða 50
Ensku úrvalsdeildinni er lokið á starfsárinu 2009/2010. Chelsea stóð uppi sem verðugur meistari eftir að hafa valtað yfir Wigan, 8-0, í lokaumferðinni. DV fylgdist vel með enska boltanum í vetur eins og alltaf og ger- ir hér upp tímabilið, það besta og versta. tomas@dv.is 50 FÖSTUDAGUR 14.maí 2010 UPPGJÖRIÐ Á ENGLANDI LIÐ TÍMABILSINS Wayne Rooney Didier Drogba Branislav Ivanovic James MilnerFrank Lampard Patrice Evra Joe Hart Cesc Fabregas Carlos Tevez Ledley KingThomas Vermaelen MATTHEW ETHERINGTON STOKE Þessi knái vængmaður er svolítið kryddið sem lífgar upp á annars ólseigt lið Stoke. Tony Pulis vissi alveg hvað hann var að gera þegar hann fékk Etheringon til liðsins. Leikmaður sem er tilbúinn að leggja mikið á sig sem er jú einmitt skylda allra þeirra er klæðast Stoke-búningnum en einnig virkilega flinkur fótboltamaður með eitraðar fyrirgjafir. Hann leggur upp ófá mörkin og skorar einnig handfylli. Leikmaður sem gekk í endurnýjun lífdaga hjá Stoke og er hreinlega spurning um hvort stærri lið fari að kalla. KOMU EINNIG TIL GREINA: Darren Fletcher (Manchester United) og Kevin Davies (Bolton). VANMETINNBESTUR WAYNE ROONEY MANCHESTER UNITED Mikil ábyrgð var lögð á herðar Waynes Rooney fyrir tímabilið eftir brotthvarf Cristianos Ronaldo og Carlos Tevez. Hann stóðst heldur betur þá áskorun og skoraði 26 mörk í deildinni og varð næstmarkahæstur. Á löngum köflum virtist hann eini maðurinn sem væri fær um að skora mörk fyrir liðið auk þess að mata félaga sína á stoðsendingum og berjast eins og ljón. Hann fór að fækka óþarfa sprettum neðar á völlinn og sparaði orkuna í að skora mörk. Það breytir því samt ekki að Rooney er alltaf alls staðar, og er farinn að skora meira. Hans besta tímabil á ferlinum. KOMU EINNIG TIL GREINA: Frank Lampard (Chelsea) og Didier Drogba (Chelsea). DIMITAR BERBATOV MANCHESTER UNITED Ofmetinn og ekki ofmetinn. Dimitar Berbatov var ekkert stórkostlegur í fyrra en skoraði þó nokkur mörk. Það fór minna fyrir honum því Carlos Tevez var ávallt hafður í byrjunarliðinu þegar eitthvað mikið var undir. Í ár var aftur á móti enginn Tevez og var mikil ábyrgð því á Berbatov. Það var ábyrgð sem hann stóð engan veginn undir enda gat þessi 30 milljóna punda leikmaður nákvæmlega ekkert. Hann er ógeðslega góður í fótbolta og fær stóra plúsa fyrir það úti um allt en hann gagnast liði Manchester United sama og ekkert þegar mikið bjátar á. KOMU EINNIG TIL GREINA: Jon Obi Mikel (Chelsea) og Glen Johnson (Liverpool) OFMETINN SUNDBOLTAMARK SUNDERLAND Einhver ótrúlegasti atburðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Sunderland hafði sigur á Liverpool, 1-0, þar sem Darren Bent skoraði afar sérstakt mark. Sérstakt? Jú, stór sundbolti var að væflast í vítateig Liverpool-manna og tókst Bent að skjóta bolt- anum í sundboltann og þaðan fór hann í netið. Auðvitað varð allt vitlaust í herbúðum Liverpool þar sem markið var kolólöglegt. Þegar eitthvað svona gerist ber dómaran- um að stöðva leikinn þar sem um aðskotahlut er að ræða. Strandabolta-Mike Jones eins og hann er kallaður í dag vissi samt ekki betur og leyfði markinu að standa. ATVIK ÁRSINS HEURELHO GOMES TOTTENHAM Juande Ramos virtist hafa keypt köttinn í sekknum þegar hann fékk þann brasilíska frá PSV í fyrrasumar. Hann gat nákvæmlega ekkert og var ævintýra- lega mistækur. Þegar Harry Redknapp var síðan ráðinn stjóri brást hann strax við og keypti Carlo Cudicini frá Chelsea. En Cudicini er bara á þeim stað sem honum líður best núna, á bekknum. Gomes kom eins og nýr maður inn í úrvalsdeildina í ár og hefur verið mjög stöðugur og í sumum leikjum einfald- lega frábær. Hann á stóran þátt í því að Tottenham spilar í Meistaradeildinni að ári. KOMU EINNIG TIL GREINA: Gareth Bale (Tottenham) og Lee Bowyer (Birming- ham). BÆTTI SIG MEST INNKAUP LIVERPOOL Liverpool hefur undanfarin ár verið mjög duglegt að kaupa nokkra 4-7 milljóna punda menn í staðinn fyrir að safna til sín stærri leikmönnum sem kosta allt að því 20 milljónir punda og meira. Það gerðu þeir samt með Torres og sjáið hvernig það borgaði sig. Í ár ætluðu menn heldur betur að gera bragarbót þar á. Tveir leikmenn voru keyptir á sautján milljónir punda. Annar þeirra, Glen Johnson hægri bakvörður sem byrjaði vel en fjaraði út, og svo ítalski miðjumaðurinn Alberto Aquilani sem tók þátt í átján leikjum, flestum sem varamaður. Peningum afar illa varið svo ekki sé meira sagt. Þú kaupir ekki bakvörð á 17 milljónir punda. Enda kom á daginn að sveit Liverpool var engan veginn nægilega sterk. KOMU EINNIG TIL GREINA: Ráðning Brians Law til Burnley og að Arsenal keypti ekki framherja í janúarglugg- anum. MISTÖKIN STEVEN GERRARD LIVERPOOL „Captain fantastic“, maðurinn sem allir Liverpool-menn horfa til þegar mikið bjátar á. Vanalega hefur hann staðið undir þeirri gríðarlegu pressu að bera fyrirliðaband þessa fornfræga liðs en í ár var hann ekki nema skugginn af sjálfum sér. Oft virtist hann einfaldlega áhugalaus sem fær auðvitað alla til að spyrja sig hvort hann sé einfaldlega á förum. Einnig er hægt að velta því fyrir sér hvort tími sé bara kominn til að hann finni sér nýtt lið. Steven Gerrard mun koma sterkur til baka en það er ekki nokkur spurning að enginn leikmaður lék verr miðað við getu á þessu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. KOMU EINNIG TIL GREINA: Emile Heskey (Aston Villa) og Gareth Barry (Man. City). MAN. UNITED 4 MAN. CITY 3 Nágrannarnir úr Manchester-borg mættust í hreint út sagt mögnuðum leik í lok september í fyrra. Heimamenn komust þrívegis yfir en þegar Manchester United skorar þrjú mörk á heimavelli dugar það vanalega til sigurs. Bláliðarnir voru hins vegar ekkert á þeim buxunum og jafnaði Craig Bellamy metin, 3-3, á lokamínútu leiksins. En þá reis upp maður frá Liverpool-borg, Michael nokkur Owen, og skoraði á sjöttu mínútu í uppbót- artíma. Það varð vægast sagt allt vitlaust á vellinum og langbesta leik tímabilsins lauk með sigri þáverandi Englandsmeistara. KOMU EINNIG TIL GREINA: Chelsea 3 - 3 Everton og Man. City 2 - 1 Chelsea. LEIKURINN DALAÐI MEST RORY DELAP STOKE Delap er ekki leikmaður sem 10 ára fótboltastrákurinn er með mynd af uppi á vegg hjá sér. Enda engin ástæða til. Hann er engin ofurstjarna og eins og margir Bretar ekkert sérlega mynd- arlegur. En drjúgur er hann í orðsins fyllstu merkingu. Delap býður upp á lengstu og föstustu innköst sem sjást en þau minna mest á hornspyrnur eða aukaspyrnu hvaðan af vellinum sem hann grýtir boltanum inn. Fyrir utan það hefur Delap bætt sig mikið sem knattspyrnumaður. En Stoke heldur sér í deildinni að stórum hluta vegna innkasta hans. KOMU EINNIG TIL GREINA: Own Goal (Manchester United) og Barry Ferguson (Birmingham). DRÝGSTUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.