Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Qupperneq 52
52 FÖSTUDAGUR 14.maí 2010 HELGARBLAÐ FRÆGIR DÓMAR fjárglæframanna HINIR ÞRÍR DÆMDU Í BAUGSMÁLINU Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri Baugs, var dæmdur í þriggja mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir sinn þátt í Baugsmálinu þegar málinu lauk endanlega með dómi Hæsta- réttar í júní 2008. Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, var dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi. Jón Ásgeir var ákærður í 58 ákæruliðum og var sakfelldur fyrir einn þeirra. Tryggvi var ákærður fyrir 36 liði og sakfelldur fyrir fjóra. Jón Gerald Sullenberger athafnamaður, sem var upphaflegur kærandi í Baugsmálinu, hlaut á sama tíma þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að gefa út reikning og aðstoða Jón Ásgeir þannig við brot sem hann hafði þegar verið dæmdur fyrir. SAMIÐ Í SKJÓLI NÆTUR Björgólfur Guðmundsson, útrásarvíkingur, var árið 1990 einn af þremur sem dæmdir voru sekir í Hafskipsmálinu. Málið fjallaði um það að Eimskipafélagið þoldi illa samkeppni við Hafskip og samdi við Útvegsbankann um kaup á Hafskip að næturlagi. Fátt var eðlilegt með kaupunum þar sem Eimskip nýtti sér slæma stöðu Hafskips til þess að ganga frá kaupunum. Gífurleg umfjöll- un var um málið og vilja margir meina að aðkoma stjórnmála- manna í málinu hafi verið með öllu óeðlileg. Albert Guðmunds- son, þáverandi Iðnaðarráðherra, sagði af sér í tengslum við málið. Á endanum voru 14 af þeim 17 ákærðu í málinu sýknaðir en Björgólfur hlaut fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi. ÁVÖXTUNAR- ÆVINTÝRIÐ ENDAÐI ILLA Vinjettuhöfundurinn og fagurkerinn Ármann Reynisson var dæmdur fyrir svokallað Ávöxtunarævintýri á níunda áratug síðustu aldar. Fjöldi fólks tapaði fé á viðskiptum við hann þegar Ármann rak fyrirtækið Ávöxtun og var hann dæmdur fyrir lögbrot. Sjálfur hefur Ármann þó sagt að hann hafi ekki gert annað en hafi síðar viðgengist hjá ýmsum fjármálafyrirtækjum. Ármann afplánaði dóm sinn á Kvíabryggju. DÆMDUR FYR- IR VIRÐISAUKA- SKATTABROT Karl Wernersson, kenndur við Milestone, var fundinn sekur fyrir héraðsdómi árið 1998 fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt. Hann var þar dæmdur í tveggja mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir að hafa ekki, sem framkvæmdastjóri Tölvukaupa ehf., staðið skil á virðisaukaskatti upp á 1,7 milljónir króna. Karli var einnig gert að greiða 3,4 milljónir króna í sekt auk sakarkostnaðar. Hæstiréttur mildaði hins vegar dóminn í hundrað þúsund króna sekt. NOTAÐI BJÖRGÓLF Haukur Heiðar, starfsmaður Landsbankans, var dæmdur fyrir rúmlega 50 milljóna króna fjárdrátt árið 1980. Sem deildarstjóri ábyrgðardeildar Landsbankans hafði Haukur Heiðar um sjö ára skeið, frá 1970 til 1977, dregið sér rúmar 50 milljónir króna með skjalafalsi. Í flestum tilfellum notaði Haukur Heiðar féð sem hann dró sér til þess að borga ábyrgðarskuldir fyrirtækja Björgólfs Guðmundssonar, Dósagerðarinnar og Bláskóga, eða kom fénu úr landi og inn á bankareikning í Sviss. Björgólfur borgaði Hauki svo til baka í reiðufé og með vöxtum. Björgólfur var ekki ákærður í málinu á sínum tíma því Haukur Heiðar sagði að hann hefði verið einn að verki og að hann hefði notað Björgólf „sem verkfæri“ honum óafvitandi til að koma peningunum út úr bankanum. Haukur Heiðar var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi og skilaði jafnframt öllu því fé sem hann hafði dregið sér með vöxtum eftir að upp komst um fjárdráttinn, meðal annars fé sem hann geymdi á banka- reikningi í Genf í Sviss. FYRSTU DÓMAR HRUNSINS Í byrjun desember 2009 voru Kaupþingsmennirnir Daníel Þórðarson og Stefnir Ingi Agnarsson dæmdir í átta mánaða fangelsi. Voru það fyrstu dómarnir í tengslum við hrunið. Þeim var gert að sök að hafa sett inn kauptilboð í skuldabréfaflokk Exista sex sinnum, í janúar og febrúar árið 2008, skömmu fyrir lokun markaða, þannig að tilboðin hefðu áhrif á dagslokagengi. Með þessu taldi ákæruvaldið að þeir hefðu búið til falska eftirspurn auk þess sem verð bréfa hafi verið misvísandi. Auk þess var Daníel og Stefni gert að greiða 1,2 milljónir króna í sakarkostnað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.