Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 4
EkkErt í pípunum hjá Davíð n Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins verður haldinn í Laugardalshöll um næstu helgi. Enn hefur ekkert heyrst af mótfram- boði gegn núver- andi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni. Guðmundur Ólafs- son hagfræðing- ur sagðist í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 hafa heimildir fyrir því að framboð Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrverandi for- sætisráðherra, væri í undirbúningi. Enn bólar ekkert á endurkomu Dav- íðs og bendir ekkert til þess að hann snúi aftur í pólitíkina að svo stöddu. 4 föstuDagur 18. júní 2010 fréttir skuggi jóns gnarr n Heiða Kristín Helgadóttir, aðstoð- arkona Jóns Gnarr borgarstjóra, hef- ur haft í nógu að snúast frá því hún tók við starfinu. Heiða var áður kosningastjóri Besta flokksins og sinnti því starfi dyggilega. Hún hefur fylgt Jóni eins og skugginn og verið einn helsti tengiliður borg- arfulltrúa flokks hans við fjölmiðla. Sjálf nam Heiða stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og starfaði síðast sem almannatengill hjá Vitvélastofnun Íslands. Aðstoðarkonustarfið smellur því sem flís við rass. gErði kEnnara glaðan n Jón Gnarr borgarstjóri hefur gert dagbók embættisins aðgengilega á netinu. „Strætisvagnar voru á áætlun, leikskólar opnuðu og allir voru glaðir. Það var reyndar einn leikskólakennari með áhyggjur en þegar hann sá að það var ástæðu- laust varð hann glaður,“ skrifaði Jón um fyrsta starfsdaginn. Í samstarfsyfir- lýsingu Besta flokksins og Samfylkingar var ein- mitt kveðið á um að eitt af fyrstu verkum nýs meirihluta yrði að gera dagbókina aðgengilega á vefnum. Þetta varð því fyrsta verk Jóns, en ekki flutningur graskersins sem hon- um er í nöp við. hanna Birna vEitingastjóri n Það kom mörgum á óvart þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir hlaut rússneska kosningu sem forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. Henni hafði skömmu áður verið ráðið frá því að taka að sér stöðuna í Stak- steinum Morgun- blaðsins. Þar kom fram að starf for- setans fælist ein- vörðungu í því að koma drukknum gestum úr veislum í Höfða. Hanna Birna var í síðustu viku viðstödd kveðjuveislu í Höfða fyrir fráfarandi borgarfulltrúa, sem sagt áður en hún var kjörin forseti borgarstjórnar. sandkorn Samþykkt að hefja aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið: Nýr kafli Íslands í Evrópu „Ég er mjög ánægður með þessa nið- urstöðu þótt ég geti ekki sagt að hún komi mér á óvart. Við fullnægðum öllum skilyrðum um aðildarumsókn og öllum tæknilegum annmörkum hafði verið rutt úr vegi,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um fund leiðtoga ESB í Brussel á fimmtudaginn, en þar var aðildar- umsókn Íslands formlega samþykkt. Á sama tíma eru Hollendingar sagðir harðir í afstöðu sinni til Ice- save-málsins og vilja að Íslendingar geri upp málin áður en að inngöngu í ESB kemur. Þá vitna embættis- menn í Brussel um mikinn áhuga Íra á aðild Íslands, en þeir telja að við gætum orðið góðir bandamenn í ESB. Össur segir að áfanginn hafi ekki náðst með öllu átakalaust. „Það þurfti ákveðið diplómatískt afl til þess að koma málinu á þennan stað. Utanríkisþjónustan hefur verið mjög virk í málinu sem og aðrir embættis- menn. Við eigum óleyst mál við Hol- lendinga og Breta og hollenska þing- ið hefur viljað tengja aðildarumsókn okkar við Icesave-deiluna. Það hefur hins vegar verið skýlaus afstaða ESB að þetta séu tvö aðskilin mál. Þetta var lokaður fundur leiðtoganna en ég veit ekki annað en að afgreiðslan hafi gengið snurðulaust,“ segir Öss- ur og bætir við að nú hefjist nýr kafli í samskiptunum við Evrópusam- bandið. Það eina sem gæti skyggt á gleði utanríkisráðherrans er afstaða Hol- lendinga, sem leggja þunga áherslu á að Icesave-málið verði til lykta leitt. „Við munum ekki koma í veg fyrir viðræðurnar, en Ísland þarf að standast þungar kröfur,“ sagði Jan- Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands, í samtali við starfsbræð- ur sína, leiðtoga ríkja ESB, á fundi þeirra í Brussel á fimmtudag. Það tjáir hollenskur embættismaður ESB-fréttavefnum EU Observer. johannh@dv.is, helgihrafn@dv.is Ánægður „Það hefur hins vegar verið skýlaus afstaða ESB að þetta séu tvö aðskilin mál,“ segir Össur Skarphéðinsson. Fyrirtækið Kredia hyggst færa út kvíarnar og hefja smálánastarfsemi í Evrópu í haust. Framkvæmdastjórinn vill ekki gefa upp hvar félagið ætlar að nema land, en stefnt er að því að hefja starfsemi í þriðja Evrópuríkinu á næsta ári. Smálán Kredia eru harð- lega gagnrýnd hér á landi fyrir vaxtaokur. Sá sem tekur 40 þúsund króna lán þarf að borga 49.250 krónur til baka innan 15 daga. Smálánafyrirtækið Kredia hyggst færa út kvíarnar og opna útibú í einu Evrópuríki í október. Leifur A. Har- aldsson, framkvæmdastjóri Kredia, segir undirbúning þessara áforma vera vel á veg kominn. Hann vill ekki gefa upp í hvaða landi Kredia stefnir á að opna starfsemi sína. Þó komi Norðurlönd ekki til álita. Í Sví- þjóð séu þegar um fjörutíu fyrirtæki starfandi á smálánamarkaði. Því sé markaðurinn þar vel mettur. Þá seg- ir Leifur að stefnt sé á að Kredia hefji starfsemi í þriðja landinu á næsta ári gangi allt að óskum. Nú sé verið að kanna hvernig best sé að laga starf- semina að viðkomandi markaði. Starfsemi Kredia gengur út á að fólk sendi SMS og geti fengið allt að 40 þúsund krónur lagðar inn á bankareikning nærri samstundis. Lánið þarf síðan að greiða til baka innan 15 daga með háum vöxtum, því samkvæmt verðskrá á vef félags- ins þurfa lántakendur að greiða alls 49.250 krónur til baka. Ársvextirnir af slíku láni nema því 555 prósentum. Fjármagna sig með skuldabréfum Hjá Kredia eru nú fjórir starfsmenn og segir Leifur að viðtökurnar við því sem fyrirtækið hafi upp á að bjóða hafi farið fram úr öllum vonum. Við stofnun fyrirtækisins í fyrra var hlutafé þess aðeins fimm hundruð þúsund krónur. Hlutaféð var aukið um níu og hálfa milljón króna þann 5. mars. Hann segist hafa lagt félag- inu til aukið fé, en hann er eini eig- andi þess. Hann segir fyrirtækið fjár- magna sig með margvíslegum hætti, meðal annars með útgáfu skulda- bréfa. Hugmyndin að Kredia var upp- haflega sótt í smálánastarfsemi á Norðurlöndum sem þá hafði tíðkast um langa hríð. Leifur segir að starf- semin hafi síðan verið aðlöguð ís- lenskum markaðsaðstæðum, þar sem ákveðið var að bjóða fólki lán í áföngum. Þannig gæti það tekið hærri lán hefði það borgað fyrri lán til baka. Þá geti fólk ekki tekið lán til að greiða niður lán, eins og tíðkast víða á Norðurlöndunum. 600 prósenta vextir Smálánastarfsemi á Íslandi hefur verið gagnrýnd fyrir vextina sem lánin bera. Þeir geta verið allt að sex hundruð prósent á ársgrundvelli. Sé tíu þúsund króna lán tekið hjá Kredia þarf að greiða tvö þúsund og fimm hundruð krónur í þóknunar- gjald. Þóknunargjaldið lækkar síðan lítillega eftir því sem lánsupphæðin hækkar. Sé tuttugu þúsund króna lán tekið þarf að greiða fjögur þúsund sjö hundruð og fimmtíu krónur í þókn- un. Meðal þeirra sem lýst hafa áhyggj- um af smálánum Kredia eru Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra, sem hefur gagnrýnt lánin harðlega. Neyt- endasamtökin hafa tekið undir gagn- rýni ráðherrans og vara fólk eindreg- ið við því að taka slík lán. RÓBeRt HlynuR BalDuRssOn blaðamaður skrifar: rhb@dv.is leifur a. Haraldsson Kredia ætlar að hefja starfsemi í að minnsta kosti tveimur Evrópulöndum á næstunni. SMÁLÁN Í ÚTRÁS Þá segir Leifur að stefnt sé á að Kredia hefji starfsemi í þriðja landinu á næsta ári. húmor hannEsar n Hannes Hólmsteinn Gissurar- son þreytist seint á að tala vel um Davíð Oddsson. „Fræg er fyndni Davíðs Oddssonar, á meðan hann var bankastjóri Seðlabankans, eftir að Jón Sigurðsson framsókn- armaður lét þar af embætti eftir stutta viðdvöl: „Eini Jón Sigurðs- sonurinn, sem hefur eitthvað enst í Seðlabankanum, er sá á fimm- hundruðkallinum.“ Áður hafði Jón Sigurðsson Alþýðuflokks- maður aðeins haft stutta viðdvöl í bankanum,“ skrifar Hannes á Pressubloggi sínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.