Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 48
48 föstudagur 18. júní 2010 útlit -looklet.com og couturious.com- Ótrúlega skemmtilegar síður sem bjóða upp á ótal möguleika við að raða saman ýmsum dressum. Þú getur valið mismunandi módel og svo valið föt á þau. Hægt er að velja alls konar falleg nærföt, kjóla, sokka, skó og aukahluti sem maður svo raðar saman til að ná hinu fullkomna útliti. Maður getur gleymt sér tímunum saman inni á þessum skemmtilegu síðum. Nakti apinn var lengi vel ein vinsælasta búð landsins og setti sterkan svip á miðbæinn. Þess vegna urðu margir vonsviknir þegar búð- in hætti starfsemi sinni fyrir um það bil tveimur mánuð- um. Það fólk getur tekið gleði sína á ný því eigandi Nakta apans, Sara María Júlíus- dóttir, hefur opnað nýja búð að Laugavegi 12. Búðin er í anda Nakta apans en þó með breyttum áherslum. „Full- orðni apinn“ eins og Sara orðar það. Breyttar forsendur Sara segist hafa þurft smátíma til að hugsa um hvað hún vildi gera. Nú komi hún til baka með breyttum áherslum. Hún á búð- ina ásamt Lindu og Össuri sem eiga einn- ig Ellefuna og húð- flúrstofuna Reykjavík Ink. Þau sjá um rekst- urinn og Sara fær að njóta sín í hönnuninni. „Þetta er náttúrulega algjör draumur. Nú hef ég tíma til að gera það sem ég hef gaman af og geri best. Það var svo mikið að gera í Nakta ap- anum og ég sá um allt og var alltaf að elta á mér skottið. Ég vildi vera að prenta og gera það sem ég elska. Það er mjög mikil vinna og krefjandi sem er mjög gaman. Börnin mín og fjölskylda hafa liðið mjög mikið fyrir það hvað það var mik- ið að gera hjá mér. Ég eignaðist síðan kærasta sem opnaði augu mín fyrir því að lífið væri ekki bara blóð, sviti og tár. Þannig að ég ákvað að loka en var búin að gefa það út að ég myndi vilja opna aftur ef það væri með góðu fólki. Ég fékk því tvo góða mánuði til að finna út hvað ég vildi gera,“ segir Sara sem er ánægð með að vera komin aft- ur í bransann. Skínandi demantar Sara segir þó breyttar áherslur vera í búðinni núna. Hún sé til dæmis komin með barna- fatalínu og rúmfatalínu. „Barnafatalínan heitir „Shiny diamonds“ eða skínandi demantar eftir börnunum mínum. Þegar ég var búin að tann- bursta þau á kvöldin þá sagði ég alltaf við þau: „Skínandi demantar.“ Ég mátti ekki sleppa því að segja þetta. Ég gef alltaf ætlað að gera barnafata- línu og vildi tengja hana við börnin mín,“ seg- ir Sara og bætir við að þau séu bara rétt að byrja að hanna línuna. „Þau eru náttúrulega spes og sérstök og það er bara allt í lagi því þetta er ekki fjöldaframleiðsla,“ segir hún. Fötin eru skemmtileg í skærum litum og með flottum smáatriðum. Óhætt er að fullyrða að erf- itt sé að finna glaðlegri barnafatalínu. Rúmfatalína Önnur nýjung í hönnun Söru er rúmfatalína. „Ég hef alltaf haft áhuga á að gera svona heimilislínu. Ég vann í Má Mí Mó þar sem ég var að gera mik- ið af púðum, koddum og dóti en það var aldrei pláss fyrir það í Nakta apanum. Ég festist dálítið í götufatnaði, bolum og hettupeysum. Það var svo rosalega vinsælt að ég átti erfitt með að brjótast út úr því. Ég eiginlega varð að loka í smá tíma til að losna undan því þannig séð.“ Hún segist núna ætla að gera það sem henni finnst mest spennandi. „Nú ætla ég bara að reyna að vera með blöndu af öllu, sængurverum, koddaverum, silkináttsloppum og síðan ætla ég að gera inniskó líka.“ Rúmfötin sem Sara gerir eru með alls konar áprentuðu mynstri og hægt er að sérpanta hjá henni eftir smekk hvers og eins. Íslensk hönnun Nakti apinn var þekktur fyrir að vera vettvang- ur fyrir unga hönnuði til að selja hönnun sína. Sara segir enga breytingu verða á því í Forynju. „Mér finnst gaman að hafa aðra hönnun með en vil helst ekki að hún sé ekki seld annars stað- ar.“ Hönnuðir sem selja í búðinni núna eru meðal annars Thelma design, Go with Jan, Robo knit, og Áróra. „Síðan detta örugglega fleiri hönnuðir inn á næstunni.“ Sara er aðalhönnuður Forynju en nýt- ur dyggrar aðstoðar starfsmanna sinna. „Við hönn- um mikið saman, við finnum út hvað okkur finnst flott og vinnum þetta í sameiningu.“ Opnunarpartí Formlegt opnunarpartí verður í búðinni á laug- ardaginn til að fagna opnun búðarinnar. „Það verður tónlist, húllumhæ og léttar veitingar,“ seg- ir Sara. Partíið byrjar upp úr þrjú og stendur fram eftir degi. Forynja opnaði á Laugaveginum í vikunni. Búðin er á besta stað í bænum, á Lauga- vegi 12. Forynja býður upp á dömu- og herraföt, barnaföt og rúmfatalínu og aukahluti frá ýmsum hönnuðum. Aðalhönnuður Forynju og einn af eigendunum er Sara María Júlíusdóttir sem rak Nakta apann um nokkurra ára skeið. Forynja opnuð á Laugaveginum Ökklasokkar við hælaskó umsjón viktoría hermannsdóttir Um þessar mundir sér maður oft aðal tísku- dömur bæjarins röltandi um bæinn í ökklasokkum við hælaskó. Þetta er skemmtileg og þægileg tíska. Sérstaklega ef maður er að ganga hælaskó til. Svo er þetta líka einstak- lega flott. Sokkarnir geta verið í öllum litum og flott er að hafa þá munstraða. Blúndur koma líka vel út. Þetta er líka skemmtilegt því það er hægt að gefa gömlum skóm nýtt líf með skemmtilegu pari af sokkum. Því fylgir líka töluvert minni kostnaður heldur en að kaupa sér nýtt par af skóm. dúkkulísuleikir fyrir fullorðna! Skór á spottprís Um helgina er tilboð á skóm í Spúútnik. Öll stígvél eru á 5.000 krónur og allir hælaskór á 2.000 krónur. Um að gera að kíkja á gleðina og fjörið í Spúútnik og næla sér í ódýra og flotta skó í leiðinni. M yn d iR h ö Rð u R Sv ei n SS O n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.